Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980.
5
Tékkóslóvakía íHáskólabíói
í dag hefjast Tékkneskir kvik-
myndadagar í Háskólabíói með
frumsýningu á kvikmyndinni Skugg-
ar sumarsins. Að Tékkneskum kvik-
myndadögum standa tékkneska
sendiráðið, Tékknesk-islenska menn-
ingarfélagið og Háskólabió, en þetta
er í fyrsta skipti, sem haldnir eru
tékkneskir kvikmyndadagar.
Tékknesk kvikmyndagerð hefur
staðið mjög framarlega, enda hófu
Tékkar mjög snemma á þessari öld
að hefja reglulega kvikmyndagerð og
voru um tima Evrópuþjóða fremstir í
kvikmyndalistinni. Þeir standa enn
mjög framarlega, þótt lítt haft þess
orðið vart hér á landi. Þess vegna eru
Tékknesku kvikmyndadagarnir, sem
nú verða haldnir, vissulega
fagnaðarefni og full ástæða að hvetja
þá sem vettlingi geta valdið að sjá
einhverja þeirra fimm mynda, sem
sýndar verða.
Þeir, sem óttast að skilja ekki það
er fram fer á hvíta tjaldinu skal bent
á það, að allar voru þessar myndir
sérstaklega valdar með tilliti til þess,
að þær væru skemmtilegar, að þær
hefðu til að bera ríkt myndmál og að
í þeim væri fremur lítið um samtöl.
Skuggar
sumarsins
Myndin gerist í stríðslok, segir frá
fjárbóndanum Baran, sem býr á af-
skekktu býli ásamt fjölskyldu sinni.
Bandaraitar (leifar SS-manna af
pólsku og úkranísku þjóðerni) taka á
honum hús og hóta að myrða konu
hans og börn, aðstoði hann þá ekki.
Aldraður læknir er fenginn til þess að
hjúkra einum þorparanna og honum
er síðan haldið á býlinu. Baran og
læknirinn komast að raun um að
utanaðkomandi aðstoð myndi kosta
líf þeirra allra. Baran grípur því til
sinna ráða. Hvarf læknisins spyrst
út, og ráðskona hans fær að vita hjá
Baran hvernig komið sé. En hún
Kvik
myndir
gengur á bak orða sinna og leysir frá
skjóðunni.
Fyrir þessa mynd hlaut leikstjóri
hennar, Frantisék Vlácil,
aðalverðlaunin á kvikmyndahá-
tíðinni i Karlovy Vary 1978. Hann
hefur fengið verðlaun fyrir fleiri
mynda sinna og er nú um þessar
mundir að vinna að enn einni nýrri
mynd.
Stefnumót í júlí
í þessari mynd segir frá dreng á
sumarnámskeiði í ensku. Eins og
nafnið ber með sér, er þetta ástar-
saga. Það er varla vert að rekja efni
hennar nánar, en leikstjórinn, Karel
Kachyna, er einn af athygliverðari
leikstjórum Tékka. Hann er af fyrstu
kynslóð þeirra kvikmyndagerðar-
manna, er luku prófi frá þá
nýstofnuðum kvikmyndaskóla í
Prag, og hefur einkum gert sál-
fræðilegar myndir sem fjalla gjarnan
um börn eða unglinga. Hann er
einnig leikstjóri Litlu hafmeyjunnar,
sem sýnd verður á kvikmynda-
dögunum og byggð er á sögu H.C.
Andersen. Stefnumót í júlí og Litla
hafmeyjan hafa aflað leikstjóra
sínuhv alþjóðlegra viðurkenninga,
m.a. frá kvikmyndahátíðum í
Panama ogKairó.
Haltu hoiHpm
hræddum \
Myndin segir frá Ales Brabek,
sem kennir tónlist og fæst við laga-
smíðar í tómstundum. Eitt laga hans
vinnur fyrstu verðlaun á listahátíð,
Sagt frá blóminu sem boröar í skrumskælingu á Nick Cartcr i myndinni Adela er
svöng.
öllum á óvart. Sjónvarpað e'r frá há-
tíðinni, og leikhússjóri í Prag verður
svo hrifinn, að hann fær Ales þegar í
stað til Prag til að semja lög fyrir
nýja leiksýningu. En brátt kemst
kona leikhússtjórans að því að anda-
gift Alesar er tengd óvæntum og ógn-
vekjandi atburðum.
Adela er svöng
Þessi mynd er skopstæling á leyni-
lögreglusagnahetjunni Nick Carter,
sem íslenskum lesendum er kunnur.
Nick Carter kemur til Praig til að
rannsaka dularfullt hvarf Gerts og
Thunovu hertogaynju. Hann kemst
að því að Gert er hundur. Nick kemst
á sporið þegar hann stendur jurtina
Adelu að því að gera sér mat úr
pylsu. Það er varla hægt að segja
meira, en í þessari mynd gerist víst
flest það sem ómögulegt telst. Nick
Carter er á endanum hrifinn úr
hinum ótrúlega söguþræði og
fenginn til að rannsaka nýtt og
dularfullt mál; pýramída sem
stendur á haus!
Adela er svöng hefur hlotið
verðlaun víða, þ.á m. fyrir
húmorinn, sem þykir einstakur í þess-
ari mynd. Leikstjóri hennar,
Oldrich Lopský, hefur getið sér gott
orð fyrir gerð bráðskemmtilegra
kvikmynda.
Barnamyndir
Ég nefndi áður mynd Karel
Kachyna, Litlu hafmeyjuna, en auk
hennar verður sýnd önnur barna-
mynd á hátíðinni; Krabat. Hún
verður aöeins sýnd einu sinni á
sunnudeginum, þannig að
nauðsynlegt er þeim er ætla að sjá
hanaaðbregðastskjótt við.
Krabat er byggð á ævintýri frá
Lausitz-héraðinu og fjallar um fá-
tækan strákhnokka sem flakkar um
héraðið uns hann kemur að myllu
einni dularfullri. Þar lærir hann
galdra. Hann verður ástfanginn af
stúlku í þorpinu og einlæg ást hennar
bjargar honum úr bardaga, sem hann
heyr við galdrameistarann upp á líf
og dauða.
Krabat hefur fengið viður-
kenningar á alþjóðlegum kvikmynda-
hátíðum, m.a. sem besta barna-
myndin.
Sem fyrr segir verða hinir
Tékknesku kvikmyndadagar settir í
dag, laugardag, kl. 4, með athöfn og
frumsýningu kvikmyndarinnar
Skuggar sumarsins.
Athugasemd við forsíðufrétt:
Eðlilegt f lugtak miðað við þær
aðstæður sem voru
í Dagblaðinu þann 14. mai er
rammafyrirsögn á forsíðu sem hefði
varla orðið stærri þótt heimsstyrjöld
hefði skollið á þennan dag. Mér undir-
rituðum, sem var flugstjóri á þotu
Flugleiða í umrætt skipti, finnst æsi-
fréttalykt af þessum skrifum, svo ekki
sé meira sagt.
„Klár á að þotan steyptist niður i
miðbæinn,” segir einhver ótilgreindur
maður við blaðamanninn. „Þotan
sullaðist yfir á hliðina eftir að hún var
komin á loft,” og svo kom þessi perla:
„Greinilegt var að þotan missti loft
undan vængjunum.” Ótrúlegt þykir
mér að heimildarmaður blaðsins hafi
minnsta vit á flugi, ella hlýtur blaða-
maðurinn að hafa misskilið hann
hrapallega. Umrætt flugtak varaðöllu
leyti eðlilegt, við þær aðstæður sem
fyrir hendi voru, þ.e. smáhliðarvind. í
um 800 feta hæð beindi ég þotunni til
vinstri þar sem ferðinni var heitið til
Keflavikur. Þotan var tóm, aðeins
áhöfnin um borð, því var hún létt og
fór allbratt upp. Hafi heimildarmaður
blaðsins séð hlutina eins og blaðið
skýrir frá, hlýtur hann að hafa verið
meira en lítið miður sín. Hvorki okkur
né fólki á jörðu niðri stafaði hætta af
þessu flugi, því fer víðsfjarri. Ég er
undandi á að blað yðar skuli demba
svona forsíðu á markaðinn án þess að
hafa tal af viðkomandi flugstjóra, en
enginn hafði rætt eitt orð um þetta
— segir Jóhannes R.
Snorrason flugstjórí
flugtak við mig, enda engin ástæða til
þess.
Jóhannes R. Snorrason.
Til sölu
BMW520
BMW 525 autom.
BMW 320
BMW320
BMW316
BMW 2800
Renault 20 TL
Renault 12TL
árg. ’78 Renault 12 TL árg. ’77
árg.’77 Renaultl2TL árg.’74
árg.’79 Renaultl2TL árg.’73
árg. ’78 Renault 12 station árg. ’75
árg. ’78 |Renault 14 TL árg. ’79
árg. ’69 .Renault 5 GTL árg. ’79
árg. ’78 Renault4 VAN F6 árg.’79
árg.’78 Renault4 VAN F6 árg.’78
Opið laugardaga kl. 1—6.
KRISTINN GUÐNAS0N HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633
STÁLSTÓLLINN
VamSL-
hannaðuraf
..bauhaus
Verð
kr. 29.980
Nýborg hf. býður nú þennan fræga stálstól með
beyki- og spanskreyrsetu. Vadina stálstóllinn er
fjaðurmagnaður, stílhreinn og hentar ólíklegasta
umhverfi.
Höfum einnig margar gerðir af borðum.
Nýborgp
Ármúla 23 Sími 86755
Skipstjóra-
stólar
Sterklr og vandaðlr skipstjórastólar.
Þeim er hægt að snúa og halla aó vild.
Athugló, þelr eru einnig sérstaklega ódýrlr.
fslensk framleiðsla.
ERLENDUR HJARTARSON
slmi 40607-44100
Garðeigendur, takið eftir. Seljum mold dag-
ana 11. og 18. maí. Pantanir í símum
43179, 44533 og 42478. Heimkeyrsla.
Lionsktúbburinn Muninn
Kópavogi