Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. 14 V „Ég slapp allra náðarsamlegast viöaðleika Tarzan apabródui* —segirHelga Jónsdóttir, sem stundarnám íháskóla íMadrid, í viðtali viö DB „Ég hafði dvalið nokkruni sinnum á NV-Spáni og fannsi ákaf- lega fallegt þar. Ég hreifst strax af tunguntálinu, sent mér finnst það fallegasta i heiminum — utan íslenzkunnar auðvitað. Ég hef alltaf hrifizt mjög af suður-ameriskri tónlist svo hugurinn leitaði ntjög til Spánar. Ég tók spænsku sem valgrein i Menntaskólanunt i Reykjavik og að afloknu stúdentsprófi vorið 1978 ákvað ég að halda til Madrid lil frekara náms. Mig langaði alltaf til að kynnast tungumálinu betur og að skilja lcxtana og hugsunina á bak við þá í öllunt þessunt fallegu s-anterisku lögum,” sagði Helga Jónsdóttir (Ármanns Héðinssonar fv. alþingis- ntanns) í viðtali við Dagblaðið fyrir skömntu er blm. var á ferð i Madrid. Hótelið Don Quijote, sem undir- ritaður dvali á, var einmitt i einu há- skólahverfinu i Madrid. Háskólarnir í borginni eru eiginlega þrir — tveir ganilir og rótgrónir og sá þriðji nýlegur og á sér aðeins 10 ára sögu. Blm. gekk með Helgu og félaga hennar Miguel Martinez Movilla um háskólahverfið eitt kvöldið og spjallaði við þau um lífið í háskólan- um og fleira í þ eim dúr. Helga fór fyrst í spænskunám í Universidad Complutense, þar sem hún var í „útlendingadeild”. „Þegar ég kom lil Spánar haustið 1978 hóf ég nám í einum sjö l'ögum cn aðaláherzlan var cðlilega lögð á spænskuna. Ég lærði spænska landa- fræði, lislasögu, heimspeki og svo málfræðina ásamt öðrum greinum,” sagði Helga. — Var ekkcrl erfilt að vera svona ein á báti i ókunnugu landi? „Nei, það var alls ekki slæmt. Ég bjó á heinravist með 8 spænskum stelpum og að auki voru þar 5 stelpur frá Bandarikjunum. Þær voru allar mjög vingjarnlegar og þær spænsku töluðu mjög hægt svo ég ætli auðveldara meðaðskilja þær.” Heimavistin minnir á kastala Rétt í þvi gengum við framhjá unrræddri heimavist og það verður að segjast Irreint úl að ekki hafði byggingin upplifgandi áhrif á undir- ritaðan. Húsið er griðarstórt, gamalt og minnir einna helzt á rammgerðan kastala eins og nraður sér i „gringo”- myndunum i bíó. „Jú, ég grél fyrstu nóttina á heimavistinni,” sagði Helga. „Þaðer aðeins einn stóll, eitt borð og svo rúmið auk náttborðsins þar inni og berhergið minnti ntann i fyrstunni á fangelsi. Þetta vandist þó fljótlega, en reglurnar á heimavistinni eru rnjög strangar. Hver heimavist hefur sinar reglur en allt er miklu strangara hjá stelpunum en strákunum. Nær und- antekningarlausl eru karlmennirnir og kvenfólkið aðskilið, en þó er eilthvað um að fólk búi saman — þá gift,” sagði Hei6a og hélt svo áfram: „Mjög ol't eiga nunnur þær heimavistir sem stelpurnar eru á og þær eru ákaflega strangar. Stelpurnar þurfa að vera komnar inn kl. 11 á kvöldin og ef einhver nris- brestur verður á því cr þeim visað út af heimavistinni. Stelpurnar eru oft- asl 16 eða 17 ára þegar þær koma i háskólann — fólk hefur háskólanám miklu fyrr hér en heima — og ætlunin er að þær séu ekki ol frjálsar. Hjá strákunum er þelta allt niiklu frjálsara. Þeir geta kontið heint þegar þeint sýnist og þeir ntega fá heintsóknir kvenntanna inn á sin her- bergi en stelpurnar ntega ekki bjóða neinum slrák inn til sin. Strákunum er þjónað og t.d. er allt þvegið af þeint. Stelpurnar verða að sjá unt allt slíkt sjálfar. Þá er tekið til í her- bergjum strákanna og þau þrifin reglulega en slíku er ekki fyrir að l'ara hjá stelpunum. í raun likjast heinta- vistir strákanna ntiklu nteira hólelum. Í ,öl|um heimavistunum er bar og hver heimavist hefur sinn tennisvöll, lítinn leikfintisal, eigið bókasafn og sunts staðar eru sundlaugar.” — Er þá ekki dýrt aðdvelja á þessunt heintavistum? „Jú, frekar. Skólagjöldin eru hins vegar ekki nema 16.000 pesetar (tæp. 100 þús. kr. isl.) fyrir árið að bókunt l'rátöldum. Það er ódýrara l'yrir Spánverja heldur en fyrir úllendinga að dveljast á heiniavistunum. Ef þú lærir með Spánverjum er það ódýrara — jafndýrt og þeir borga sjálfir — en dýrara ef þú ert i sér- stökurn útlendingabekkjum.” Spænskar stelpur eru af brýðisamar — Hvernig gekk þér að kynnast Spánverjunum, venjum, siðum og mataræði þeirra? „Það gekk prýðilega. Það vill nú einu sinni svo til að spænskir karlmenn eru ákaflega hrifnir af Ijós- hærðum stúlkum og það er nóg fyrir þá. Að mínu mati eru þeir kjánar að finnast Ijóst hár vera nóg. Hins vegar hef ég fundið fyrir þvi að ég er stundum ekkert allt of vinsæl i hópi spænskra stelpna — einungis út af hárinu. Þær öfunda allar ljóshærðar stelpur. Sjálfar eru þær svo vitlausar i ljóshærða stráka og núna bíður megnið af stelpunum i háskólanum í ofvæni eftir l.eif Garrett, sem er vænlanlegur i tónleikaferð til Spánar. Spænskar stelpur eru yfirleitl mjög afbrýðisanrar og t.d. mega strákarnir þeirra ekki tala við aðra kvenmenn án þess að þær móðgist. Mér gekk annars mjög vel að kynnasl fólkinu, því i háskóla- hverfinu er nær einvörðungu ungt l'ólk — ákaflega opið og óþvingað. Ég vandist fijótt mataræðinu og matarvenjunum og núna finnst mér fínt að borða l.d. hádegismatinn kl. hálfþrjú og svo kvöldmáltiðina klukkan 10, 11 eða jafnvel fast að ntiðnætli. Og nú finnst mér ómögulegt að borða án þess að hafa brauð með matnum eins og tíðkast hér á Spáni." Helga hvorki reykir né drekkur og blm. spurði hana hvort ekki væri erl'itt að koma Spánverjum i skilning unr að hún drykki ekki — ekki einú sinni borðvin. „Jú. fyrst var það tnjög erfitt. Þeir buðu aftur og aftur og hreinlega gálu ekki nteð nokkru móti skilið að ég vildi ekki drekka með matnum. Þetta er þeini svo tamt að þeir eiga erfitt með þvi að átta sig á að t.d. íslendingar eru mjög óvanir þvi að drekka vin með mat. ” Um 70.000 nemendur í háskólum Madridborgar Er við gengum áfram inn i griðar- slórt heimavistarhverfið barst okkur til eyrna daufur óniur af tónlist. Að sögn Miguels eru um 45—50 heima- vistir i Madrid og hýsa þær um 12.000 nemendur. Að auki er svo geysilegur fjöldi heimamanna i há- skólanum svo það lætur nærri að 60—70.000 nemendur stundi nám við háskóla i Madrid. Skyndilga gengum við fram á hóp ungra pilta er spiluðu og sungu fyrir utan eina kvennaheimavistina. „Þarna varstuheppinn,”sagði Helga. „Þetta er nefnilega Tuna og spánskara fyrirbrigði sérðu varla.” Tuna er hópur stráka, sem leikur á hljóðfæri og syngur og dansar. Slrákarnir voru allir klæddir i föt cins og líðkuðust á miðöldum. Poka- buxur niður að hnjám og húfur einkenndu þá. Allir höfðu þeir mis- lita borða á búningum sinum og fieiri eftir þvi sem þeir höfðu lengur verið í „Tununni”. Þessar svokölluðu „Tunur” eru mjög vinsælt fyrir- brigði í skólanum og hver deild hefur cina slika. í þennan tiltölulega fá- menna hóp komast aðeins úlvaldir og t.d. fer l'ram úrtökupróf til að skera úr um hvort menn eru hæfir í hópinn eður ei. Árlega er siðan haldin keppni á nieðal þessara „Tuna” og þá er fjöldi manns samankominn til að fylgjast með. Hugmyndin að þessu er sú að strákarnir fari að kvennaheima- vistunum og spili fyrir utan gluggana (liver sagði Rómeó og Júlia?). Venjan er þá sú að stelpurnar hendi niður til þeirra einhverju smáræði — oft vinflösku eða einhverju matar- kyns. Við héldum göngunni áfram og ræddum um félagslífið í há- skólanum. „Það er ákaflega fjölbreytt,’‘.sagði Helga, „en Miguel er miklu fróðari en ég um það þar senr hann hefur verið hér í sjö ár.” Blm. bað þvi Miguel að segja frá þvi helzta, sem boðið er upp á. Fjörugt félagslíf „Til að byrja með,” hóf Miguel máls, ,,er svonefnd félagslifsnefnd á hverri einustu heimavist og hún hefur ærinn stafa. Tónlisl er mjög vinsæl nér og þá sérstaklega jass og klassisk, en einnig s-amerisk lónlist. Hér hafa komið mjög frægar jasshljómsveitir og spilað ogjafnvel frægar sinfóníuhljómsveitir. Mikið er um góðar kvikmyndir viða að og leiklist er i hávegum höfð af nemendum og nrikið leikið. Stjórn- málaumræður eru tiðar og er oft heitt í kolunum. Íþróttalíf er með miklum blóma og vinsælustu íþróttirnar eru tvimælalaust knaltspyrna og hand- knattleikur, sem sótt hefur mjög á á siðustu árum.” Hér má skjóta þvi inn i að undirritaður sá einmitt hand- boltaleik fyrir utan eina heimavistina og virtust nemendurnir þokka- legustu spilarat. — Er eilthvað um það að atvinnuknattspyrnufélögin njósni um unga og efnilega námsmenn? „Já, vafalitið,” svaraði Miguel. „Annars er ekki mikið um mennta- menn í knattspyrnunni sem er ósköp skiljanlegt. Þessir leikmenn hætta flestir ungir í skólum til að leika knattspyrnu og námið situr á hakanum. Alltaf er eitlhvað um það að námsmenn hætti námi til að freista gæfunnar i knattspyrnunni þvi hér á Spáni fá menn góð laun fyrir að leika knattspyrnu.” Menn máttu ekki láta skoðun sína í Ijósi Miguel þekkir timana tvenna i skólanum þvi hann hóf nám á rneðan Franco var enn á lífi og við völd. Blm. spurði hann hvernig ástandið hefði verið á meðan Franco rikti. „Það var hroðalegt. Menn máttu ekki láta skoðanir sínar i Ijósi. Lög- reglan var alls staðar á varðbergi og barði allt niður með hörku. Svo rammt kvað að að ef 10 manna hópur gekk um göturnar var honum Ivíslrað. Það þótti nefnilega grun- samlegt ef margir voru á ferli saman. El'tir að Franco féll frá varð alger bylting og frjálsræðið náði tökum. Þrátt fyrir það er enn hluti nemenda sem aðhyllist skoðun Francos á hlutunum og þeir nemendur búa á sér heimavist.” — Hvaða áhrif hefur frjálsræðið haft á skólalífið að öðru leyli? Hefur l.d. neyz.la fíkniefna færzt i vöxt? „Já, hún hefur aukizt. Ég hugsa að núna neyti tæpur þriðjungur nemenda léttra fíniefna og á ég þar við t.d. Iiass og marijuna. Hugsanlega er þó meiri fjöldi á einn eða annan hátt riðinn við fíkniefni. Nú er mjög lítið um atvinnu- möguleika fyrir neniendur á sumrin þannig að erfitt er að átta sig á hvaðan peningarnir koma til kaupa á þessum efnum. j flestum tilvikunum eru það foreldrarnir, er sjá börnum sinum farborða, alveg þar til há- skólanámi lýkur. Nemendur fiykkjast mikið niður á sólar- slrendurnar á sumrin og slæpast þar um — annað er ekki að hafa.” „Eitt af stærstu atriðum skóla- ársins eru hinar geysimiklu hátíðir i upphafi hvers skólaárs,” bætir Helga inn i. ,,í upphafi skólaársins er haldin geysimikil „fiesta” og þá er ekkert til sparað. Þetta er um leið eins konar busávigsla og enginn sleppur við sinn skerf. Ég þurfti t.d. að dansa flamingó og tilbiðja Allah en slapp allra náðarsamlegast við að leika konung apanna — Tarzan sjálfan,”segir Helga og hlær. „1 lok skólaársins er svo einnig haldin geysimikil hátið, verðlaun veitt fyrir námsárangur, skemmtiat- riði og svo stiginn dans. Fljótlega eftir þessar hátiðir tæmast heima- vislirnar og standa að mestu auðar yfir sumartimann þar til i september.” Helga stundar nú nám i portúgölsku við háskólann og ítölsku og frönsku við annan skóla. Að hennar sögn er ítalskan strembnasta lungumálið, sem hún hefur fengizt við. „Hún er alls ekki eins svipuð spænskunni og fólk heldur,” sagði Helga. Aðspurð um kröfurnar i skólanum segir Helga: „Þaðer mikið fel.lt á fyrsta ári en ekki svo mikið eljir það — ekki ósvipað því sem gert er heima.í MR”. — Mundirðu vilja búa á Spáni? „Já, ég gæti mjög vel hugsað mér að setjast hér að — þó alls ekki i Madrid. Það er allt of mikill asi hér og svo allt of mikil mengun og allt of ntargt fólk. Ég vildi helzt búa i litlu þorpi á N-Spáni ef hægt væri að koma þvi við. Mig langar mjög til að starfa við ferðamál og ég hef mikinn áhuga á að reyna t.d. að komast að sem túlkurá heimsmeistarakeppninni i knaltspyrnu 1982. Það fer e.t.v. ekki saman að vilja búa i kyrrlátu þorpi á N-Spáni og vilja starfa að ferðamálum, en tíminn verður bara að skera úr um hvað verður.” Miguel, Helga og undirritaður i hinum gamla hluta Madridborgar — skammt frá Plaza Mayor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.