Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 19
19 Iþróttir Iþróttir I) DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980. Iþróttir Iþróttir Loks sigraði sá hollenzki Hollendingurinn Joop Zoelmelk sigraði í gær I frægustu hjólreiða- keppni heims — Tour de France — sem slaðið hefur yfir þrjár síðustu vikurnar. Hin 33ja ára Hollendingur hefur fimm sinnum orðið 1 öðru sæti i keppninni svo timi var kominn til að hann sigraði. í öðru sæti nú varð landi hans, Hennie Kuiper og þriðji varð Raymond Martin, Frakklandi. Watson brezkur meist Heimsmet á ólympíu- leikunum Han Gyongsi, Norður-Kóreu, setti i gær nýtt heimsmet á ólympíuleikunum í Moskvu. Hann snaraði 113 kg i flugu- vigt i lyftingum — 52 kg flokki. Eldra heimsmetið átti Alexander Voronin, Sovétrikjunum, 112,5 kg. Svipmynd úr leiknum. l)B-myndir Sigurjón Jóhannsson. illuti af íslen/ku nýlendunni í Osló gengur hrott af leikvelli í leikslok. til dæmis Keflavíkurliðið skuli missa sex menn til Svíþjóðar í fyrra? Ef þetta heldur áfram, þá hætta menn að mæta á knattspyrnuleiki heima, og ef við höfum ekki áhorfendur, þá höfum við enga peninga, svo þetta helzt allt í hendur. Ef við segjum sem svo, að við gætum náð til okkar beztu manna, þeg- ar við leikum landsleiki, þá verðum við að fá tíma fyrir samæfingar.öðruvísi koma þessir menn okkur ekki að þvi gagni sem skyldi. Þó þeir séu atvinnu- menn og stjörnur, þá eru þeir einu sinni hluti af 11 manna liði og þeir geta ekki gertstórahluti sem einstaklingar öðru- vísi enþeir passi inn í liðið. Þetta ættu áhorfendur að hafa í huga og reyndar einnig blaðamenn. Það er gifurleg pressa á þessum strákum, þegar þeir koma heim — fólk ætlast til allt of mikils af þeim við aðstæður, sem ekki eru þeim boðlegar. Það er lágmark að þeir geti æft með landsliðinu í nokkra daga til að finna réttan takt. Gleymum því heldur ekki, að þessir strákar koma og leika með okkur þegar þeir mögu- lega geta og fá ekkert greitt fyrir. Að lokum sagði Guðni, að hann hefði ekki reiknað með miklum afrekum í þessum landsleik, eða í landsleiknum við Svía. Við lékum mjög skynsamlega gegn Noregi og það var sorglegt, að endahnútinn skyldi vanta í upplögðum tækifærum. En við reynum að læra af reynslunni, sagði Guðni um leið og hann kvaddi. -S.J. ari í golfi í þriðja sinn — Sigraði með yfirburðum í Muirfield í gær „Það er stórkostlegt að sigra á Skotlandi — að koma á 18. brautina í lokin á Muirfield I fyrsta sæti er það stórkostlegasta i heiminum,” sagði Bandarikjamaðurinn Tom Watson eftir að hann hafði sigrað örugglega á opna brezka meistaramótinu i golfi í gær. Watson lék á 271 höggi samtals og hlaut 25 þúsund sterlingspund i fyrstu verðlaun. Landi hans Lee Trevino varð annar á 275 höggum en þegar keppnin var hálfnuð hafði hann fimm högga forustu. í þriðju umferðinni á laugar- dag lék Watson hins vegar á 64 höggum — sjö undir pari vallarins — meðan Trevino lék á 71 höggi. Það gerði út- slagið. Eftir slæmt veður fyrstu keppnis- dagana var gott veður á laugardag og afburða árangur náðist þá. Hubert Green lék á 64 höggum eins og Tom Watson en þeir voru þó ekki beztir. Japanski golfleikarinn Isao Aoi hafði rétt á undan þeim sett nýtt vallarmet á Muirfield. Lék á 63 höggum. Hins veg- ar var árangur hans í öðrum umferðum slakur svo hann var ekki meðal efstu manna. Heldur ekki meistarinn frá í fyrra Severiano Ballesteros. Spáni. Jack Nicklaus, meistarinn mikli, byrjaði illa — lék fyrstu umferðina á 73 höggum. Hins vegar vann hann stöðugt á, þegar leið á keppnina og hafnaði að lokum í fjórða sæti ásamt Bretanum Carl Mason. Bretinn Ken Brown, sem óvænt hafði verið í öðru sæti fram á síðasta keppnisdag, var slakur í loka- umferðinni. Lék aðeins á 76 höggum og varð i sjötta til níunda sæti. Tom Watson er þrjátíu ára, frá Kansas City. Hann er nú almennt talinn bezti golfleikari heims. Hann hefur tvívegis áður sigrað á brezka meistaramótinu. Fyrst 1975 í Carnoustie og siðan 1977 í Turnberry. Þá lék hann holurnar 72 á 268 höggum, sem er lægsta skor á brezka meistara- mótinu. Úrslit í keppninni í gær urðu þessi: 271 — Tom Watson, USA, 68, 70, 64 og 69 |275 — Lee Trevino, USA, 68,67,71 og 69. 1!77 — Ben Crenshaw, USA, 70, 70, 68 og 69. 280 — Carl Mason, Bretlandi, 72, 69, 70og69og Jack Nicklaus, USA, 73,67,71 og 69 Þeir Craig Sadler, USA, Andy Bean, |USA, Hubert Green, USA, og Ken Brown, USA, léku á 282 höggum. S0VEZKUR SIGUR í HJÓLREIÐUM Sovézka íþróttafólkið byrjaði með miklum glæsibrag á 22. ólympíuleikunum í Moskvu í gær. Hlaut tvenn fyrstu gullverðlaun i skot- keppni og 100 km hjólrelðum í sveita- keppni. Það voru fjögurra manna sveitir í 100 km hjólreiðunum og sovézka sveitin kom vel fyrst í mark eða einni og hálfri mínútu á undan þeirri austur-þýzku. Það er í þriðja sinn í röð, sem Sovétrikin sigra í þessari íþróttakeppni á ólympíuleikum. Austur-þýzku keppendurnir eru núverandi heimsmeistarar og var al- mennt reiknað með sigri þeirra. Fyrir tveimur árum á heimsmeistaramótinu höfðu austur-þýzku keppendurnir haft verulega yfirburði. Þeim tókst hins vegar ekki að hamla gegn þeim sovézku á þjóðbrautinni frá Moskvu til Minsk. Endasprettur tékknesku sveit- arinnar var gífurlegur og munaði sára- litlu að sveitin næði þeirri austur- þýzku. f Norskur leikmaður hindrar Sigurlás Þorleifsson í einni sóknarlotu islenzka liðsins. Það er Pétur Ormslet, sem er nr. niu. Sigurlás og Pétur fengu mjög góða dóma i norskum hlöðum. reiðamannanna Youri Kashirin, Oleg Logvin, Sergei Shelpakov og Ana- toly Yarkin, var 2:01.21.7. Austur- Þjóðver:ar hjóluðu á 2:02.53.2. Tékkar 2:02. "'3 9. Síðan komu Pólland nr. 4, , Ítalíu, Búlgaría, Finnland i sjöunda sæti, Júgóslavía, Bretland og Danirnir Per Kersgaard, Michael Marcussen, Jesper Worre og Jörgen Pedersen urðu í tiunda sæti. Það voru talsverð vonbrigði fyrir Dani. Ástralía varð í ellefta sæti, síðan komu Sviar, þá Austurríki, Sviss, Holland, Belgía, Ungverjaland og Vensúela varð í 18. sæti. Slæmttap Dortmund en Celtic vann stórsigur Glasgow Celtic sigraði Nec í Nijmegen í gær 5—0 á fjögurra liða móti þar í borg. Nec leikur í úrvals- deildinni hollenzku og heldur þetta mól á leikvellinum góða, sem ísland hefur tvivegis leikið við Holland á. Go Alhead Eagles, Hollandi, sigraði Borussia Dortmund 3—1 — en Atli Eðvaldsson leikur með Borussia. Borussia leikur i dag við Nec um þriðja sætið en Celtic við Deventer um efsta sætið. Dómur mildaður Áfrýjunarnefnd ítalska knatt- spyrnusambandið hefur tekið mál Paolo Rossi fyrir og ýmissa annarra leikmanna, sem lentu í svindlmálinu á Íialíu i vor og vetur. Nefndin ákvað að Rossi skyldi vera tvö ár i keppnisbanni i stað þeirra þriggja, sem hann hafði áður hlotið. Stórliðið AC Milanó hlaut ekki náð fyrir augum nefndarinnar og verður að leika í 2. deild næsta keppnistímabil.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.