Dagblaðið - 05.07.1980, Side 4

Dagblaðið - 05.07.1980, Side 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLf 1980. DB á ne ytendamarkaði Fyrri rabarbarauppskeran langbezt: Sultið og frystið til vetrarins Nú er háuppskerutími rabarbar- ans, en fáar nytjajurtir eru eins hent- ugar til þess að frysta til vetrarins og einmitt rabarbarinn. Á dögunum elduðum við úr tveggja ára gömlum, frosnum rabarbara og var hann alveg nákvæmlega eins og hann væri nýupptekinn. Það er heldur engin ástæða til þess að matreiða rabarbar- ann fyrir frystingu eins og flest annað grænmeti. Nóg að þvo leggina og skera þá í bita og síðan frysta. Rabarbari gefur oftast tvær upp- skerur á hverju ári. Þykir fyrri upp- skeran vera enn Ijúffengari til sultu- gerðar heldur en sú síðari og ættu rabarbaraunnendur því að ná sér i rabarbara sem allra fyrst. — Rabar- barasulta er einstaklega Ijúffeng, bæði með kjöti, á sérlega vel við lambakjöt, auk þess sem kökur og annað „bakkelsi” bragðast einkar vel með rabarbarasultu. Sultu- gerðarmenn virðast ekki hafa komið auga á gæði þessarar vinsælu sultu, ég minnist þess ekki að hafa séð slika sultu í verzlunum. Rabarbara er hægt að nota í graut, súpu, pæ-fyllingu og siðast en ekki sízt sultu. Skiptar skoðanir eru um hve mikinn sykur er bezt að nota í sultuna. Margar „gamlar” húsmæður nota kíló á móti kílói, en það er fullmikill sykur. Hæfilegt getur verið að nota 500—750 g af sykri á móti hverju kg af rabarbara. Þá getur einnig verið gott að nota púðursykur að hluta til. — Bezterað sjóða sultuna í víðum potti og gætið þess að hafa sultupottinn ekki alltof fullan. Það er óskemmtilegt að fá klístraða sultu út um alla eldavél. — Sultan þarf að sjóða þar til hún er farin að þykkna dálítið, getur verið allt upp i 2 1/2 til 3 klst., við frekar vægan hita. Setjið sultuna á sótthreinsaðar glerkrukkur, látið rotvarnarefni út í hana og lokið krukkunum strax. Ágætt er að láta niðurskorna leggina liggja með sykrinum yfir nótt, áður en byrjað er á suðunni, og gleymið ekki að hræra vel i sultunni á meðan á suðunni stendur. Kg af rabarbara hefur kostað um 480 kr. -A.Bj. Rabarbara er afl finna i velflestum görðum á Íslandi, i það minnsta görðum sem nokkuð eru komnir til ára sinna. Rabarbarinn er þakklát jurt sem vex þótt ekki sé sinnt veru- lega um áburðargjöf. En auðvitað fæst betri uppskera ef hugsað er um rabarbaragarðinn, séð um að gefa húsdýraáburð og skipta hnausunum og endurnýja þá af og til. DB-mynd Sveinn. RABARBARITIL- VALINN í FLEIRA EN SULTU 0G GRAUT Meira „sumarbústaðabakkelsi”: Kaka í potti Við birtum nokkrar uppskriftii að „sumarbústaðakökum” á neytendn- siðunni í gær. Hér kemur ein upp- skrift til viðbótar, frá Guðbjörgu Petersen í Reykjavík. Þessi kaka nefnist soðin kaka, en hún er bökuð i potti á eldavél. 2egg I I/2dlsykur 1 3/4 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft lOOgbrætt smjörl. 1 tsk. vanillu- eða möndíudropar Eggin þeytt vel með sykrinum, hveitið og lyftiduftið látið út i og siðast brædda smjörið. Deigið er látið í vel smurðan potl, str-'ð raspi innan í pottinn og bakað siðan við mjög vægan hita í ca 1/2 tima. Hafið lokið á pottinum. Kakan verður alltaf dálítið Ijós ofan á, þannig að það þarf að þekja hana með glassúr. Skerið botninn í sundur og leggið hann saman með sultu eðakremi. -A.Bj. Rabarbara er hægt að nota með góðum árangri í fleira en sultu og grauta. Hann er t.d. tilvalinn í vín. Tegundin af víngerinu ræður þvi hvaða tegund verður til, t.d. ef búa á til hvitvín er notað hvítvinsger, kampavínsger í kampavin o.s.frv. Víngerið, vínsýran og gernæringin fæst í verzl. Ámunni, Ármúla 21 Eitt bréf eða glas af víngeri kostar tæpar 1200 kr. og er i 10—60 lítra af víni, mismunandi eftir tegundum. Leiðarvisir fylgir gerinu. Hér fer á eftir uppskrift af víni sem búið er til úr rabarbara. Gerjunartím- inn er 6—8 vikur en vinið verður betra eftir því sem það verður eldra. — Uppskriftin er fyrir 10 litra af víni, en auðvelt er að búa til meira með því að auka alla hluti í sömu hlutföllum. 4 kg rabarbari 8 lítrar vatn 2 kg sykur 10 g vínsýra 5 g gernæring 1 bréf eða glas vinger. Rabarbarinn er þveginn og brytj- aður. Suðan látin koma upp á honum í vatninu og það látið standa í einn sólarhring. Þá er saftin siuð frá og soðin með sykrinum. Látin kólna í 28°C og er þá gerið og næringin látin út í (sjá leiðarv'tsi á gerinu). ílátinu er lokað vel og látinn á það „vatnslás” og látið slanda i ca 27°C hita í 6—8 vikur. — Þá er það sett yfir á annað ilát og þess gætt vandlega að taka ekki botnfallið með. Ef vínið reynist ekki tært má setja i það efni til þess að gera það tært (fæst einnig í Ámunni). Að því búnu er vínið látið á tandurhreinar flöskur, sem lokað er mjög vel, langbezt að nota kork- tappa. Flöskurnar eru geymdar á hliðinni á dimmum stað. Til þess að ná sem beztum árangri við víngerð verður að viðhafa allra fyllsta hreinlæti. Einnig er nauðsynlegt að eigahitamæli.bæði til þess að mæla hitastig i saftinni og einnig til þess að fylgjast gjörla með hitasliginu í herberginu þar sem saftin er látin gerjast. Vín er hægt að búa til úr nánast hvaða ávexti sem er. Guttormur Einarsson forstjóri i Ámunni sagði okkur að í Bretlandi væri búið til finasta vín úr fíflakörfum, „dandel- ion vine”. Sagðist hann hafa smakkað þetta fíflavín, sem er mjög ljúffengt. Það ætti ekki að vera neinn vandi að fá hráefnið í slíkt vín hér á landi, þegar öll tún eru fagurgul af blómstrandi fíflum. -A.Bj. Heiimlisbákhald vikuna: ta Mat- og drykkjarvörur, hremlætisvörur og þ.h.: Uppskrift dagsins Sv Srninud Mánud Þridjud Midvikud Fhnmtud Föstud Laugard - Samt Samt Samt Samt Samt Samt Samt Önnur útgjold: Suimud Mánud Þriöjud Miövikud FLmmtud Föstud Laugard Sarnt Samt Samt Samt Bamt Samt l

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.