Dagblaðið - 17.05.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980.
Ég er týndi sonurinn kominn heim. Ég
skal vera hér og passa þig. Hvenær
bankar Brésnef upp á i Júgóslavíu og
býðst til að „passa landið fyrir þeim
vondu fyrir vestan”?
dreifa sér á fyrirfram ákveðna staði i
fjöllunum suður af Zagreb.
Enn hafa menn velt fyrir sér hvort
Sovétmenn muni ekki reyna ..deildu
og drottnaðu”-aðferðina í Júgó-
slaviu: það er að æsa upp átök
þjóðarbrota og lama þannig sam-
eiginlegt baráttuþrek fólksins sem
byggir Júgóslavíu.
Júgóslavia á aukaaðild að C'ome-
eon, efnahagsbandalagi Austur-
Evrópuríkja. Comecon-ríkin kaupa
sovézka olíu fyrir heldur lægra verð
en OPEC-rikin, samtök oliufram-
leiðslurikja, selja sína olíu á.
Júgóslavar borga hins vegar fullt
OPEC-verð fyrir sína olíu frá Sovét.
Þeir kaupa einn þriðja hluta allrar
innfluttrar olíu frá Sovétrikjunum.
Júgóslavar selja rúmlega 40% af
útflutningsvarningi sinum til Austur-
Evrópublokkarinnar. Skuldir Júgó-
slava erlendis nema unt I 3 milljörð-
um dollara. Þeir vilja gjarnan reyna
að minnka þær. En margir telja að
Sovélmenn muni bjóða þeini enn
frekari lán til að festa þá i viðskipta-
snöru sinni. Júgóslavar sjálfir vilja
gjarnan kaupa enn meiri varning og
tækniþekkingu frá Vesturlöndum.
Dýrtið fyrir veslan gerir þeim þó
erfitt um vik. Afleiðingin getur orðið
sú að þeir þurfi að halla sér i austur
meira en þeir kæra sig um. Og það er
Sovétrikjunum að skapi. Ekkerl er
Kremlverjum kærara en að sjá Júgó-
slavíu glala sjálfræði sínu í hendur
Moskvuvaldsins. — Það væri ólikt
heppilegra fyrir Moskvu út á við að
það gerðist með friðsamlegum hælti.
II
UFSLYGII
HNOTSKURN
Kjallarinn
Mestu andstæðurnar í mannlegu
lífi eru sannleikurinn og lygin.
Þessi tvö hugtök eru örlagaríkustu
þræðirnir í lífi einstaklinga, hópa,
þjóða og mannkynsins alls. Það má
nota þessi hugtök bæði til góðs og
ills, með ýmsum hætti. Það má koma
illu til leiðar með því að segja
eingöngu sannleikann og þá má
koma góðu til leiðar með þvi
gagnstæða.
Ótrúlegt er að alit sé rétl haft eftir
höfundum trúarbragða, það er
bókstaflega óhugsandi. Sumir halda
því santt frant og gera sig þar með
seka um lifslygi.
Hitt er svo annað mal að ntenn
geta tileinkað sér þessar kenningar og
trúaðáþær. Það er ekki lífsljgi.
Blekkingin er níest notaða fyrir-
bærið í mannlegunt samskiptum og
má þá til sanns vegar færa að
„tilgangurinn helgi meðalið".
Ef blekkingin er ástunduð með
nógu sterkri áróðurstækni er auðvelt
að innræta mönnum lifslygi sem þeir
geta aldrei losað sig við.
Þetta hefir einkum verið stundað
i trúarbrögðum og stjórnmálum og er
það einkum siðara aniði sem hér
verður rætt um.
Allir blekkingameistui -ru með
þykka bunka af ,.rö-um” fvrir
málstað sínum, og margir trúa sjálfir
á þessi rök, en hinir eru þó fleiri sem
vita hið innra með sér að þeir hafa
gengið í þjónustu lyginnar til
framgangs ákveðnu hlutverki en láta
sér þó hvergi bregða. Þeim hefir
tekizl að innræta sjálfum sér Ijfs-
lygina og lifa fyrir hana.
Kommúnisminn
og fasisminn
Nærtækustu og minnisstæðustu
dæmin um þetta er ferill fasismans og
nasismans.
í báðum þessum tilvikum var
heilunt þjóðum innprentuð trú á
hæfni ákveðinna manna til að leiða
þær og gagnrýnendur fóru sömu leið
og hinn illræmdi rannsóknarréttur á
Spáni leyfði sér i nafni Jesú frá
Nazaret. Lifslygin var fólgin i þvi að
þessar þjóðir væru öðrum æðri og
þeim væri ætlað að drottna yfir
öðrum.
Kommúnisminn varð til með allt
öðrum hætti en hefir þróazt i reynd
upp i það að verða hliöslæða
miðaldakirkjunnar, enda byggður
upp með sama hætti.
Öllum er óhætt sem er eins
„kaþólskur og páfinn”, en vei
hinum sem efast um óskeikulleika
hans. Lífslygin, sem kommúnistum
er innprentuð, er trúin á
óskeik ulleik a foringjanna lífs og
liðinna.
Hinn „frjálsi heimur'
En er þá hinn svokallaði „frjálsi
heimur" laus við lifslygina? Að sjálf-
sögðu ber hver maður blekkinguna i
sjálfum sér. Án hennar væri líf hans
snautt og gleðilaust. En það er allt
annað mál.
En bæði trúarleg og stjórnmálaleg
lífslygi þrífst vel hér á Vesturlöndum.
Alls konar trúarsöfnuðir og launaðir
prelátar hinna kristnu kirkna frani-
kvæma margvislegar hundakúnstir til
að túlka trú sina á drottin allsherjar
og þann sem þeir segja son hans og
eitthvað sem nefnist heilagur andi og
enginn skilur hvað er.
En kenningar Jesú frá Nazaret,
hvort sem þær eru sagðar af honum
sjálfum eða lagðar honum í ntunn af
öðrum góðum mönnum, eru oftast
túlkaðar á þann veg að þær fara fyrir
ofan garð og neðan hjá flestum.
Orðheppnum presti varð eitt sinn svo
að orði unt biskup sinn að hann
„gæti afkristnað heil sólkerfi”!
Einn af mörgum furðulegum
skripaleikum i islenzku þjóðlífi er
þegar alþingismönnunt er plantað
niður á bekki Dómkirkjunnar í
Reykjavik og einhver prelálinn segir
þeim sögur sem hvorki hann eða þeir
trúa orði af.
En lífslygin verður að hafa sinn
gang og svo marsérar heila prósessían
út í Alþingishús til að rifast og er um
leið búin að steingleyma prestinum
og öllu þvi er hann sagði.
Það eru hvorki sögur Jesú um
miskunnsama Samverjann nésú, að
sá er syndlaus sé skuli kasta fyrsta
sleininum, eða aðrar slíkar, sent
valda heilatruflun í þinghúsi
þjóðarinnar.
Það er hins vegar alfa og ontega
hvers stjórnmálaforingja á þessunt
lornhelga stað að fvlla lífslvpapokn
fvlgienda sinna m éskeik ulleika
sinn og yfirbutði til a> segja öðrum
fvrir verkum
Ug þetta er svo sent ekkert
islenzkt fyrirbæri, þannig cr þetta i
hinunt frjálsa heimi. Hver um sig
keppist við að fylla lifslygapokann
ýntist hjá sjálfum sér eða öðrunt og
ekkert er til sparað, sízt peningar,
sem sá greiðir venjulega sem
meðtekur hið heilaga sakramenti.
Ættjarðarástin
Ástin milli karls og konu þarf ekki
að vera lifslygi, þótt hún sé það oft,
cn því valda ótölulegar persónulegar
orsakir. Ættjarðarástin er mikið
tignuð viða um lönd og þótt
kommúnistar segi öreigum allra
landa að sameinast virðast Rússar
vilja hafa tögl og hagldir víðast hvar.
íslendingar eru ekki yfirmáta
ættjarðarvinir, enda landið kalt og
lítt byggilegt víða, og virðast iandar
una sér vel i öðrum löndum, er þeir
flytjast til.
En þetta er þó ekki einhlitt. Hér á
landi er allfjölmennur hópur ntanna
scnt raunverulega þjáist af ælt-
jaróarást. Þessi hópur er að vísu ekki
sammála i ást sinni á landinu og hef-
ur skipað sér i 2 fylkingar. Önnur
fylkingin nefnist „herstöðvaand-
^ „Kommúnisminn hefir þróazt upp í þaö
að veröa hliöstæöa miöaldakirkjunnar,
enda byggður upp með sama hætti.”
Páll Finnbogason
slæðingar” en hin kennir sig við
„varið land”!
Báðir þessir hópar eru með pokann
fullan af rökum lífslyginnar. Annar
segir að ísland úr Nato og engar her-
stöðvar séu trygging fyrir því að hér
verði ekki hernaðarátök i hugsanlegri
styrjöld. Reynslan úr síðustu styrjöld
segir okkur annað!
Hinn hópurinn segir að herstöð
Bandarikjanna á Miðnesheiði sé
trygging fyrir öryggi landsins. Þrjú
þúsund bandarískar hetjur og
nokkrar flugvélar séu slík ógn við
heimsveldi Rússa, að þjóðinni sé búið
öryggi um aldur og ævi.
Hér þurfi ekki að búast við
neinum átökuni, samanber að
almannavarnir séu óþarfar. Hér er
lífslygin í algleymi.
Allir hugsandi menn hljóta að sjá
og skilja að þótt hér væri enginn her
myndu Bandaríkjamenn hernema
landið á samri stundu og stríð skellur
á og þeir myndu áreiðanlega ekki fá
að gera það i friði.
Á hinn bóginn er ísland kornið i
-tyrjöld við Rússa á samri stundu og
lisaveldunum lcndirsaman. Í styrjöld
er enginn munur gerður á óvini i her-
klæðnaði eða óbreyttum borgara.
Það hafa smástyrjaldir Rússa og
Bandarikjanna sýnt i Austur-
löndum.
Hitt er svo mál út af fyrir sig að
þátttaka Íslands i NATO geli stuðlað
að jafnvægi milli stórveldanna, sem
kæmi í veg fyrir styrjöld, en það
á ekkert skylt við „varið land”. ís-
land er ekki hætis hót varið af þess-
um fáu hræðum á Miðnesheiði. Það
er aðeins „ósökkvandi flugvéla-
móðurskip” fyrir NATO eins og
framkvæmdastjóri þess orðaði það
réttilega á sínum tima.
Um hinn félagslega ófögnuð af
„verndinni” verður e.t.v. rætt síðar.
Páll Finnbogason.
Brynleifur H.
Steingrímsson
verið svarað i ræðum og ritum á
undangengnum árum og oftast á þá
leið að svo muni sennilega vera. Að
beita visindum og tækni gegn sjúk-
dómi getur þó aldrei talizt of tækni-
legt eða dýrt enda hjálpsemi og
viljinn til að lækna og likna bundinn
eðli og félagslegri þörf manneskj-
unnar.
Svarið liggur í þeirri staðreynd að
lifið er ekki aðeins matur og drykkur,
skinn eða skæði, að vakna og sofna,
heldur geðræn vitund, markmið og
leiðir hvers og eins. Þegar allt þetta
fellur í sama farveg, verður að eðli-
legu lífstreymi, finnur einstaklingur-
inn kall sitt og verður að eðlilegum
hluta félags sem hann vinnur fyrir
um leið og hann þjónar eðli sinu og
kalli. Þetta vita flestir sem að heil-
brigðisþjónustu slarfa en teksl þó
ekki að framkvæma i þjónustu sinni
við sjúka og leitandi.
Svarið er þvi að skipulag hci’
brigöisþjónustunnar er of,,tækni-
legt”. Framkoma þeirra sem innan
þjónustunnar vinna einkennist of
mikið af tæknilegum skilningi á
vandamálinu og verður þvi ópersónu-
leg og köld. Það er því skipulagið
sjálft sem ber vandann i sér.
Sjúkdómur
eða heilbrigði
Mörgum sjúklingnum hefir verið
sagt það af lækni að ekkert fyndist að
honum og með það fer hann heim en
líður, ef til vill, jafnilla og áður.
Tæknin dæmir hann heilbrigðan en
hann skynjar þó vanheilindi.
Sjúkdómur er oft skýrgreindur sem
vefræn eða starfræn breyting á
likamanum. Mörk heilbrigði og sjúk-
dóms verða þó alltaf mjög óljós,
nema um grófar sjúkdómsbreytingar
sé að ræða. Alls kyns mælingar eru
notaðar til þess að reyna að átta sig á
sjúklegum breytingum i líkamanum.
Starfsemi líffæra er prófuð og vefir
skoðaðir. Stórar rannsóknarstofn-
anir eru stöðugt að leita að sýkingu í
vefjasýnum eða mæla efni og efna-
sambönd i blóði og vessum. Hér er
um háþróaða tækni að ræða. Konan
við smásjána þekkir sjaldnast mann-
eskjuna sem á það sýni sem hún er að
skoða.
En þetta fjallar alll urn hina likam-
legu hlið heilbrigði eða sjúkdóms.
Geðræn og félagsleg heilbrigði er
mun erfiðari að henda reiður á. Þar
er erfitt að beita þeirri tækni sern
tölva eða smásjá veitir, þó að gagn sé
af þegar um grófar geðrænar breyt-
ingar er að ræða eða félagslega sjúk-
dóma sent rekja má til efnislegra
aðstæðna. Hér er það einstaklingur-
inn sem kveða verður á um hvort
hann sé heilbrigður eða sjúkur, þjóð-
félagsins að segja til um hvað sé
Iriskt eða sjúkt.
Það sem er þó vandamál þess sem
sjúkur er er að hann er það sem
einstaklingur, manneskja sem eining;
ekki annaðhvort andlega eða likam-
lega veikur heldur veikur í heild sinni,
og það er þannig sem heilbrigðisþjón-
ustan á að taka á móti honunt,
manneskju sem hjálpa þarf. Það ætti
í rauninni ekki að skipta neinu niáli
fyrir einstaklinginn hvort hann er i
brigði vegna þess að „tæknileg”
afstaða heilbrigðisþjónustunnar er
orðin alltof rikjandi innan heil-
brigðisstofnana.
Forgangsröðun í
sjúkrarúm
Forgangsröðun er vinsælt orð í dag
og er dæmigert skynsemisorð skipu-
lagsins. Vandinn við þetta hugtak er
þó sá að bak við það liggur mat
þeirra sem röðuninni ráða. í sam-
bandi við inntöku á sjúkrahús gildir
fyrst það hvað sjúkrahúsið telur sig
geta gert fyrir sjúklinginn. Séu miklir
möguleikar á þvi að lækna sjúkling-
inn, eða a.m.k. bráð nauðsyn (il
vissrar aðgerðar, er hann tekinn strax
inn. Séu horfur á bata htns vegar
litlar er tregða meiri. Ungur á að öllu
jöfnu greiðari inngang en gamall.
Hér ræður tæknileg afstaða greini-
vöggu eða á grafarbakka, hvaða
möguleika hann á til lækninga, því
að það eina sem hann veit eða skynj-
ar er að hann er hjálpar þurfi, og eins
og það býr í hans eðli að hjálpa
öðrunt býst hann við að verða
hjálpað af meðbræðrum sínum. Það
er ástæða til að ræða þennan al-
menna skilning á sjúkdómi og heil-
lega ferðinni. Þjáningu eða vanlíðan
er erfitt að meta og þar höfuni við
engin gildissvið sem hægt er að nota í
mati okkar á þörf fyrir hjálp. Þess
vegna er enn þann dag i dag hægt að
taka æðahnútasjúkling inn i sjúkra-
rými, sem aldraður og ósjálfbjarga
hefði þurft. Hér kemur hin tæknilega
afstaða skipulagsins greinilega í Ijós.
Hverju er
hægt að breyta?
Það er augljós ástæða til að leggja
áherzlu á það að gerður sé greiuar-
niunur á tækni sent verkfærj til
lækninga eða heilsuverndar og
tæknistjórnun (teknokrati). Það
gefur augaleið að tækninni og þeint
framförum sem á henni verða er ekki
ætlað það hlutverk að brcyta mark-
miðum þjónustunnar. Þó að það sé
tæknilega hagkvæmt að skipta heil-
brigðisþjónustunni i sérhæfð sjúkra-
hús þá er ekki réttlætanlegt að gera
það ef það færir okkur frá þeim
markmiðum sem sjúkrahúsum eru
sett, þ.e. að lækna fólk sem einstakl-
inga en ekki -sérstaka hluta eða lif-
færi. Samhæfing sérdeilda hinna
stærri sjúkrahúsa er þvi nauðsyn ef
halda á þessum markmiðum. Stór
sjúkrahús með stórar sérhæfðar
deildir eiga mjög_erfitt með þessa
samræmingu og eru menn þvi frá-
hverfir sjúkrahúsum sem eru tækni-
lega vel samræmd en reynast hafa
mjög gallað almennt þjónustugildi.
Sú stefnumótun virðist eðlileg i dag
að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir
verði hafðar sem minnstar og tekno-
krati verði ekki látið ráða um skipu-
lagningu þeirra heldur góð tengsl
starfsliðs sjúkrahússins eða stofnunar-
innar við sjúkling, svo að heildarsýn
haldist um hjálparþörf sjúklingsins.
Það hefir sýnt sig að miðstýrt tekno-
krati á sviði heilbrigðisþjónustu vill
fara olan garðs eða neðan hjá
sjúklingnum, manneskjunni, sem er
hjálpar þurfi.
Br.vnleifur H. Steingrímsson
læknir, Selfossi