Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 17
Iþróttir
Iþróttir
Iþrottir
Iþrottir
Iþrottir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
Pétur ekki
meðvegna
veikinda
Pétur Pétursson lék ekki með Feye-
noord um helgina vegna veikinda en [
félagar hans hljóta nú að naga sig j
hressilega í handarbökin fyrir að hafa :
siegið slöku við I deildakeppninni. Ajax |
tapaði nefnilega sínum öðrum leik i röð j
og AZ ’67 beið einnig ósigur um helg-;
ina. Þrátt fyrir þessi töp er næsta víst I
að Ajax hirðir titilinn en Feyenoord -
verður að hengja vonir sínar á bikar-
keppnina. Siðasti leikur Feyenoord og I
Sparta verður i þessari viku en fyrri j
lcikinn vann Sparta 1—0. Úrslitin í |
Hollandi urðu annars sem hér segir:
Willem II Tilburg — Feyenoord 1—I I
Roda — Utrecht 1—3 j
Twente — AZ’67 4—1
PEC Zwolle — Haarlem 3—0 |
NEC Nijmegen — Vitesse Arnhem 1—0 j
PSV Eindhoven — Deventer 3—2
Maastricht — Breda 3—2 j
Sparta — Excelslor 3—1
Staðan í Hollandi er nú þessi:
Ajax
Alkmaar
Feyenoord
PSV
Utrech!
Twente
Roda
Den Haag
Excelsior
Tilburg
Maastricht
Deventer
Pec Zwolle
Sparta
Nec Nijmegi
Arnhem
Nac Breda
Haarlem
Vonir Standard
orðnar litlar
Enn er allt við það sama í Belgísku 1.
deildarkeppninni og FC Brugge er nær
öruggt með sigur i mótinu. Liðið þarf
einn sigur úr siðustu tveimur leikjum
sínum til að gulltryggja sig. Standard
heldur sinu striki mjög vel en allt
kemur fyrir ekki. Bilið á toppnum
minnkar ekkert og Ásgeir Sigurvinsson
og félagar verða nú að stóla á sigur í
bikarkeppninni til að eiga möguleika á
einhverjum verðlaunum fyrir allan
svitann i vetur. Úrslitin í Belgíu urðu
þessi:
32 21 5 6 74- -39
32 19 7 6 72- -35
32 15 12 5 57- -32
32 16 8 8 59- -37
32 14 9 9 47- -33
32 15 6 11 48- -43
32 14 7 II 48- -44
32 11 9 12 46- -42
32 10 10 12 53- -56
32 9 12 11 37- -60
32 10 9 13 43- -50
32 11 5 16 46- -49
32 9 8 15 34- -40
32 10 6 16 44- -53
32 10 5 17 31- -48
32 6 12 14 33- -55
32 9 6 17 33- -58
32 6 10 16 36- -61
Charleroi — - Beveren 2- -0
Molenbeek — Waregem 2- -0
Beerschot - - Andcrlecht 2- -2
Winterslag — Waterschei 0- -3
FC Brugge • - FC IJege 2- -1
Standard — ■ CS Brugge 3- -0
Lierse — Hasselt 7- -0
Lokeren — Berchem 6- -1
Beringen — Antwerpen 2- -0
Staðan í Belgíu er nú þessi:
FC Brugge 32 22 5 5 70—30 49
Standard 32 20 7 5 78—29 47
Molenbeek 32 18 9 5 52—26 45
Lokeren 32 18 5 9 60—27 41
Lierse 32 17 4 11 69—40 38
Anderlecht 32 16 6 10 62—33 38
Waterschei 32 13 8 11 47—39 34
Beveren 32 11 10 11 36—40 32
FC Liege 32 12 7 13 48—44 31
Winterslag 32 10 11 11 32—61 31
CS Brugge 32 12 6 14 47—56 30
Waregefn 32 9 11 12 31—41 29
Beerschot 32 8 11 13 40—47 27
Antwerpen 32 9 8 15 39—43 26
Beringcn 32 9 7 16 32—48 25
Berchem 32 6 11 15 37—60 23
Charleroi 32 8 5 19 21—63 21
Hasselt 32 2 5 25 18—89 9
Aðeins tveimur umferðum er ólokið.
Bretaráuppleið
Bretar unnu Belga, 76—66, i lands-
leik í körfuknattleik um helgina og
kemur sá sigur nokkuð á óvart þar sem
Belgar hafa fram til þessa verið taldir
nokkuð sterkir. Þessi sigur Bretanna
kemur í kjölfar 94—88 sigurs þeirra á
Finnum um síðustu helgi.
Þá sigruðu Sovétmenn Spánverja,
93—80, á Mallorca um helgina í 4-
landa keppni. Með sigrinum tryggðu
Sovétmennirnir sér sigur i mótinu. Þá
unnu Hollendingar Frakka, 96—75, i
sömu keppni og hirtu þar með bronsið.
, Ragnhildur varð ferfaldur
íslandsmeistari í borðtennis
—á landsmóti borðtennismanna, sem lauk um helgina. Tómas Guðjónsson sigraði örugglega í karlaf lokki og hélt titli sínum
Tómas Guðjónsson úr KR sigraði
örugglega í meistaraflokki karla á
íslandsmótinu i borðtennis, sem lauk i
Laugardalshöllinni á tiunda tímanum í
gærkvöld. Tómas vann alla and-
stæðinga sina mjög örugglega og þegar
komið var í úrslitaleikinn i gærkvöld
var hann sá eini er ekki hafði tapað
leik. Gunnar Finnbjörnsson, sem var
mótherji hans i úrsiitunum, hafði tapað
einum leik og varð því að tvísigra
Tómas til þess að eiga möguleika á
titilinum. í mótinu voru menn ekki úr
leik fyrr en eftir tvö töp. Svo virtist í
upphafi fyrstu lotunnar, sem Gunnar
ætlaði að velgja Tómasi undir uggum
því hann komst i 3—0. Tómas jafnaði
siðan 12—12 komst í 16—12 og sigraði
21—16 í fyrstu lotunni. I annarri lot-
unni komst Tómas strax i 8—3 og hélt
þeim mun út alla lotuna án mikilla
erfiðleika. Lokatölur urðu 21—15. í
þriðju og síðustu lotunni gerði Gunnar
aftur harða hrið að Tómasi. Hann
leiddi t.d. 14—12 en þar með var sagan
öll. Tómas tók geysilegan kipp og
komst í 19—14 og sigraði síðan 21—15.
Mjög öruggur og glæsilegur sigur
Tómasar en hann varð einnig íslands-
meistari í fyrra.
1 þriðja sæti í mótinu varð Stefán
Konráðsson. í meistaraflokki kvenna
sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir
(Guðmundssonar á Leirá í Borgar-
firði). Hún sigraði alla sina keppinauta
en í kvennaflokknum léku dömurnar
allar við alla. Engri tókst að hafa við
Ragnhildi, sem sigraði létt. Ásta
Urbancic varð önnur og þriðja varð
Guðrún Einarsdóttir. Ragnhildur er í
UMSB, Ásta i Erninum og Guðrún i
Gerplu.
I 1. flokki karla sigraði Þorfinnur
Guðmundsson úr Vikingi félaga sinn
Kristján Jónasson, 21—16 og 21 —17,
eftir skemmtilega keppni. Þriðji varð
svo Jónas Kristjánsson úr Erininum.
í I. flokki kvenna sigraði Sigrún
Sverrisdóttir, Vikingi. önnur varð
Helga Jóhannsdóttir, ÍFR og þriðja
varð svo Hafdís Ásgeirsdóttir úr KR en
hún er fötluð. í 2. flokki karla sigraði
Davíð Pálsson úr Erninum félaga sinn
Magnús Jónsson úr Erninum 18—21,
22—20 og 21 —17 í hörkuspennandi
úrslitaleik. Magnús hafði betur í fyrstu
lotunni en Davíð vann þá aðra eftir
upphækkun og sigraði síðan í þeirri
þriðju nokkuð örugglega. Þriðji varð
Guðmundur I. Guðmundsson úr Vík-
ingi.
1 tviliðaleik karla sigruðu þeir Tómas
Guðjónsson, KR og Hjálmtýr
Ragnhildur Sigurðardóttir, ÚMSB, sigraði mjög örugglega f kvennaflokki f landsmótinu f borðtennis um helgina og fór heim
með fern gullverðlaun. DB-mynd Hörður.
Heimsmet á fyrsta
degi Evrópumótsins
— íslendingar taka þátt ÍEM f lyftingum í Belgrad
EvrópumeistaramótiO í lyftingum
hófst í Belgrad i Júgóslavíu á föstudag.
íslcnzkir lyftingamenn eru þar meðal
keppenda. Aðeins tveir keppendur frá
sömu þjóð mega keppa í hverjum
flokki. Skráðir keppendur eru 180 frá
27 þjóðum og mun mótið standa i tiu
daga. Meðal þeirra eru 17 heimsmet-
hafar og þrir ólympiumeistarar frá
Montreal.
í fyrstu keppninni á föstudag, flugu-
vigt, náði Sovétmaðurinn Alexander
Voronin aftur heimsmeti sinu í snörun,
snaraði 112,5 kg. Hann varð Evrópu-
meistari með 240 kg samanlagt. Annar
Stefan Leletko, Póllandi, með 237,5 kg
— sigraði í jafnhöttun 135 kg — og
þriðji varð landi hans Jacek Gutowski
með 225 kg. Eldra heimsmetið í snörun
átti Kínverjinn Wu Shude, 112 kg —
sett fyrr í þessum mánuði.
í bamtamvigtinni (56 kg) sigraði
Oleg Karayanidi, Sovétrikjunum. Lyfti
samtals 262,5 kg. Andreas Letz, A-
Þýzkalandi, varð annar með 257,5 kg
og Frank Mavijus, Rúmeníu, þriðji
með 255 kg. Heimsmeistarinn Sabir
Sabriev, Búlgaríu, varð að Iáta sér
nægja fjórða sætið. Lyfti samtals 255
kg. Sigurvegarinn var mjög óánægður
með árangur sinn. Kenndi óvenju
köldu veðri á þessum árstíma í Júgó-
slavíu um. Hann var um sex kg frá
heimsmetinu.
Eftir þessar tvær keppnisgreinar var
Pólland efst í stigakeppni þjóðanna
með 55 stig. Sovétríkin í öðru sæti með
33 stig. Þá Ungverjaland 22, Ítalía 18
og Portúgal 15.
Hafsteinsson KR. Stefán Konráðsson,
Víkingi og Hilmar Konráðsson,
Víkingi urðu i 2. sætinu og í 3. sæti
urðu þeir Tómas Sölvason, KR og
Gunnar Finnbjörnsson Erninum. í tví-
liðaleik kvenna sigruðu þær Ragn-
hildur Sigurðardóttir og Kristín Njáls-
dóttir, báðar UMSB og Ásta Urbancic
Erninum og Guðrún Einarsdóttir
Gerplu urðu í 2. sætinu. í 3. sæti komu
svo Hafdís Ásgeirsdóttir, KR og Guð-
björg Stefánsdóttir, Fram.
I tvenndarkeppninni sigruðu þau
Ragnhildur Sigurðardóttir og Hjálmtýr
Hafsteinsson og í 2. sæti urðu þau
Tómas Guðjónsson og Ásta Urbancic.
Guðrún Einarsdóttir, og Stefán
Konráðsson urðu svo í 3. sætinu. í
keppni ,,old-boys” sigraði Jónas Örn
Sigurjónsson en í 2. sæti varð Þórður
Þorvarðarson. Þeir eru báðir úr
Gerplu. Þriðji varð Halldór Jónsson úr
Fram.
Ragnhildur bætti enn einni skraut-
fjöðrinni í hattinn er hún sigraði í
stúlknaflokki á mótinu en hún er
Kylfingartil
Skotlands og
írlands í maí
Nú er golfvertíðin að komast á fulla
ferð og verður fyrsta stórmót sumars-
ins um næstu helgi á Hvaleyrinni. Kylf-
ingar hafa löngum verið mikið fyrir
það að fara utan til að eltast við
hvíta boltann og i mal mun hópur kylf-
inga halda til Skotlands og leika golf á
St. Andrews — einum frægasta golf-
velli heims. Sú ferð hefur verið farin
árlega í langan tíma og er hún nú full-
setin.
En á vegum Samvinnuferða/Land-
sýnar verður golfferð til írlands þann
11. maí. Vitað er að margir kylfingar
hyggjast nota sér þessa ferð til að koma
sér í toppæfingu fyrir sumarið og ekki
spillir það að fyrir knattspyrnuáhuga-
menn á meðal kylfinga verður boðið
upp á leik íra og Argentínumanna í
Dyflini. Argentínumenn leika nokkra
leiki í Evrópu í maí og þ.á m. við íra.
Að því er við bezt vitum er enn hægt að
skrá sig í ferðina hjá Samvinnuferð-
um/Landsýn og ættu menn að hafa
hraðann á og skella sér til Írlands í
golfið og fótboltann.
Naumursigurá
Færeyingum
íslenzka handboltalandsliðið vann
nauman sigur á Færeyingum í siðasta
leik liðanna, sem fram fór í Hafnar-
firði á laugardag. Lokatölur urðu 14—
13 íslandi í vil eftir að færeysku stúlk-
urnar höfðu leitt með 2—4 mörkum
nær alian leiktímann. Vonbrigði þeirra
færeysku voru gífurleg því þær áttu
sigurinn skilinn mun frekar en islenzku
stúlkurnar, sem léku af einstöku
áhugaleysi allan tímann. Var engu lík-
ara en þær væru með yfirburðasigur í
vasanum strax áður en leikurinn hófst.
Þær færeysku voru ekkert á þvi að
gefa neitt eftir og þrátt fyrir Ivö stór-
töp, 12—21 og 11—24 i fyrri leikjunum
var greinilegt að þær komu til leiksins
með þvi hugarfari að sigra. Þeim hafði
næstum tekizt það en það var Karen
Guðnadóttir úr Val sem tryggði Islandi
sigurinn með marki 7 sek. fyrir leiks-
lok. Hún var þá rétt komin inn á eftir
að hafa fengið kælingu i 2 mínútur.
Ef dömurnar okkar sýna ekki meiri
áhuga á landsleikjum sínum en þetta er
þess ekki að vænta að þeim verði útveg-
uð frekari verkefni á næstunni.
aðeins 17 ára gömul. Sigrún Bjarna-
dóttir varð önnur og tvíburasystir
Ragnhildar, Erna, varðí 3. sætinu.
í flokki 15—17 ára unglinga sigraði
Bjarni Kristjánsson, UMFK, og annar
varð Kristján Jónasson, Víkingi. Þriðji
varð svoGuðmundur Maríusson, KR. í
flokki 13—15 ára unglinga sigraði
Björgvin Björgvinsson úr KR og annar
varð Einar Einarsson úr Víkingi. Þriðji
varð siðan Haukur Stefánsson úr
i Víkingi.
f flokki 13 ára og yngri sigraði
Bergur Konráðsson, en hann er bróðir
Hilmars, sem er í meistaraflokki.
Skarphéðinn Ivarsson, HSÞ varð annar
og Bjarni Bjamason, Gerplu þriðji.
f tviliðaleik 15—17 ára sigruðu
Jóhann Hauksson og Jónatan Þórðar-
son KR en i öðru sætinu urðu þeir
Bjarni Kristjánsson og Guðjón
Marteinsson, UMFK. Kristján Jónas-
son, Víkingi og Hafliði Kristjánsson,
UMFK urðu i 3. sætinu. f tviliðaleik 15
ára og yngri sigruðu þeir Björgvin
Björgvinsson KR og Einar Einarsson
Víkingi. Kristján Emilsson, KR og
Stefán Birkisson, Erninum urðu í 2.
sæti og Kristján Haraldsson og Skúli
Skúlason úr HSÞ urðu í 3 sætinu.
í félagakeppni í karlaflokki urðu
KR-ingar hlutskarpastir fimmta árið í
röð og að þessu sinni varð Víkingur í 2.
sæti. í félagakeppni unglinga sigraði
KR einnig en borgftrzku stúlkurnar
sigruðu í félagakeppni kvennanna og
kemur engum á óvart.
Þátttakendur í mótinu voru um 140
og var keppt í 15 flokkum. Mótið gekk
í alla staði mjög vel fyrir sig og leikja-
niðurröðun og tímasetning stóðst mjög
vel. f stuttu spjalli við DB í gærkvöld
sagði Gunnar Jóhannsson, formaður
Borðtennissambands íslands að mjög
ánægjulegt væri að sjá hversu víða að
af landinu keppendur kæmu nú og
benti það ótvírætt til þess að mikil
gróska væri að færast í borðtennis hér-
lendis.
-SSv.
Tómas Guðjónsson, KR, var hinn öruggi sigurvegari i karlaflokki.
DB-mynd Hörður.
Gunnar Finnbjörnsson varð að gera sér annað sætið að góðu þrátt fyrir góða frammistöðu á mótinu um helgina.
DB-mynd Höröur.
KRtapaði
hálfri milljón
Frestun bikarúrslitaleiksins í hand-
boltanum hefur valdið miklum leiðind-
um á meðal handknattleiksunnenda
fyrir svo utan það fjárhagstap sem
félögin þurfa að bera vegna auglýsinga-
kostnaðar. Mikill hiti var í forráða-
mönnum bæði KR og Hauka i gær-
kvöld vegna þess að fresta varð
leiknum. Ljóst er að auðveldlega hefði
mátt koma honum á í Hafnarfirði í
gærkvöld en þeim möguleika var
hafnað i upphafi. FH og Þróttur léku
bikarúrslitaleikinn í Hafnarfirði fyrir
nokkrum árum og þvi er þar komið
fordæmi fyrir því að færa leikinn út
fyrir Reykjavik.
Að sögn Ævars Sigurðssonar, for-
manns handknattleiksdeildar KR, er
beint fjárhagslegt tap vegna leiksins
sem átti að vera í gær um 400 þúsund
krónur. Guðmundur Aðalsteinsson,
formaður handknattleiksdeildar
Hauka, sagðist ekki hafa neinar tölur á
reiðum höndum en tapið væri talsvert.
„Vonlausasti valkostur-
inn af fimm var tekinn”
—segir Sigurgeir Gudmannsson, framkvæmdast jóri IBR, um þá ákvörðun HSÍ að
setja bikarúrslitaleikinn á í gærkvöld, þegar séð var að nær útilokað væri að
koma honum fyrir í Höllinni
„VonlausaMi valkosturinn af fimm
var tekinn,” sagði Sigurgeir
Guðmannsson, framkvæmdastjóri
ÍBR, á fundi með HSÍ og blaða-
mönnum í gærkvöldi er haldinn var
vegna þess að fresta varð bikar-
úrslitaleik KR og Hauka þar sem
íslandsmótið i borðtennis fór fram í
Höllinni á sama tima. Miklar
umræður urðu á fundinum í gær-
kvöld og var stjórn HSÍ og einkum
formaður hennar, Júlíus Hafstein,
harðlega gagnrýndur fyrir að svo illa
skyldi takast til. ,,Ég lýsi aliri ábyrgð
á hendur stjórn ÍBR. Mér var
úthlutað þessum tima i Laugardals-
höllinni (sunnudagskvöldinu 27.
april kl. 20.30 — innsk. -SSv) og ég
t>e( ekki annað en tekið mark á ÍBR.
Ég vil taka það fram að ég harma
hvernig tókst til og það hryggir mig
mjög að sjá að leikurinn gat ekki
farið fram. Þetta er áfail fyrir mig
persónulega svo og handknattleikinn
í heiid sinni, en sem fyrr lýsi ég allri
ábyrgð á hendur stjón ÍBR.”
Aðdragandi málsins var rakinn
fram og til baka á fundinum i gær-
kvöld en í stórum dráttum virðist
gangur mála hafa verið þessi.
Strax og ljóst var að aukaleik
þurfti til að fá úrslit i bikarkeppn-
inni var farið á stúfana og mögu-
leikar kannaðir. Júlíus Hafstein
hafði þá strax á miðvikudagskvöld
samband við Gunnar Guðmannsson,
framkvæmdastjóra Laugardals-
hallarinnar, og spurðist fyrir um
möguleika á að haida leikinn í Höll-
inni á sunnudag. „Gunnar taldi þann
möguleika útilokaðan strax í upphafi
þar sem óvíst væri hvenær borð-
tennismótinu lyki. BTÍ hafði pantað
húsið undir mót sitt með hálfs árs
fyrirvara eða meira og þvi ekki hægt
að fara fram á það við sambandið að
það frestaði úrslitaleikjum sinum til
að koma bikarúrslitaleik GSÍ fyrir.
Það liggur ljóst fyrir að Sigurgeir
Guðmannsson hafði samband við
Júlíus Hafstein um miðjan dag á
föstudag og tjáði honum að nær allar
líkur bentu til þess að leikurinn gæti
ekki farið fram þar sem ekki væri
hægt að stóla á að borðtennismótinu
lyki á slaginu hálfníu. Að sögn Sigur-
geirs vildi Júlíus ekki hætta við
tilraunir sínar til að koma leiknum á.
IÞað væri of seint að fresta honum
þar sem félögin væru bæði búin að
eyða stórfé í auglýsingar. Því var
skrípaleiknum haldið áfram og Ieikn-
um ekki frestað fyrr en um kl. 18.30 í
gærkvöld þó Ijóst hefði verið löngu
fyrr að útilokað væri að hann hæfist
á tilsettum tíma.
Það eru svo ótalmörg atriði i sam-
bandi við þennan bikarúrslitaleik sem
vekja spumingar, sem likast til
verður fæstum svarað. 1 sjálfu sér
hefst ekkert upp úr því að velta
málinu fyrir sér. Leiknum hefur verið
frestað og í morgun var enn ekki búið
að ákveða leikstað eða leiktíma.
Líkast til verður leikurinn þó háður á
miðvikudag eða fimmtudag og ekki
er loku fyrir það skotið að hann verði
leikinn í Hafnarfirði eftir allt saman.
-SSv.
Benfica alveg
útúrmyndinni
í Portúgal er sama baráttan um titil-
inn eins og á Spáni. Þar berjast FC
Porto og Sporting Lissabon grimmilega
um titilinn og önnur lið eiga ekki
möguleika. Benfica hefur alveg dregizt
aftur úr í kapphlaupinu en úrslit urðu
þessi um helgina:
Belenenses—Porlo 0—1'
Sporting — Rio Ave 5—0
Boavista — Benfica 1—1
Espinho — Portimonese 2—1
Braga — M.deFunchal 1—0
Uniao de I.eiria — Guimaraes 1—4
Varzim — Setubal 3—1
Estoril — Beira Mar 3—I
Efstu lið eru þessi:
Porto 26 21 4 1 56—6 46
Sporting 26 21 3 2 60—16 45
Benfica 26 17 5 4 72—15 39
Belenenses 26 13 6 7 30—31 32
Boavista 26 13 6 7 41—28 32
Inter Mflanó
öruggur sigur-
vegari á Ítalíu
Inter Milanó tryggði sér italska
meistaratitilinn i knattspyrnu um
helgina er liðið gerði jafntefli við Roma
á heimavelli, 2—2. Aðeins tvær
umferðir eru nú eftir og Inter má tapa
báðum leikjum sinum og sigra samt.
Staðan er nú þannig á ítaliu:
Inter Milanó 28 13 13 2 40—21 39
Juventus 28 14 6 8 36—23 34
Fiorentina 28 II 11 6 33—22 33
ACMilanó 28 12 8 8 29—17 32
Ascoli 28 10 12 6 29—23 32
Torino 28 9 13 6 23—14 31
Cagliari 28 8 13 7 25—26 29
Bologna 28 8 13 7 21—21 29
Roma 28 9 11 8 32—34 29
Napoli 28 7 13 8 19—17 27
Avellino 28 7 13 8 23—29 27
Perugia 28 7 12 9 23—30 26
Lazio 28 5 15 8 21—22 25
Udinese 28 3 14 11 22—3fr 20
Catanzaro 28 3 14 11 16—33 26
Pescara 28 4 7 17 18—38 15
Real Sociedad
nálgast spánska
meistaratitilinn
Real Sociedad tók forystu í kapp-
hlaupinu um spánska meistaratitilinn í
knattspyrnu með góðum sigri á Burgos
á útivelli í gærkvöld. Real Madrid
tapaði stigi á útivelli gegn Sevilla og nú
eru aðeins þrjár umferðir eftir af
mótinu. Úrslit leikja i gær urðu þessi:
Espanol — Rayo Vallecano 1—0
Valencia — Barcelona 1—1
Atletico Bilbao — Almeria 3—0
Las Palmas — Real Zaragoza 0—0
Atletico Madrid — Real Betis 3— 1
Sevilla — Real Madrid 1—1
Malaga — Salamanca 0—3
Burgos — Real Sociedad 1—3
Sporting — Hercules 0—0
Staða efstu liðanna er nú þannig
Real Sociedad 31 17 14 0 48-17 48
Real Madrid 31 19 9 3 61-31 47
Sporting Gijon 31 14 7 10 42-33 35
Atletico Bilbao 31 15 4 12 49-38 34
Valencia 31 11 12 8 47-38 34
Barcelona 31 11 11 9 36-30 33
Valencia 31 11 12 8 47—38 34