Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
29
0G GERIAÐRIR BETUR
ALBERT
Höfundur: Ole Lund Kirkegaard.
Myndskreyting: Ole Lund Kirkegaard.
Þýðing: Þorvaldur Kristinsson.
Iflunn 1979.
Albert er óforbetranlegur óþekkt-
arormur og býr i Kallabæ. Hann á
þann draum heitastan að verða sjó-
ræningi með tréfót, sem hann getur
skrúfað af og á. En litlir strákar
verða víst afar sjaldan sjóræningjar
og á meðan Albert bíður eftir að
verða nógu gamall til að bera sjóræn-
ingjasverð, gerir hann eitt og annað
sér til skemmtunar en íbúum Kalla-
bæjar og þá sérílagi skósmiðnum til
hrellingar.
Skósmiðurinn, sem er orðinn
einsog skorpið epli í framan af ein-
tómri geðvonsku, veit ekkert verra en
hunda nema ef það væru strákar.
Strákarnir slíta upp radisurnar
hans, éta perurnar af perutrénu,
hleypa út hænsnunum og binda
hænsnakofann hans aftaní vörubíl
sem ekur síðan burtu með kofann í
eftirdragi. Strákarnir eru að sjálf-
sögðu Albert og Egon vinur hans.
Óþokkaklúbburinn
ógeðslegi
Albert og Egon ákveða að stofna
klúbb. Albert vill hafa það sjóræn-
um okkar, sagði Albert. Við þurfum
alls ekki að snerta þær.
Egon virtist hæstánægður.
Óþokkarnir ógeðslegu leggja af
stað í leiðangur en það gengur heldur
illa. í fyrsta lagi truflar skósmiðurinn
ráðagerð þeirra og i öðru lagi þegar
þeir loksins ráðast til atlögu á skóla-
systur sína og móður hennar, með
brugðin sverð, hrópandi ókvæðisorð,
klappar skólasystirin saman lófunum
og segir við móður sína:
Eru þeir ekki skemmtilegir,
mamma?
Móður hennar finnst þeir bráð-
skemmtilegir en fitjar samt uppá nef-
ið. Það rennur allur berserksgángur
af óþokkunum ógeðslegu, þegar
móðirin segir við Albert:
Farðu varlega svo þú brjótir ekki
gleraugun þín, væni minn.
En óþokkarnir ógeðslegu eru ekki
á þvi að gefast upp. Þeir ákveða að
búa til stelpugildru en það tekst ekki
belur til en svo, að þeir fá skósmiðinn
í gildruna og Albert heldur þvi fram
Albert og Egon ráðast til atlögu við Júdit og mömmu hennar.
ingjaklúbb af því að það eru bestu
klúbbar i heimi en Egon bendir
honum á að þeir hafi hvorki skip né
fallbyssur og þar með fellur hug-
myndin um sjálfa sig og þeir stofna
óþokkaklúbbinn ógeðslega.
Óþokkaklúbburinn ógeðslegi
ákveður að taka einhvern til fanga,
þvi það er hægt að fá peninga fyrir
það. Fangarnir verða alltsvo að
borga fyrir að sleppa úr kartöflu-
geymslunni.
En hvar getum við náð i fanga?
spurði Egon. Mér finnst ég aldrei
hafa séð neinn hérna í bænum. Við
tökum bara einhverjar stelpur, sagði
Albert. Það má vel nota þær.
Eigum við að kyssa þær? spurði
Egon og varð aftur skelfdur á svip-
inn.
BLABLA! hrópaði Albert. Ertu
eitthvað skrýtinn, drengur? Almenni-
legir óþokkar eru kvenhatarar.
Jæja, það var gott, sagði Egon
með feginssvip. En hver á að snerta
þær þegar við stingum þeim ofan í
geymsluna?
Við ýtum þeim bara með sverðun-
Cessna Skyhawk 1977
IFR Skyhawk til sölu. Gott verð ef samið er
strax.
Uppl. á vinnutíma 19296, á kvöldin 72530.
Albert til fanga. Saman halda þeir af
stað á markaðinn á Hjaltastöðum, þó
svo Rappolló hafi valdið Albert sár-
um vonbrigðum með því að vera ekki
raunverulegur ræningi.
Á markaðinum er Albert aldeilis í
essinu sínu, enda er þar enginn skó-
sntiður til að eyðileggja allt. Albert
kemst i kast við svinaprangara og
hleypir upp sýningunni á frúnni í
Húmborg. Honum er rænt en hann
leikur illilega á ræningjana og sendir
Rappólló uppi loftbelg. Hámar i sig
pönnukökur og kemsl að þeirri
niðurstöðu að það sé næstum þvi
skemmtilegra að vera á markaði á
Hjaltastöðum en vera sjóræningi.
Næstum því.
Meinfyndinn
Kirkegaard
Eitt kvöldið, þegar mér hafði með
einstakri kostgæfni tekist að halda
mér í hrikalegu fúlu skapi allan lið-
langan daginn og ekki tekist að fá út-
rás fyrir skapvonskuna í mér, renndi
ég augunum yfir bókahillurnar og
velti því fyrir mér, hvort ég ætti ekki
einhverja skemmtilega bók sem ég
gæti lesið mér til hugarhægðar áður
en ég skoðaði augnlokin að innan.
Þá rak ég augun i nafn Ole Lund
Kirkegaard og án þess að hugsa mig
um tvisvar tók ég Albert með mér í
rúmið. Og viti menn. Ég hafði ekki
lesið lengi áður en Albert var farinn
að kitla hláturtaugarnar og brátt var
ég farin að hlæja innilega. Að síðustu
var ég farin að grenja af hlátri og það
er engin lygi. Maður lýgur ekki opin-
berlega og sérílagi ekki á prenti.
Nú haldið þið sjálfsagt að ég hafi
verið að lesa bókina i fyrsta sinn en
það er hrapallegur misskilningur. Ég
var að lesa Albert i annað sinn. Al-
bert var ein al' fyrstu jólabókunum
sem ég keypti síðastliðið ár — handa
sjálfri mér.
Ole Lund Kirkagaard segir alveg
makalaust skemmtilegar sögur af
óforbetranlegum óþekktarornuim.
Sögur sem eru fullar af lífi og fjöri og
einstakri frásagnargleði, svosöguper-
sónurnar verða sprellli fandi og
ósjálfrátt óskaði ég mér að veröldin
væri full af manneskjum, einsog
þeim sem Ole Lund Kirkegaard
skapar í bókum sínum. Þvílíkur
munur væri þá að vera til.
Höfundur myndskreytir bækur
sínar sjálfur og gerir það óviðjafnan-
lega. Hann undirstrikar persónulýs-
ingar sögunnar svo okkur verður
Valdís Oskarsdóttir
ljóst að óþekktarormarnir eru ófor-
betranlegir óþekktarormar og vasa-
þjófarnir ótíndir ræningjar. Geðillu
manneskjurnar ótrúlega geðvondar
og svikararnir raunverulegir svikarar.
I.itilmagninn óheyrilega litill og góð-
ntennin greinileg gæðablóð og geri
aðrir betur.
Þýðing Þorvaldar Kristinssonar er
mjög góð. Honum lekst vcl að ná
fram andrúmslofti sögunnar og
kemur meinfyndnum talsmáta Ole
l.und Kirkegaard fullkomlega til
skila.
að þeir hefðu heldur átt að stofna
sjóræningjaklúbb.
Makalaus
markaðsferð
Morguninn eftir hrakfallaferð
óþokkanna ógeðslegu, vaknar Albert
uppí dásamlegu veðri og kemst að
þeirri niðurstöðu; að úr þvi sólin
skini svona glatt þá hljóti að vera fri-
dagur.
Og með það leggur hann af stað i
ævintýraleit.
Hann reynir að fá Egon með sér en
Egon er bundinn fastur við rúmið og
glugginn negldur aftur, svo hann geri
örugglega ekki neitt af sér þann
daginn. Þá heldur Alberl einn af stað
úti heiminn tilað verða sjóræningi.
Hann siglir i tunnu (sem hann hélt
fyrst að væri sækýr þegar hann sá
hana fljótandi tilsýndar) niður læk-
inn og á siglingunni rekst hann á
Rappolló mikla sem er heimsins
mesti vasaþjófur.
Albert slæst í fylgd með Rappolló
en Rappolló álítur að hann hafi tekið
Gripið simann
gerið góð
kaup
Smáauglýsingar
BIAÐ5IN5
Þverholtill sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld