Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNl 1980. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþrótl Rúta Siglfirðinga stakkstískurð - á leið sinni til Grenivíkur. Skrámaðir leikmenn KS gerðu jafntefli við Magna Magni, Grenivik, og KS gerðu jafn- tefli 2—2 i D-riðli 3. deildar á Grenivik á laugardag. Magni jafnaði i 2—2 á síðustu mínútu leiksins. Mörk Sigl- firðinga skoruðu Sigurjón Erlendsson og Björn Sveinsson. Leikmenn KS lentu i miklum erfiðleikum á leið sinni til Grenivíkur. Um 12 km fyrir norðan Akureyri sprakk hjólbarði á rútu Siglfirðinga — og hún stakkst í skurð utan vegar. Knginn slasaðist alvarlega en ýmsir leikmanna voru með skrámur. Á Akur- eyri fékksl önnur rúta og var síðan haldið til Grenivikur. Leiknum var frestað um klukkustund — leikið og jafntefli. Svo héldu Siglfirðingar heim á leið. Þá bilaði rútan og leikmenn komust á „puttanum" til Akureyrar. Þar tókst þeim að fá þriðju rútuna og komast til Siglufjarðar eftir heldur viðburðaríka för. Rútan sem kastaðisl út af veginum j er lalsvert skemmd. - BÁ Þátttakendur Islands á ólympiuleikum fatlaöra i Arnhem. Sigurrós Karlsdóttir er lengst til hægri í fremri roó. Sigurður Haf. vann á Skaga Siguróur Hafsteinsson, GR, varð I sigurvegari á SR golfmótinu á Akranesi ] í gær en það gefur stig til landsliðs. Sigurður lék á 148 höggum, 36 holur. j Björgvin Þorsleinsson, GA, varð annar með 151 högg. Sigurður Pétursson, | (iR, þriðji með 152 högg. Hannes Ey- I vindsson, GR, varð fjórði með 153 liögg og Óskar Sæmundsson, GR, I fimmti á 156 höggum. í 2. og 3. flokki varð Alfreð Viktors- Ison, GL, Akrancsi, sigurvegari á 81 ihöggi, 18 holur. Tómas Sigurjónsson I varð annar með 85 högg. Enn sigra Norðmenn Noregur sigraði með yfirburðum í I álta landa keppninni í sundi, sem lauk i Kdinborg i gær. Það er sjötta árið í röð, sem Norðmenn sigra i keppninni. j Þcir hlutu 235 stig. Spánn varð í öðru sæti með 201,5 stig og Skotland i þriðja sæti með 184,5 stig. Norðmaðurinn Brent Brask selti mótsmet í 200 m | skriðsundi, synti á 1:55,29 mín., og David I.opez-Z.ubero, Spáni, setti mótsmet i 100 m flugsundi á 57,45 sek. fjórða sæti varð Wales með 155 stig, j Sviss hlaut 143 stig, Belgía 139 stig, írland 108 stig og ísrael 91 stig. jaf naði metið Björn Borg, sem síðustu fjögur árin | hefur sigrað í Wimbledon-keppninni i Lundúnum, hinni óopinberu heims- j meistarakeppni í tennis, sigraði j Ástralíumanninn Rod Frawley á j iaugardag 6—4, 6—7, 6—1 og 7—5. j Það var 31. sigur Borg i röð í Wimble- ; don-keppninni og þar með jafnaði ; hann met Rod Laver, Ástraliu, hvað i sigrum i keppninni í röð viðkemur. ] „Það var ánægjulegt að jafna mel l.avers — það hefur ekki verið létt,” [ sagði Borg eftir leikinn við Frawley. Wimbledon-keppninni lýkur næst- j komandi laugardag. Vegna rigningar i Lundúnum er keppnin heilli umferð á | eftir áætlun. Hættulegustu keppi- i nautar Borg, þeir John McEnroe, ÍJimmy Connors og Roscoe Tanner, ! allir USA, hafa einnig sigrað í leikjum I sínum. McEnroe lenti þó í miklum j erfiðleikum á föstudag með Terry j Rocavcrt, Ástraliu, en sigraði að lokum !i fimm lotum. Fimmtán ára stúlka frá Akur- eyri ólympíumeistari fatlaðra —Sigurrós Karlsdóttir setti nýtt heimsmet í 50 m bringusundi og sigraði í Arnhem Kimmtán ára stúlka frá Akureyri, Sigurrós Karlsdóttir, vann það mikla afrek að setja nýtt heims- og ólympíumet í 50 metra bringusundi á ólympíuleikum fatlaðra i Arnhem í j Hollandi á laugardag. Hún hlaut gull- verðlaunin i greininni — varð ólympískur meistari í sínurn flokki á 1:06.99 mínútum. Á hana vantar báða handleggina neðan olnboga — fædd þannig. Sigur hennar kom talsverl á óvart og hún bætti árangur sinn mjög. Hún er yngsti keppandi íslands á leikunum í Arnheim. Aldurstakmark er miðað við 16 ár, nema i sundinu. Þetta er í fyrsfa sinn, sem íslendingur hlýtur verðlaun á ólympíuleikum fatlaðra og þá voru það gullverðlaun. Tólf íslendingar eru meðal keppenda á leikunum i Arnhem en þálttakendur eru 2400 frá 42 þjóðum. Norðurlandaþjóðirnar — einkum Sviar og Norðmenn — hafa verið mjög sigur- sælar i keppninni. Henni verður haldið áfram alla þessa viku. Af öðrum árangri islenzku keppendanna má nefna, að Snæbjörn Þórðarson, Akreyri, og Jónas Óskars- son, Reykjavík, urðu í 21. og 22. sæti j32. keppenda i 100 m skriðsundi. Syntu á 1:15.67 og 1:16.95 min. Guðjón Skúlason, Reykjavik, varð i niunda sæti af 16 keppendum í kúluvarpi með 10.36. Guðmundur Gislason, Akureyri, varð í 15. sæti af 17 í kringlukasti með 25.58 m. Arnór Pétursson, Reykjavík, varð í li.sætiaf 16 keppendum í spjótkasti með 12.40 .n. Hann er i hjólastól. Þá urðu þær lEIsa Stefánsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir i fjórða sæti í tviliða- leik í borðtennis. -hsím. Akureyrarliðin efst í 2. deild Kjórir leikir i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu voru háðir um helgina. Úrslit urðu þessi: Þór, Ak. — Þróttur N. 0—0 Selfoss —KA 0—2 Austri — ÍBÍ 2—2 Völsungur—Haukar 2—2 KA-menn unnu öruggan sigur á Sel- ] fossi með mörkum Eyjólfs Ágústs- sonar, vítaspyrna, og Gunnars Gisla- sonar. Verðskuldaður sigur og KA- menn eru nú heldur betur komnir á j skrið i deildinni. Á Akureyri tókst Þór ekki að sigra j Þrótt frá Neskaupstað þrátt fyrir mun ! meiri sókn í góða veðrinu fyrir norðan. Héppnin var ekki með Þór. Óskar Gunnarsson átti hörkuskot í þverslá. Þórarinn Jóhannesson og Árni Stefáns- son voru beztu menn Þórs, en Sigur- bergur þjálfari Sigsteinsson og Njáll Eiðsson hjá Þrótti. GSV. Á Eskifirði skoraði Austri eftir aðeins fimni minútur gegn ísfirðingum og var Sveinbjörn Jóhannsson þar að verki. Hann lék áður með Hugin, Seyðisfirði. Fimm mín. síðar jafnaði bezti maður ÍBÍ, Haraldur Leifsson. Á 25. min. komst Austri aftur yfir með marki Bjarna Kristjánssonar. Það stóð ekki lengi því á 30. min. jafnaði Har- aldur Leifsson. ísfirðingar voru heldur sterkari i fyrri hálfleik og áttu þá skot i stöng og þverslá. í síðari hálfleik skipt- ust liðin á upphlaupum og tækifærum en ekki tókst að skora, Austri sótti heldur meira en liðin voru svipuð að styrkleika. í lokin fékk ÍBÍ gullið tæki- færi til að sigra, þegar einn leikmanna liðsins kom frir í gegn en skaut fram- hjá. Fossberg var góður dómari. VS. Á Húsavik léku Völsungur og Haukar á laugardag eins og Austri og ÍBÍ. Húsvikingar byrjuðu vel. Komust í 2—0 með mörkum Magnúsar Hreiðars- sonar og Ómars úr víti eftir 14 mín. Loftur Eyjólfsson minnkaði muninn fyrir Hauka fyrir hálfleik og í siðari hálfleik skoraði Björn Svavarsson jöfn- unarmark Hauka. Staðan er nú þannig: KA 6 4 11 12—4 9 Þór 6 ÍBÍ 6 Haukar 6 3 2 Völsungur 6 3 I Fylkir 5 2 1 Þróttur 6 2 1 Ármann 5 1 1 Selfoss 6 I I Austri 6 0 1 BEZTIHEIMSTIMINN HJÁ 0VETT í 1500 M Enski stórhlauparinn Sleve Ovett frá Brighton náði bezta tíma ársins í 1500 m hlaupi á Crystal Palace j leikvanginum i Lundúnum á föstudag. Hljóp vegalengdina á 3:35.3 mín. ] Þetta var 41. sigur Ovett í röð i 1500 m ] og míluhlaupum. Hann fékk þó harða keppni að þessu sinni frá hinum 19 ára Steve Cram, Evrópumeistara pilta, ] sem hljóp einnig á frábærum tima, 3:35.6 min. Þriðji varð Jose Gonzales, Spáni, á 3:37.9 min. Beztan tima áður í heiminum i ár átti Vladimir Molozemlan, Sovétrikjunum, 3:35.4 min. Geoff Capes, Englandi, sigraði kanadíska kúluvarparann Bruno Pauletto, sem keppti hér i Reykjavik á dögunum. Capes varpaði 20.98 m en Pauletto 20.33 m eða nokkru styttra en hér. í 400 m hlaupi kvenna setti Jocelyn Hoyte-Smith nýtt brezkt met, hljóp á 51.06sek. Það vakti athygli að Filbert Bayi, Tanzaníu, varð aðeins í þriðja sæti í 2ja milna hlaupi og Johnny Walker, Nýja- Sjálandi, aðeins fjórði í 800 m. Báðir þessir hlauparar eru fyrrum heimsmet- hafar i míluhlaupi. David Moorcroft, Englandi, sigraði í 2ja mílna hlaupinu á 8:18.6 min. Nat Muir, Bretlandi, varð annar á 8:19.4 min. og Bayi þriðji á 8:19.5 mín. í 800 m hlaupinu sigraði Carlos Trabado, Spáni, á 1:48.1 min. Jeff Cook, Englandi, varð annar á 1:48.3 min. og Omar Khalifa, Súdan, þriðji á 1:48.6 mín. Heimsmethafinn i 110 m grinda- hlaupi, Renaldo Nehamiah, USA, féll á síðustu grind og varð aðeins fimmti. Landi hans, Rod Milburn vann á 13.69 sek. Alan Wells, Skotlandi, sigraði í 100 m hlaupi á 10.30 sek. Hins vegar sigraði Don Quarrie, Jamíka, í 200 m á 20.84 sek. :':*5 m - ■ Tl: '

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.