Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. Verzlunarhúsnæði tilleigu Til leigu er 400 ferm verzlunarhúsnæði í verzlunarmiðstöð að Miðvangi 41 Hafnarfirði. Áætlað til afhendingar í júlí/ágúst 1980. Húsnæðinu verður skipt niður í sjálf- stæðar einingar. Þeir sem áhuga hafa á viðkomandi verzlunarhúsnæði, sendi skriflega umsókn til kaupfélagsstjóra eða stjórnar Kaupfélags Hafnfirðinga, Strandgötu 28 Hafnarfirði. Umsækjendur tilgreini hvaða þjónustu eða verzlunar- rekstri þeir hafi áhuga á og hveisu mikið rými (fermetra- fjölda) umsækjendur hafa þörf fyrir. Einnig er til leigu 200 ferm skrifstofuhúsnæði að Strand- götu 28 Hafnarfirði. Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra. mm Byggung Kópavogi Aðalfundur BSF Byggung Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 1, 3. hæð miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar um framhaldsaðalfund. 3. Kosning 2 fulltrúa til að hafa eftirlit með byggingarfram- kvæmdum félagsmanna. 4. Önnur mál. Stjornin. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 LYFJATÆKNASKÓLI ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir næsta skólaár. Umsækjandi skal ekki vera yngri en 17 ára og hafa lokið gagnfræðaprófi eða hliðstæðu prófi. Með umsókn skal fylgja eftirfarandi: 1) Stadfest afrit af prófskirteini 2) Læknisvottorð. 3) Berklavottorð. 4) Sakavottorð. 5) Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda. Umsóknarfrestur er til 27. júní. Umsóknir sendist til: Lyfjatæknaskóla íslands Suðurlandsbraut 6,105 Reykjavík. Skólastjóri. TIL SÖLU NÝ HESTAKERRA iii soiu mjög vönduð hestakerra fyrir tvo hesta. Verð kr. 650.000.- Upplýsingar hjá DB. 60 metra hár skorsteinn í smíðum á Siglufirði Unnið er nú að gerð 60 metra hás skorsteins við Siidarverksmiðju ríkisins (S.R.) á Sigluftrði. Það eru fjórir Danir og tveir íslendingarsem verkið vinna. Skorsteinninn gnæfir langt yftr það allt sem áður var hátt til á Siglufrði. Danirnir sögðu Ijósmyndara DB að þeir vildu heldur vinna i 60 metra hceð en á þaki fjögurra hæða húss. Ástæðuna kváðu þeir vera þáaðef þeir dyltu úr skorsteininum þvrfti ekki um sár þeirra að binda. en örkumla gætu þeir orðið af falli af húsþaki. Danirnir fjórir eru nýkomnir til Siglu fjarðar tilskorsteinssmiðinnar, en i Danmörku unnu þeirsiðast viðgerð skorsteins sem var 270 metrar á hæð. DB-myndir: BjarniÁrnason. Selfoss: Stuðnings menn Vigdísar opna skrif stofu Stuðningsmenn Vigdisar Finnboga- d6ttur forsetaframbjóðenda héldu með sér fund í Hveragerði 16. apríl. Var kjörin framkvæmdanefnd í héraðinu til að hafa yfirumsjón með undirbúningi kosninganna i héraðinu. í nefndina voru kosnir: Grimur Bjarndal skólastjóri, Reykholti Biskupstungum, Hermann Guðmundsson, bóndi, Blesa- stöðum Skeiðahreppi, Jón Ólafsson bóndi, Eystra-Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, Sigurhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, formaður Sambands sunnlenzkra kvenna, Steinunn Hafstað hótelstjóri, Þórislúni l Selfossi, Valgeir Ástráðsson, prestur, Neistatúni Eyrarbakka og Valgerður Tryggvadóttir, húsfreyja, fyrrverandi skrifstofustjóri Þjóðleikhússins. Auk þess verða starfandi nefndir umboðsmanna í hverjum hreppi i Árnessýslu. Stuðningsmenn Vigdísar hafa opnað skrifstofu að Þóristúni I, Selfossi. -EI.A. Bílvelta við Hólmsá Bilvelta varð við Hólmsá austan Reykjavikur rétt eftir klukkan sex á laugardags- morguninn. Tveir menn voru í bilnum. Hlulu þeir báðir einhver meiðsli en ekki alvarlegs eðlis. Grunur leikur á að ökumaður hafi neylt áfengis -A.St. Illa skorinneftir umferðarslys Þrjú ungmenni lentu i alvarlegu umferðarslysi skammt frá Kópavogslæknum á fyrsta timanum í fyrrinótt. Lenti Volks- wagen bifreið er þau voru i á Ijósastaur og siðan út af veginum. Einn unglinganna slasaðist langmest og var þar aðallega um skurði i andliti að ræða. Ekki er talið að áfengi hafi þarna verið haftumhönd. -A.St. Sónötukvöld nr. 2 Sónötutónleikar Guðnýjar Guömundsdóttur fiðluleikara og Philips Jenkins pianóleikara, ( Norrœna húsinu 23. aprll. AÖrir tónleikar af þrannum. Efnisskrá: sónötur Beethovens fyrir fiölu og planó; Nr. 1, Op. 12, nr. 1 I D-dúr; Nr. 4, Op. 23 I a-moll; Nr. 6, Op. 30, nr. 1 ( A-dúr; Nr., 10, Op. 96 f G-dúr. Tónleikar þessir voru önnur atlaga þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur og Philips Jénkins að öllum tíu sónötum Beethovens fyrir fiðlu og píanó. Á þessum miðtónleikum glimdu þau við sónötur sem ekki hafa verið leiknar á tónleikum hér á landi á yfirstandandi vertíð. Niðurröðun á efnisskrá finnsl mér hafa tekist framúrskarandi vel og er raunar kannski spurn, hvernig hefði átt að raða upp öðruvísi, því eins og þau Guðný og Philip setja efnisskrárnar upp fær hver sónata að njóta sinna sérkenna, ótrufluð af sínum nánast skyldu. í þessum efnum reyndist undir- búningur þeirra til fyrirmyndar. Þau léku líka sónöturnar snurðulaust og á köflum mjög vel. Sú hlið undir- búningsins hafði einnig verið verðuglega afgreidd. Adagio með meistara- handbragði Hægu kafla léku þau hrifandi. Þannig má nefna adagio kaflana úr sjöttu sónötunni og tiundu. Þeir voru báðir meðhöndlaðir meistarahöndum, svo vart verður betra krafizt. Sama má segja um andante kaflann úr fjórðu, hann var einnig fallega leikinn. En svo brá fyrir öðrum köflum, sem ekki nutu sama meistarahandbragðsins. Þann flokk fylllu hröðu kaflarnir, fyrst og fremst. í hröðum hlaupum átti Guðný til fum, svo stundum var eins og hún vildi rubba þeim af. Philip hætti hins vegar til að slíta þau í sundur. Legatospil þeirra var ekki alltaf nógu vel og mjúklega bundið, en staccato tíðum tæpast nógu stutt. En hvarvar styrkleika- munurinn? Allt eru þetta að sjálfsögðu einstaklingsbundin smekksatriði, en það sem mér þótti verst var hversu allur styrkleikamunur var illa fjarri góðu gamni. Það sem Beethoven skrifar ýmist, (eða að minnsta kosti stendur það i prentuðu útgáfunum) pianissimo og allt upp í fortissimo, flattist þetta kvöldið út í eitt allsherjar mezzoforte. Einhvern veginn á ég dálítið bágt með að trúa að þannig hafi Beethoven viljað hafa það. Vera má að hljómburður Norræna hússins hafi aukið á lit- leysið, þótt tæpast geti hann talist einráður í þeim sökum. Litleysið gerði það að verkum, að mér fannst leikurinn einna líkast afslappaðri sunnudagssiðdegisspilamennsku heinia hjá töntu gömlu. -EM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.