Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980.
Afmælisterta Dagblaðsins:
Ævistarf tólf afburða varp-
hæna í sjálft kökudeigið
Hátt í sjö þúsund manns fengu væna sneið af stærstu köku sem bökuð hefur verið á íslandi
Á minútunni kl. 3, sunnudaginn 7.
september var byrjað að skera al
stærstu tertu sem bökuð hefur verið á
íslandi. Það var afmælisterta Dag-
blaðsins sem Ragnar Eðvaldsson
bakarameistari í Keflavík bakaði með
aðstoðarfólki sínu. Ragnar hannaði
raunar kökuna sjálfur, þ.e. reiknaði
út burðarþol og allar uppistöður kök-
unnar, en hún vó hvorki meira né
minna en 766 kg. — Síðasta sneiðin
af kökunni var skorin kl. 20.45 eða
fimm klukkutímum oa fjörutíu i
fimm mínútum eftir a' •.k-urðnri; ■>
hófst. —Að jafnaði vo> m> m»n>
við skurðinn, fyrst í .kaiaiini
sex og síðan starfsmenn Dagblaðsins
og þeirra aðstoðarmenn, sem raunar
voru úr ' skálahreyfingunni. —
Þessari forláta tertu var skolað niður
með hvorki meira né minna en sjö
þúsund glösum af Pepsi Cola, sem
Sanilas bauð upp á í tilefni af fimm
áraafmæli Dagblaðsins.
Ævistarf 12
afbragðs varphœna
I kökuna sjálfa fóru hvorki meira
né minna en 2916 stk. af eggjum. Við
höfum reiknað út að það sé ævistarf
tólf afburða góðra varphæna og þá
miðað við að ekkert egg reynist
fúlegg!
Að öðru leyti var kökudeigið sem
hér segir: 148,5 kg sykur - 162 kg
egg — 121,5 kg smjörlíki —- 39 kg
smjör — 148,5 kg hvr ii — 27 kg
krempúlver og3,6 kg lytudufl.
Smjörkremið var búið til úr:
43.2 kg sykur, 23,41 vatn — 2,7 kg
eggjahvitur — 36 kg smjör — 36 kg
smjörlíki og 27 kg nougat. Annað
sem í tertuna fór var:
34.2 I íssósa — 6,3 I líkjör — I
flaska sherry — 69isýróp— 46lvaln
— Karamellusósa úr: 24 I rjóma —
24 kg sykur og 5 kg súkkulaði.
Marengs úr I kg flórsykur og 0,5 kg
eggjahvítur. Utan á og ofan á alla
botnana fóru 40 kg af marsípani.
Tertan var lögð saman úr eitt hundr-
að og átta botnum.
Hátt í sjö
þúsund sneiðar
Eftir því sem næst verður komizt
voru skornar hátt í sjö þúsund
sneiðar af afmælistertunni. Ekki er
Eldsnemma á sunnudagsmorgun komu bakararnlr i tveimur sendiferðabilum frá Keflavik með gersemina. Þeir
þurftu að fá aðstoð fílefldra næturvarða Laugardalshallarinnar til þess að bera botnana inn. Neðsti botninn var
svo stór og þungur að hann varð að fíytja i tvennu lagi.
Ragnar Eðvaldsson bakarameistari og Gísli Sigurðsson bakari eru þarna
að leggja siðustu höndá skreytinguna sem fór fram i Laugardalshöllinni.
rétt að taka svo til orða að allur þessi
mannfjöldi hafi „fengið bita” af
tertunni. Hér var alls ekki um neina
smá bita að ræða, heldur stórar og
vel útilátnar tertusneiðar. —
Gríðarleg þröng myndaðist fyrir
l'raman Dagblaðsbásinn þegar leið að
því að byrja ætti að skera af kök-
unni. Á tímabili var engu líkara en
að allt væri að fara úr böndunum og
voru menn hræddir um að einhver
træðist undir í ósköpunum. En þá
voru fengnir tveir skátar, Gunnar
\
Þór Atlason og Ingólfur Arnarson
með nokkrar skátastúlkur sér til
aðstoðar, og skipulögðu skátarnir
raðir afmælisgestanna.
Þótt Dagblaðstertan komist
kannski ekki í metabók Guinness þá
er óhætt að fullyrða að hún sé
meistaralega vel hönnuð og hafi í alla
staði tekizt frábærlega vel. Tertur úr
samskonar deigi verða framvegis til
sölu í Ragnarsbakaríi og öðrum út-
sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig geta þeir, sem ekki gátu
komið því við að smakka kökuna á
sjálfan afmælisdaginn fengið sér sina
eigin Dagblaðstertu. -A.Bj.
Heimilisbókliald vikuna: til
Mat- og drjfekjarvörur, hreLnlætísvörur og þ.h.:
Suirnud Mánud Þridjud Midvikud FLmmtud Föstud Laugard
Samfc. Samt Samt. Samt Samt Samt Samt
Oruiur útgjöLd:
Suimud Mánud Þridjud Miðviknd Fimmtud Föstud Laugard
Samt Samt Samt Samt Samt Samt Samt
Taugaspenningurinn var nærri þvi
farinn með viðstadda þegar verið
var að taka efsta lagið ofan af tert-
unni. En bakarameistararnir vissu
h vað þeir voruað gera.
I
I
l