Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. 17 DBíSigtúni: ,VAR AÐ VINNA FYRIR BEZTA MANNINN’ — sagði Jón Ásgeirsson „Þessi úrslit komu okkur talsvert á óvart, sérstaklega eftir daginn i dag þegar okkur virtist þungur straumur liggja til Péturs, bæði i Reykjavík og úti á landi,” sagði Jón Ásgeirsson, einn af forystumönnum i kosningabaráttu Péturs J. Thorsteinssonar, þegar DB hitti hann að máli i Sigtúni um tvö- leytið i nótt. Stuðningsmenn Péturs höfðu safnazt þar saman til að fylgjast með talningu atkvæða, og voru að von- um ekki léttir i lund. „Það er fullvíst að auglýsingar Guð- Iaugsmanna síðustu dagana um að valið stæði á milli tveggja efstu úr skoðanakönnunum hafa ráðið miklu um úrslitin. Þessar auglýsingar voru ör- þrifaráð en virðast hafa borið árangur eins og til var ætlazt,” sagði Jón Ás- geirsson. ,,Það er skoðun min að Pétur Thor- steinsson fari betur út úr þessum kosn- ingum en aðrir frambjóðendur. Hann sættir sig betur við þessi úrslit en nokkur hinna hefði gert í sömu spor- um,” sagði Jón. Pétur J. Thorsteinsson var sjálfur I Sigtúni þegar DB-menn voru þar á ferð. „Mér þykir þetta verst ykkar vegna. Þið hafið lagt svo mikið starf á ykkur,” sagði Pétur við stuðningsmenn sina. „Við höfum tapað,” sagði Jón Ásgeirsson, „en það breytir ekki hinu að ég var að vinna fyrir bezta mann- inn.” - GM „Auglýsingar Guðlaugsmanna réðu miklu um úrslitin.” Ilaraldur Blöndal og Jón Ás- geirsson i Sigtúni. Innfellda myndin er einnig tekin þar og sýnir stuðningsmann Péturs fagna honum innilega með orðununt: „Þú stóðst þig fráhærlega.” DB-myndir: Þorri. DBíÞórskaffi: T Albert kemur sterkur út úr þessu’ — sagði Ásgeir Hannes Eiríksson „Albert kemur sterkur út úr þessum kosningum sem persóna. Mér þætti gaman að sjá aðra pólitikusa feta í fót- spor hans. Eða mundi einhver annar umdeildur stjórnmálamaður fá slikt fylgi úr öllum flokkum?” sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, forustumaður í kosningabaráttu Alberts Guðmunds- sonar, þegar DB hitti hann að máli i Þórskaffi á þriðja tímanum i nótt. Þar höfðu stuðningsmenn Alberts safnazt saman til að fylgjast með úrslitum. Þeir virtust heldur niðurlútir. „Auglýsingaherferð Guðlaugs- manna virðist ekki ætla að bera árangur. Ég held að hún hafi verið skekkja og þeir hafi „bakfírað” með henni,” sagði Ásgeir Hannes. „Ég get ekki sagt að þessi úrslit komi okkur verulega á óvart; við bjuggumst við einhverju af þessu tagi. En um tíma í dag vorum við fullir bjartsýni því fólk streymdi til okkar hérna í Þórskaffi, þar sem kosninga- kaffið var, og troðfyllti húsið. Það er lika ljóst á úrslitunum að við höfum bætt við okkur fylgi frá því í skoðanakönnunum og það verður að teljast vel af sér vikið með þennan harða áróður Guðlaugsmanna yfir sér,” sagði Ásgeir Hannes. „Á þessari stundu á ég von á því að Vigdis Finnbogadóttir verði kjörin for- seti. Og ég mun slanda með mínum for- seta þegar hann hefur verið kosinn." -GM. „Mér þætti gaman að sjá aðra pólitikusa feta í fótspor Alberts." Þorvaldur Mawhy. Óvenju spennandi kosninganótt. Indriði (í. Þorsteinsson o. fl. fylgjast með talningu tengdasonur Alberts, Ásgeir Hannes Firíksson, Klínhort; Jónsdóttir o. fl. atkvæða i Þórskaffi. l)B-mynd Sig. Þorri. DB-mynd Sig. Þorri. ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði - Eplið Akranesi - Eplið ísafirði -Cesar Akureyri. BiLTÆKI Lengra veröur ekki komist.. KP-58000 L W, MW, FM STEREO TAKKASKIPT. KP-66G KP-77G KP-88G KP-707G ÖLL TÆKIN MED SÉRSTÖKUM BASSA- OG DISK- ANTSTILLI FÁANLEG MED DOLBY SYSTEM, CRO2 OG METAL- STILLINGUM, A UTO-REVERSE. CD-5 CRAFIC EQUALIZER (TÓNJAFNARI) HÁ TALARAR FYRIR ÖLL PIONEER BÍL TÆKI: 8 TIL 60 W v/4 OHM28 HZ TIL 20.000 HZ. HATALARAR: GM-40 2x20 W v/4 OHM GM-120 2x60 W v/4 OHM HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEG 66 SÍMI 25999 HEILDVERZLUN PÉTUR PÉTURSSON SUÐURGÖTU 14. SiMAR 21020-25101 AIRFIX Médeiin eru komin íaiiar ieikfanga- verdanir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.