Dagblaðið - 13.09.1980, Síða 7

Dagblaðið - 13.09.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. 7 - >f l y W,- ^ A BILL 0G BUSLOD GJÖRONYTT Það er lítið heillegt eftir af sendibílnum sem var | ónýtur eins og sjá má af myndinni og búslóðin, að flytja alla búslóð ungra hjóna um Oddsskarð sem var óvátryggð, brann öll til ösku. til Norðfjarðar um síðustu helgi. Bíllinn er gjör- | DB-mynd: Emil Thorarensen, Eskiftrði. Tóku leiguflugvél til Egilsstaða 15 mínutum eftir að áætlunarvél með auð sæti tók sig á loft: Seðlabankatoppamir á fundi í Skriðdal — Af öryggisástæðum við aidrei allir í sömu vél, segir Guðmundur Hjartarson seðlabankastjóri ,,Jú, það er rétt að fimm menn frá Seðlabankanum fóru með leiguflug- vél frá okkur til Egilsstaða á föstu- daginn. Sú ferð kostaði um 425 þús. krónur,” sagði Jón Kristinsson hjá Arnarflugi þegar Dagblaðið leitaði eftir staðfestingu á sögusögn um ferðalag yfirmanna Seðlabankans með leiguflugvél fyrir sl. helgi. Dagblaðið hafði spurnir af því að á föstudaginn fór áætlunarvél Flug- leiða frá Reykjavík til Egilsstaða og voru laus sæti í henni. 15 mínútum siðar fór af stað leiguvél frá Arnar- fiugi til Egilsstaða og með henni 5 seðlabankamenn. Farið með Flug- leiðavélinni hefði kostað fimmmenn- ingana kr. 337.500 báðar leiðir, en þess i stað greiddu þeir á fimmta hundrað þús. kr. fyrir leiguflugið aðra leiðina. Þótti viðmælendum blaðsins hér vera farið heldur óvar- lega með peninga skattborgaranna, að bankamennirnir skyldu ekki láta sér lynda farþegaflug eins og almúg- inn. „Fyrir lá að halda fund bankaráðs og bankastjórnar í Múlakoti á Skrið- dal, sem er sumardvalarstaður i eigu bankans síðan 1976. Á fundinn þurftu að fara 5 bankastjórnarmenn, 3 bankaráðsmenn og 1 skrifstofu- stjóri sem er ritari fundarins. Stefna bankans er að þegar svona stendur á fari ekki allir með sömu fiugvél af öryggisástæðum. Við þurftum allir að fara austur um hádegi á föstudag, en fundur hófst strax eftir hádegið. Um annað var þvi ekki að ræða en að 4 menn tækju áætlunarvél til Egils- staða en 5 fóru með leiguvél.” Þetta hafði Guðmundur Hjartar- son, einn þriggja bankastjóra Seðla- bankans, að segja í samtali við Dag- blaðið um ástæður fyrir ferðalagi yfirmanna bankans með Arnarflugs- vélinni sl. föstudag. ,,Á heimleiðinni dreifðum við okk- ur á 3 ferðir, enda voru þá ekki þröng tímamörk,” sagði Guðmundur. Seðlabankinn keypti Múlakot árið 1976 sem fyrr segir. Þar hefur verið útbúin orlofsaðstaða og unnið að gróðursetningu á jörðinni og fleiru til að gera aðstöðu þar sem vistlegasta. ,,Það þótti ekki óviðeigandi að líta á staðinn og sjá árangurinn af starf- inu undanfarið. Sumir yfirmenn bankans höfðu aldrei komið þarna, svo að það þótti liggja beint við að slá tvær fiugur í einu höggi: Halda fund- inn og skoða staðinn um leið.” Samkvæmt þessum upplýsingum biaðsins hefur ferðakostnaður vegna þessa fundarhalds seðlabankamanna á Austurlandi numið kr. 835.800. Er þá reiknað með fargjöldum fjögurra manna báðar leiðir með áætlunar- flugi og áætlunarflugi 5 manna aðra leið og leigufluginu hina leiðina. Kostnaður vegna dvalar mannanna í Múlakoti er þar fyrir utan.-ARH/ELA Abertssimar á fuid á Setfossi í fyrrakvöld og boða bndsraðstefni á H6td Cngii 77 eanhynSwr „Bjartsýni ríki í stað bölsýni í þjóðmálaumræðu — segir Albert Guðmundsson „Þarna hittust 30—40 menn úr hópi stuðningsmanna minna úr kjördæminu á fundi sem ekki var auglýstur. Rætt var um kosningabaráttuna, úrslit kosninganna og framhaldið,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaður þegar hann var inntur frétta af fundi sem hann sat ásamt hópi manna á Selfossi sl. fimmtudagskvöld. Voru auk Alberts margir af helztu drifkröft- um forsetaframboðs hans á Suður- landi. Björn Gíslason á Selfossi stýrði fundinum. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur flutti ræðu og fleiri tóku til máls. „Margir stuðningsmenn mínir úr öllum fiokkum halda enn hópinn og sameinast um að beita sér fyrir að snúa stjórnmálaumræðu á íslandi frávanda- málum og svartsýni. Við viljum ekki að fólk gangi með höfuðið í dökkum skýjum, heldur komi niður á jörðina og komi auga á þá möguleika sem landið hefur upp á að bjóða. Að fólkið geti nýtt þá möguleika með samtakamætti sínum hvar í flokki sem það annars stendur. Við viljum taka skref inn í nýja tíma og láta ekki dægurþras stjórnmálanna villa okkur sýn, heldur gera okkur grein fyrir að við búum í góðu landi. Við erum skyidug til að nota tæki- færið og búa land og þjóð undir betri framtíð. Þess vegna er tími til kominn að fá bjartsýni inn í umræður um land og þjóð í stað bölsýni sem ríkt hefur í þjóðmálaumræðupiallt of lengi.” Albert staðfest.i frétt í Dagblaðinu í gær þess efnis að stuðningsmenn hans boði til landsráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 27. september. Búizt er við fjölmenni víðs vegar af landinu til skrafs og ráðagerða. Hann var að því spurður hvort fundarhöldin væru for- boði stofnunar nýrrar stjórnmálahreyf- ingar: 11 ,,Ég stefni ekki að stofnun nýs stjórnmálafiokks. Hins vegar reynum við að breyta hugarfari þjóðarinnar, viljum gera okkar bezta til að fólk horfi á björtu hliðar tilverunnar. ” -ARH. Badminton- menn funda Formannafundur Badmintonsam- bandsins verður haldinn á Hótel Esju 1 dag klukkan 14. Formenn badminton- félaga og deilda eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn. n C7 VIL DU PA H0J* SKOLE I DANMARK. SA VÆLG: _ _ T SNOGH0J Nordiskfolkehoiskotó^ DU KAS cnMGGr0n?aLnLdE” and, Norden 'MENFERenSe°To" politiK, kunst mm. gsss - 'j) / KUnRoSvUSl5Dapril e.ler 5. ian. -25. aprl. f XsAÍ fA fuere oplysninger hos^ ruu icvfliF OK-7000FREDERICIA Húsnæði - Salur um það bil 100 ferm salur óskast fyrir félagsstarfsemi. Upplýsingar hjá auglýs- ingaþjónustu Dagblaðsins í síma 27022. H—743 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að steypa upp kyndistöðvarhús á Seyðisfirði. Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hvert eintak á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Laugavegi 118 Reykjavík frá og með föstudegi 12. þ.m. og skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins á Egilsstöðum frá og með mánudegi 15. þ.m. Tilboðum skal skila 23. þ.m., en verki skal ljúka eigi síðar en 15. des. n.k. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR %ÁÍÍ SKÚBÚÐIN LAUGAVEGi 100 - simi 19290 STAÐARFELL, AKRANESI - sw 93-1105.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.