Dagblaðið - 17.10.1980, Page 23

Dagblaðið - 17.10.1980, Page 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980. 31 fl Útvarp Sjónvarp D ANDREIROUBLEV, - sjónvarp í kvðld kl. 22,30: SNILLIGÁFAN ERFIÐ VIÐUREIGNAR „Þetta er ekki venjuleg saga þar sem „plottið” skiptir aðalmáli. Þvi getur fólk fengið mikið út úr því aö sjá seinni hlutann þó það hafl ekki séð þann fyrri,” sagði Jón Gunnarsson þýðandi um myndina Andrei Roublev. Fyrri hluti þeirrar myndar var sýndur á mánudagskvöldið og sá síðari veröur sýndur í kvöld. Myndin er að sögn Jóns öll svarthvít nema síðasti hlutinn sem er i litum. Reynt er aö bregöa upp myndum af þvi sem hugsanlega hafi boriö fyrir augu Andrei Roublev. Lítið sem ekkert er vitað um þann mann núna nema það að hann var munkur sem málaði ákaflega H Andrei Roublev var einn helzti helgi- myndamálari Rússa á 15. öld, en hér að ofan eru tvær helglmyndir mjög eln- kennandi fyrir hinn rússneska stil sem Roublev gerði vlnsælan. Kristur og Maria mey eru stifar, virðulegar verur, tákn hins óbreytilega kristindóms, og það er i gegnum þessar myndir sem al- múginn komst i tengsi við himnariki. fallegar helgimyndir.En bakgrunnur- inn er löngu týndur og tröUum gefinn. Kvikmyndin er gerð fyrir breiðtjald en vegna þess að myndin sjálf er aðal listaverkið er hver ramminn látinn sjást alveg á sjónvarpsskjánum þó það kosti gráa rönd bæði fyrir ofan og neðan myndina. Roublev er látinn eiga ákaflega erfitt með að beita sniUigáfu sinni. Fyrri þættinum lauk þar sem hann stendur i kirkju sem honum er falið að mála, en hann getur hreinlega ekki hafizt handa og er mjög miður sfn. Margt af þvi sem hendir hann er ákafiega óhugnanlegt og myndin er öll í mjög sterkum litum. - DS Erlendi hlutinn mun m.a. fjalla um þær breytingar sem striöið hefur haft á innanlandsástandið I rikjunum. ‘tjá j R i- FRÉTTASPEGILL—sjónvarp kl. 21,15: Hvaða áhrif hef ur tölvuvæð ingin á atvinnuöryggi? í FréttaspegU í kvöld verða þrjú mál á dagskrá, tvö innlend og eitt er- lent. Fjallað verður um áhrif tölvu- væðingar á íslenzkt atvinnulíf. Verður farið á vinnustaði og rætt við fólk um tölvuvæðinguna, sérstaklega með tiUiti til atvinnuöryggis. TUefnið er að sjálfsögðu prentaradeilan en starfsfólk í prent- iðnaði óttast nú mjög um atvinnu- öryggi sitt vegna tilkomu nýrrar tækni við blaðaútgáfu. Reynt verður að meta hvaða áhrif tölvuvæðingin muni hafa á atvinnulíf hér á landi næstu árin. Erlendi hluti Fréttaspegils verður um átök írana og íraka. Farið verður yfir gang stríðsins, reynt að grafast fyrU um orsakir hernaðarins, afstaða annarra ríkja til deiluaðila verður könnuð og þær breytingar sem stríðið hefur haft á innanlandsástand i íran og trak. Að lokum verður fjallað um deilu Hagkaups við bókaútgefendur. Oliver Steinn, formaður Félags íslenzkra bókaútgefanda, mætir tíl viðtals ásamt fulltrúa frá Hagkaupi. Fundur í Félagi islenzkra bókaút- gefenda felldi með 50 atkvæðum gegn 40 beiðni Hagkaups um leyfi til að selja bækur í verzluninni. Hag- kaup hefur kært málið. Ætla þeir að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort einokun í bóksölu standist gagnvart lögum. Umsjónarmaður innlenda hluta Fréttaspegilsins verður Guðjón Einarsson en erlenda hlutann annast. Bogi Ágústsson. -KMU Tölvurnar eru þegar orðnar mjög algengar I islenzkum fyrirtækjum. HETJUR Á DAUÐASTUND, - útvarp f kvöld kl. 22,35: Endurminningar f angaprestsins „Þetta eru endurminningar prests sem var fangelsisprestur í Akershus fangabúðunum í Osló á stríðsárun- um,” sagði Ástráður Sigursteindórs- son um nýja kvöldsögu, Hetjur á dauðastund, sem hann byrjar að lesa i útvarpinu í kvöld. Ástráður er skólastjóri við Réttarholtsskólann í Reykjavík. Hann þýddi sjálfur sög- una. „Þetta er stutt saga, líklega ekki nema átta lestrar og er lýsing á þeim fðngum sem presturinn á að þjóna. Það eru menn sem dæmdir hafa verið til dauða af nasistum og eru að fá sitt síðasta sakramenti. Lýsingin á þess- um mönnum er mjög áhrifamikil. Höfundurinn, Dagfinn Hauge, var ungur maður þegar sagan gerist en er núna biskup í Noregi,” sagöi Ást- ráður. - DS Ástráður Sigursteindórsson skóla- stjóri. DB-mynd Gunnar örn. LAUST STARF Starf eftirlitsmanns viö Skiloröseftirlit rikisins er laust til umsóknar. Starfssvið: Eftirlit meö ungu fólki sem hlotið hefur skil- orðsbundna ákærufrestun, svo og eftirlit með þeim, sem hlotið hafa skilorðsbundna reynslulausn úr fangelsi. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi frá háskóla í félagsráðgjöf, uppeldisfræði eða félagsfræði eða prófi frá kennaraháskóla. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. nóvember nk. Dóms- og kirkjumólaróðuneytið, 16. október 1980. AUGLÝSING eftir framboðslistum Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra. Kjósa skal 5 fuiltrúa og 5 til vara. Framboóslistum skal skila á skrifstofu Vörubilstjórafélagsins Þróttar. Framboðsfrestur er til kl. 16.00 mánu- daginn 20. okt. nk. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli minnst 21 félags- manns. Kjörstjórnin Fóiagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Sögu Súlnasal laugardaginn 18. október kl. 2 e.h. Fundarefni: Kjaramálin, verkfallsaðgerðir. Verzlunarmannafélag Reykajvlkur. BASAR Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður að Hallveigarstöðum á morgun, laugardag 18. októ- berkl. 2. Á basarnum verða m.a.: Fallegir jólamunir, fatnaður, kökur, happdrætti o.fl. Basarnefndin —VÉLAVERKSTÆÐI— Egils Vilhjálmssonar H/F SMjÐJUVEGI 9 A - KÓP. - SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head cíiyil • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla OIIVII og aðra slitfleti m/ryðfrfu harðstáli MAAR • Rerinum ventla og ventilsæti. wwo • Slipum sveifarása. FULLKOMIO MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.