Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980.
2
ÞORSKURINN HEFUR SJALD-
AN VERIÐ EINS VÆNN OG NÚ
G.M. skrifar:
Hinn sífelldi og þreytandi áróður
sem er og hefur verið rekinn 'nokkur
undanfarin ár um hina hættulegu of-
veiði á þorskstofninum virðist ekki
eiga rétt á sér lengur, ef rétturinn
hefur einhvern tíma verið fyrir hendi.
Ár hvert er verið að auka friðunar-
aðgerðir með hömlum ýmiss konar
en allt kemur fyrir ekki.
Heildarmagn það er á land berst af
þorski eykst sífellt þó sókn aukist
lítið sem ekkert og er það mál manna
sem sjóinn stunda að sjaldan hafi
þorskurinn verið jafnvænn og í svo
miklu magni hin síðari ár sem hann
virðist í dag. Reyndarer þessi skoðun
ekki fjarstæðukennd þegar litið er til
þess að nú eru Bretar og aðrar
þjóðir, sem héldu hér úti verulegum
flota togara til fiskveiða svo til alveg
horfnir á braut.
Það má koma fram að Bretar
stunduðu á sínum tima veiðiskap hér
við land, sem með réttu var rányrkja
og stunduðu íslenzkir togarar
kannski slíkt hið sama að einhverju
leyti. Þeir sóttust þó ætíð frekar eftir
stærri þorski þó tonnin yrðu eitthvað
færri. Bretar voru aftur á móti
hrifnari af smærri þorski, enda svæði
þau sem þeir lágu helzt á þekkt smá-
fiskisvæði. Hin virka friðun, það er
tímabundnar lokarnir á svæðum
meðan þorskurinn er smáþorskur i
einhverjum mæli, er hið raunhæfasta
sem gert er í dag. Er að álit margra
gamalreynda skipstjórnarmanna.
Þetr telja einnig að fáránlegar út-
hlutanii á þorskveiðibannsdögum og
aðrar embættismannaákvarðanir,
sem kannski eru meira til að sýnast,
þjóni litlum, sem engum tilgangi, séu
jafnvel þarfl.’usar. Um tilgangsleysi
þorskveiðibanusdaga togaranna má
geta þess til skýringa að finnist
þorskurinn, og g'ldir það einnig um
aðrar tegundir l ska, þá stendur
fiskirí skemur eftir pví sem fleiri skip
komaásvæðið.
Það má segja að sé helmingur
togaranna í banni til þorskveiða,
fiski hinir helmingi meira. Þetta vita
menn sem stundað hafa sjóinn í tugi
ára, belur en einhverjir pólitíkusar
eða cmbættismenn sem margir
hverjir þekkja vart haus frá sporði.
Hver getur ástæðan fyrir sifelll
auknum þorskafla á miðum þar sem
þorskur fékkst varla eða alls ekki
fyrir nokkrum árum verið önnur cn
stofnstækkun? Tæplega er ástæðan
Frá veitingahúsinu Sigtúni. Bréfritari kvartar yfir þvi að aðeins þeir sem kaupa
sér áfengi fái borð. DB-mynd BP.
Veitingahúsið Sigtún:
ERU BORÐIN
AÐEINS FYRIR
FYLLIBYTTUR?
„Þeir telja einnig að fáránlegar úthlutanir á þorskveiðibannsdögum og aðrar
embættismannaákvarðanir, sem kannski eru meira til að sýnast, þjóni litlum, sem
engum tilgangi, séu jafnvel þarfiausar,” skrifar G.M. m.a. i bréfi sínu um
þorskveiðibann.
aukit) ^ferðalöngun hjá fiskinum. í
sjómannaálmanaki ársins 1980 eru
skráð 82 skuttogveiðiskip í eigu
íslendinga. Það eru varla fleiri
togarar en voru hér við land meðan
12 mílna landhelgin var í gildi.
Munurinn er sá að nú er búið að loka
stórum svæðum allt í kringum landið
og eftirlitsmenn um borð í skipunum
loka tímabundið á fiskigöngur, sé
hlutfall smáfisks of hátt.
Þær ráðstafanir hljóta að vera
nægar i Ijósi þess að sifellt eykst
hlutfall stórþorsk í afla togaranna.
Allar vanhugsaðar og ástæðulausar
aðgerðir í svonefndum friðunar-
málum eru bein _ árás á kjör
sjómanna. Varla er ástæða til að rýra
þau á meðan meðallaun sjómanna
eru minni, fyrir hið erfiða starf, en
ráðherra, eða slíkra manna, sem ekki
hafa sýnzt starfi sinu vaxnir, svo sem
sjá má af rjúkandi efnahagsrústum
hins íslenzka lýðveldis.
Guðlaugur er sá
sem má treysta
3967—1033 skrifar:
Eitt af því sem lýðræðinu stafar
mest hætta af er sundrung þeirra sem
lýðræði unna. Á þessu hafa vestræn-
ar þjóðir oft mátt kenna. Óttast ég að
þetta verði lika raunin i komandi for-
setakosningum. Þar eru í framboði,
auk annars, þrír ágætir lýðræðis-
sinnar, en hér kemst aðeins einn að
og menn þurfa að vera vel á verði að
láta sundrungina ekki greiða götu
þeirra er sízt skyldi.
Nýlega heyrði ég á tal tveggja ,,ról-
tæklinga” og voru þeir einmitt að
ræða forsetakosningarnar. Ekki
þurfti að efast um þeirra hug í málinu
og það var enginn hinna þriggja
lýðræðissinna sem þeir hugðust
styðja. Greinilega stóð þeim mest ógn
af framboði hins farsæla og gagn-
menntaða manns, Guðlaugj Þor-
valdssonar. Ræddu þeir sín á milli
um það sem þeir kölluðu „sterkar
hliðar hans og veikar” og töldu þeir
að hlutur hans i réttarhöldunum
vegna óeirðanna á Austurvelli 30.
marz 1949 hlyti að verða umdeildur.
Ég legg alltaf við hlustir þegar
kommúnistar rifja upp sína eigin
fortíð. Mér var ókunnugt um að
Guðlaugur hefði komið við sögu
þennan átakadag þegar samstaða
íslands með vestrænum þjóðum var
innsigluð en kommúnistar sýndu
'sitt rétta andlit með grjótkasti og
arásum á sjálfa löggjafarsamkundu
GuOlaugur Þorvaldsson.
þjóðarinnar. Var því forvitni mín
vakin og vildi ég fá hlutlæga lýsingu á
því sem gerðist en ekki sögufalsanir
kommúnista. Hef ég nú með hjálp
hæstaréttardóma rifjað enn einu
sinni upp viðburði dagsins þegar
lagður var hornsteinninn að þeirri
farsælu utanríkisstefnu sem hefur
bjargað okkar litlu þjóð allt til þessa
dags. Og þar kemur einmitt þetta í
ljós að Guðlaugur Þorvaldsson var i
hópi þeirra valinkunnu manna sem
leiddu í Ijós sannleikann um samsæri
kommúnistaforingjanna og
upphlaupið við Alþingishúsið 1949.
Má fullyrða að án vitnisburðar
Guðlaugs og nánustu félaga hans
hefði lögsóknin gegn þessum fjand-
mönnum lýðræðis og lýðfrelsis verið
byggðá mun veikari grunni en varð.
‘Þetta hefur verið mér ómetanleg
stoð til að ákveða endanlega um mitt
atkvæði i forsetakosningunum nú.
Ég tel einfaldlega að Guðlaugur Þor-
valdsson sé fremstur meðal jafningja
af þeim forsetaframbjóðendum sem
til greina kemur að styðja. Um hann
þurfa landsmenn að fylkja sér því
hann hefur dug og djörfung til að
verja lýöræðið á hættustund. Albert
og Pétureru vissulega lýðræðissinnar
lika en Guðlaugur er sá sem má
treysta að ekki slái undan þegar á
móti blæs. Það sýndi hann bezt
frammi fyrir dómstólunum árið sem
lýðveldið festist í sessi á íslandi.
Á þessu vildi ég vekja athygli og
um leið leyfi ég mér að þakka Þor-
steini Sæmundssyni fyrir hans ágætu
greinar sem hafa vakið marga til
umhugsunar um hinn pólitíska þátt
forsetakosninganna, burtséð frá
öllum persónum.
Signý Ormsdóttir hringdl:
Ég fór ásamt fjórum félögum
ntínurn í veitingahúsið Sigtún á
laugardagskvöldið. Við komum
þangað um ellefuleytið og var þá
sárafátt í húsinu. Mörg auð borð
voru í salnum og settumst við við eitt
þeirra. Öll crum við í prófum og
ætluðum því ekki að smakka vín.
Þegar við vorum búin að sitja smá-
stund við borðið kom þjónninn og
sagði okkur að fara burt því þetta
borð væri upptekið. Við spurðum
hann hvort við mættum sitja þangað
til fólkið kæmi en hann svaraði ekki.
Eftir smástund kemur hann aftur
og segir okkur að koma okkur burt.
Þá var með honum fólk sem sagði
,,hvað, þetta er allt í lagi, þau mega
alveg sitja kyrr við borðið”. Þjónn-
inn hélt hins vegar áfram að reka
okkur burt. Þar sem við erum fasta-
gestir á þessum stað og höfum alltaf
fengið borð, þ.c.a.s. þegar við höfum
vcrið með í glasi, fannst okkur þetta
rnjög súrt.
Við spurðum þvi þjóninn hvort
þeir fengju aðeins borð sem drykkju
vín. Síðan spurðum við hvað við
værum að borga fyrir þegar við
kæmum þarna inn. Þjónninn spurði
okkur hvort við gætum setzt hvar
sem væri ef við færum í bió og við
sögðum það vera þegar miðarnir
væru ekki merktir með númerum.
Við vorum orðin hálfsvekkt yfir
þessum móttökum og spurði því einn
í hópnum af hverju þjónninn merkti
ekki bara borðið sitt „aðeins fyrir
fyllibyttur.” Þjónninn brást hinn
versti við og lét kasta honum út úr
húsinu. Hann mátti hvorki tala við
okkur nésækja jakkann sinn.
Auðvitað fórum við öll út á eftir
honum. Við töluðum við eigandann
en hann sagðist bara ætla að athuga
þetta. Þá spurðum við hvort vinur
okkar fengi að koma aftur inn en
hann sagði að dyraverðirnir réðu því
hverjir kæmu inn i húsið. Þetta finnst
okkur vera lélegur veitingastaður.
DB bar þetta undir veitingamann
Sigtúns sem sá ekki ástæðu til að
svara.
Vilja landskosningu
um hersetu í landinu
og um bjórinn og kannabis
Hreggviður og Konstantínus skrifa:
Við erum hér tveir félagar sem
skrifum fyrir hönd hóps af fólki sem
er fylgjandi því að landskosningar
verði um eftirlalin atriði:
1. Veru Bandarikjahers hér á landi.
2. Hvort bjór verði leyfður.
3. Frjálst kannabis (hass, marijúana).
Þessar kosningar væri t.d. hægt
að framkvæma samhliða forseta-
kosningum eða öðrum kosningum.
Mikið er deilt um þessi þrjú atriði og
ætti að vera löngu búið að kjósa um
þau. Það væri bara hægt að láta smá-
snepil fylgja með í næstu forseta-
kosningum. Láta fólk bara hafa tvo
miða i staðeins.
c>
Hreggviður og Konstantínus vilja að
fram fari kosning meðal fólks í
landinu um hersetu á íslandi og um
bjórinn og kannabisefni.
V