Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. slefnuskrár repúblikana að þessu sinni. Sést það bezt á yfirlýstri stefnu flokksins í kvenréttindamálum. Fyrir nokkrum dögum var það helzta fréttin i blöðum hér, að Reagan lýsti yfir andstöðu sinni gegn stjórnarskrárbreytingu sem leiddi til fulls réttar kvenna gagnvart körlum, svonefndri ERA (Equal Rights Amendment). Þessi afstaða olli mik- illi óánaegju, og varð m.a. til þess að Mary nokkur Crips, einn helzti fuij- trúi kvenna i flokknum, lagði niður störf við undirbúning stefnuskrár flokksins og yfirgaf fundarstaðinn. Þess má geta, að hún fékk umsvifa- laust tilboð frá stuðningsmönnum þakkað einhuga stuðningi flokks- manna við Reagan í efnahags- og varnarmálum. í lokaræðu sinni var Reagan mjög harður i garð Carters og stjórnar hans Sagði hann m.a. (eins og hann hefur reyndar áður sagt) að reikul stefna Bandaríkjanna i utanríkis- og varnarmálum væri orsök þess, að Bandaríkin væru nú á barmi styrj- aldar sem þau gætu ekki unnið. Meðal helztu atriða á stefnuskrá má annars nefna minnkun ríkisum- svifa, lækkun skatta, fulla atvinnu án verðbólgu og stóraukið framlag til varnarmáia. Siðast en ekki sízt má nefna, að Jón Skaptason skrifar frá Bandaríkjunum Andersons um að ganga í lið með þeim, sem hún reyndar ekki þáði. Reagan hefur einnig hlotið nokkra gagnrýni fyrir andstöðu sína gegn rýmkun fóstureyðingalaga. Þykir lík- legt að sú afstaða verði honum fjötur um fót i kosningunum í nóvember. Þrátt fyrir þessi mál hefur Repú- blikanaflokkurinn þó ekki klofnað eins og óttazt var i upphafi aðal- fundar flokksins. Er það aðallega Reagan talar gjarnan um hið tak- markaða álit sem Bandarikin njóti á alþjóðavettvangi. Segist hann ekki munu láta útlendinga troða sér um tær nái hann kjöri. Mega íslendingar gjarnan hugsa til þess, að næst þegar til tals kemur að losna við NATO herinn í Keflavik, þá verði e.t.v. við stjórn Reagans aðeiga. Er ólíklegt að þar verði á ferðinni liprir samninga- menn. ÍÍIÍSÍ K:ii mm íissswi isíiiáía | : 1; h f; • . að vísu heldur traujtari í sessi þvi hann situr ævilangt. Stjórn Eimskips gæti hins vegar tekið upp á þvi að vikja hinum. En að öðru leyti: Af góðu eða af illu þá er þetla sama fyrirbærið. Og þó við bætum Erlendi ,i SÍS við, það breytir engu. Allir hafa þeir góð laun, bílastyrki, risnu, friðindi, dagpeninga. Allir gætu þeir rekið fyrirtæki sin með ná- kvæmlega sama hætti. Pólitisk sam- bönd skipta þáalla máli. Og hinir sem fyrir utan þetta kerfi standa, þeir vita að það breytir afar litlu hvort þeir eru þjóðnýtingarmenn eða einkaframtaksmenn. Hegðunar- munstrið er alltaf eins. Gegn valdi Það verður að brjóta niður þá goð- sögn, að skilin milli íhaldssemi og róttækni, milli hægri og vinstri, séu skörpust að því er varðar einka- rekstur og rikisrekstur. Þessi goðsögn er einfaldlega fölsk. Reglan er sú að þegar fyrirtækin hafa náð ákveðinni stærð, þá er hegðun nánast nákvæm- lega sú sama, hvert sem rekstrar- formið er. Hagsmunirnir eru þeir sömu, og hegðunin sú sama. Þetta skiptir máli, þegar við hug- leiðum hugmyndafræði islenzkra stjórnmálaflokka. Þvi miður er það svo, að hinir hefðbundnu íslenzku stjórnmálaflokkar eru þátttakendur i þessum leik, varðhundar þessa kerfis. Þetta gildir um þá alla, að vími citt- hvað i mismunandi mæli, en megin- reglan er sú sama. Þegarþeirkomasti stjórn eru fyrirmenn þeirra setlir á oddinn, framan við þetta kerli, en kerfið sjálft breytist ekki. Það er búin til goðsögn um Sjálfstæðisflokk, sem berjist fyrir einkaframtaki, Alþýðu- bandalag sem berjist fyrir ríkisrekstri (eða eitthvað i þá áttina), Alþýðu- flokk og Framsóknarflokk, sem aðhyllist mismunandi blandaðan rekstur. Það eru búin til orð eins og sérhyggja eða félagshyggja. En þetta skiptir hinn venjulega mann engu máli. Einkafyrirtækið nýtur rikisverndar og pólitískrar ívilnunar. Á hinn bóginn er rikisfor- stjórinn gjarnan íhaldsmaður. Og hugmyndafræðin verður eitt alls- herjar moð. Mikið vald er alltaf hættulegt og býður heim misnotkun, alveg sama hvort það er til orðið i nafni einka- framtakseða ríkisframtaks. Morgun- blaðið hafði til skamms tíma ein- okunaraðstöðu á íslenzkum fjöl- miðlamarkaði, vegna þess að það naut fjársterkra auglýsenda. Það var hættulegt vald í skjóli einkaframtaks. Forstjórar áfengisverzlunar eða Framkvæmdastofnunar hafa óhemjulegt vald í nafni rikisrekstrar og einokunar. Þeir geta hyglað við- skiptavinum, umboðsmönnum eða lántakendum. Sambandið, í nafni samvinnunnar, hefur óhemjulegt vald yfir framleiðendum landbún- aðarafurða. Allir þessir forstjórar hegða sér eins. Allir hafa þeir svipaða hagsmuni að verja. Við eigum að vera tortryggin gagnvart valdi, i hvaða mynd sem það birtist, og hver svo sem hug- myndafræðin er, sem sögð er vera að baki þvi. Hugmyndafræði umbóta á að miðast við það að bjóta niður vald einokunar, i hvaða mynd sem það birtist. Það er ekki sjálfgefið að einn( eða örfáir einstaklingar fái ráðið þvi, hvaða víntegundir eru seldar i rikis- verzlunum, eða hverjir fá lán. En ein- okun í nafni samvinnu og einokun i nafni einkaframtaks getur verið jafn- hættuleg. Smátt er fagurt Nútimalegir jafnaðarntenn eru gjarnan gagnrýnir á vald, i hvaða mynd sem það birtist. Það er sagt: Þið eruð á móti samvinnuhreyfing- unni. Þið eruð á móti landbúnaðar- stefnunni. Þið gagnrýnið ríkisfyrir- tækin. Þið gagnrýnið Framkvæmda- stofnun og lánakerfið. Þið gagnrýnið rikisforstjórana. Þið gagnrýnið einkaframtakið. Þið eruð á móti. Þið eruð niðurrifsmenn. En er það svo? Allur fjöldinn, allt venjulegt fólk, stendur í raun utan við þetta kerfi. Það er öðru hverju skipt um ríkisstjórnir í landinu. Þær titla sig ýmist til hægri eða vinstri. En það breytist ekkert. Kertlð, hvort sem það er i nafni einkafranttaks, rikisreksturs eða samvinnuhug- sjónar, er nákvæmlega óbreylt og ósnertanlegt. Einkaframtakið hcldur áfram að njóta ríkisverndar, rikisfor- stjórarnir eru áfram æviráðnir og ósnertanlegir. Það er ærið verkefni að brjóta ein- okunina á bak aftur. Hugmvnda- Iræðin um það að smátt sé l'agurt, að samansafnað vald sé hættulegt, það spilli, og rekendur þess séu i raun allir eins, slik hugmyndafræði getur vcrið ærið flókin. Þá er þess krafizt, að lögmál markaðar gildi um frarn- leiðslu, en þar við hliðina sé hreyfan- legt velferðarkerfi. Slik hugmvnda- fræði gerir ckki ráð fyrir visindalegu þjóðfélagi, enda er visindalegt þjóð- lelag ekki til. Með slíkri hugmynda- Iræði er afneitað moðinu um að rikisrekstur og einkarekstur setji menn i fylkingar. i slikri hugmynda- fræði er gert ráð fyrir þvi að brjóta valdið niður i smærri einingar, hvort sem valdið er sprottið júr hugmynda- Iræði rikisrekstrar, cinkarekstrar eða santvinnurekstrar. Vilmundur Gylfason ,Þaö veröur aö brjóta niöur þá goðsögn, w að skilin milli íhaldssemi og róttækni, milli hægri og vinstri, séu skörpust að því er varðar einkarekstur og ríkisrekstur.” Láta mun nærri að fyrir þetta fé, sem brennt hefur verið út i loftið síðan farþegaflug hófst frá íslandi yfir At- latnshafið hefði verið hægt að byggja varavöll á Norðurlandi. Þessu var hent á haugana vegna fá- visku. Hvalfjarðarvegur Snemnta á árum varnarliðsins á ís- landi óskaði það leyfi islenskra stjórnvalda til að byggja varanlegan veg frá Keflavík til Hvalfjarðar, þar sem þeir geymdu sínar aðalolíubirgð- ir. Það fór með þá framkvæmd eins og varavöllinn að slíkt leyfi var ekki veitt. Sá vegur átti að liggja ofan Reykjavikur, til að valda borginni sem minnstri truflun. Hefði þáaðeins kostnað smáafleggjara af þeim vegi til Reykjavíkur. Með ærnum kostn- aði, á islenzkan mælikvarða, eru ís- lendingar sjálfir komnir með þennan veg tæplega hálfa leið og meiri hluti hans nú þegar illa fær vegna slits. Þessu var hent á haugana vegna fá- visku. Landshöfn í Njarðvík Á árunum 1953—56 var á íslandi samstjórn Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins. Bandaríkjamenn höfðu boðizt til að byggja höfn í Njarðvík. í febrúar 1956 stóð utanríkisráðherra dr. Kristinn Guðmundsson í ræðu- stóli á Alþingi og hélt þar eftirminni- lega ræðu, sennilega sína einu ráð- herraræðu, enda utanþingsmaður. Tilkynnti hann þar að hann væri ný- búinn að undirrita samning við Bandarikjastjórn um byggingu lands- hafnar í Njarðvík. Væri hún byggð íslendingum að kostnaðarlausu, fjár- veiting til hennar þegar samþykkt af Bandaríkjaþingi og verkfræðingar á leið til landsins að hefja verkið. Sem blóm i hnappagatið tilkynnti hann um leið að hann hefði tryggt að þegar verkinu væri lokið yrði höfnin til fullra afnota fyrir íslendinga jafnt varnarliðinu. Nú er það svo, að með tilkomu varnarliðsins hófust umfangsmiklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Leiddi það til þess að íbúum Kefla- vikur og nágrennis fjölgaði að mun. Sjá mátti fyrir að atvinna á Suður- nesjum mundi að einhverju leyti drag- ast saman að varnarliðsvinnunni lok- inni og íbúar Keflavíkur mundu öðrum fremur þurfa að snúa sér að atvinnu við sjávarsíðuna. Þar sem fyrirsjáanlegt var að fiskiskipastóll á þessu svæði mundi aukast, var ekki ónýtt að vita risna fullkomna, stóra höfn í Njarðvík. í næsta mánuði, eða mars 1956 hlupu framsóknarmenn útundan sér, eins og oft áður og síðar. Slitu þeir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og rottuðu sig saman við krata og kommúnista til myndunar vinstri stjórnar, sem stuttu síðar, eða eftir tæp tvö ár lagði upp laupana við lit- inn orðstír. Þar með var bygging landshafnar í Njarðvík endanlega tekin út af dagskrá. Þessu var hent á haugana vegna fá- visku. Keflavíkur- sjónvarp Skömmu eftir komu varnarliðsins til landsins reistu þeir sjónvarpsstöð á Keflavikurflugvelli. íslendingar á þéttbýlissvæðunum við Faxafióa urðu þess fljótt varir að hægt var að ná útsendingu þessarar stöðvar. Keyptu menn sér sjónvarpstæki og undu glaðir við að horfa á úrvals- skemmtiefni sem stöð þessi sjónvarp- aði, án áróðurs eða auglýsinga. En Adam var ekki lengi i Paradis. 60 menningarvitar með rauða móðu i augum stormuðu til Alþingis og sögðu menningu Íslendinga i slikri hættu af þessum óvætti að við slíkt yrði ekki lifað. Hófu þeir upp slíkt ramakvein og óhljóð að þing- menn sáu sitt ráð vænst að skriða undir stóla og biðja sér vægðar. Með uppréttum, skjálfandi höndum sam- þykktu þeir að ráða niðurlögum óvættarinnar. Stormsveit menningar- vitanna hvarf af vettvangi og mátti vart vatni halda af ,,föðurlandsást". Þessu var hent á haugana vegna fá- vis- .u. Ég vil le> 'a mér að spyrja: Hvar er statt lýðræði þeirrar þjóðar sem liður það með opnum augum og eyrum að 60 manna hópur geti tekið völdin af Alþingi og skipað þvi fyrir verkum? Er það þá ekki Alþingi götunnar sem ræður? Þær framkvæmdir, vegur, flug- völlur og höfn, sem hér hefur verið nefnt, en var komið i veg fyrir af is- lenskum stjórnvöldum, ná ekki aðeins til þess hagræðis sem íslend- ingar hefðu af jseim haft, heldur er andstæðan gegn þeim rothögg á að varnir landsins komi að þvi gagni sem jreim er ætlað og það er raunar aðal- tilgangur þeirra afla sem mest hafa á móti þeim barist. Hvernig hin svokölluðu lýðræðis- öfl í landinu hafa sí og æ látið hlunn- fara sig á þessu sviði verður eitt af raunalegum ráðgátum islenskrar sögu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um nokkur atriði. Um mörg önnur atriði af svipuðu tagi mætti skrifa stærri grein. Margar af aðildarþjóðum Atlants- hafsbandalagsins hafa notfært sér aðstoð Bandaríkjanna við uppbygg- ingu varanlegra manmirkja svo sem vega, hafna og fltig' alla, án þess að ganga með bogið bak af minnimátt- arkennd. En íslendingar með alla sína háklassamenningu telja sig vafa- laust kjarna hins menntaða heims og ætla sér einir að standa upp úr þegar allt annað er komið í rúst. Það sýnist vera kominn timi til að fólk fari að rumska. Vera má að ekki sé svo langt i það að hin rauðu ský sem hanga yfir Evrópu fari að spúa eldi . e cimyrju. Þórður Halldórsson. I.uxemhurg. ^ „t Atlantshafsflugi meö nútíma flugvél- um, sem lenda á íslandi veröur að hafa varavöll fyrir Keflavíkurflugvöll.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.