Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. II DRAUMUR BRAUTRYÐJENDA 0G TREGÐULÖGMÁL STJÓRNVALDA Um langt árabil hafa framsýnir menn rætt hina miklu möguleika, sem eru á fiskrækt hér á landi. Ekki hafa allir látið sitja við orðin tóm. Tilraunir af ýmsu tagi, hafa verið gerðar, klakstöðvar reistar, eldis- tjarnir útbúnar, hafbeit stunduð, eldi reynt i sjávargildrum og reynt að nýta jarðhitann. Margir ofurhuganna hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Tilraunir hafa mistekist af ýmsum orsökum. Nokkrum hefur þó auðnast að halda áfram, en það hefur verið fyrir þráa og ódrepandi kjark. Og hvers vegna hefur svo illa gengið? Ástæðan er einföld. Ríkis- valdið hefur aldrei sýnt þessum málum nokkurn minnsta áhuga. — Aðeins hefur verið höfð í frammi álappaleg sýndarmennska, sem fáum hefur komið að gagni og engum að umtalsverðu gagni. Algjör óstjórn ríkir á þessu sviði, engar tilraunir gerðar til að sameina kraftana, hvorki til rannsókna né tilrauna. Sáralitlu fjármagni hefur verið varið til rannsókna. Lítil vitneskja er borðliggjandi um heppilegt eldisvatn, þ.e. lindarvatn og jarðvarma, efna- innihald og vatnsmagn. Engar skipulegar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði, né heldur á heppilegum stöðum fyrir sjóeldi. Einstaklingar hafa gert athuganir á nokkrum stöðum, niðurstöður hafa verið athyglisverðar, en það er unnið skipulagslaust Óverulegar rannsóknir hafa verið gerðar á arðsemi fiskeldis hér á landi og framleiðslumöguleikum. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með fiska- fóður, sem gefið hafa góða raun, en þar er mikið starf óunnið. Brauðryðjendurnir hafa því lagt út í fiskeldi án fjármagns, án þess að nægileg þekking væri fyrir hendi og afraksturinn hefur verið samkvæmt því. Þetta á einkum við um laxa- rtekt, en eldi bleikju og regnboga- silungs er hvergi nærri eins viðkvæmt. Segja má, að við íslendingar séum á steinaldarstigi í þessum efnum, ef litið er til þróunar í norðlægum löndum, austan hafs og vestan. Hvað skortir? Ríkisvaldið hefur algjörlega brugðist skyldu sinni í því að tryggja nauðsynlegt fjármagn til rannsókna og eftirlits. Það hefur með aðgerðum sínum, eða aðgerðarleysi, drepið í dróma atvinnugrein, sem fært gæti þjóðarbúinu milljarða króna á ári hverju. Að koma á fót arðsömu fiskeldi kostar mikla fjármuni. Einstaklingar geta ekki aflað þeirra peninga, sem til þarf. Til er Fiskræktarsjóður, sem er tómur, og hefur yfirleitt verið það. Annað fjármagn, af opinberri hálfu, er ekki fyrir hendi. Engar áætlanir hafa verið gerðar um skipulag fiskræktar og engri stofnun ætlað það hlutverk. í Kolla- fjarðarstöðinni, sem ríkið á og rekur, hefur verið unnið gott starf, en af vanefnum bæði í peningalegu og staðarlegu tilliti. Að undanförnu hefur meira verið rætt um fiskeldi en oftast áður. Hugumstórir menn hyggja þar á mikla landvinninga, og er það einlæg von min, að þeim takist vel. En á leið sinni að settu marki, munu þeir reka sig á ótrúlegar hindranir, er stafa al' skipulagsleysi og ihaldssömum sjónar- miðum stjórnvalda og embætlis- manna. Þeir, sem ætla að stofna til fiskræktar á íslandi með árangur í huga, og við óbreyttar aðstæður og afstöðu ráðamanna, skyldu huga vandlega að sögu Skúla Pálssonar á Laxalóni. Hann er einn af merkustu brautryðjendum fiskræktará íslandir umdeildur ákafamaður, sem barist hefur ótrauður og bakað sér óvild þeirra, sem kannski hefði, fremur öllum öðrum, átt að styðja við bak hans. í eldistjörnum Skúla synda nú liklega siðustu heilbrigðu regnboga- 'ilungarnir, sem vitað er um í Vestur- Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Hefði hann getað fært út kvíarnar á eðlilegan hátt, gæti hann nú selt regnbogasilungshrogn úr landi fyrir hundruð milljóna króna ár hvert, og allt i beinhörðum gjaldeyri. Skúli getur ekki afgreitt nema brot af þeim pöntunum er honunt berast. Verð á hrognum i ár er 35% hærra en i fyrra. En Skúli hefur ekki verið heppinn og er ýmsu um að kenna. Kjármagn hefur ekki verið fyrir hendi, hið opinbera hefur brugðist, skilningsleysi héfur ríkt, er siðan hefur leitt til ólukkuátaka einstaklings og kerfis. Höfundur þessarai greinar og Vilmundur Gylfason beittu sér fyrir þvi i allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis á þinginu ’78/v79, að nefndin hefði frumkvæði að könnun samskipta Skúla og embættismanna. Slíkt frumkvæði er nánast einstakt í sögu Alþingis. Og nefndin skilaði til- lögu, sem fékkst samþykkt. Nú hefur verið gerð rækileg athugun á öllu þessu máli og hafa þrír valinkunnir menn komið þar við sögu. Skýrsla þeirra og álit mun verða lærdómsrík fyrir fiskiræktar- menn á fslandi. Það er von mín, að sú skýrsla muni opna augu manna fyrir nauðsyn hugarfarsbreytingar gagn- vart þessari stórmerku at- vinnugrein, sem á þessu ári hefði fært þjóðarbúinu milljarða króna, ef framsýnir menn hefðu ráðið ferðinni. Mér dettur alltaf í hug Einar Benediktsson og virkjun Þjórsár. Þröngsýni og skammsýni hefur oftar en ekki fært í fjötra framsýni og bjartsýni. Ef ■ a ■ ■ ■ Eldi lax og silungs er einhvet snjallasta aðferð sem kunn er til að breyta ódýrri eggjahvítu, eins og til dæmis fiskimjöli, í verðmæta eggja- hvítu. Til samanburðar má geta þess, að til þeirrar breytinga er regnboga-, silingur 2,5 virkari en kjúklingur, nær 6 sinnum virkari en svin og um 17 sinnum virkari en holdanaut. Laxinn má senda á beit á haf út. 'Bleikju má rækta í vötnum án verulegrar umhirðu eða tilkostnaðar. Lauren Donaldson, merkur braut- ryðjandi í fiskrækt, sagði í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum. ,,Þið getið sleppt 100 milljónum laxa- Kjallarinn Árni Gunnarsson seiða í hafið á ári. Þið eruð komnir með 200 mílna fiskveiðilögsögu, þar sem enginn utanaðkomandi aðili getur komist að laxinum í beitar- landinu. Þið hafið orkuna, vatnið, fæðuna og beitarlandið. Ef við lítum á hlutföll þess, sem gera þarf í landi og þess, sem sjórinn sér um, kemur i Ijós, að landvinnan, klakið og eldið er aðeins I %, sjórinn sér um 99%.” Árið 1978 gátu menn sér þess til að um ein milljón laxaseiða myndu gefa af sér um einn milljarð króna, miðað við aðl2%ikiluðu séraftur frá hafbeitarlandinu. Þarna er Donaldson að tala um lilla 100 milljarða króna brútto. Kannski er hér tekið full djúpt í árinni, en engu að siður eru þessar tölurekki fjarri öllum raunveruleika. Fiskeldi Norðmanna sýnir okkur það. —Ég er sannfærður um að einn góðan veðurdag verða draumar Skúla á Laxalóni að veruleika, svo og annarra þeirra manna sem barist hafa gegn tregðulögmáli stjórnvalda, sem segjast vilja, en gera ekkert. Mál er að linni. Árni Gunnarsson, alþingismaður. EINU SINNISKATTUR — ALLTAF SKATTUR V Kjallarinn Bjami Snæbjöm Jónsson Þegar auka þarf tekjur hins opin- bera er eina færa leiðin að hækka skatta eða finna upp nýja. Hvort tveggja hefur verið gert i ríkum mæli. Sérstaklega hafa menn verið duglegir við að finna upp nýja skatta eins og glöggt kemur fram þegar slegið er tölu á skatta og gjöld hins opinbera. Munu skattarnir nú vera u.þ.b. 76 talsins og hefur farið fjölgandi hin allra síðustu ár. Við skattahækkanir virðast óbeinir skattar vera öllu vinsælli en þeir beinu. Ein meginástæðan fyrir þessu er sjálfsagtsú, að með því að fela skatta í verði vöru og þjónustu verður almenningur ekki eins var við hækkanirnar, sem þess vegna geta átt sér stað án tiltölulega mikils hávaða. Hvort sem um er að ræða hækk- anir á gömlum skattstofnum eða uppfinningu nýrra er viðbótinni gjarnan fundið eitthvert nafn, eins og tilefni gefast. Viðurnefni svo sem „sérstakt, timabundið eða bráða- birgða” fylgja síðan með, samkvæmt reglunni, eitt, tvö eða öll í senn. Með þessu reyna skattheimtumennirnir að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að skatturinn muni brátt verða aflagður. Slíkt er þó ekkert annað en blekking, eins og glöggt kemur fram síðar í þessari grein. „Bráðabirgða- skattar" 1 Eins og áður sagði eru nýir skattar eða hækkanir fyrirliggjandi skatta í flestum tilfellum til bráðabirgða. Eru skattarnir til bráðabirgða í svo sem 10—15 ár en þá gerðir varanlegir enda allir búnir að steingleyma því að skattarnir hafi nokkurn tíma verið „til bráðabirgða”. Fleiri skattar en margur heldur hafa hafið göngu sína til bráða- birgða. Fróðlegt er þvi að skoða sögu nokkurra góðkunningja úr hópi skattanna 76 og athuga feril þeirra. Söluskattur Söluskattur kom til skjalanna fyrir rúmum 30 árum. Hann var þá 1,5— 2% bráðabirgðaskattur. Meðan almenningur var að venjast söluskattinum var hann árlega framlengdur í 12 ár, unz hann varð varanlegur á árinu 1960. Helztu dagsetningar f sögu söluskattsins frá 1960 1.4. 1960 3,0% (söluskattur til neytenda) 1.2. 1964 5,5% 1.1. 1965 7,5% 1.3. 1970 11,0% 1.3. 1973 13,0% (2% viðlagagjald) 1.3. 1974 13,0% (2% viðlagagjald verður 1%, en 1% olíugjald bætist við) 22.3. 1974 17,0% (4% söluskattsauki bætist við) 1.10. 1974 19,Ó% (söluskattur 13%, viðauki 4% og viðlaga- og olíu- gjald 2%) 1.3. 1975 20,0% (1 % viðlagagjald bætist við — hitt framlengt) 15.9. 1978 10,0% (söluskattur felldur niður af matvælum) 16.9. 1979 22,0% (söluskattur 20% + söluskattsauki 2%) 8.4. 1980 23,5% (1,5% orkujöfnunargjaldi bætt við) Vörugjald Á árinu 1975 var með bráðabirgða- lögum lagt svokallað „sérstakt tima- bundið vörugjald” á nokkrar inn- fluttar vörur. Skatturinn átti að gilda tímabilið 17.7,—31.12. 1975. Nú er spurningin hversu oft hið nýja orkujöfnunargjald verður fram- lengt, áður en það fellur inn í sölu- skattinn eins og öll hin gjöldin. Enn- fremur, hvaða nafn næstu söluskatts- hækkun verður gefið. Helztu dagsetningar f sögu vörugjaldsins: 12% (sérstakt tímabundið vörugjald) 10% (lækkað um 2 stig og framlengt til 31. des. 1976) 18% (hækkað um 8 stig oggildir til 31. des. 1976) 18%(framlengttil31.des. 1977) 18% (framlengt til 31. des. 1978) 16% (Iækkaðum2stig,gildirtil31.12. 1978) 16%—30% (nýr gjaldflokkur 30% ánokkrar vörur, gildir til 31.12. 1979) 18%—30% (hækkað um 2 stig, gildir til 31.12. 1979) 24%—30% (hækkað um 6 stig, gildir til 31.12. 1980) 17.7. 1975 1.1. 1976 4.5. 1976 1.1. 1977 1.1. 1978 20.2. 1978 9.9. 1978 1.1. 1979 12.9. 1979 Brátt fer sennilega að styttast i að „sérstakt tímabundið vörugjald” verði: „sérstakt varanlegt vörugjald” (lesist) „sérstakt vörugjald”. Launaskattur Árið 1975 var með bráðabirgðalög- um lagður launaskattur á launa- greiðendur, er nam 1% af greiddum vinnulaunum og hvers konar at- vinnutekjum, öðrum en tekjum af landbúnaði. Skatturinn skyldi renna til Byggingarsjóðs ríkisins, en launa- greiðendur eru skattskyldir án tillits til rekstrarafkomu. Helztu dagsetningar f sögu launaskattsins: 1% (launaskattur til Byggingarsjóðs) 2 1/2% (1 1/2% sérstökum launaskatti bætt við) 2 1/2% (sérst. launaskattur framlengdur) 2 1/2% (sérst. launaskattur framlengdur) 2 1/2% (1 1/2% skattur framlengdur, rennur til rikissjóðs) 2 1/2% (tekjur sjómanna undanþegnar) 3 1/2% (2% til Byggingarsjóðs, 1 1/2% til ríkissjóðs) 3 1/2% (launaskattur framlengdur til ársloka 1975) 3 1/2% (launaskattur framlengdur til ársloka 1976) 3 1/2% (launaskattur framlengdur til ársloka 1977) 3 1 /2% (launaskattur gerður varanlegur) 30.6. 1965 19.11. 1970 1.9. 1971 1.1. 1972 1.1. 1973 30.4. 1973 1.4. 1974 1.1. 1975 1.1. 1976 1.1. 1977 1.1. 1978 Þannig liðu 13 ár þar til launa- skatturinn öðlaðist fastan sess í skatt- kerfinu. Til viðbótar þeim sköttum sem hér hafa verið til skoðunar má tína til fleiri. Er af nógu að taka, en eftirfar- andi dæmi skulu tekin: 1. Flugvallargjald: Hefur verið til bráðabirgða frá árinu 1975. Alþingi er nú rétt að Ijúka við að gera það varanlegt og færa ákvörðun skatt- upphæðar i hendur ráðherra. 2. Sérstakur bráðabirgðaskattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæöi: Var settur á um áramótin 1978—1979 og átti að gilda í eitt ár. Til stendur að framlengja skattinn „eitt ár í við- bót”. 3. Sérstakur skattur á ferðamanna- gjaldeyri: Var settur á árið 1978 til að fjármagna aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar. Hefur nýlega verið framlengdur um „eitt ár i viðbót”. Það virðist því miður staðreynd, að komist skattar einu sinni á verða þeir ekki felldir niður. Einu má gilda hversu sérstakir eða tímabundnir þeir eru, þegar settur er á nýr bráða- birgðaskattur er um ekkert annað en nýjan eilífðarskatt að ræða, sem bætist við hina 76 skattana, sem fyrir ,eru. Þeta er hollt að hafa hugfasl við næstu skatlahækkanir. Bjarni Snæbjörn Jónsson, hagfræðingur Verzlunarráðs íslands. A „Þegar settur er á nýr bráðabirgdaskatt- ^ ur, er um ekkert annað en nýjan eilífðar- skatt að ræða, sem bætist við hina 76 skatt- ana...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.