Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. 9 Danmörk: Horfuráað útlendingar kaupi Burmeister og Wain tapið á síðasta ári um tuttugu milljaðar og skipasmíða- stöðin verður að loka ef ekki f æst tfu milljarða ríkisábyrgð ánæstudögum Skipasmiðastöðin Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn verður lik- lega seld erlendum aðilum ef danska rikið veitir fyrirtækinu ekki 100 milljóna danskra króna ríkisstyrk innan skamms tima. Samsvarar þetta um það bil 10 milljörðum íslenzkra króna. Að sögn danska blaðsins Poli- tiken vilja forráðamenn fyrirtækisins frekar grípa til þess ráðs að selja er- lendum aðilum skipasmíðastöðina en að loka henni alveg. í blaðinu segir einnig að blaðafull- trúi Burmeister og Wain hafi skýrt frá því að þegar hafi nokkrir erlendir aðilar sýnt áhuga á að kaupa fyrir- tækið. Fyrir nokkrum árum keyptu þýzkir aðilar hluta fyrirtækisins. Heitir það nú Burmeister og Wain Diesel en þar eru framleiddar vélar og vélahlutar. Burmeister og Wain er stærsta skipasmíðastöð Danmerkur. Fyrir- tækið hefur átt í miklum fjárhags- og rekstrarvandræðum frá því á árinu 1978. Hefur aðaleigandi þess, Bonde- Nielsen, sætt mikilli gagnrýni. Þykja öll fjármál hans og viðskipti síðustu árin grunsamleg. Margt af þvi er i opinberri rannsókn. Það mun vera í höndum Erling Jensen iðnaðarráðherra Dana hvort rikisábyrgðin verður veitt. Ráðherr- ann hefur lítið viljað segja um málið. Aðeins það að bið verði á að ákvörðun verði tekin í málinu þar sem allar umbeðnar upplýsingar haft ekki borizt enn. Einnig er vitað að at- huganir eru í gangi um að einhverjir danskir aðilar komi inn í Burmeister og Wain og kaupi þar hlutabréf. Á þann hátt er vonað að takast megi að bæta stöðu fyrirtækisins. Allt stendur og fellur með þvi hvort rikisábyrgðin fæst. Fjárhags- erfiðleikarnir eru svo miklir að erfitt er orðið að greiða fyrir nauðsynlegt hráefni. Stöðugt hefur því verið slegið á frest að leggja fram ársreikn- inga skipasmiðastöðvarinnar fyrir siðasta ár. Fullyrt er að niðurstöður þeirra muni leiða í ljós að rekstrartap hafi numið um 200 milljónum danskra króna eða jafnvirði tuttugu milljarða islenzkra króna. Eigendur Burmeister og Wain skipa- smíðastöðvarinnar segjast fremur vilja selja erlendum aðilum fyrirtæk- ið en að hætta rekstri þess algjörlega. DallasTexas: Tuttugu ogníu látastíhita- bylgju Tíu manns létust í Dallas í Texas i gær vegna ofsahita þar um slóðir. Lög- reglan i borginni telur þó að það sé huggun harmi gegn að manndrápum hefur fækkað mjög á sama tíma. — Annað hvort er mönnum of heitt eða "þeir eru of þreyttir til að ráða hverjir öðrum bana. Yfirvöld telja að undanfarna daga hafi tuttugu og níu manns látizt af völdum hitabylgjunnar. Veðurfræðingar segja að ekki séu neinar horfur á að hitinn minnki á næstu dögum. Páfi til Brasilíu Jóhannes Páll annar páfi lagði i morgun upp i tólf daga ferð til Brasiliu. Brasilía er það ríki heims sem flestir rómverskkaþólskir menn byggja. ísraelsherinn íLíbanon ísraelskar hersveitir réðust langt inn i Líbanon í nótt og felldu nokkurn hóp skæruliða sem þar hafðist við, að sögn israelsku herstjórnarinnar i morgun. Segir að ísraelskir hermenn hafi eytt stöðvum palestinskra skæruliða norður af ánni Litani. Ein stöðin hafði verið notuð við þjálfun skæruliða en önnur til að undirbúa árásir inn fyrir landa- mæri ísrael. 0PEC hækki sam- kvæmt hækkunum ávesturlöndum Forseti OPEC samtakanna — sam- taka olíuútflutningsrikja — hefur stungið upp á því, að olíuverð verði bundið verði á helztu útflutningsvörum þeirra ríkja sem oliuna kaupa. Kemut þetta fram i grein sem birtist í banda- riska tímaritinu Newsweek i morgun. Segist forseti OPEC, Humberto Calderon Berti, leggja tillögur í þessum dúr fyrir forustumenn ríkja í samtök- unum. JarðskjálftaríJapan Mikil jarðskjálftahrina gcngur nú yfir Japan og hefur staðið i sex daga. Vitað er um að minnsta kosti sjö manns sem slösuðust í gær af völdum umbrot- anna. Átján kippir fundust í morgun og einn þeirra mældist 6,7 á Richlers- kvarða. matar-oö kafflstell Gullfalleg Rosenthal vara. — matarstell i drapplitu. rauöu eöa gulu. SCANDIC stelliö sameinar gæðaframleiðslu. fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stelliö er kjöriö fyrit þá. sem kunna aö meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerö vara frá Rosenthal. ARCTA ER AÐDAUNARVERT ARCTA matar- og kaffistelliö vekur óskipta athygli og aödáun hvar sem þaö sést; — fyrir fal- legar línur. frábæra hönnun og skemmtilega áferö. ARCTA fæst aöeins hjá okkur. CORDA. nýtt matar- og kaffistell. Honnuöurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel aö sam- eina léttleika og dæmigert skandinaviskt utlit. Nýjungar. svo sem lengri börö a diskum og skálum. falla vel aö heildarsvip og auka á notagildi. CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar i orbylgjuofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell. HERTA BENGTSON hefureinnig hannaö dúka diskamottur. servíettur og serviettuhringi í stil viö CORDA. Nýja linan i matar- og kaftistellum frá Thomas er Holiday. Holidayer sérlega létt og meöfærilegt ogþessvegnaá allan hátt notadrjúgt viö hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi. þannig er Holrday alveg eins og sumar- fríiö á aö vera. Svo viö minnumst á veöriö, — nei veröið. þá er þaö sérlega hag- stætt. Komiðog skoöiö Holiday. studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍMI18400

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.