Dagblaðið - 22.09.1980, Síða 33

Dagblaðið - 22.09.1980, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. 33 nýjar bækur — nýjar bækur — nýjar bækur — nýjar bækur — nýjar bækur — Bóka Snjólaugar Bragadóttur er ætlð beöið meö eftirvæntingu, en sú nýjasta heitir Dægurlagasöngkonan dregur sig i hlé og kemur út hjá Erni & örlygi. nýja bók eftir Snjólaugu Bragadóttur sem ber nafnið Dægurlagasöngkonan dregur sig f hlé. Jón Birgir Pétursson heldur áfram að skrifa sakamálasögur, bætir við bókinni Einn á móti milljón. Örlygur vildi einnig vekja athygli á þýddri bók eftir Bretann Dominic Cooper sem er skáldsaga um Sunnevumálin hér á 19. öld, en þessi höfundur er vel látinn, í heimalandi sínu. Siðan verður annað bindi af Steingríms sögu gefið út og sömuleiðis viðtalsbók við Stefán frá Möðrudal, skráð af Pjetri Hafstein Lárussyni og nefnist hún Fjallakúnstner segir frá. Svo er það Heimsmetabók Guinness sem Örlygur segir nú vera orðna meir islenska en erlenda, því inn i hana hefði verið bætt fjölda islenskra staðreynda til saman- burðar fyrir þá sem nota vildu bókina. Loks gefa örn & örlygur út íslenskar tónmenntir eftir Dr. Hallgrím Helga- son, en fyrir það verk hlaut hann ný- lega verðlaun í Þýskalandi. Kvað Ör- lygur þá bók hafa verið lengi í vinnslu því ekki hefði verið hægt að prenta nótur á Íslandi. Verður sú bók gefin út í takmörkuðu upplagi. „Svo eru það fastir liðir eins og Þrautgóðir á rauna- stund sem Steinar J. Lúðvíksson tekur saman,” sagði Örlygur Hálfdánarson að lokum. Ekki má gleyma barnabók- unum, en í ár leggja Örn & Örlygur mest kapp í að kynna bók Jan Pien- kowskis, Draugaspaug, sem sögð er ein mest selda barnabók í heimi. Iðunn Iðunn verður atkvæðamesta for- lagið á bókamarkaðinum í ár með u.þ.b. 130 bækur og er þegar komin út bókin um Sævar Ciesielski eftir Stefán Unnsteinsson. Iðunn gefur út a.m.k. þrjár nýjar islenskar skáldsögur, Ljós- tollur eftir Ólaf Gunnasson, höfund Milljón prósent manna, Læknamafían eftir Auði Haralds sem ber undir- Ný Ijóöabók eftir Hannes Pétursson er ávallt viöburður. Iðunn gefur út „Heim- kynni við sjó” eftir skáldið. Marilyn French er umdeildur rit- höfundur, en nú hefur skáldsaga hennar Kvennaklósettið verið þýdd og kemur út hjá Iðunni f haust. titilinn „lítil pen bók”. Gunnar Gunnarsson sendir frá sér aðra bók um lögreglumanninn Margeir sem nefnist Margeir og spaugarinn og ein frum- samin Ijóðabók kemur út hjá for- laginu, Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson. Jón Helgason sér um Öldina sextándu, fyrri hluta og Sverrir Haraldsson myndskreytir heildarútgáfu af ljóðum Sigfúsar Daðasonar. Gils Guðmundsson heldur áfram með Mánasilfur II, safn endur- minninga og Ólafur Jónsson ritstýrir greinasafni Ásgeirs Hjartarsonar. Jóhann Páll sagði að Iðunn mundi gefa út 5 nýjar íslenskar barnabækur, þ.á.m. nýja bók um þá Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helga- dóttur, bók eftir Magneu frá Kleifum er nefnist Krakkarnir i Krummavík og Hreiðar Stefánsson sendir frá sér Grösin í glugghúsinu. Þýddar bækur eru fjölbreytilegar hjá Iðunni í ár. Þar má nefna Kvennaklósettið eftir Marilyn French sem Elísabet Gunn- arsdóttir þýðir og bók eftir perúvíska rithöfundinn Manuel Seorza sem nefndur hefur verið í tengslum við Nóbelsverðlaun. Nefnist hún Rancas, — þorp á heljarþröm og hefur Ingi- björg Haraldsdóttir þýtt bókina. Sér- staks eðlis er bókin Grænlensk dag- bókarblöð eftir Tómas Fredriksen, Grænlending sem hélt dagbók fyrir sjálfan sig uns einhverjum datt í hug að koma henni á framfæri í Danmörku. Kemur bókin samtímis út hjá Iðunni og Læknamafian heitir hin nýja bók Auðar Haralds og ber hún undirtitilinn „iitil og pen bók”. Hér sést höfundur fagna fyrri bók sinni. Iðunn gefur út. mm Gyldendal i Danmörku og hefur Hjálmar Ólafsson þýtt íslensku útgáf- una. Iðunn verður með mikið af þýddum barna- og unglingabókum að venju. Vinsælir höfundar eins og Ole Lund Kirkegaard og Sven Otto S verða á- fram á dagskrá, auk þess bók eftir hollendinginn Jan Terlouw og svíann Marx Lundgren. Sígild ævintýri þeirra H.C. Andersens og Grimmsbræðra verða einnig gefin út í vönduðu formi. Loks gefur Iðunn út bókina Dalur dýranna í samvinnu við Alþjóðlega Náttúruverndarsjóðinn, en þar er fjallað um þau dýr sem nú eru annaðhvort útdauð eða standa tæpt í iífríkinu. Hafa þeir Örnólfur Thorlacius og Þrándur Thoroddsen þýtt texta bókarinnar. Skuggsjá Skuggsjá gefur út svipað og í fyrra að sögn OÍivers Steins. Af skáldverkum gefur forlagið út Smásögur eftir Fríðu A. Sigurðardóttur og skáldsögu eftir Ásgeir Jakobsson, Grims sögu trollaraskálds. Skuggsjá gefur einnig út viðtalsbók Jóhannesar Helga við Slgfús Halldórsson og smásögur eftir Einar Benediktsson. Annað íslenskt efni eru sagnaþættir og Þriðja bindi æviminninga eða „essay-rómana” Halldórs Laxness kemur út hjá Helgafelli. Viðtalsbókar þeirra Jóhannesar Helga og Sigfúsar Halldórssonar er beðið af mörgum aðdáendum tónskáldsins. Skuggsjá gefur út. fróðleikur ýmiss konar m.a. eftir Gísla Kristjánsson, Eirik Sigurðsson og Lárus Jóhannesson. Að venju gefur Skuggsjá einnig út mikið af þýddum bókum, ævintýrum og ástarsögum. Setberg Setberg tekur svipaðan pól í hæðina. Þar eru fræðibækur, heimild- arrit og þjóðlegur fróðleikur í fyrir- rúmi, auk þýddra bóka fyrir börn og unglinga. Gylfi Gröndal skráir ævisögu verkakonunnar Jóhönnu Egilsdóttur og Guðmundur Danícls- son á viðtöl við marga merka menn og konur i bókinni Jarlinn af Sigtúnum og fleira fólk. Setberg gefur út margar matreiðslu- og handbækur, m.a. 300 drykkir eftir Símon Sigurjónsson og heldur auk þess áfram að gefa út Nóbelshöfunda, nú Isaac Bashevis Singer í þýðingu Hjartar Pálssonar. Bækur frá Setbergi munu verða yfir 30 talsins að sögn Arnbjarnar Kristins- sonar. Helgafell Loks er það Helgafell sem fer var- lega i sakirnai í ár. Þeirra stóra bók er að sjálfsógðu hið nýja verk Halldórs Laxness og þar verða einnig gefnar út nýjar skáldsögur þeirra Þorsteins frá Hamri, í Skírisskógi og Guðbergs Bergssonar, Sagan af Ara Fróðasyni sem áður er nefnd. Helgafell heldur sömuleiðis áfram að gefa út sigiíd íslensk verk meö myndskreytingum. Nú er það Njála með myndum þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Scheving og Ijóð Jóns Helgasonar, Áfangar með myndum Braga Ásgeirs- sonar. Fleiri forlög og bækur mætti að sjálfsögðu nefna til viðbótar, en þau munu væntanlega verða kynnt seinna. -Al. JÁRNIDNADARMENN AÐST0ÐAR- MENN 0GÍEÐA LAGTÆKIR MENN óskast sem fyrst á þunnplötudeild okkar. Mötuneyti á staönum. VELSMIÐJAN Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. HÉÐINN H/F Simi 24260. Köbenhavns StrygekvartettSBSafr heldur tónleika í Norræna húsinu mánudaginn 22. september kl. 20.30. Á efnisskrá verða verk eftir W.A. Mozart (K. 590), Niels W. Gade og L.v. Beethoven („Heiliger Dankgesang”, op. 132). Aðgöngumiðar seldir í kaffistofu hússins og við inn- ganginn. Norræna húsið Styrkið og fegrið /íkamann, Ný 4ra vikna námskeið hefjast 29. sept. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERR ATÍM AR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódei/d Ármanns Ármúla 32.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.