Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.09.1980, Qupperneq 22

Dagblaðið - 22.09.1980, Qupperneq 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. FÓLK Baldur Kristjánsson félagsmálafulltrúi BSRB: Væri ekki að þessu nema ég gœti hugs- að mér prestsstarf” — en Baldur snýr sér nú að guðfrœðinámi ,,Ég hef verið að gutla við guðfræðinám tvo undanfarna vetur og lokið þar nokkrum punktum,” sagði Baldur Kristjánsson félagsmálafulltrúi og blaðafulltrúi BSRB, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót og helgar sig guðfræðinámi. Baldur er raunar þjóðfélagsfræðingur að mennt. „Starf mitt er þess eðlis,” sagði Baldur, ,,að ekki er með góðu móti hægt að sameina það námi og því hætti ég þessu ágæta starfio.1 reyni að stunda guðfræðina. Þessi ákvörðun hefur raunar talsverð áhrif á fjárhag heimilisins en ég treysti á gæði konu minnar, sem er í ágætu starfi.” Eiginkona Baldurs er Jóhanna S. Sig- þórsdóttir blaðamaður á Vísi. En hvað veldur þvi að maður í á- gætu starfi fer út í langt nám og kostnaðarsamt, raunar með próf i annarri háskólagrein? ,,Ég hef unnið fjögur ár hjá BSRB og það er prýðilegt starf. En ég væri ekki að þessu nema ég gæti hugsað mér preststarf. En hvað varðar fram- tíðaráætlanir þá læt ég mér nægja guðfræðinámið.” -JH. Baldur Kristjánsson „Hlakka bœði til og kvíðifyrir” — segir Svanhildur Halldórsdóttir sem tekur við starfifélagsmálafull- trúa BSRB ,,Ég hlakka bæði til þess að taka að! mér þetta nýja starf og kvíði fyrir,” sagði Svanhildur Halldórsdóttir, sem tekur við starfi félagsmálafulltrúa BSRB af Baldri Kristjánssyni. ,,Ég býst við að þær tilfinningar séu hjá iflestum við breytingar á starfi. Þær valda breytingum á lífi manna. 'Maður veit hvað maður hefur, en ekki að hverju maðurgengur.” 4 Svanhildur Halldórsdóttir. Hestir kannast að líkindum við Svanhildi Halldórsdóttur eftir störf hennar sem kosningastjóra Vigdísar Finnbogadóttur i forseta- kosningunum í sumar. Starf hennar var nokkuð öðru vísi en hefðbundin störf kosningastjóra, en enginn deilir um að góður árangur náðist. ,,Ég hef verið viðloðandi Hag- stofuna allt frá árinu 1958 og hef verið þar í hálfu starfi fráárinu 1975. Það er því eins og að flytja úr gömlu hverfi að fara þaðan. Ég var hvött til þess að sækja um þetta starf og ákvað að gera það eftir vandlega umhugsun og marga fjöl- skyldufundi. Það er erfitt fyrir okkur konur að taka að okkur slik störf vegna barnanna. Konur eru á- sakaðar fyrir að taka ekki þátt í at- vinnulífinu, en síðan þegar þær hafa tekið að sér tímafrek störf þá eru þær ásakaðar fyrir að láta heimilið sitja á hakanum.” En hvað gerir félagsmálafulltrúi BSRB? „Starfið er fjölþætt, m.a. fólgið i því að túlka sérsamninga og hafa tengsl við félaga BSRB, fundaritun og fleira. Ég mun vinna eina viku með Baldri til að byrja með, þannig að þetta lærist vonandi allt með tímanum.” -JH. / tUefnifimm ára afinælis Jazzvakningar: Bandaríski bassaleikarinn Bob Magnusson leikur á þrennum tónleikum í Stööfirðingar eiga sinn KK-sextettinn frægi lagði upp laupana fyrir mörgum árum og verður tæpast endurreistur héðan af.> Stöðfirðingar hafa væntanlega séð,' að viö svo búið mátti ekki standa. Þeir hafa því komið sér upp sínum KáKá, sem að visu er tríó. í bréfi, sem Fólk-síðunni barst að austan, segir meðal annars að KK- trióið — eða Tríó Kára Kristinssonar eins og það heitir fullu nafni — hafi spilað vítt og breitt um Austurland síðastliðinn vetur og sé nú að taka til starfa á ný eftir sumarfrí. „Þeim KáKá hefur tekizt að skemmta öllum með fjölbreyttu lagavali og fjörlegri sviðs- framkomu. Einnig hefur vakið at- hygli frumsamið efni, sem þeir flytja, en slikt er fátítt meðal austfirzkra hljómsveita,” sagði meðal annars í bréfinu. Hljómsveitina skipa þeir Kári Kristinsson, sem spilar á trommur; Garðar Harðarson bassa — og hljómborðsleikari og söngvari og Páll Ásgeirsson, sem leikur á gitar og syngur. Afmælisgjöf Jazzvakningar til félagsmanna sinn og annarra jazzunnenda eru þrennir tónleikar bandaríska bassaleikarans Bobs Magnusson. Með honum leika fjórir góðkunnir islenzkir jazzistar, þeir Rúnar Georgsson, Guðlaugur Ingólfsson, Guðmundur Steingrims- son og Viðar Alfreðsson. Bob Magnusson er 33 ára gamall. Hann kemur úr mikilli tónlistar- fjölskyldu og hóf að leika jazz nitján ára gamall. Hann er í hópi virtustu bassaleikara vestanhafs og hefur leikið inn á plötur með fjölda frægra manna. Nýlega sendi hann frá sér sína fyrstu sólóplötu, Revelation, og er nú í óðaönn að undirbúa upptökur á þeirri næstu ásamt kvaneui sínum. Bob er búsettur í Los Angeles. Fyrstu tónleikar jazzflokksins verða annað kvöld í veitingahúsinu í Glæsibæ. Næstu tvö kvöld á eftir leika þeir á Hótel Loftleiðum. Ætlunin er að hljóðrita leik þeirra fimmmenninganna fyrir útvarp. Bob Magnusson áættiraó rekja til íslend- inga. Þeð hefur lengi verið draumur hans e0 koma i slóðir forfeðra sinna og tók hann þvi þvi vel að verða afmælisgestur Jazzvakningar. Ljósm.: Árni Þórarinsson. Væntanlega verður einnig gerður sjónvarpsþáttur með þeim, auk þess sem þeir hljóðrita hljómplötu til minja um þessa fimm ára afmælis- tónleika Jazzvakningar. Á efnisskránni verða lög eftir Bob Magnusson og islenzk þjóðlög í út- setningu Gunnars Reynis Sveins- sonar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.