Dagblaðið - 31.07.1980, Side 23

Dagblaðið - 31.07.1980, Side 23
27 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. d Útvarp Sjónvarp D Kafli úr ævisögu Sigfúsar Halldórssonar—útvárp kl. 22,35: Nýjar upplýsingar um Jóhannes Kjarval í kvöld kl. 22.35 les Hjörtur Páls- son kafla úr óprentuðu handriti bók-. ar um Sigfús Halldórsson tónskáld eftir Jóhannes Helga. Nefnist lestur- inn „Vertu meira úti þegar þú ert að mála.” Jóhannes Helgi sagði i samtali við DB að í þessum kafla væri fjallað um kynni Sigfúsar og Jóhannesar heitins Kjarvals listmálara. „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þarna komi fram aðrar hliðar á Kjarval en þjóðin hefur þekkt hingað til,” sagði Jó- hannes. Jóhannes Helgi hefur verið með bókina um Sigfús í smiðum í nokkra mánuði og er afráðið að hún komi á jólabókamarkað og heiti þá Sigfús Halldórsson opnar hug sínn. Það er Skuggsjásem gefur bókina út. Þess má geta að Sigfús Halldórs- Sigfús Halldórsson tónskáld. Jóhannes Helgi rithöfundur. son, sem margt er til lista lagt, opnar myndum sínum að Kjarvalsstöðum. 2. ágúst nk. sýningu á Reykjavíkur- -GM. FIMMTUDAGLEIKRITIÐ - útvarp kl. 21,30: Spöruðu til að kom- ast á sólarströnd í kvöld kl. 21.30 verður flutt í út- varpi leikritið Útsýni yfir hafið og allt innifalið, eftir Franz Xavier Kroetz, í þýðingu Sigrúnar Björnsdóttur. Leik- stjórn annast Steindór Hjörleifsson. Með hlutverkin fara Jón Hjartarson og Lilja Þórisdóttir. Flutningur leiksins tekur 40 mínútur. Tæknimaður er Ást- valdur Kristinsson. Efnisþráður er þessi: Ung þýzk hjón, sem höfundur nefnir önnu og Karl, hafa sparað í mörg ár til að geta leyft sér þann munað að sóla sig á ítölskum baðstað í nokkrar vikur. Mest af tím- anum fer þó í að reikna út hvernig hægt sé að nota hverja mínútu til að fá sem mest fyrir peningana. Og sumarleyfið verður ekki sú hvild, sem að var stefnt. Höfundur leikritsins, Franz Xavierr Kroetz, er einn þekktasti höfundur yngri kynslóðarinnar í Þýzkalandi og raunar víðar í Evrópu og hefur verið einkar vinsæll á Norðurlöndum. Hann er fæddur í Múnchen árið 1946. Vann framan af m.a. sem bílstjóri og leikari en lifir-nú eingöngu af ritstörfum. Meðal þekktra leikrita hans er ,,Ober- österreich” 1974, „Das Nest” 1976 og „Mensch Meier” 1979. -GM. SUMARVAKA — útvarp kl. 19,45: María Markan syngur Fyrsta atriði á Sumarvöku útvarpsins í kvöld kl. 19.45 er einsöngur Maríu Markan. Hún syngur erlend og innlend lög frá ýmsum tímum. Maria fæddist i Ólafsvík 1905. Hún stundaði nám i kvennaskólanum í Reykjavík I tvö ár, en hóf söngnám í Berlín 1927. Þar lauk hún óperuprófi við Buhnen Nachweis 1935. Síðan starfaði hún sem konserta- og óperu- söngkona í Berlín, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Hamborg og Reykjavik á árunum 1935—1939. Hún var einnig á Englandi um hríð og vestut í Bandaríkjunum söng hún við Metror politan óperuna 1941—42. Eftir strið fluttist María heim til ís- lands og kenndi við Tónlistarskólá Keflavíkur og rak síðan einkaskóla í raddþjálfun og óperusöng í Reykjavik. -GM. POPP—útvarp í dag kl. 15,00: Nýjasta nýbylgju- stjarna Breta kynnt ,Ég ætla í dag að leika nokkur lög af nýjustu plötu Jackson Browne, Hold Out, og einnig að kynna nokkur lög með björtustu von brezka nýbylgju- rokksins, hljómsveitinni Any Trouble,” sagði Páll Pálsson, er hann var inntur eftir því, hvað hann hygðist leika í poppþætti sínum i dag. Páll kvað tónlist Any Trouble minna nokkuð á það sem Elvis Costello og hljómsveitin Attraction er að gera. Fjögur ár eru liðin síðan Any Trouble var stofnuð, en aðeins fáeinar vikur eru liðnar síðan fyrsta LP plata hljóm- sveitarinnar kom út. Hún hefur fengið slíkar viðtökur í föðurlandi nýbylgj- unnar að Any Trouble hefur nú sagt skilið við barina og búllurnar, sem hún skemmti á til skamms tíma og hyggur núá meiri frægð. „Auk þess ætla ég að leyfa hlustend- um að heyra í Graham Parker & The Rumours og leika tvö lög af nýjustu plötu Al Di Meola,” sagði Páll Páls- son. - ELA GÆRKVÖLDÍ Makalaus maður hann Trausti Veðurfar gærkvöldsins gaf fremur takmarkað tilefni til þess að sitja við útvarp — nema þá að dagskráin gefi því meira tilefni til þess. Mér leizt mun betur á að anda að mér glóð- volgum loftmassa sem Trausti veður- spekingur segir að sé ólympiuhiti ætt- aður frá Sovét. Að venju voru það kvöldfréttir útvarpsins sem ég lagði mest upp úr að hlusta á. Þar var í þetta sinn lífgað upp á agúrkutíðina í fréttamennsku með því að ræða veðurmálin við Trausta Jónsson á veðurstofunni. Það er alveg maka- laus maður á að hlýða. Hann nýtur þvílíkrar hylli hjá landslýð fyrir veðurskýringar sínar í imbanum að hann myndi fljúga langt inn fyrir þröskuld aiþingis ef honum dytti á annað borð I hug að gefa sig í pólitík. En fjandinn hafi það, hann ætti að láta slíkt alveg eiga sig. Stefán Jón Hafstein flutti að venju ólympíupistil sinn frá Moskvu. Hann byrjaði á því að láta í Ijós vonbrigði með að Óskar og Hreinn hafi ekki náð lengra en í 10. og 11. sæti í úrslitakeppni kúlu- varpsins. Er það ekki bara hinn bæri- legasti árangur? Eða gera menn al- mennt ráð fyrir að íþróttamennirnir okkar sem flestir stunda fulla vinnu og æfa iþrótt sína síðan í frístundum standi alltaf jafnfætis eða því sem næst atvinnuiþróttamönnum stór- þjóða? Stefán hefur staðið sig ágæt- lega í Moskvuferðinni. Mér svelgdist að vísu á í fyrrakvöld þegar hann flutti dýrðaróð um sovétskipulagið sem hefði getað verið þýddur upp úr ferðamannabæklingi útgefnum af þjóðaböðlunum í Kreml. En á móti kemur að vísu viðtal Stefáns við ónefnda andófskonu fyrir nokkrum kvöldum. Það var athyglisvert að hlusta á hvað hún hafði að segja. Aðrir dagskrárliðir sem mér þóttu vel bitastæðir i gærkvöldi voru fjallamannaþáttur Ara Trausta og rökræður spekinga um það hvort til væri sérislensk hugsun. Mér gramdist þó að hafa ekki tækifæri til að hlusta á þættina nema með öðru eyranu. Sérstaklega þar sem mér fannst fyrri þáttur Ara i síðustu viku hinn áheyri- legasti. Þar kom Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóri í viðtal og sagði skemmtilegar lífsreynslusögur úr fjallaklifri sínu og fleiri manna sem hafa lagt þetta áhugaverða sport fyrir sig. Blaðberar óskast / eftirtalin hverfí: TJARNARGATA BIAÐID LAUSSTAÐA Lektorsstaða í sagnfræði i heimspekideild Háskóla lslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sin, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 22. ágúst nk. Menntamálaróðuneytiö, 22. júH 1980. LAUSSTAÐA Staða dósents I sjúkraþjálfun i Háskóla tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vís- indastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 23. ágúst nk. Manntmnálwáflun.ytlð. 23.Júl1t90. IHskandi ferðalélagi

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.