Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980. „Fóstureyðingarvegur” í Strákagöngum við Sigtufjörð: VEGURINN VERDUR LAGFÆRDUR í HAUST — segir fulltrúi Vegagerðarinnar á Krðknum Siglfirðingar eru ákaflega óhressir lagfaira þetta sl. vor en eitthvað „Þaö gefur augaleið að ef þarf að með ástand vegarins sem tengir bæinn þeirra við þjóðvegakerfi landsins. Vegurinn i Strákagöngum er i slæmu ásigkomulagi og sömuleiðis þykja vegarkaflar við Mánárskriður vera allt annað en skemmtilegar yfirferðar. „Það er alveg óhætt að taka undir að vegurinn i gegn um göngin er mjög slæmur,” sagði Páll Þorsteinsson fulltrúi Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki við D'agblaðiö í gær. „Gólfið í göngunum er steypt, en stöðugur leki vatns úr loftinu holar smám satnan steypuna og hún springur og molar. Slitlagið er vægast sagt orðið anzi götótt. Það stóð til að’ Róíeg helgi í Reykja- vík Nýliðin helgi var frekar róleg i Reykjavík og sagði lögreglan að svo virtist, sem margir hefðu farið út úr bænum um helgina. Kveikt var í öskutunnu við Laugaveg og var slökk viliðið kallað á staðinn. Ekki var þó um mikinn eld að ræða. Þá voru nokkrir teknir fyrir ölvun við akstur og of hraðan akstur. -SA. Súgandafjörður: Hætt kominn í sund- lauginni Rúmlega tvitugur piltur var hætt kominn í sundlauginni á Súgandafirði á föstudag. Var pilturinn að æfa kafsund í lauginni, er hann fannst á botni hennar. Var blásið líft í manninn og hann siðan flutturá sjúkrahús. Erliðanhans eftir atvikum. -SA. hamlaði hjá Vegagerðarmönnum* fyrir sunnan, svo að af því varð ekki.- En ég veit ekki betur en verkið verði unnið í haust. Viðgerðin í göngunum kostar það að loka verður veginum fyrir umferð i nokkra daga og ég er ekki viss um að Siglfirðingar verði hressir með það. Þetta er jú eini vegurinn sem greiðfær er frá bænum. Ég hef heyrt einhverjar hugmyndir um að laga gamla veginn yfir Siglufjarðarskarð til að nota á meðan en hvort það er ipögulegt veit ég ekkt.” Páll sagði ennfrentur að vegurinn við Mánárskriður væri ósléttur og grófur en þó ekki verri en undanfarin sumur. DAUÐ HÚS- FLUGA í KLÁRA- VÍNS- FLÖSKU Þrír ungir menn komu fyrir helgina á riststjórn DB og sýndu óopnaða flösku af Kláravíni, sem þeir höfðu keypt í áfengisverzluninni við Snorra- braut. í flöskunni voru leifar dauðrar húsflugu. „Þetta á ekki að geta gerzt,” sagði Baldur Stefánsson verkstjóri ÁTVR að Stuðlahálsi þar sem víninu er tappað á. „Fjöldi manna hefur það verkefni að fylgjast með að svona lagað geti ekki komið fyrir og það er afar sjaldgæft að út af bregði.” „Við biðjumst afsökunar á því að þetta skuli hafa komið fyrir,” sagði Baldur og kvað auðsótt mál að fá flöskunni skipt. -GM. Kláravinsflaskan, sem daufla húsflugan fannsl i. DB-mynd Ragnar Th. ryðja snjó af honum kannski tvisvar í viku yfir veturinn og skafa alveg niður í veg til að forðast að svell myndist, þá fer fínasta slitlagið smám saman af veginum og hið grófara verður eftir. Það má þvi segja að þyrfti að ntalbera vegtnn árlega. Hins vegar vantar alltaf peninga.” í sumar er byrjað að leggja nýjan veg yfir Mánárskriður. Hann liggur mun neðar en sá gamli og munu veg- farendur losna við flestar löngu brekkurnar ágamla veginum þegar sá nýi kemst i gagnið. Hvenær það svo verður veit enginn. Þvi ráða lands- feðurnir, sem deila fjárveitingum rikisins út til lýösins. -ARH. RÝMIIMGARSALA! Vegna breytinga í verslun vorri seljum við í þessarri viku ýmsar geróir húsgagna, s.s. sófasett, svefnbekki, boró, skrifborð og margt fleira með allt að 30% afslætti. Nú errétta tækifærið til að gera virki{*ga góð kaup íhúsgögnum. Opið til kl. 7 J alla daga vikunnar. I i Í__________________________ fflffiW HUS/Ð Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfiröi, sími 54499 Ölfusá: VERÐIÐ í SUMAR ENNÞÁ ÓÁKVEÐIÐ — segir talsmaður sölufélags veiðibænda, sem þrætir fyrir að veiðin sé sú sem hún er sögð vera Frásögn Veiðivonar sl. mánudag af stóraukinni netaveiði í Ölfusá hefur vakið mikla athygli. Guðmundur Sæmundsson, sem er í sölunefnd fyrir bændur þar, hafði samband við þáttinn vegna klausunnar og sagði m.a.: „Bændur hafa aldrei selt þennan lax, sem um getur í greininni. Greinin er þvi ekkert nema þvæla og slúður. Það er ekkert búið að selja nema á innlendan markað þótt aðalmagnið fari til sölu erlendis. Enn hefur ekki verið ákveðið verð á laxinum í ár.” Guðmundur sagði að netin væru lögð í ána um klukkan tiu á þriðjudagsmorgnum og þeirra síðan vitjað af og til fram á föstudaga, þeg- ar þau væru tekin upp. Hann sagði að átta landeigendur hefðu rétt til að leggja net, tvö net hver bóndi. En hvað skyldi þá vera búið að veiða mikið af laxi? „Það rná ekki gefa það upp,” sagði Guðmundur. „Það er leyndar- mál.” Hann vildi ekki viðurkenna að hin mikla veiði í ölfusá kæmi niður á veiði í öðrum ám, sem í hana renna. Við þetta er því að bæta, að frétt VEIÐIVON Veiðivonar um netaveiðina stendur óhögguð. Laxveiðibændur vita það vel, að netaveiði þar hefur sjaldan gengið betur þótt þeir séu ófúsir að viðurkenna það. Til marks um veiðina í ánni í sumar má nefna það, að einn bóndi fékk á einum degi sama magn og það sem kom á land hjá honum allt síðasta sumar. Þó mun það ekki hafa verið bezti dagurinn. í umræddu „háli” voru lagðir inn nokkur hundruð laxar. Og þótt ekki sé búið að reikna verð aflans á þessari stundu, þá verður það gert og þetta eru peningar engu að síður. -GB. ** • * % * * 4% Netalögn í Ölfusá: menn ekkl á eilt sátlir um veiðina. DB-mynd: GB. Laxá í Dölum: 2,8 MILUÓNIR FYRIR VIKUNA nefnilega áin, þar sem Pepsi Cola- veldið hefur öll ráð í sínum höndum. Pepsico hefur nú flutt sölu veiðileyfanna út úr landinu og býður ýmsum klúbbum í Bandaríkjunum svokallaða „pakka”, sem eru m.a. vikuveiði í Laxá í Dölum. Pakkinn kostar litlar 2,8 milljónir og má því ætla, að gosdrykkjahringurinn græði vel á þessari perlu Dalanna. Enda mun það alltaf hafa verið markmiðið. -GB. Laugardalsá: 100% hækk- un á milli ára — og nú er leigan orðin 20,6 milljónir Á síðasta veiðitimabili veiddust í tíu milljónir. Og enn er hækkunin Laugardalsá í ísafjarðardjúpi 595 hundrað prósent, — í ár er leigan laxar og telst það svo sem ekki stór- 20.6 milljónir. merkilegt vestur þar. En það er Þetta þykir nokkuð mikið, annað, sem vekur athygli við þessa á. jafnvel á íslandi, þar sem menn Það er hin gífurlega hækkun, sem þykjast öllu vanir. Sögur herma, að orðiðhefuráleigunniáánni. verðlagningin fari eftir hækkunum á Fyrir tveimur árum voru greiddar byggingavísitölu — svo skrítið sem fimm milljónir í leigu og í þaðvirðist nú vera. fyrra hafði það hækkað um 100°7o, í -GB. Veiðin í Laxá í Dölum hefur verið heldur dræmari í sumar en í fyrra. Áin var opnuð um síðustu mánaða- mót og síðan hafa menn verið að landa einum og einum laxi. Mun heildaraflinn þessa dagana vera orðinn um 40 laxar.Sumir hafa verið vænir, allt að 20 pund, og bendir það til þess að meðalþyngdin í ár verði nokkuðgóð. En hverjir eru það sem veiða í þessari á? „Ekki íslendingar”, segir einn þingmanna okkar. Þetta er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.