Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.QKTÓBER 1980. ÐAsnamíAlsír: BARIZT UM ÞYFH) f RÚSTUNUM Alsírskur hermaður særðist lífs- hættulega í gær þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ræningjar næðu miklu magni peninga úr rústum banka eins i E1 Asnam í Alsír. Borgin er í rústum eftir mikla jarðskjálfta þar á föstudaginn og síðan aftur á mánudaginn. Ræningjarnir lögðu á flótta án peninganna eftir að þeir höfðu skotið að hermanninum með vélbyssu. Hæfðu hann fjögur skot. Mikið virðist oröið um rán og grip- deildir í E1 Asnam og til dæmis á miðvikudaginn voru þrír þjófar skotnir til bana þegar komið var að þeim við iðju sína. Frásagnir af þessu bárust til fréttamanna frá starfs- mönnum hjálparstofnana, en alsírsk yfirvöld hafa tekið fram að allar fregnir um þjófnaði á jarðskjálfta- svæðinu séu óstaðfestar. í gær var tilkynnt að ný lög væru gengin i gildi í Alsír þar sem kveðið væri á um að allt að tuttugu ára fangelsi væri við því að stela af birgð- um matar og hjálpargagna sem send væru til landsvæðanna sem harðast urðu úti í jarðskjálftunum. Ef um mjög alvarleg brot er að ræða má dómurinn vera þyngri. Lögreglan í E1 Asnam sagði að nokkrir menn hefðu verið handteknir og sætu nú inni fyrir þjófnaði. Talsmenn hennar hafa þó neitað því að nokkur hafi verið skot- inn vegna þessa. Hins vegar hefði orðrómi þess efnis verið komið af stað til að koma í veg fyrir að menn legðu í að ræna úr rústum húsa. í gær og í nótt rigndi á skjálfta- svæðunum og jók það enn á eymd íbúanna sem flestir eru nú húsnæðis- lausir. Hjálparsveitir, sem meðal annars eru með tjöld, hafa komið fólkinu til hjálpar. Þegar eru fundin sex þúsund lík og ljóst er að miklu fleiri eru grafin undir rústunum. Vietnamskir flóttamenn fáhæli Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að veita nítján vietnömskum flótta- mönnum hæli í landinu. Komu þeir með belgísku olíuskipi en áhöfn þess bjargaði þeim á Suður-Kínahafi. SÍBS Vinningur í merkjahappdrœtti Berklavarnadags 1980 kom á nr. 20472 Eigandi merkis með þessu númeri framvísi því í skrifstofu SÍBS í Suðurgötu 10. Þrátt fyrir að lýöræðislegir stjórnar- hættir hafi verið teknir upp á Spáni lifir fasistahreyfing þar góðu lifi, Myndin að ofan er af fundi ungliða i fasistahreyfingunni í Madrid, en hún var tekin á útifundi samtakanna. Ástralía: STÍÓRNAR- ANDSTÖDUNNI SPÁÐ SIGRI Alls hafa þrjár skoðanakannanir spáð Verkamannaflokknum i Ástralíu sigri í kosningunum sem verða þar í landi á morgun. Þykir flest benda til þess að flokkurinn, sem nú er í stjórn- arandstöðu, muni fá meirihluta á þingi landsins. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn, verður þó engan veginn talinn frá þar sem Gallup-könn- un á vegum dagblaðs eins í Sydney bendir til að mjög mjótt verði á munum, en stjórnarflokkurinn muni þó hanga naumlega við völd. Síðasta könnun gerir ráð fyrir því að Verkamannaflokkurinn fái rúmlega 54% atkvæða en Frjálslyndi þjóðar- flokkurinn fá tæplega 46%. Færi svo mundi meirihluti ríkisstjórnar Frasers forsætisráðherra, sem nú er upp á 48 þingsæti, breytast í fjörutíu þingsæta minnihluta. Þeir sem birtu úrslit skoðana- könnunarinnar hafa alla fyrirvara á en taka þó fram að ekki sé ástæða til annars en halda því fram að sigur Verkamannaflokksins sé í höfn. Erlendar fréttir Afganistan: HAGAMELUR Stórglæsileg 150 fermetra neðri sérhæð, allt sér, all- ar innréttingar í sérflokki. Upplýsingar á skrifstof- unni í síma 26600. Fasteignaþjónustan Sími26600 Karmal ræðir við Brésnef f Moskvu Eftirtaldar stöður við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur eru lausar til umsóknar: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRA við barnadeild. Heilsiíverndarnám áskilið. HJÚKRUNARFRÆÐINGS við húð- og kynsjúkdómadeild. Hálft starf. UÓSMÓÐUR við mæðradeild. Hálft starf. Skriflegar umsóknir berist hjúkrunarforstjóra eigi síðar en 3. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur. Heilbrigðisráð Reykjavíkur. Karmal forseti Afganistan er kominn til Moskvu og ræddi í gærkvöldi við Brésnef forseta Sovétríkjanna. Er þetta fyrsti fundur þeirra síðan Karmal komst til valda með byltingu í desem- ber síðastliðnum. Mun hann hafa óskað eftir þvi við Brésnef að stuðn- ingur og aðstoð við stjórn hans yrðu aukin. Sagt er að Brésnef hafi haft góð orð um að auka hernaðaraðstoð við stjórn Karmals í ræðu sem hann hélt í kvöld- verðarboði í gær. Sagði hann að Moskvustjórnin mundi hafa vakandi auga með hagsmunum beggja ríkjanna og uppfylla þær alþjóðlegu skyldur sem þeim bæri. Fyrir tæpu ári sendu Sovétmenn herlið inn í Afganistan og á það nú í hörðum bardögum við afg- anska skæruliða. Orð Brésnefs þykja benda til að ekki séu uppi neinar ráðagerðir um að kalla sovézka herliðið á brott frá Afganistan. Þar eru taldir vera um það bil 85 þús- und hermenn. Er það raunar talin vera ein ástæðan fyrir því að Karmal og stjórn hans hangir enn við völd. Sovét- menn réttlæta dvöl herliðs síns í Afgan- istan með friðar- og vináttusamningi milli landanna sem er frá árinu 1978. Marxistar gerðu byltingu í Afganistan í apríl það ár. Orðrómur um samn- inga um gíslana — Carter segist vilja ræða við Rajai, forsætisráðherra írans Orðrómur um að viðræður séu hafnar milli fulltrúa stjórnarinnar í íran og stjórnarinnar í Washington um að leysa gíslana í bandaríska sendiráðinu úr haldi fer nú fjöllun- um hærra vestra. Talsmenn Carters Bandarikjaforseta þræta þó fyrir að nokkur fótur sé fyrir þessu. Carter forseti tók þó fram í gær að hann væri reiðubúinn til að tala við Raji forsætisráðherra írans en hann kemur til New York á morgun til að halda ræðu á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna styrjaldarinnar á milli írans og íraks. í gær sagði hann þó að ekki væri í augsýn nein lausn sem orðið gæti til þess að frelsa gíslana. í byrjun næsta mánaðar verða þeir búnir að vera i eitt ár í prísundinni. Allar helztu fréttastofur vestra fluttu þessa frétt og flestar þeirra fullyrtu að veruleg hreyfing væri á málinu. Warren Christopher, aðstoðarut- anrikisráðherra Bandaríkjanna, var í New York í gær og ræddi við Kurt Waldheim umgíslamálið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa uppi neinar ráðagerðir um að hitta Raji forsætis- ráðherra írans þegar hann kæmi til borgarinnar. Hann sagði að Banda- ríkin mundu halda fast við hlutleysi sitt í styrjöld írans og íraks. Ef bandarísku gíslarnir yrðu leystir úr haldi sagði ráðherrann að ekki væri útilokað að íransstjórn fengi keypta varahluti fyrir herliðsitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.