Dagblaðið - 13.09.1980, Page 1

Dagblaðið - 13.09.1980, Page 1
Eftirlitsmenn rikisins með Flug- leiðum, Birgir Guðjónsson deildar- stjóri i samgönguráðuneytinu og Baldur Óskarsson, afhentu Erni Ó. Johnson stjórnarformanni Flugleiða i gaer bréf með um 50 spurningum og athugasemdum vegna efnahags- skýrslu og áætlunar stjórnar Flug- leiða sem lagðar voru fyrir ríkis- stjórnina í byrjun vikunnar. Farið er fram á að Fiugleiðamenn leggi skrif- leg svör við athugasemdum eftirlits- mannanna fyrir stjórnvöld strax eftir helgina. Eru gerðar athugasemdir við fjölmörg atriði í plöggum Flugleiða- manna, meðal annars við mat á eignum fyrirtækisins, rekstrar- áætiun, greiðslufjárstöðu, farþega- spá, hótelnýtingu, bókhaldsfærslur, samskipti við önnur fyrirtæki og fjöl- margt fleira. Eftirlitsmennirnir, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra, Rúnar Jóhannsson frá ríkisendur- skoðun og þingmennirnir Eiður Guðnason, Matthías Á. Mathiesen, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðmundur G. Þórarinsson, hittust á fundi í samgönguráðuneytinu í gær vegna Flugleiðamálsins (hinir fjórir síðasttöldu eru fulltrúar þingflokk- anna sem fjölluðu um ríkisábyrgð fyrir Flugleiðir sl. vetur). Voru fundarmönnum afhent gögn í málinu, m.a. afrit af bréfi eftirlits- mannanna til stjórnar Flugleiða, greinargerð frá rikisendurskoðun um skoðun hennar á efnahagsskýrslu Flugleiðao.fl. Þá var ætlunin í gær að ganga formlega frá skipan sendinefndar sem fer til viðræðna við stjórn Luxemborgar i næstu viku. Sam- kvæmt upplýsingum DB í gærkvöldi var frestað til sunnudags að ræða skipan nefndarinnar. Eru valkost- irnir tveir: Annars vegar að samgönguráðherra fari einn ásamt embættismönnum, eða að í nefnd- inni verði líka fulltrúar allra stjórnar- flokkanna. Á mánudag og þriðjudag verður svo gengið endanlega frá viðræðu- grundvellinum sem Steingrímur fer með til Luxemborgar. -ARH. Keppnin um Sumarmynd DB ’80: Hver er á skjánum? — sjá fleiri myndir á bls. 13 Hver er ú skjánum? heitir þessi mynd ár keppninni um Sumarmynd DB 1980. Höf- undur er Einar Guðmundsson, Reykjavík. Fleiri myndir, sem dómnefnd hefur valið til úrslita, eru hirtarábls. 13 í blaðinu í dag, en um nœstu hetgi verða verðlaunamyndirn- arþrjár birtar og úrslit tilkynnt. Lögreglueftirlit í miðborginni um helgina með sama sniði og um síðustu helgi: „ÆRSUN EKKIOLL AFILLUM TOGA’’ — segir Páll Eiríksson yfirlögregluþjónn, sém stjómar aðgerðum lögreglunnar ,,Það var ákveðið að hafa lög- reglueftirlit í miðbænum um þessa helgi með sama sniði og var um síðustu helgi,” sagði Páll Eiríksson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem stjórna á lögregluvaktinni. Páll hefur langa reynslu að baki og er þekktur fyrir rósemi, yfirvegun en ákveðni. „Það verða 26—28 lögregluþjónar á vaktinni og 29 með rannsóknar- deildarmönnum. Framkvæmdinni verður hagað eins og fyrr. Við munum taka þá sem í versta ástand- inu eru, leggjum hald á áfengi þeirra sem ekki mega reglum samkvæmt hafa það undir höndum og við verðum að stinga þeim inn sem verst láta og verst eru drukknir.” „Það voru 15 borgarfulltrúar sem réttu upp höndftjl samþykkis því að reynt yrði með öllu tiltæku móti að stöðva skemmdarverk í miðborginni. Skemmdarverkin eru vandamál sem þarf að uppræta. Hitt er ekki óeðli- legt að unglingarnir safnist saman. Þeir hafa engan stað til að vera á. Þeir eru vel aldir og þurfa vissa útrás. Ærsl þeirra á haustin eru ekki öll af illum toga, heldur oft fögnuður yfir því að hittast eftir sumarlangan aðskilnað,” sagði Páll. Hann kvað áfengisneyzluna mikið vandamál og kvaðst ekki skilja að unglingar hefðu efni á 12—15 þús. króna eyðslu i vín og fá svo kannski 20 þúsund kr. sekt fyrir óspektir eftir handtöku og innstungu i fangaklefa. Um síðustu helgi lauk málum tuga unglinga með sátt og greiðslu sektar frá 5—30 þús. krónum og fengu flest- ir 20 þús. kr. sekt. Mikið vín var gert upptækt og komu unglingarnir sam- kvæmt kalli og gengu löglega frá upptökuheimildinni eftir helgina. Síðan er víninu hellt niður með pompi og pragt. „Miðborgarlætin eru ekki óspekdr sem kveða á niður með vatni eða táragasi. Þetta er múgæsing unglinga sem ráfa um í eirðarleysi af því þau hafa ekkert annað að gera og hafa dálítið gaman af að gera hasar í lög- reglunni. Við munum gera okkar bezta og geri það allir, þá fer allt vel,” sagði Páll Eiriksson. -A.St. Geir og Jónas Haralz í orða- sennu við Gunnar — sjá baksíðu Næstum fullkominn — Alþjóðlegt dans- tímarít hyllir Helga Tómasson. Sjá grein á bls. 16-17

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.