Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JUNÍ 1980.
Vigdís Finnbogadóttir, fjórði forseti íslands:
ÍSLENZK MENNING ER GRUND-
VÖLLUR TILVERU OKKAR
Vigdís Finnbogadóttir var í gær kjör-
in fjórði forseti íslenzka lýðveldisins.
Hún er fyrsta konan í heiminum sem er
lýðkjörinn þjóðarleiðtogi.
Vigdís Finnbogadóttir er fædd i
Reykjavik 15. apríl 1930. Foreldrar
hennar voru Finnbogi Rútur Þorvalds-
son verkfræðingur og prófessor við
Háskóla íslands og Sigriður Eiríksdótt-
ir hjúkrunarkona.
Vigdís lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1949, og
hélt siðan til náms í Frakklandi þar sem
hún dvaldi á fjórða ár við nám í
frönsku og frönskum bókmenntum,
með leikbókmenntir sem sérgrein. Eftir
heimkomu stundaði hún nám í ensku
og frönsku við Háskóla íslands og lauk
prófi. Síðar var hún einnig við nám i
háskólum í Kaupmannahöfn og í Sví-
þjóð.
Samhliða háskólanámi hér heima
starfaði Vigdís sem bókavörður og rit-
stjóri leikskrár í Þjóðleikhúsinu. Hún
var kennari við Menntaskólann i
Reykjavík 1962—1968 og við Mennta-
skólann við Hamrahlið þegar hann var
stofnaður. Síðan 1972 hefur Vigdís
verið leikhússtjóri hjá Leikfélagi
Reykjavikur í Iðnó, en sagði þvi starfi
lausu sl. haust. Hún hefur kennt
frönsku við Háskóla íslands og frá
1976 starfað í ráðgefandi nefnd um
menningarmál á Norðurlöndum, auk
margvíslegra annarra trúnaðarstarfa.
Vigdís Finnbogadóttir á eina kjör-
dóttur, Ástríði, sem er sjö ára að aldri.
í kosningabaráttunni hefur Vigdís
sagt að hún telji forseta íslands samein-
ingartákn þjóðarinnar, fólks á öllum
aldri úr öllum stéttum. í hinu nýja
embætti kveðst hún vilja efla vitund
íslendinga um hvað felist í því að vera
þjóð — hvað það sé sem sameini 230
þúsund einstaklinga. „Það er að sjálf-
sögðu menning okkar, sú menning sem
er grundvöllur tilveru okkar í þessu
landi,” segir hún.
Á sérkenni íslenzkrar menningar
hefur Vigdís lagt mikla áherzlu, sér-
kenni er fólgin eru í virðingu þjóðar-
innar fyrir orðinu og orðsins list. ,,Það
er mín heitasta ósk að hið frjálsa orð
fái að lifa með þjóðinni,” sagði hún á
framboðsfundi í síðustu viku.
Vigdís Finnbogadóttir, fjórði forseti
islenzka lýðveldisins, tekur við embætti
I. ágúst.
- GM
Engm útsala á Nesinu
Samtímis forsetakosningunum fór áfengisútsölu greiddu 499 atkvæði en
fram á Seltjarnarnesi kosning um 897 voru andvígir útsölu í kaupstaðn-
hvort opna skuli útsölu frá ÁTVR i um. 42 seðlar voru auðir og 12
kaupstaðnum. ógildir.
Úrslitin urðu þau að með opnun -A.St.
Söhrturn
Til sölu er söluturn á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Velta 15 milljónir á mánuði.
Tilboð sendist DB fyrir laugardaginn 5.
júlí merkt
„Sö/uturn232".
Alltaf sól
hjá okkur...
Höfum sett upp hina vinsælu sólarlampa
Leitið nánari upplýsinga og pantið tíma
hjá sundlaugarvörðum í síma 22322.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Vigdís Finnbogadóttir með samherjum þegar Ijóst var orðið að hverju stefndi.
Bilun í sjónvarpsmyndavél í Austurbæjarskólanum:
Ekki hægt að sjónvarpa
fyrstu tölum beint
— tækjaskorti að kenna, segir Öm Haröarson tæknistjóri
Sjónvarpsáhorfendur urðu varir Örn Harðarson tæknistjóri var Þetta var margþætt bilun, þannig
við það í kosningasjónvarpinu í gær- með sérstakan sjónvarpsbíl utan að það tók um klukkustund að
kvöldi, að ekki var hægt að senda við Austurbæjarskólann þar sem gera við hana,” sagði Örn. ,,Það má
út beint frá Austurbæjarskólanum tæknimenn unnu að útsendingu. DB segja að þessi bilun hafi orðið vegna
fyrstu tölur eins og fyrirhugað var. spurði hann hvað gerzt hefði. Hann tækjaskorts, ef við hefðum haft fleiri
Þetta komst þó siðar í lag, þannig sagði að myndavél hefði bilað þegar litavélar hefðum við getað geymt
að aðrar atkvæöatölur birtust með verið var að flytja hana niður stiga i aðra niðri, þannig aðekki hefði þurft
myndsvosem veraber. skólanum. að flytja þær á milli.” . -JH.
Tæknimenn sjónvarps þinga umbilunina.sem varó i gærkviildi, en klukkustund tók að gera vió.
DB-mynd: Ragnar Th.
ISBORG
Suðurlandsbraut 12.
• Is — Shake.
• Bananasplit
• Gamaldags fs
með rjóma
• ísfötur.
HEITT:
Kakó
Pylsur
NÆG Samlokur
BÍLASTÆÐI. Hamborgarar