Dagblaðið - 19.08.1980, Page 10

Dagblaðið - 19.08.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. Bandaríkiunum Ekkert óvenjulegt virtist vera að gerast. Risaolíuskipin tvö höfðu lagzt hvort upp aö ööru eins og svo oft ger- ist við skipaskurðinn upp að Houston í Texas. Með því koma stjórnendur olíuskipanna í veg fyrir að þau reki á meðan þau bíða eftir afgreiðslu, sem oft tekur allt að tvo daga. Ekki var þó allt sem sýndist og fjörutíu manna lögreglulið sem beið í leyni uppi áströndinni beið ekki boð- anna, þegar oliuskipin voru föst saman. >au voru umkringd af bátum og ráðizt um borð í þau í þyrlum. Sautján skipverjar voru handteknir og sakaðir um að hafa stolið eða ætl- að að stela 100 þúsund gallonum af olíu. Síöar skýrði lögreglan svo frá að þarna hefði verið á feröinni þjófa- hringur sem lagt hefði haid á olíu- vörur að jafnvirði sjö milljarða ís- lenzkra króna á liðnu ári. Handtaka hinna sautján skipverja á olíuskipunum tveimur var aðeins einn liðurinn í baráttu yfirvalda og olíufyrirtækja við þessa nýju tegund þjófa sem nú láta sífellt meira að sér kveða vegna mikillar hækkunar á olíuverði. Enginn getur fullyrt með neinni nákvæmni hve miklum upp- hæðum þjófarnir ná undir sig í Bandaríkjunum öUum. Yfirvöld í Oklahomafylki einu hafa áætlað að þar nemi þetta allt að jafnvirði 30 milijarða íslenzkra króna áári. Vegna verðhækkananna hefur svartur markaður með alls konar olíuvörur farið mjög vaxandi. Yfir- völd viðurkenna að þau séu illa undir það búin að berjast gegn þessari nýju tegund þjófnaöa. Eitt er yfirvöldum þó orðið ljóst og það er að ef tU er hugsanleg leið til að stela olíu þá notfæra þjófarnir sér hana. Liklega er einfaldasta aðferðin beint og umbúðalaust rán. Oliuflutn- ingabifreið er ekið að óvarðri olíuUnd í Texas eða Oklahoma. Komizt er aö olíunni í tönkunum og siðan er ekið á brott þegar búið er að hlaða bifreið- ina. Aðrar þjófnaðaraðferðir eru flóknari eins og þegar bifreiðarstjóri olíuflutningabíls kemst að samkomu-. lagi við þann sem sér um mæUnguna^ á oiíunni um að ekki sé mæld öU olí- an sem fer í tanka bifreiðarinnar. Síðan hirðir hvor sinn hlut. Þeir aðUar sem hreinsa tanka olíu- skipanna eru sagðir gegna lykUhlut- verki við að koma olíunni frá olíu- skipunum og eins að koma henni í verð á almennum markaði. Samkvæmt venju þá eiga þessi fyrir- tæki alla þá oliu sem þau geta krækt sér í við hreinsun skipanna. Hafa fyrirtækin heimild tU að selja hana. Auk þess þurfa þessi hreinsifyrirtæki ekki að gefa upp hvaðan olía þeirra ÖLAFUR GEIRSSO er eins og venjuleg olíudreifingar- fyrirtæki þurfa að gefa sínum við- skiptavinum upp. Einnig er olíunni dreift frá litlum olíulindum sem afkasta minna en tíu olíufötum á dag. Ekkert opinbert eftirlit er með slíkum lindum. Þar af leiðandi eru þetta kjörnir staöir til að koma fyrir aUs konar illa fenginni olíu, sem gjarnan hefur þá verið keypt á lágu verði. Slðan er unnt að selja þýfiö á eölUegu markaðsveröi án þess að neinn geti gert við það at- hugasemdir. Þó svo yfirvöldum sé mæta vel ljóst að olíuþjófnaðir fara vaxandi geta þau lítiö gert tU varnar. Fámenni er mikið í þeim deildum bandarísku lögreglunnar sem á að sjá um slík af- brot. TU dæmis eru aðeins sex menn í þeirri deild sem sjá á um slík mál í Houston í Texas. Aðeins er heimilt að kalla á FBI alríkislögregluna ef um mál er að ræða sem varðar fleiri en eitt ríki Bándaríkjanna og ef hið stolna er talið vera meira en 5000 dollara virði eða jafnvirði 2,5 millj- óna íslenzkra króna. Jafnvel þegar lögreglunni tekst að koma upp um olíuþjófa er ekki al- gengt að þeir séu dæmdir sekir fyrir dómi. Mjög erfitt er að greina á milli einstakra olíufata þar sem olía er að miklu leyti stöðluð vörutegund. Þess vegna eru mál gegn grunuðum oliu- þjófum sem ekki eru beinlínis gripnir við sjálfan þjófnaðinn erfið í með- förum og erfitt að afla óyggjandi sönnunargagna. Þar af leiðandi verða varnir gegn oliuþjófnaði að mestu að vera í höndum olíufélaganna sjálfra. Viðurkennt er af talsmönnum þeirra að þau hafi verið mjög sofandi á verðinum og þau geri sér grein fyrir hve hér sé um viðamikið mál að ræða. Olíufélögin hafa einnig verið hikandi í að grípa til róttækra að- gerða. Hafa þau ekki viljað láta málin líta svo út sem hin stóru og voldugu olíufélög væru að ráðast á fátæka borgara. Nú telja talsmenn olíufélag- anna hins vegar að hin stóru olíufélög séu orðin þau sem ráðizt er á. Þessar árásir og olíuþjófnaður á vafalaust eftir að aukast og svartur markaður með olíuvörur að blómgast í framtíð- inni eftir því sem verð á oliu fer hækkandi. (Byggt á Newsweek). iMMBuma m • r * ' - rm r ^ _■_A Útsefandi: Dagbiaðið hf. Framkvœmdasljóri: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulftrúi; Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjóman Jóhannas Reykdal. Iþróttin Hallur Stmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.’ Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. I Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson. Ásgeir Tómasson. Bragi ISigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, (Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. j Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjardeifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös son, Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoriorfsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Drorfing jarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Arvakur hf., Skerfunni 1CL________________________________________ Áskriftarverð á niánuðíkr. 6.000. Verð i lausasöhi kr. 250 eintakið. ' Olíuþjófnaöur vaxandi í Kommissarar afnumdir? Efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar hefur komizt að hinni óvæntu og ánægjulegu niðurstöðu, að leggja beri niður kommissara Framkvæmdastofn- unar ríkisins. Þetta er liður í nýjum efnahagstillögum nefndarinnar. Framkvæmdastofnunin hefur frá upphafi verið merkisberi hinnar pólitisku spillingar hér á landi. Hún tók við af bönkunum, sem áður voru í fararbroddi. Og hún hlúði betur en þeir að skilyrðum spillingarinnar. Bankastjórar voru lengst af ráðnir eftir valdatafli stjórnmálanna. Þeir voru umboðsmenn flokka sinna við peningakassa þjóðarinnar. Það er fyrst á síðustui árum, að nýir bankastjórar eru ráðnir sem fagmenn. / Bankastjórarnir stóðu ekki og féllu með valdatafl- inu. Þeir héldu starfínu, þótt ríkisstjórnin að baki þeirra félli. Smám saman urðu margir þeirra minna pólitískir og ræktuðu með sér faglega hæfileika. Landsfeður okkar höfnuðu þessu sjálfstæði banka- stjóra, þegar þeir leiddu yfir þjóðina Framkvæmda- stofnun ríkisins. Þar skipuðu þeir bankastjóra, sem áttu að koma og fara með nýjum rikisstjórnum. Þessir bankastjórar hafa frá upphafi verið kallaðir kommissarar. Þeir hafa yfirleitt verið skipaðir úr röðum þingmanna og þá þeirra, sem hafa komizt næst því að ná ráðherraembætti. Hlutverk þeirra er stórpóli- tískt. Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins skipti ekki um kommissara í vetur, enda var hún bara vakthafandi og mátti ekkert gera. Núverandi ríkisstjórn lét líka undir höfuð leggjast að skipta um kommissara. Ríkjandi kommissar er úr hópi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Sá flokkur hefur oft þótzt vera and- vígur kommissarakerfinu, en hefur þó alltaf stutt það i raun. Hafa menn það til marks um fánýti stefnumála. Kommissarinn varð frægur í síðustu kosningabar- áttu, þegar hann þakkaði sér persónulega ýmsar fram- kvæmdir í fjórðungnum. Þessar framkvæmdir voru unnar fyrir fé frá Framkvæmdastofnun ríkisins, ,,hins •félagslega banka”. Félagsleg sjónarmið eru töfraorðin, þegar ekki er hægt að fínna nein skynsemissjónarmið fyrir fjárveit- ingum. Á grundvelli félagslegra sjónarmiða er hægt að reka óhefta, pólitíska fyrirgreiðslu. Þessi aðferðafræði byggist á velgengni verðbólgunn- ar. Stöðug rýrnun höfuðstóls veldur því, að lán eru að verulegum hluta gjafir. Auðvitað vilja allir fá slíkar gjafir. Og sumir hafa betri aðgang en aðrir. Stjórnmálaspilling á íslandi felst að verulegu leyti í, að blandað er saman stjórnmálum og úthlutun lána. Þessi tegund spillingar er ekki möguleg, ef fjárskuld- bindingar eru verðtryggðar, svo sem nú er verið að reyna að gera. Eðlilegt framhald þeirrar siðvæðingar er afnám kommissarakerfis Framkvæmdastofnunar ríkisins. Það er veigamikið skref í valddreifingu, aðskilnaði stjórnmálavalds og fjármálavalds. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til þessarar til- lögu efnahagsnefndar. Málið er engan veginn komið á þurrt. Meirihluti þingmanna þjóðarinnar talar fagurt, en heldur um leið dauðahaldi í fyrirgreiðslukerfið.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.