Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I7.0KTÓBER 1980.
5
Guðlaugur Arason
LOGIFER
ÁSÍLD
Guðlaugur Arason — Pelastikk, 209 bls.
Útg.: Mál £r Manning, 1980
Verð: 15.390 kr.
Sjómenn hafa yfirleitt ekki orð á
sér fyrir að vera liðleskjur og það er
Guðlaugur Arason ekki heldur, fyrr-
verandi sjóari og fjögurra bóka faðir
á næstum því jafn mörgum árum.
Sjómannalif eða öllu heldur tengsl
manns og hafs á íslandi, er sú undir-
staða sem hann hefur byggt á, hingað
til, en þó hefur hann tekið breytileg-
an pól í hæðina frá bók til bókar,
aukið við sig og þroskast sem höf-
undur. Fyrsta skáldsaga hans Vindur
vindur vinur minn er einkennandi
„fyrsta bók” ungs höfundar, —
söguhetjan er ung, ólgandi af til-
finningum sem hann teflir fram gegn
mannlífi og náttúru í sjávarþorpinu
þar sem hann býr. í Víkursamfélag-
inu, næstu skáldsögu Guðlaugs,
víkur hinn ungi og öri einstaklingur
úr forgrunni, í staðinn kemur sam-
félagsmynd og aukin pólitísk vitund
höfundar.
Úr samfélagi
í einkalrf
í samræmi við það er ritstíllinn
hófstilltur- og lýsingar nákvæmari,
myndin af þessu samfélagi verður
sannfærandi, enda virðist höfundur
gjörþekkja allar aðstæður. Hins
vegar kvikna aðalpersónur ekki veru-
lega vel til lífsins m.a. virðist róman-
tíkin bögglast soldið fyrir Guðlaugi.
Smærri persónur, sérkennilegar eða
kátlegar, verða stórum eftirminni-
legri og stundum finnst manni sem
hæfileikar Guðlaugs mundu njóta sín
einna best í gamansögum eða satíru
af léttara taginu.
Síðan koma Eldhúsmellur, verð-
launaðar og umdeildar. I mínum
huga er enginn efi um það að sú bók
er misheppnað verk þótt vel meint sé,
skrifað samkvæmt formúlum en ekki
af djúpum tilfinningalegum skilningi
og þekkingu, sem m.a. kemur fram í
því að persónur eru meir í ætt við
klippimyndir en fólk af holdi og
blóði. En upphaflegur ásetningur
Guðlaugs er út af fyrir sig allrar virð-
ingar verður, þ.e. að skoða náið sam-
band karis og konu í sjávarplássinu
sínu, með sérstöku tilliti til stöðu
konunnar.
Flókin hjartans mál
Á kápu er nýjasta skáldsaga Guð-
laugs, Pelastikk, auglýst sem ,,hin
hliðin” á þeim heimi sem höfundur
lýsir í Eldhúsmellum og þá er líkast
til gefið í skyn að hún sé óvægin
afhjúpun á samskiptum kynjanna, út
frá sjónarhóli karlmannsins. Þessi
kynning er satt að segja ógreiði við
þessar hógværlega skrifuðu og alúð-
legu bernskuminningar í skáldsög-
formi. Fyrir það fyrsta miðast sögu-
heimur allur við það sem átta ára
drengur skynjar og ræður við til-
finningalega og því gefur augaleið
að flókin hjartans mál og hugarvíl
fullorðins fólks verða ekki krufin til
mergjar á þessum vettvangi. Það er
að vísu ýjað að slíkum málum, —
drukknun, ástarsorgum, örvæntingu
o.fl., en þar sem þau birtast okkur
gegnum vitund stráksa, snerta þau
okkur ekki sem skyldi. Sömuleiðis
eru tilveruréttur og helstu forsendur
þessa karlmannasamfélags hvergi
dregnar í efa né heldur sú þjóðfélags-
mynd sem tengist því félagi blóð-
böndum, — frá síldarplani og upp
úr. Fyrir Loga Kristinsson er ,,há-
punktur tilverunnar að koma að
landi með drekkhlaðinn bát” (bls.
70).
Samband barns og
manns
Sé það nú á hreinu, hvers konar
skáldsaga Pelastikk er ekki, þá er
best að gera upp við sig hvers eðlis
hún sé. Eg held að það geti varla
talist móðgun við Guðlaug að halda
því fram að Pelastikk sé fyrst og
fremst afbragðs góð barna- og
unglingabók, — svo trúr er höfundur
viðhorfum barnsins og tilfinningalífi
og svo næman skilning hefur hann á
sambandi barns og manns, lærisveins
og læriföður. Pelastikk er þroska-
saga og hnúturinn er tákn þess
þroska sem Logi litli hlýtur um borð í
síldarbátnum Sleipni, því í lokin
hefur honum tekist að hnýta pela-
stikk eins og alvöru sjómaður. Læri-
feður Loga eru hrjúfir á yfirborðinu
en barngóðir, óþreytandi að fræða
og upplýsa, í sama máta stríðnir, —
en mestu gæðablóð alltaf þegar á
reynir. Ekki eru þeir ýkja ólíkir inn-
byrðis, en þó verður persónumynd
sumra sterkari en annarra, þá fyrir
hnyttin tilsvör, mergjað mál eða ein-
hver sérkenni. Sjálfar lýsingarnar á
veiðunum, stundum milli stríða, eða
dansíböllum eru einstaklega lifandi
og nú veit ég hvað Maríufiskur, hnýf-
ill, soffa, snurpubátur, slafari og
skilmuna eru. Sem þýðir væntanlega
að Pelastikk, eins og allar góðar
unglingabækur, á ekki síður erindi
við fullorðna. -AI.
Færri en þyngri lömbum slátrað íár:
Fallþungi dilka 1.5 kg
hærri en í fyrra?
— Meðatfallþungi ífyrra 13 kg, en útlitfyrirað hann verði nú 14.5 kg
Útlit er fyrir að meðalfallþungi dilka
verði allt að 1.5 kg hærri í ár en í fyrra
á landinu. í fyrra var meðalvigtin 13.02
kg en þá var slátrað alls 194 þús. fjár. 1
ár er áætlað að slátra 177 þús. fjár og
þykir ekki fjarri lagi að ætla að meðal-
vigt náiallt að 14.5 kg.
Agnar Guðnason blaðafulltrúi
Stéttarsambands bænda veitti Dag-
blaðinu þessar upplýsingar í gær. Hann
tók fram að ekki mætti taka spána um
hærri meðalfallþunga of bókstaflega
þar sem enn liggja ekki fyrir nákvæmar
upplýsingar um slátrun það sem af er á
þessu hausti. Þó liggur fyrir að eftir
þriggja vikna slátrun er meðalfallþungi
í öllum sláturhúsum Sláturfélags Suður-
lands 1.63 kg hærri en i fyrra. A
Kirkjubæjarklaustri er aukningin mest,
2.6 kg, miðað við haustið 1979, í Vík
eru dilkar að meðaltali 2.4 kg þyngri og
á Selfossi 1.3 kg þyngri.
Liggur beint við að álykta að þrátt
fyrir að fé sem leitt er til slátrunar í
haust er færra en í fyrra þá verði kjöt-
magnið svipað vegna vænleika dilk-
anna. En þess ber að geta um leið að
kjötið flokkast verr nú vegna þess að
meiri fita er á skrokkunum. -ARH.
Smáblundur milli vinnudaga á Höfn
— loksins þegar sfldin kom er hún að kaffæra alla ívinnu
Fólk á Höfn í Hornafirði vinnur nú
meira en myrkranna á milli í sildinni.
Mokveiði var hjá bátunum i fyrrinótt
og fyrir hádegi í gær voru bátarnir
aftur komnir með góða veiði, fjórir til-
kynntu um 1700 tunnu afla og engir
voru með minna en 4—700 tunnur.
Sildarverkunarstöðin Stemma er nú
farin að biðja bátana að fara á Aust-
firði til löndunar, loksins þegar verk-
unarstöðin hafði fengið bátana suður á
bóginn.
Hjá Stemmu unnu síldarstúlkur til
klukkan 4 I fyrrinótt en karlmenn
lengur. Hjá verkunarstöðinni Höfðan-
um unnu stúlkur fram á þriðja tímann í
fyrrinótt.
Sildarstúlkurnar fengu svo frí til há-
degis í gær en karlmennirnir voru
skyldaðir til vinnu kl. 8 í gærmorgun
eftirsmáblund.
Það munar því um vinnuna i sildinni
þá loksins hún kom á Höfn.
- A.St. / Júlia, Höfn.
ava
vika
Sjávarréttavikunni vinsœlu lýkur nk.
sunnudagskvöld.
Við bjóðum ótal tegundir Ijúffengra sjávarrétta á
hlaðborði í hádeginu og um k völd til
sunnudagsk völds.
Komið og bragðið fjölbreytt lostœti úr djúpum
hafsins. Munið salatbarinn vinsæla.