Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
smiðjur hafa lokað. Nokkuð hefur
verið um að lítil fyrirtæki verði gjald-
þrota.
Vegna aukins atvinnuleysis hafa
deilur um fyrirkomulag atvinnu-
leysisbóta vaxið mjög í Bretlandi.
margir telja að ríflegar atvinnuleysis-
bætur dragi úr vilja manna til að
vinna. Þeir sem þessu halda fram
viija gjarnan, að í staðinn fyrir beinar
bætur til atvinnulausra verði
tekin upp atvinnubótavinna og verði
hinir atvinnulausu skyldir til að
starfa þar til að fá bæturnar. Tals-
menn þessarar hugmyndar eru í
Ihaldsflokknum en liðsmenn Verka-
mannaflokksins hafa fordæmt hug-
myndir í þessaátt.
Opinberar skýrslur sýna að
iðnaðarframleiðsla Breta hefur
dregizt saman um átta af hundraði á
síðustu níu mánuðum. Kröfur hafa
komið fram um að vextir verði lækk-
aðir í Bretlandi auk þess sem krafizt
hefur verið að settar verði innflutn-
ingshömlur á erlendar iðnaðarvörur.
Ríkisstjórin hefur ekki viljað verða
við þessum óskum enda er það á móti
þeirri efnahagsstefnu sem hún rekur.
Opinberir aðilar i Vestur-Þýzka-
landi segja að nú síðustu mánuði hafi
komið í ljós fyrstu merki þess að hag-
vöxtur þar sé að minnka. Samdráttur
í sölu bifreiða hjá Volkswagen, Ford
og Opel hefur orðið 12 af hundraði
miðað við fyrra ár. Ráðagerðir eru
uppi um að taka upp styttri vinnu-
tíma en áður vegna samdráttarins.
Samdráttur er einnig í fleiri atvinnu-
greinum.
ÞESS VEGNA
GERIST EKKERT
MARKVERT
Hve margir velta því fyrir sér núna
hvers vegna verkalýðshreyfingin
lætur samninga og baráttuaðgerðir
dragast nær endalaust?
Skýringin á seinagangnum er að
hluta til fólgin í afstöðu atvinnurek-
enda. Þeir neita launahækkunum
harðlega, fara fram á að ríkið gauki
skattalækkun að launafólki og
heimta frekari skerðingu verðbóta.
Rikisvaldið rekur alveg sömu stefnu
nema hvað boðin er nokkurra pró-
senta launahækkun uppi 20% kaup-
rán og félagsmálapakki sem kostar
ríkið nánast ekkert.
En önnur skýring er líka til. Og
hún stendur verkafólki og öðrum
launamönnum nær vegna þess að
hennar er að leita innan þeirra eigin
hreyfingar.
Hér á ég við stefnu fjölmargra
verkalýðsforingja i kjaramálum og
stjórnmálum — mikils meirihluta
umboðsmanna okkar. Ég undanskil
einstaka menn og ágæta baráttuaf-
stöðu annarra í ákveðnum málum.
En megineinkenni flokksbundnu
verkalýðsforingjanna eru tvenns
konar. í einn stað taka þeir mið af
því hvað fyrirtækin telja sig geta
greitt án þess að eigendur og stjórn-
endur þurfi að herða sultarólina. í
annan stað reyna þeir að beina allri
baráttu eða óánægju inn í yfir-
nefndir, alisherjarsamflot, þingsali
Kjallarinn
AriT. Guðmundsson
við Austurvöll og skrifræðisbákniö
sem stendur ofan á ólýðræöislegri og
þröngsýnni félagsstarfsemi verka-
lýðsfélaganna flestra.
Afleiðing þessa er sú aö peninga-
valdið hefur getað vaðið í verðmæt-
um sem vinnuhendurnar skapa
meðan kaupgeta launafólks hefur í
heild lítið þokast upp á við siðan
1946! Kaupgeta verkamannalauna
hefur sveiflast upp og niður fyrir
ákveðið meðaltal allar götur siðan
þá. Stundum hefur árað vel, óánægja
verið áberandi eða foringjunum þótt
heppilegt að veiða atkvæði í kjör-
kassana. Þá hafa náðst skárri samn-
ingar en áður — sem sýnir reyndar að
samstaða og barátta geta borið
árangur, því þessum mönnum er annt
um sitt skinn. Oftar er árangur litill
og það sífellt látið viðgangast að at-
vinnurekendur og riki taki ávinning-
ana aftur með alls kyns bellibrögð-
um. Hér dugir hvorki að útskýra
þessar staðreyndir með því að
skamma almenna félagsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar eða benda á
þvermóðsku atvinnurekenda. For-
ystumenn með þjóðarhag í kollinum í
stað hagsmuna launavinnumannsins
og stéttasamvinnustefnu í hjartanu í
stað stéttabaráttu er þungvæg útskýr-
ing.
Allt tal um að svokallaðir verka-
lýðsflokkar reki bara stéttasamvinnu,
meðan þeir verma ráðherrastóla,
felur þessa skýringu á seinagangin-
um.Sama má segja um hugmyndir
um að aðalatriðið sé að koma þessum
flokkum úr rikisstjórn — þó svo
áhrif þess gætu orðið sjáanleg. Og
sama má líka segja um hugmyndir
um að verkalýðshreyfingin komi til
með að berjast samhent og beitt
meðan heildarstefna forystunnar er
jafnríkjandi og nú er.
Verkafólk og annað launafólk
gerir best með því að ýta fastar og
fastar á forystuna, reyna um leið að
fara eigin leiðir eins og sjómenn og
grafiskir sveinar hafa t.d. reynt og
láta alla gagnrýni á forystuna koma
skýrt fram.
Reyndar minnir þetta á nauðsyn
nýs verkalýðs- og félagshyggju-
flokks. En það er önnur saga.
Ari T. Guðmundsson
kennari.
^ „Peningavaldið hefur getað vaöiö í verö-
mætum, sem vinnuhendurnar skapa,
meðan kaupgeta launafólks hefur í heild lítið
þokast upp á viö síðan 1946.”
að greiða niður ákveðna kostnaðar-
liði. Landbúnaðarvörur vega svo
þungt í framfærsluvísitölu, að niður-
greiðsla á þeim dregur verulega úr
framfærslukostnaði. Dæmið stendur
þannig, að ríkisstjórn getur lagt á
söluskatt og fengið með því ákveðnar
tekjur. Við það hækkar framfærslu-
vísitalan. Ef tekjunum er síðan varið
til þess að greiða niður landbúnaðar-
vörur, lækkar framfærsluvísitalan
meira en hún hækkaði við álagningu
söluskattsins.
Taflmennska af þessu tagi getur
borið talsverðan tímabundinn ár-
angur í vísitöluspilinu.
Gróft reiknað sýnist mér, að álagn-
ing eins söluskattsstigs gefi ríkissjóði
um 6 milljarða í tekjur á ársgrund-
velli og hækkar framfærsluvísitölu
um ca 0,45 stig. Það kostar ríkissjóð
um 3,5 milljarða að greiða eitt stig
framfærsluvísitölu niður í land-
búnaðarvörum. Ef þessir 6 milljarðar
eru notaðir í niðurgreiðslur, lækkar
því framfærsluvísitala um ca 1,7 stig,
og 1,25 stig hefur þá unnist í vísitölu-
spilinu.
Þannig mætti lengi telja.
Annar þáttur vísitöluspilsins er, að
beinir skattar, þ.e. tekjuskattur og
útsvar, hafa ekki áhrif á framfærslu-
visitöluna. Óbeinir skattar, þ.e. sölu-
skattur, tollar o.s.frv., koma hins
vegar inn í framfærsluvísitölu.
Hækkun beinna skatta veldur því
ekki launahækkunum, en hækkun
óbeinna skatta fer beint út í verðlag.
Þetta veldur aftur því, að ríkis-
stjórnum hefur verið nær ókleift að
breyta frá tekjuskattinum yfir í
óbeina skatta.
Tekjuskatturinn hefur ýmsagallaí
þvi formi, sem hann er lagður á hér á
landi, og er oft nefndurlaunamanna-
skattur. Vísitölukerfið veldur því
hins vegar, að ekki er unnt að hverfa
meira að óbeinum sköttum.
Vísitöluspilið tekur síðan á sig enn
aðra mynd vegna þess, að vísitölu-
fjölskyldan býr í Reykjavík. í stað
þess að mæla t.d. meðalupphitunar-
kostnað landsmanna, mælir fram-
færsluvísitalan eingöngu upphitunar-
kostnað í Reykjavík. Undir venjuleg-
um kringumstæðum ætti þetta ekki
að koma að sök. Vísitalan mælir
hlutfallslegar breytingar og líklegast
er, að þær séu svipaðar yfir landið.
Undir ströngu verðlagseftirliti er
hins vegar unnt að halda gjaldskrám
fyrirtækja Reykjavíkurborgar niðri
og hindra þannig hækkun fram-
færsluvísitölunnar. Áhrif þessa' eru
annars vegar, að fyrirtæki Reykja-
víkurborgar lenda í miklum greiðslu-
erfiðleikum, en hins vegar að fólk úti
um land, þar sem þessir framfærslu-
þættir hafa hækkað meira, þolir í
raun kjararýrnun.
Sjálfsagt er erfitt að búa til vísi-
tölukerfi, sem ekki er unnt að spila á.
Ef t.d. ætti að taka inn í framfærslu-
visitölu meðalkostnað framfærslu-
þátta um allt land, mundi það þýða
verulega aukinn kostnað við vísitölu-
reikninginn, sennilega talsvert út-
reiknings- og gagnasöfnunarbákn.
Ekki er vitað um neina þjóð, sem
hefur treyst sér til að nota svipað vísi-
tölukerfi og við til launaleiðréttinga.
Sennilega er óhjákvæmilegt að
taka óbeina skatta og niðurgreiðslur
út úr vísitölunni. Það mundi minnka
svigrúm til þess að spila á visitöluna.
Jafnframt mundi það gefa ríkisstjórn
frjálsari hendur um, hvort hún velur
beina eða óbeina skatta til tekjuöfl-
unar.
Áhrif óbeinna skatta á vísitöluna
eru af ýmsum atriðum óeðlileg. Ef
ríkisstjórn leggur á óbeina skatta til
þess að auka félagslega þjónustu við
landsmenn, byggja skóla og sjúkra-
hús o.s.frv., þá fá landsmenn ekki
bara skóla og sjúkrahús, heldur
einnig launahækkun.
Einhver kann að segja, að launa-
fólk verði að hafa vörn gegn óhóf-
legri skattheimtu ríkisvaldsins. Þá má
benda á, að í landinu eru lög um há-
Kjallarinn
GuðmundurG.
Þórariiísson
mark heildarskatttekna ríkissjóðs
jafnframt því, sem ríkisstjórn
stendur reikningsskap gjörða sinna í
næstu kosningum. Sá eðlismunur er
heldur ekki á beinum og óbeinum
sköttum, að hann réttlæti þessa mis-
munandi meðhöndlun með tilliti til
vísitölu.
Að framansögðu er ljóst, að vísi-
tölukerfinu verður að breyta. Kerfið
hefur ekki reynst launafólki sú vörn,
sem það átti að verða. Hins vegar
hefur það leitt til fáránlegra hluta og
beinlínis framkallað ótrúlegar enda-
leysur.
Eitt dæmið um það er staða Hita-
veitu Reykjavíkur nú, þogar stefnir í
olíukyndingu á höfuðborgarsvæð-
inu.
Eflum Hitaveituna
Hitaveita Reykjavíkur er sennilega
eitthvert besta orkuöflunarfyrirtæki
veraldarinnar. Af! hennar er svipað
og allra vatnsaflsvirkjana okkar
samanlagt. Orkuverð Hitaveitunnar
er ótrúlega lágt. Þegar gjaldskrá
Hitaveitunnar er haldið niðri, eins og
gert hefur verið um langt árabil,
verður ekkert úr nauðsynlegum fram-
kvæmdum við rannsóknir og vatns-
öflun.
Jafnframt eykur hið lága orkuverð
veitunnar mismuninn í kyndikostn-
aði landsmanna og ýtir undir kröfur
um kyndingarstyrki úti um land. Á
þessu ári verður 4,4 milljörðum varið
í oliustyrki. Þrátt fyrir það er mis-
munur í kyndikostnaði óheyrilegur.
Hitaveita Reykjavikur verður að fá
verulega hækkun á sinni gjaldskrá.
Jafnframt verður að gera breytingar
á vísitölukerfinu, þannig að það
endurtaki sig ekki sí og æ, að henni sé
haldið niðri vegna vísitöluspilsins.
Nauðsynlegt er, að ríkisstjórnin
leiti samninga við aðila vinnumark-
aðarins um breytingar á vísitölukerf-
inu. Náist slíkir samningar ekki, er
óhjákvæmilegt að freista þess að
breyta vísitölugrunninum með lögum
á Alþingi.
Þingmenn Reykvíkinga hljóta þá
að taka það til alvarlegrar athugunar
að flytja frumvarp til laga um breyt-
ingu á visitölugrundvellinum strax á
næsta þingi.
GuðmundurG. Þórarinsson
alþingismaður
^ „Þingmenn Reykvíkinga hljóta þá aö
taka þaö til alvarlegrar athugunar að
flytja frumvarp til laga um breytingu á vísitölu-
grundvellinum strax á næsta þingi.”