Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 21
21 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D r ÍJr leik Kylákallis or Stefáns Kon- ráðssonar. Þar lókst Stefáni að sigra í annarri lotunni og var það eina lotan sem íslendingar unnu í landskeppninni. DB-inynd Þorri. —sigruðu Islendinga með 5-0 Ástvaldur sigursæll Varð þrefaldur íslands- meistari íkástíþróttum íslandsmótið í kastíþróttum var haldið um helgina i tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ. Úrslit urðu sem hér segir: Fluguköst einhendis 1. Svavar Gunnarsson 55.84 2. Bjarni Karlsson 51.01 3. Ástvaldur Jónsson 50.22 Fluguköst tvíhendis m 1. Ástvaldur Jónsson 73.64 2. Svavar Gunnarsson 69.66 3. Gisli R. Guðmundsson 55.50 Hittiköst 7,5 gr lóí) stig 1. Ástvaldur Jónsson 55 2. Þórður Jónsson 20 3. Þorsteinn Þorsleinsson 15 Hittiköst 18 gr lóð stig 1. Ástvaldur Jónsson 30 2. Þórður Jónsson 20 .3. Svavar Gunnarsson 20 Guðmundur stigahæstur Á lyftingamóti i sambandi við iþróttahátiðina urðu þessir stigahæstir. 1. Guðm. Sigurðss., A (90 kg fl.) (142,5—187,5) 330 kg — 227,04st. 2. Birgir Þór Borgþórss., KR (100 kg fl.) (145—195) = 340 kg — 223,04 slig 3. Þorsteinn Leifsson, KR(82,5 kg fl.) (130—170) = 300 kg—216,6 stig íslendingar sóttu ekki gull í greipar Finna i landsleiknum gegn Finnum í borðtennis á laugardaginn og Ijóst er að íslendingar eiga enn langt f land með að veita fjölmennari þjóðum teljandi keppni i þessari grein. Finnar höfðu mikla yfirburði gegn íslendingum og sigruðu með 5—0. íslendingar unnu aðeins eina einustu lotu. Það var í fyrsta leiknum að Stefán Konráðsson! vann aðra lotuna með 21—10. Úrslit í einstökum leikjum urðu! þessi: 1. Arne Kylákallis sigraði Stefán Kon- ráðsson 21 —12, 10—21 og 21 —14. 2. Karri Husso sigraði Tómas Guð- jónsson 21 — 11 og 21 —18. 3. Matti Kurvinen sigraði Björgvin Björgvinsson 21—9 og 21—9. 4. Arne Kylákallis sigraði Tómas Guð- jónsson með 21 —15 og 21 —12. 5. Matti Kurvinen sigraði Stefán Kon- ráðsson 21 —13 og21 —15. Áður en leikurinn hófst voru þeim Stefáni Konráðssyni og Hjálmari Aðal- steinssyni veitt gullúr að gjöf í tilefni af því að þeir hafa leikið 25 landsleiki í borðtennis. -GAJ 4. Guðmundur Helgason, KR (90 kg fl.) ) (140—170) = 310 kg — 214,5 stig 5. Freyr Aðalsteinssor), ÍBA (82,5 kg fl.) (132,5—155) = 287,5 kg — 211,3 stig. ---------Nýmæli s---------- VerÖtryggÖir innlánsreikningar Frá og með 1. júlí 1980 er viðskiptavinum banka og sparisjóðagefinn kostur á verðtryggðum innlánum. Verðtryggingin miðast við lánskjaravísitölu, sem birter mánaðarlega. Verðbætur reiknast á höfuðstól og vexti, en þeir eru 1 % á ári. Upphafleg innstæða (stofninnstæða) er bundin í full tvö ár, en þá verður innstæða sem myndast hefur á fyrsta ári (fyrstu 12 mánuðina) laus til útborgunar, ásamt áunnum vérðbótum, í einn almanaksmánuð, en binst á ný í eitt ár í senn sé hún ekki tekin út. Auk þess má beita eftir fyrsta árið eins árs uppsögn á innstæðu. (Á) SEÐLABANKI ÍSLANDS Sparifjáreigendur athugið: 1. Binding er 2 ár í upphafi, síðan í reynd 1 ár. 2. Mánaðarleg skráning lánskjaravísitölu auðveldarað fylgjast með innstæðunni. 3. Þessir innlánsreikningareru í handhægu formi. 4. Hægterað náfullri verðtryggingu í þeim viðskiptabanka eða sparisjóði, sem skiptervið. Nánari upplýsingar veita allir bankarog sparisjóðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.