Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 24

Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 24
VoríMynd- lista- skólanum „Heldurðu að þetta sé ekki rétt svona?” gæti þessi myndlistanemi verið að spyrja félaga sinn en þeir voru að ganga frá myndum fyrir vorsýningu Myndlista - og handíðaskóla íslands, sem hófst i gær. Stendur hún til sunnudagskvölds í húsnæði skólans að Skipholti 1 og verður opin á tímanum 14—22. Þarna er að finna sýnishorn af vinnu myndlistanema í öllum deildum en þessar sýningar MHÍ eru fyrir löngu orðnar árviss viðburður í bæjarlifinu. -AI/DB-mynd: Þorri. Rafknúin járnbraut á íslandi? Þrír framsóknarþingmenn báru í gær fram þingsályktunartillögu um raf- knúna járnbraut. í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara könnun á hagnýtu gildi þeirra hug- mynda sem upp hafa komið um raf- knúna járnbraut til notkunar á mestu þéttbýlissvæðum suðvestan lands og austur yfir fjall.” Flutningsmenn eru Þórarinn Sigur- jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Jóhann Einvarðsson. ,,í þeirri miklu orkukreppu, sem skollið hefur yfir þjóðina á undanförn- um árum, hefur nauðsyn þess komið æ betur i Ijós að nýta innlenda orkugjafa í stað innfluttra á sem flestum sviðum. Þegar eru í framkvæmd áform um að útrýma notkun olíu til upphitunar. húsa, en Ijóst er, að enn um nokkra framtíð verða íslendingar að nota inn- flutta orkugjafa á farartæki sin,” segja þingmennirnir. „Með þetta i huga, ásamt hagkvætnni, gjaldeyrissparnaði og öryggi, telja flutningsmenn afar brýnt að kannað sé, i hve miklum mæli íslendingar geti notfært sér rafknúin farartæki. Ýmsir telja, að rafknúin járnbraut sé ódýrasta og afkastamesta flutningatækið, sem unnt sé að fá, þar sem hún hentar.” Flutningsmenn nefna athuganir Hinriks Guðmundssonar framkvæmdastjóra Verkfræðinga- félags islands á þessum möguleika og leggja til að hann verði kannaður nán- ar. - HH fara á heims meistara- mótin Stjórn Skáksambands íslands hefur nýverið valið keppendur til þátttöku í heimsmeistaramótum unglinga i ár. Fyrir valinu urðu Jón L. Árnason, sem tefla mun á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Dortmund í V- Þýzkalandi 15.—31. ágúst, og Elvar Guðmundsson, unglingameistari islands, sem keppir á heimsmeistara- móti sveina, 17 áraogyngri, i Le Havre i Frakklandi 30. júli til 11. ágúst. í báðum mótunum verða tefldar 13 um- ferðir eftir monradkerfi. -GAJ Dr. Jóhannes Nordal um verðbólguna: „Markmið stjómvalda ekki ásættanleg- „Reynslan hefur til að mynda sýnt að erfitt sé við aðstæður hér á landi að draga úr verðbólgu en tryggja jafnframt óbreyttan eða hækkandi: kaupmátt og hátt atvinnustig,” sagði dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri i ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans á miðvikudaginn. Jóhannes sagði að við ríkjandi skilyrði heföi viðleitni stjórnvalda til að ná tökum á þróuninni einkum beinzt að tveimur meginatriðum. Annars vegar hefði þráfaldlega og með ýmsum hætti verið reynt að hemja víxlhækkanir með beinum aðgerðum, er hefðu áhrif á vixl- verkunina sjálfa, svo sem með skerðingu vísitöluákvæða, niður- greiðslum vöruverðs, lækkun neyzluskatta og verðlagshömlum. Hins vegar hafi verið leitazt við að hafa hemil á peningaframboði með aðgerðum á sviði fjármála og láns- fjármála. Jafnframt hefði allan tímann verið lögð á það megináherzla að ekki yrði gengið svo langt að verulega slaknaði á atvinnustigi. „Sú staðreynd að aðgerðir stjórn- valda til að hemja verðbólguna hafa ekki borið meiri árangur en raun ber vitni á þessu tímabili verður ekki að mínum dómi eingöngu skrifuð á reikning viljaleysis eða ófullnægjandi skilnings á vandamálunum af hálfu stjórnvalda. Líklega er skýring- arinnar ekki síður að leita í þvi að menn hafa sífellt verið að reyna að ná samtímis markmiðum, sem ekki hafa verið í reynd ásættanleg.” -HH. Héráárum áður voru óþrifnar stúlkur gjarnan kallaðar grásleppur. Sú merking orðins er þó að mestu týndþó að óþrifnar stúlkur (og strákar) flnnist örugglega ennþá I landinu. Sælkerarþekkja hins vegar og kunna vel að meta signa grásleppu. Það er hinn hezti matur. Llfið á Ægislðunni er grásleppa. Þar hanga ótal grásleppuhönd og slga. Strákurinn og hundur hans nutu sólar I nálœgð þeirra þegar Ragnar Th. Ijósmyndara DB barað. SendinefirdMNópferðamiðstöðinni: Til fundar við IKARUS Sendinefnd á vegum Hópferða- miðstöðvarinnar í Reykjavík heldur til Unjverjalands i dag til að kanna lKARUS-larrgferðabíla. Ef sendi- nefndin mælir svo með því að aðstandendur Hópferðamið- stöðvarinnar, kaupi bila frá IKARUS er ljóst að um er að ræða meiriháttar viðskipti við ungversku bílaverksmiðjurnar. Alger lágmarks- endurnýjun á bílaflota Hópferða- miðstöðvarinnar er 7—8 bílar á ári. IKARUS býður hverja langferðabif- reið fyrir um 70 milljónir kr. Til samanburðar má geta þess að 50—60 manna Benzbíll kostar um 115 milljónir, eftir þvi sem DB kemst næst. Ungverjarnir bjóða auk þess kaupendum 3ja ára lán á lágum vöxtum. Hins vegar er ekki leyfilegt samkvæmt ísl. lögum að taka erlend lán til lengri tíma en sex mánaða. Þá mun sendinefnd frá Akureyri vera á förum til Ungverjalands næstu daga til að skoða IKARUS-strætis- vagna. -ARH. frjúlst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980. Jóhanns Hafstein minnzt á Alþingi Jóhann Hafstein, fyrrverandi for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, andaðist aðfaranótt uppstigningardags. Hans var minnzt á Alþingi í gær i upphafi fundar í Sameinuðu þingi. Jóhann Hafstein var fæddur á Akureyri 19. september 1915 og var þvi 64 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Havsteen, síðar sýslu- maður Þingeyinga, og Þórunn Jóns- dóttir. Jóhann Hafstein lauk stúdents- prófi 1934 og lögfræðiprófi 1938 og stundaði siðar framhaldsnám i þjóðarétti. Jóhann Hafstein varð fljótt í forystu í félögum ungra sjálfstæðis- manna og Sjálfstæðisflokksins. Hann var framkvæmdastjóri flokksins 1942- 1952. Jóhann var kjörinn á þing fyrir Reykvíkinga 1946 og átti sæti á þingi til vorsins 1978, er hann hætti þing- mennsku sakir vanheilsu. Hann sat einnig í bæjarstjórn Reykjavíkur 1946—1958. Hann var bankastjóri Út- •vegsbankans 1952-1963. Árið 1961 var hann ráðherra um skeið og tók fast sæti í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar síðla árs 1963. Hann var varaformaður Sjálfstæðis- flokksins- 1965—1970. Við fráfall dr. Bjarna tók Jóhann Hafstein við æðstu stjórn flokksins. Hann var formaður flokksins 1970—1973 og forsætis- ráðherra frá júlí 1970 til júlí 1971, er hann lét af störfum sakir heilsubrests. -HH. Handtekinn með hass: Hefur setið í gæzluvarð- haldi í rúm- lega viku Einn maður situr nú í gæzluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls og hefur verið bak við lás og slá í liðlega viku á meðan rannsókn fer fram á máli hans. Er hann var handtekinn var hann með hass og önnur fíkniefni i fórum sínum. — Maður þessi hefur áður komið við sögu hjá fíkniefna- dómstólnum. -ÁT- LUKKUDAGAR: 17. MAt: 25320 Kodak Pocket A1 myndavél. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.