Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980. LJósmyndasamkeppni um Sumarmyndina '80: Verömæti vinninga er tæp- lega ein miiljón króna íágústlok * Heildarverðmœti vinninga í Sumarmyndakeppni Dagblaðs- ins að þessu sinni er hvorki meira né minna en 935 þúsund krónur. Í boði eru tveir ferða- vinningar og fuiikomin myndavél. Fyrstu verðlaun í keppninni eru ferð til lbiz.a næsta sumar, að verðmæti hálf milljón króna. Farið verður meö Ferðaskrifstofunni Úrval. Canon myndavél með 50 milli- metra linsu og tösku frá Týli hf. er veitt í önnur verðlaun. Verðmæti þessa grips er 335 þúsund. Þriðju verðlaunin, sem margir telja áreiðanlega þau sérstæðustu, eru sex daga hesta- og veiðiferð með Arin- birni Jóhannssyni frá Brekku læk í Miðfirði. Sú ferð er aö verðmæti um eitt hundrað þúsund krónur. Ferðin verður Jarin næsta sumar. Þó að keppnin um Sumar- mynd '80 hafi aðeins staðið i hálfan mánuð eru myndirnar þegar teknar að streyma inn. Einhvern næstu daga verður dómnefnd keppninnar kvödd saman, þar sem valdar verða myndir júnímánaðar. Þær sem áfram komast verða birtar fljótlega I Dagblaðinu, en hinar verða endursendar eigendum hið allra fyrsta. Nauðsynlegt er því að muna að merkja myndirnar með nafni og heimilisfangi. Allar þær myndir sem náð hljóta fyrir augum dóm- nefndarinnar verða metnar í lok keppninnar í byrjun september. Þrjár þær beztu hljóta síðan verðlaunin. — Dagblaðið hefur þrjú undan- farin ár gengizt fyrir Sumar- myndasamkeppni sem þessari. RagnarTh. Sigurðsson Ijósmyndarí DB: „NOTUM AEl JÖFN- UM HÖNDUM MEÐ ÖÐRUM GERÐUM CANON-VÉLA” Ein af myndum Kristjáns Inga Einarssonar frá Ibi/.a. Þar blandast saman nýtt of> gamalt i rikum mæli. Krístján Ingi Einarsson: Ibiza er myndrænn staður „Mér finnst það vel til fundið að hafa Ibizaferð í verðlaun í ljós- myndasamkeppni,” sagði Kristján Ingi Einarsson. Hann er hnútum vel kunnugur á eyjunni og hefur tekið þar mikið af myndum. Siðastliðið sumar hélt hann sýningu á myndum sínum þaðan. „Þarna er mjög skemmtilegt mannlíf,” hélt Kristján áfram. „Fornu og nútímalegu ægir saman; hægt er að fara á markað með gamla laginu og einnig á mjög nútímalegt diskótek með sundlaug og gufubaði innan dyra. — Ibiza er nánast eini staðurinn á Spáni — að minnsta kosti í ferðamannahlutanum — sem segja má að sé í nokkuð upprunalegu horfi. Gamli bærinn er þarna innan múra og þar er allt eins og það var i gamla daga.” Kristján bætti því við að síðari árin hefði það ágerzt að alls kyns „fríkað” fólk hefði tekið að streyma til Ibiza, talsvert af stórauðugu ungu fólki og fylgifiskum þess. Þetta fólk væri nú tekið að setja nokkum svip á mannlíf eyjarinnar. Það er ferðaskrifstofan Úrval sem selur skemmtiferðir til Ibiza hér á ‘landi. -At- I Óhætt er að lofa þeim sem fara á Arnarvatnsheiði með Arinhirni Jóhannssyni ósvikinni snertingu við náttúruna. Farið er á hestum frá Laugabakka i Miðfirði. Til skamms tíma notaði mestur hluti íslenzkra blaðaljósmyndara Canon AE- I myndavélar. Hún er þriðja fullkomnasta vélin frá Canon, elektrónísk með sjálfvirku ljósopi og hægt er að fá á hana sjálfvirkt flass. Með slíkan útbúnað er ekki rélt- lælanlegt að myndatökur mistakist hjá neinum. „Ég nota AF-1 jöfnum höndum með Canon A1 og F1,” segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari Dag- blaðsins. „Canonlinsur og annar út- búnaður passar á ailar vélartegundir í seríunni. Það er hægt að fá á þær 42 mismunandi linsur, allt frá 7.5 milli- metrum upp í 1200 mm.” Linsan sem fylgir með verðlauna- myndavélinni er með 50 millimetra linsu. Það er Hilmar Helgason hf. sem flytur Canon myndavélar til landsins. -AT- Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Sex daga ferð á Arnarvatnsheiði Náttúrufegurðin hef ur orðið mörgum skáldum að yrkisefni „Maður er í góðum friði með sjálfum sér. Þetta minnir reyndar talsvert á þá göfugu íþrótt að vaska upp i eldhúsi, sem eins og allir vita er næsta indæl vinna, þegar maður fær að vera við hana í friði: hvernig maöur sigrar hvert riddaravirkið á fætur öðru, afhjúpar pólitísk hrösul- menni eða skírir jafnvel þverbrotna heiðingja upp úr Hreinol og Vex.” Þannig lýsti Arni Björnsson þjóð- háttafræðingur í Helgarpóstinum þeim áhrifum sem það haft á hann að rölta um í kyrrðinni á Arnarvatns- heiði. Þriðju verðlaunin í Sumar- ,myndakeppninni ’80 eru einmitt ferð þangað á sumri komanda. Það er Arinbjörn Jóhannsson frá Brekkulæk í Miðfirði sem stendur fyrir sex daga hesta- og veiðiferðum á Arnarvatnsheiði. Hann sér um að út- vega ferðalöngum allan þann út- búnað sem með þarf utan veiðarfæri til að veiða á flugu. í sumar býður Arinbjörn upp á ellefu ferðir. Sú fyrsta var farin 29. júní og þann 29. ágúst fer síðasti hópurinn. Reynt er að hafa ekki meira en sex manns i hverri ferð. Fegurð náttúrunnar á Arnarvatns- heiði er rómuð. Hún hefur gefið mörgum skáldum innblástur til Ijóða- gerðar. Steingrímur Thorsteinsson kvað þar Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring og flestir þekkja kvæði Jónasar Efst á Arnarvatns- hæðum oft hef ég fáki beitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.