Dagblaðið - 21.07.1980, Blaðsíða 32
Gífurlegur samdráttur í mjólkurframleiðslu í kjölfar kjamfóðurskatts:
Mjólkurfíutningar til
Reykjavíkur í haust
—- sala í kúafóðurblöndu datt niður
„Það er ekki annað fyrirsjáanlegt
en að mjólk og mjólkurvörur verði
fluttar til höfuðborgarsvæðisins af
Norðurlandi í haust,” sagði Agnar
Guðnason blaðafulltrúi bændasam-
takanna í morgun. Kjarnfóðurskatt-
urinn og mikil verðhækkun á fóður-
bæti sem af honum leiddi varð til
þess að bændur drógu stórlega úr
fóðurbætisgjöf. Er haft á orði að sala
í kúafóðurblöndu hafi hreinlega dott-
ið niður. Nyt í kúm datt svo niður
þegar þær hættu að fá fóðurblönd-
una.
„Samdrátturinn í mjólkurfram-
leiðslunni í kjöifar fóðurbætisskatts-
ins er óskaplegur,” sagði Agnar.
,,Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var
lítils háttar aukning í framleiðslu
fyrri hluta ársins, miðað við sama
tíma í fyrra. Fyrstu 14 daga í júli
hrapaði framleiðslan svo um 14%
eða 25.000 lítra á dag! Hliðstæða
sögu er að segja hjá Mjóikursamlag-
inu á Akureyri. Þegar haft er í huga
að mjólkurframleiðslan á Suðurlandi
hefur undanfarið verið rétt nægjan-
leg fyrir höfuðborgarsvæðið þrátt
fyrir umframframleiðslu í heildina,
verður ekki annað séð en mjólkur-
fiutningar milli landshluta blasi við í
haust,” sagði Agnar Guðnason.-ARH
Strákarnir kíkja á hrunakallana. A innfclldu mvndinni tevgir Gunnar Þorrisig i hrunahoóann <>K tvetmja ára uppeldiferfyrir
lltiA.
DB-myndir Kristján Inyi.
UPPELDIÐ FÓR í SÚGINN
Þeir eru prakkaralegir strákarnir
þar sem þeir kikja fyrir húshornið á
brunakallana, sem þeir höfðu nýver-
ið gabbað. Pottormarnir tveir höfðu
legið bak við hús og skoðað miður
siðsamleg blöð, en puttinn á inn-
felldu myndinni framdi ódæðið.
Hann braut brunaboðann.
Þetta er nú samt ekki í alvörunni,
heldur eru þessir ungu menn kvik-
myndaleikarar. Þessa dagana er verið
að kvikmynda handrit Péturs Gunn-
arssonar, Punktur, punktur, komma
strik. Pilturinn, sem þarna teygir sig í
brunaboðann er sonur Péturs og
konu hans Hrafnhildar Ragnarsdótt-
ur. Guttinn heitir Gunnar Þorri og er
aðeins tveggja og hálfs.
Móðir hans sagði i morgun að
þarna hefði uppeldið farið fyrir lítið.
Stöðugt hefði verið brýnt fyrir Gunn-
ari Þorra að ekki mætti brjóta rúður,
en síðan kom að því, að fjöldi manns
hvatti hann til þess að brjóta glerið í
brunaboðanum. Vonandi eldist
prakkaraskapurinn af pilti.
Myndatakan gengur vel, en hún fer
að mestu fram í Hagaskóla og verður
svo fram eftir ágústmánuði.
-JH.
Samningsslitin
fréttust inn
í samkvæmið
,,VSÍ kemur það ekkert við við
hverja við tölum og á meðan VSÍ vill
ekki semja, þá er eðlilegt að við snúum
okkur að hinum viðsemjanda okkar
sem er Vinnumálasambandið,” sagði
Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi
ASÍ i samtali við DB í morgun. Eins og
DB hefur skýrt frá þá slitu VSÍ menn
samningaviðræðum eftir sáttafund sl.
föstudag, sendu tilkynningu þar að lút-
andi til fjölmiðla og héldu siðan í sjö-
tugsafmæli Eðvarðs Sigurðssonar. í
hófinu vissi enginn af samningsslitum
vinnuveitenda, hins vegar fréttist það
siðan inn í hófiðerásamkvæmið leið.
Eftir samningafundinn á föstudag er
allsendis óljóst hvert framhaldið
verður, VSl lítur svo á að það eigi ekki
lengur heima í samningaviðræðum á
meðan ASÍ og Vinnumálasambandið
eigi með sér viðræður. Hefst fyrsti
formlegi samningafundur þessara aðila
á morgun þriðjudag.
-BH.
Niðurgreiðslumar
samþykktar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt stór-
auknar niðurgreiðslur, sem efnahags-
nefndin gerir tillögur um eins og DB
hefur greint frá.
Ráðherranefnd hefur verið falið að
annast framkvæmd málsins. -HH.
Trúbadorinn sló í gegn
í hæfileikakeppninni í
gærkvöld:
Söng um
raunir gæsa-
skyttunnar
rV
11 \ I' *
Jóhann Hilmisson bar sigur úr
býtum í þriðja riöli Hæfileikakeppni
Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis
Gunnlaugssonar. Jóhann flutti smellna
vísnabálka eftir föður sinn, Hilmi Jó-
hannesson, og lék sjálfur undir á gítar.
Fjölluðu vísurnar um jafnólík efni og
stjórnmál og gæsaskyttirí og féllu í
góðan jarðveg meðal gesta á Hótel
Sögu. önnur í keppninni varð Sigfriður
Jónsdóttir, sem las frumort kvæði.
-SA/DB-mynd R.Th.
frjálst, nháð daghlað
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ1980.
Afstaða Geirs
Hallgrímssonar:
Ræða Gunnars
óviðeigandi
— frétt DB um ágrein-
ing vegna sumarferð-
ar Varðar staðfest
Starfandi formaður ferðanefndar
Varðar, Guðmundur Jónsson vélstjóri,
staðfesti í samtali við DB í morgun að
innan nefndarinnar hefði komið til um-
ræðu að biðja Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra og varaformann
Sjálfstæðisflokksins, að flytja ræðu í
sumarferð félagsins sem farin var í
gær. Hins vegar mótmælti hann frétt
DB á laugardag, þess efnis að formleg
tillaga um ræðuflutning Gunnars hefði
verið samþykkt í nefndinni.
Guðmundur Jónsson staðfesti enn-
fremur að Geir Hallgrímssyni, for-
manni flokksins, hefði verið skýrt frá
hugmyndum um að fá Gunnar Thor-
oddsen til að flytja ræðu. Hann neitaði
aftur á móti að upplýsa hvort Geir
hefði lagzt gegn því.
Sveinn H. Skúlason, framkvæmda-
stjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
i Reykjavík, skýrir á hinn bóginn frá
því i Mbl. á sunnudaginn að Geir Hall-
grímsson hafi vakið athygli ferða-
nefndarinnar á því að ef bæði hann og
Gunnar fiyttu ræður kynni sumarferð
Varðar að verða óviðeigandi vettvang-
ur deilna um afstöðu sjálfstæðismanna
til ríkisstjórnarinnar.
Eftir að þessi afstaða Geirs Hall-
grímssonar kom fram ákvað nefndin
samhljóða að hann einn flytti ræðu í
ferðinni.
-GM.
Allt kyrrt á
gosstöðvunum
Allt var með kyrrum kjörum á gos-
stöðvunum í Gjástykki um helgina og
þess sáust engin merki að gos mundi
hefjast á nýjan leik. Eins og fram hefur
komið í fréttum lauk gosinu aðfaranótt
föstudags eftir að hafa staðið í viku-
tíma. Landris mun nú svipað og eftir
gosið í marz.
-GAJ.
Starfsmenn Álversins:
Fjarlægðu klór-
gaskútana
Forráðamenn íslenzka Álfélagsins
brugðu skjótt við á fimmtudag, er Dag-
blaðið greindi frá því að óvarðir klór-
gaskútar hefðu staðið þar árum saman.
Kútar þeir sem úti stóðu voru þegar í
'stað fjarlægðir af starfsmönnum Álfé-
lagsins. Hins vegar mun kútur, sá sem
innan dyra stóð, enn vera á sínum stað.
öryggismálastjóri lét þess getið I DB
á föstudag, að þann kút þyrfti einnig
að fjarlægja ef hann stæði þar ónotað-
ur. Notkun klórgass var hætt í Álver-
inu 1972 og aðeins einu sinni síðan
hefur klórgas verið notað til þess að
klóra álið. Það var að sérstakri beiðni
kaupanda, en Sovétmenn keyptu það
iDKKUDAGARtj
20. JULÍ 14330
Hljómplötur að eigin vali frá
Fálkanum.
21. jtJLi 18905
Philips vekjaraklukka með útvarpi.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.