Dagblaðið - 31.07.1980, Side 9

Dagblaðið - 31.07.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. 9 „REYNUM AÐ LEYSA MÁLIÐ FRIÐSAMLEGA” — segir Birgir Gudmundsson, einn kennarana sem sagt hafa upp störfum Skólastjóra- máliðá Grundarfirði: „Ég vil ekkert fara út í ástæður þessa. Fólk vill gera það upp við sig, hvar það vinnur og málin hafa æxlazt svona,” sagði Birgir Guðmundsson, kennari við Grunnskóia Grundar- fjarðar er Dagblaðið spurði hann-, hvers vegna allir kennarar skólans utan einn hefðu sagt upp störfum viO IMI- ann næsta vetur. „Jú, ég reikna með því, að við heföum starfað áfram ef Eysteinn Jónasson hefði gegnt störfum skóla- stjóra áfram. Mér er ljóst, að þetta mál setur sveitarfélagið í vanda en það er verið að reyna að leysa þetta friðsam- Klúbbfélagar eiga nú sjö flugvélar og I ráði er að byggja nýtt flugskýli. DB-mynd: Sigurður Þorri. Flugskóli stofnaður á Selfossi — mikil gróska ífluglífi Selfyssinga „Það er geysilegur áhugi hér og mjög áberandi síðustu vikur, hve mikU aðsókn er i nám við skólann og ekki sízt úr sveitunum í kring. Það er eins og menn séu að átta sig á, að þeir þurfa ekki lengur til Reykjavíkur til að stunda þetta nám,” sagði Gunnar Þor- varðarson, einn af stjórnarmönnum i Flugklúbbi Selfoss en á vegum klúbbs- ins hefur nú verið stofnaður flugskóli. „Klúbburinn var stofnaður 16. maí 1974 og það voru tíu áhugamenn um þessi mál, sem stóðu að stofnun klúbbsins. Núna eru klúbbfélagar orðnir 80 og fer mjög fjölgandi,” sagði Gunnar. „Það er mjög mikil gróska og heil- mikið líf i þessum klúbbi,” sagði Haf- steinn Pétursson, einn þeirra, sem verið hefur i klúbbnum frá byrjun. „Við höfum þegar haldið námskeið fyrir einkaflugmenn, svokallað A-próf og luku því fimmtán menn, og nú eru sjö flugvélar í eigu klúbbfélaga.” Gunnar sagði, að ástæðunnar fyrir þessum aukna flugáhuga væri meðal annars að leita i því, að ekki væri eins erfitt og áður að fá flugvélar fluttar inn og flugið væri ekki eins dýrt og áður. Hann sagði, að þó nemendur væru flestir ungir að árum þá væru dæmi þess, að menn á sextugsaldri hæfu nám við skólann og mætti í þeim hópi nefna formann klúbbsins, Jón Guðmundsson yfirlögregluþjón. Kennari við skólann er Þorfinnur Snorrason. Á Selfossi eru nú tvær flugbrautir, 650 m og 750 m langar. -GAJ Fyrstu 6 mánuði ársins slösuðust M í umferðinni hér á landi , Eigum við ekki að sýna aukna aðgæslu? ux IFERÐAR Forseti Iþróttasambands íslands í samtali við APN-f réttastofuna sovézku: „Þetta eru fullgildir ólympíuleikar” „Það er auðvitað leiðinlegt að fjöldi góðra íþróttamanna skuli ekki taka þátt i ólympíuleikunum 1980, en þeir ráða ekki ferðinni í íþróttamál- unum í dag. Ég tel að þetta muni verða fullgildir ólympíuleikar. Engar efasemdir komu fram um gildi leik- anna í Montreal þó 34 færri ríki hafi tekið þátt í þeim en í leikunum í Miinchen,” hefur sovézka frétta- stofan APN eftir Sveini Björnssyni forseta ÍSÍ og fararstjóra íslenzka ólympíuhópsins í Moskvu. Kreml- verjar leggja mikið upp úr því í póli- tísku áróðursstríði vegna ólympíu- leikanna að sýna alheiminum fram á að Moskvuleikarnir séu „alvöruleik- ar” þrátt fyrir að fjölmargar þjóðir hafi hundsað leikana. Viðtalið við Svein er eitt af því sem sent er vítt og breitt um heimsbyggðina á vegum stjórnvalda þessu sjónarmiði til stuðnings. Sveinn minnir á að sam- kvæmt skoðanakönnun DB um af- stöðu íslendinga til ólympíuleikanna hafi 75°7o þjóðarinnar viljað að ísland tæki þátt í leikunum. Hann hælir Sovétmönnum fyrir aðbún- aðinn í Moskvu, bæði mat og að- stöðu til æfinga og keppni. Sovézka fréttastofan segir að 9 íslenzkir íþróttamenn taki þátt í Moskvuleik- unum en á leikunum í Montreal hafi þeir verið 13. Skýringin á fækkun keppenda frá íslandi er sögð þessi og höfðeftir Sveini Björnssyni: „Á ólympíuleikunum í Montreal gekk íslenzkum sundmönnum mjög illa og er staða þeirrar íþróttagreinar ekki nógu góð um þessar mundir. Ákvað því íþróttasambandið að senda enga sundmenn til Moskvu.” lega og við vonum að það takist,” sagði Birgir að lokum og kvaðst ekki vilja ræða málið frekar. Eins og DB greindi frá í gær hafa allir kennarar skólans sagt upp störfum i mótmælaskyni viö skólastjórann örn Forberg eftir að hann kom úr ársleyfi frá störfum. örn hefur verið skóia- stjóri á Grundarfirði i fjórtán ár og eiginkona hans hefur veríð yfirkennari við skólann. Meðan skólastjórahjónin voru í leyfi gegndi Eysteinn Jónasson störfum skólastjóra og Birgir Guðmundsson störfum yfirkennara. DB hefur ekki tekizt að ná t Örn vegna þessa máls. -GAJ NYKOMIÐ Teg. 1311 — Litir Ljösbrúnt leður. Vfnrautt leður. .. _ . ._A Grétt leður. Verö kr. 21.450. Stœrðir 36—41. Skóvers/un Póstsendum Þórðar Póturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181. Laugavegi 95 — Sími 13570. BOKAMARKA0UR ímarkaöshúsinu BOKHLOÐUNNAR Laugavegi39 Mikiðafgóðulestrarefnifyrirverzlunarmannahelgina. opnarafluri dagki. 13. Kkamatkaðurinn Bókhlöðunni

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.