Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 24
HUCMYNDAFRÆMUG- UR ÁGRBNINGUR - öllu frekar en persónulegur innan Sjálfsfæðisf Sokksins, segir form. Heimdallar „Það var gaman að þessum fundi og Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins horfir björtum augum til framtíðarinnar vegna þess sam- komulags sem varð við nefndakjör á Alþingi,” sagði Pétur Rafnsson, for- maður Heimdallar, í morgun. í gær- kvöldi var fundur í fulltrúaráði Heimdallar og var formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins gestur fundarins. „Ólafur taldi nefndakjörið upphaf að meiri samstöðu innan þingflokks- ins,” sagði Pétur. „Menn eru að reyna sættir og allir, eða að minnsta kosti sumir, af vilja gerðir að reyna. Það var a.m.k. á Ólafi að heyra að hann væri maður sátta. En það var fleira rætt, t.d. hug- myndafræðileg vandamál innan Sjálf- stæðisfiokksins. Hvort vandinn innan flokksins væri kannski ekki síður hugmyndafræðilegs eðlis en á- greiningur um menn. Menn voru frekar á því, enda augljóslega tals- verður ágreiningur- um hugmynda- fræði innan svo breiðs flokks. Þá voru ræddar ýmsar tillögur flokksins í vetur og afstaða hans til ýmissa málaflokka, sem snerta ungt fólk, húsnæðismál, skólamál og enn- fremur samgöngumál og kjördæma- málið. Það var sett fram ósk um að þing- fiokkurinn bætti samstarfið við ungliðahreyfinguna. Samkomulagið við hana hefur verið ágætt, en hún ekki nýttsem skyldi.” -JH. Landsbankamálið: Málflutn- ingur tef st vegna veikinda dómara — uppgjör deildarstjór- ans fyrrverandi viö bankann hef ur að einhverju leytifarið fram Mál Hauks Heiðars fyrrum deildarstjóra í Landsbanka islands mun nú tilbúið til flutnings í Saka- dómi Reykjavíkur. Var mikið kapp lagt á könnun og undirbúning máls hjá embætti rikissaksóknara i vor, en þeim undirbúningi lauk ekki fyrr en svo nálægt réttarfríum að mál- flutningi var frestað til haustsins. Það sem nú tefur flutning máisins eru veikindi annars meðdómara Gunnlaugs Briem saksóknara. Með honum í dómnum eru tveir sérfróðir menn, annar um bankastörf og hinn löggiltur endurskoðandi. Ekki mun enn ljóst, að því er DB Itefur fregnað, hvort uppgjörá því fé sem ákærða er gefið aö sök að hafa dregið sér hefur að einhverju eða öllu leyti farið fram, eða hvort krafa um það kemur inn í hina opinberu ákæru. -A.St. Flugleiða- menn sáttir viðfrumvarpið Efni Flugleiðafrumvarpsins, sem fjármálaráðherra leggur fram á Al- þingi eftir helgina var kynnt Erni Ó. Jolin •<’ui og Sigurði Helgasyni á fundi meö samgönguráðherra Steingrími Hermannssyni, fjármálaráðherra Ragnari Arnalds og Friðjóni Þórðar- syni dómsmálaráðherra, í gærmorg- un. Urðu Flugleiðamenn ásáttir um gerð frumvarpsins í aðalatriðum. í því er að finna heimildarákvæði fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutale sitt úr 6% í allt að 20%. Heildar- hlutafé eftir aukninguna, sem hlut- hafafundur samþykkti hinn 8. októ- ber, er 3.5 milljarðar króna. Hluta- bréfakaup ríkisins, ef heimildin verður notuð, nema þá um 460 milljónum króna. Þá er heimildarákvæði fyrir ríkis- sjóð til þess að veita bakábyrgð fyrir lántökum vegna Atlantshafsflugs. Ráð er gert fyrir því að viðunandi veðtrygging fáist hjá fyrirtækinu. Þá er gert ráð fyrir heimild fyrir rikisstjórnina til að ábyrgjast rekstar- lán, ef nægileg trygging fáist, allt að 6 milljarðar króna. -BS. Sól með sólskinsbros Hún íris Hreinsdóttir kom fram með sólskinsbros í lok snyrtikynningar sem haldin var á Hótel Sögu í gœrkvöldi. Ætlunin var einmitt að láta hana líta út sem glampandi sól. Það er að vísu ekki ætlazt til að þú farðir þig á þennan hátt, aðeins verið að sýnafram á möguleikana. Sýningin var mjög vel heppnuð og voru gestir margs vísari um snyrtivörur er heim var haldið eftir margvíslega fyrirlestra. - ELA /DB-myndSig. Þorri frfálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR I7.ÓKT. 1980. Fyrirhugað Sambands- stórhýsi við Sundin blá: „Myndi spilla útsýni og náttúru” — Mótmælasamtök stof nuð og ef nt til að- gerða á sunnudaginn Samtök áhugafólks um verndun út- sýnis yfir Sundin og verndun náttúr- unnar við þau verða stofnuð á fundi í Þróttheimum við Holtaveg á sunnu- daginn kl. 14. Dagblaðið hefur áður greint frá því í fréttum að mörgum íbúum við Sundin í Reykjavik hafi hitnað í hamsi vegna fyrirhugaðrar byggingar stórhýsis Sam- bands isl. samvinnufélaga við Elliða- voginn skammt frá Holtagörðum. Segja fundarboðendur að bygging hússins „myndi ekki einasta spilla út- sýni, sem ekki verður aftur tekið, heldur og náttúrufegurð”. Ennfremur hafi bygging háhýsis við Sundin í för með sér „víðtækar breytingar á skipu- lagi svæðisins”. Aðstandendur fundarins í Þrótt- heimum standa sömuleiðis að tákn- rænni aðgerð í fundarlok. Verður af- hjúpað mótmælaskilti á fyrirhuguðum byggingarstað með viðhöfn kl. 15.30 á sunnudaginn. -ARH. Stefnuræð- unniútbýtt Forsætisráðhera lét í gær dreifa stefnuræðu sinni meðaí þingmanna. Ræðan verður flutt næstkomandi fimmtudag. Lítið er um fréttapunkta í ræðunni. Forsætisráðherra leggur þar áherzlu á að jafnvægi þurfi að skapast í efna- hagsmálum en nefnir ekki til hvaða aðgerða þurfi aðgrípa. -HH. Homafjörður: máttu sín lít ils gegn síld Enginn má við margnum. í gær- kvöldi var fyrirhugaður almennur stjórnmálafundur á Höfn í Horna- firði. Frummælendur áttu að vera Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og Egill Jónsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Fundinum varð að fresta þar sem Hornfirðingar eru á kafi í síld. Brauðstritið gengur fyrir þjóðmála- baráttunni. En vonandi verður hægt að funda í næstu brælu. -JH. Sjálfstæðismenn: Átakalítið íaustur- bæogNorðurmýri Félag sjálfstæðismanna í austurbæ og Norðurmýri hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Fundurinn fór friðsamlega fram og varð ekki vart átaka milli arma innan Sjálfstæðisflokksins. Hverfið er gróið og lítið um sviptingar. Stjórnin var endurkjörin, en formaður er Snorri «Halldórsson, forstjóri Húsasmiðj- unnar. -JH. LUKKUDAGAR: 17. OKTÓBER 26954 Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar 14 bindi frá A.B. Vinningshafar hríngi í sima 33622. Shhhibbi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.