Dagblaðið - 22.09.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980.
5
„Furðulegt að ekki skuli
boðað til hluthafafundar"
- sagði Steingrímur um þau áform Flugleiða að taka ákvörðun um Atlantshafsflugið á stjómarfundi
,,Mér finnst það nánast furðulegt, að
Flugleiðamenn virðast ekki ætla að
halda hluthafafund um þær miklu á-
kvarðanir sem þeir standa frammi
fyrir, þ.e. að taka ákvörðun um hvort
þeir samþykki að taka 3 milljón dollara
styrk frá ísl. ríkinu árlega í næstu þrjú
ár og sömu fjárhæð til eins árs í styrk
frá Luxemborgurum,” sagði
Steingrimur Hermannsson sam-
gönguráðherra í samtali við fréttamann
DB í Luxemborg.
,,Þeir tala um fund sérfræðinga á
markaðssviði og siðan stjórnarfund í
félaginu á föstudaginn og að eftir þann
fund muni ákvörðun félagsins liggja
fyrir.”
Steingrímur sagði að lausafjárstaða
Flugleiða væri svo slæm, að félagið
yrði að fá peninga fyrir næstu mánaða-
mót, annað hvort að fá styrkinn
greiddan eða annað fé.
í síðustu viku sendu Flugleiðir bréf-
lega beiðni til ríkisstjórnarinnar um
bakábyrgð fyrir 12 milljarða króna
rekstrarfjárláni og samtímis beiðni unt
að lausaskuldum yrði breytt í föst lán
til lengri tíma.
Ríkisstjórnin hefur enn enga af-
stöðu tekið til þessarar nýjustu beiðni
Flugleiða.
Á bls. 6 er rætt um samkomulagið í
Luxemborg og þau skilyrði sem
Luxemborgarar setja fyrir fjár-
stuðningi sínum. Þau byggjast á sam-
komulagi i isl. ríkisstjórninni sl.
þriðjudag m.a. um nýja og sérstaka
rekstrarstjórn hins nýja Atlantshafs-
flugs.
-A.SI.
Ungur Keflvíkingur
hryggbrotnaði
í bílveltu
Tuttugu og eins árs gamall Kefl-
viltingur liggur hryggbrotinn í sjúkra-
húsi eftir bílveltu á Reykjanes-
brautinni. Að sögn lögreglunnar í
Kefiavik er taiið að um tvær klukku-
stundir hafi liðið frá því að slysið
varð þar til það uppgötvaðist.
Það var laust fyrir klukltan sjö i
gærmorgun, sem lögreglunni var til-
kynnt um slysið. Bíllinn, sem er aí
Volvo gerð hafði lent út af á Stapan-
um skammt sunnan við Grindavíkur-
afleggjarann. Ökumaðurinn var einn
i bílnum. Að sögn lögreglunnar mun
hann ekki hafa verið undir áhrifum
vins. -ÁT-
Friðsamlegt í miðborg
Reykjavíkur um helgina
Mikill fjöldi fólks var i miðborg gerandi. Ein stór rúða brotnaði í
Reykjavíkur aðfaranætur laugardags Austurstræti, en það verk mun ekki
og sunnudags. Að sögn lögreglunnar hafa verið unnið með vilja.
bar þar ekkert út af, svo að orð sé á -ÁT-
Keflavík:
Innbrotsþjófur handtekinn í
Verzluninni Nonna og Bubba
Piltur á sautjánda ári var hand- hafði rétt haft tíma til að troða inn á
tekinn i verzluninni Nonni og Bubbi i sig sígarettum og öðrum smávarningi
Keflavík aðfaranótt laugardagsins. og hugði á útgöngu þegar snarlega var
Sézt hafði til ferða hans og var lög- bundinn endi á innbrotsferðina hans i
reglan þegar kvödd á staðinn. Hann þetta skiptið. -ÁT-
Bandaríski freðfiskmarkaðurinn:
Gallar í stórri send-
ingu frá Útgerðar-
félagi Akureyrar
Gallar komu fram í stórri sendingu
af frystri fiskblokk frá hraðfrystihúsi
Útgerðarfélags Akureyrar nýlega. Hef-
ur blaðið íslendingur á Akureyri eftir
Gísla Konráðssyni forstjóra ÚA, að
ormar og bein hafi fundizt í stórri
sendingu af fiskblokk. Er reiknað með
að hinir erlendu kaupendur muni fara
fram á afslátt af allri sendingunni,
þannig að fjárhagslegt tjón ÚA verður
talsvert.
íslendingur hefur eftir Gísla, aðeina
ráðið til að koma í veg fyrir að vinnu-
brögð af þessu tagi endurtaki sig, sé að
herða enn framleiðslueftirlit. Gísli telur
að þótt fjárhagslegur skaði sé nokkur.
þá sé hitt mun verra, að ,,hið góða orð
sem farið hefur af framleiðslunni,
kynni að biða hnekki vegna þessarar
sendingar,” eins og blaðið segir.
-ÓV.
Göngum
ávallt vlnstra
megin
á móti akandi
umferð..
uar-
Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra, Þorsteinn Ingólfsson frá utanrikisráðuneyti og Birgir Guðjónsson frá sam-
gönguráðuneytinu, koma frá Luxemborgarviðræðunum. DB-mynd Sig. Þorri.
Veröí Ijós!
Gottúrval af
allskonar
bílaperum.
Höfum fengið allar gerðir af perum í bíla,
bifhjól og vinnuvélar 6, 12 og 24 volta.
Allar tegundir festinga (perusæta). Heild-
sala, smásala.
Mjög hagstætt verð.
Fást á öllum bensínstöðvum okkar.
Perurnar frá Dr. G. Fischer í V-Þýskalandi
eru viðurkennd gæðavara.
STOÐVARIMAR