Dagblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Éþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
-
Janus Guðlaugsson i leik með Fortuna Köln.
Sigurður Sverrisson skrifar f rá Köln í Vestur-Þýzkalandi:
„Mitt mottó er að hafa gaman
af lífinu og fá eitthvað út úr þvf’
— segir landsliðsmaðurinn í knattspy rnu, f viðtali við Dagblaðið í Köln í síðustu viku
Málar í f rístundum
,,Ég læt hverjum degi nægja sina þján-
ingu. Auðvitað hef ég minar framtiðar-
áætlanir og ætla mér eitt og annað en ég
geri mér far um að hafa ekki áhyggjur af
morgundeginum. Þú nærð ekki að
einbeita þér að verkefnum dagsins i dag
ef þú ert með hugann við eitthvað sem er
að gerast á morgun”. Þannig fórust
Janusi Guðlaugssyni orð er ég hitti hann
að máli sl. miðvikudag á heimili hans í
Frechen, rétt utan Kölnar., þar sem hann
býr ásamt konu sinni Sigrúnu og dóttur-
inni Láru. Janus hefur um 15 mánaða
skeið leikið með 2. deildarliðinu Fortuna
Köln og það er mál manna, sem fylgjasl
með knattspyrnunni hér að hann sé ein
styrkasta stoð liðsins. Eftir að hafa séð
hann á æfingu á fimmtudagsmorgun fór
það ekki á milli mála að Janus var einn af
lykilmönnunum.
örðugleikar hjá okkur
í haust
„Okkur hefur ekki gengið nógu vel í 2.
deildinni í haust, a.m.k. ekki í saman-
burði við startið, sem við fengum í fyrra.
Við höfum misst leikmenn vegna
meiðsla, fengið nýjan þjálfara sem ég
reyndar kann mjög vel við, ogþá tel , g
einnig að félagið hafi keypt vitlausl, þ.e.
keypt leikmenn í rangar stöður. Það eru
nú 22 atvinnumenn á skrá hjá félaginu og
hafa aldrei verið fleiri. Það eru því tveir
um hverja stöðu hjá okkur. Það er erfitt í
rauninni að finna einhverja skýringu á
gengi liðsins, en sú líklegasta er einfald-
lega sú að liðið er ekki eins gott og í
fyrra. Þó gekk okkur ágætlega t.d. í
æfingaleikjum og unnum t.d. Belgíu-
meistara FC Brugge 3—0, en siðan virð-
ist herzlumuninn hafa vantað hjá
okkur.” |
Allt önnur knattspyrna
Janus kom til Kölnar-liðsins í júní-
mánuði í fyrra og ætlaði þá jafnframt því
að leika knattspyrnu að reyna að komast
að við fþróttaháskólann -í Köln. Það
hefur gengið hálf brösulega enda mikil
sókn í skólann og gífurlega miklar kröfur
gerðar. Hann komst fljótt i aðalliðið hjá
Fortuna og hefur síðan verið lykilmaður
hjá félaginu. Reyndar átti hann við slæm
meiðsl i læri að stríða til að byrja með, en
náði sér síðan á strik. Það kemur í raun
ekki á óvart að Janus skuli vera einn
burðarása Fortuna. Eftir að hafa spjall-
að við hann eina kvöldstund er það aug-
ljóst að metnaður hans og ákveðni á sér
fáa lika.
„Knattspyrnan hérna er svo gerólík
því sem við eigum að venjast á íslandi að
það er í raun ekki rétt að bera það
isaman. Hérna gengur allt út á að láta
hlutina ganga einfalt fyrir sig. Knöttur-
inn gengur frá manni til manns og oftast
er þetta bara ein snerting. Það er ekki
verið að gera þetta erfiðara.Boltinn er
látinn vinna miklu betur og þú hreyfir
þig meira um leið og ert meira í snertingu
við leikinn. Það er hugsun á bak við
hverja hreyfingu og sendingu. Þó okkur
hafi e.t.v. ekki gengið nógu vel hérna hef
ég fengið góða krítik í blöðunum og ég
geri mér vonir um að komast í Bundes-
líguna og það má eiginlega segja að hún
sé farin að banka á dyrnar hjá mér. Hins
vegar geri ég ekki ráð fyrir að þau mál
skýrist fyrren um jólaleytið.”
hefur trú á
Guðni
okkur
Spjallið barst inn á aðra braut og við
ræddum um Iandsleikinn eftirminnilega
gegn Tyrkjum og síðan i beinu framhaldi
af því um stöðu landsliðsins í dag. „Það
er ekki gott að segja hvers vegna okkur
hefur gengið svo miklu betur nú i sumar
en t.d. siðastliðin tvö ár á meðan Youri
llitschew var með okkur. Ég get ekki sagt
það að ég finni einhvern mun á
menntun þessarra tveggja manna, Guðna
og Youri. A.m.k. tókst Youri ekki að
segja okkur neitt meira en Guðni hefur
gert í sumar, en meginmunurinn liggur
að mínu mati í því, að Guðni hefur
tröllatrú á þeim strákum, sem hann
velur. Hann treystir okkur fyrir þeim
verkefnum sem við tökumst á við en ég er
ekki svo viss um að Youri hafi gert það.
Leikmenn finna það strax að traust er
borið til þeirra og það endurgjalda þeir
með betri leik. Ekki þar fyrir, við áttum
ágæta leiki á meðan Youri var með
landsliðið en við skoruðum bara ekki
mörk: Þau hafa hins vegar komið í
sumar. Ég held að það skipti litlu máli i
sjálfu sér hvaða 11 einstaklingar þessara
rúmlega 20, sem koma til greina, skipa
liðið hverju sinni. Við náðum góðum
leikjum í Sviþjóð, Noregi og Tyrklandi
með atvinnumönnunum, en síðan voru
þeir ekki til staðar gegn Rússunum.
Árapgurinrr Vár engu að síður prýðis-
góður þó svo tap hafi orðið raunin á.
Það skiptir öllu máli að menn hafi sjálfs-
traust og þeim sé treyst til að gera góða
hluti. Hugarfarið skiptir óskaplega miklu
sé það ekki rétt er vonlaust að vænta
árangurs. Það hefur gerzt í auknum mæli
í síðustu leikjum, að við höldum boltan-
um meira en áður hefur verið. Þetta
gefur mönnum tíma til að róa sig aðeins
niður og byggja síðan skipulega upp.
Það verður erfitt að finna meiri tíma
fyrir landsliðið en verið hefur. Keppnis-
tímabilið heima er svo stutt og það er
eiginlega ógjörningur. Nú, ef þeir æda
að nota okkur sem erum hérna úti, hafa
þeir ekkert við langan undirbúningstíma
að gera því við getum yfirleitt ekki komið
nema 2—3 dögum fyrir leik. Mér finnst
þó muna mikið um einn dag í undirbún-
ingi hjá liðinu því menn ná miklu betur
saman með örlítið lengri undirbúningi.”
Aftur ventum við okkar kvæði i kross
og blm. spurði Janus hvað hann gerði í
frístundum sínum hér í Þýzkalandi. „Ég
mála mikið en hef samt ekki eins mikinn
tíma til þess og ég hefði viljað. Ég málaði
miklu meira heima því þar var meiri
frítimi.” Ég fékk að skoða nokkrar
mynda hans, auk þeirra er hanga á veggj-
um uppi og það verður að segjast alveg
eins og er að Janus er liðtækur málari.
,,Ég hlusta einnig mikið á plötur og set
alltaf tvær ákveðnar plötur á fyrir leiki
til þess að koma mér í rétt skap. Mér
hefur gefizt það vel og kem til með að
halda því áfram. Þá hef ég hugsað mér
að nota eitthvað af fritímanum til að
undirbúa mig undir svonefnt „Fussball
Lehrer” — próf héðan úr iþróttaháskól-
anum og ég geri mér vonir um að ná því
síðar meir. Þetta próf er nú algert skil-
yrði fyrir menn, sem vilja þjálfa í
Bundesligunni. Ég er ekkert farinn að
hugsa út í þetta frekar, en ætla bara að
bíða átekta og sjá hvernig þróunin
verður”.
Lœt handboltann vera
Flestir muna efalaust eftir því að Janus
var um tíma landsliðsmaður bæði í
knattspyrnu og handknattleik. Ég lagði
þá spurningu fyrir hann hvort hann væri
endanlega búinn að leggja handknattleik-
inn á hilluna.
„Já, ég hugsa það nú. Þetta fer ekki
saman, a.m.k. ekki hérna úti þar sem
keppnistímabilin í báðum greinum eru á
sama árstíma. Heima fannst mér gott að
vera i handboltanum yfir veturinn til þess
að halda mér í æfingu en síðan setti ég
mér það takmark að komast í landsliðið
og það tókst. Ég gerði það mikið til þess
að afla mér reynslu, sem hefur komið
mér til góða hér úti þó ekki leiki ég hand-
bolta hér. Reynsla er bara hlutur, sem
ekkert getur komið í stað fyrir. Hún er
geysilega dýrmæt ekki sízt þegar komið
er út í atvinnumennsku. Hins vegar gæti
'ég alveg hugsað mér að þjálfa i hand-
knattleik því ég hafði mikið yndi af því á
meðan ég var i Hafnarfirðinum. Ég veit
þó ekki hvers vegna. Bera saman hand-
og fótbolta? Það er svo erfitt því þettta
eru svo ólíkar greinar, sem frekast getur
orðið. En það er víst að knattspyrnan er
miklum mun erfiðari íþrótt, ef þú ætlar
þér að verða toppmaður í henni. Það
tekur þig ekki langan tíma að komast á
toppinn í handboltanum:
Visst álag fylgir
peningunum
Það er ekki hægt að neita því að visst
álag fylgir peningunum og því að vera at-
vinnumaður í knattspyrnu. Ég hef hins
vegar mjög gaman af þessu — annars
hefði ég aldrei farið út í þetta. Auðvitað
fylgdu þessu ýmsir erfiðleikar í önd-
verðu, en þeir eru einungis til að læra af
þeim. Þeir eru hluti af hinni ómetanlegu
reynslu. Nei, ég held ég eigi í sjálfu sér
ekki neina sérstaklega minnisstæða leiki
öðrum fremur hér úti en auðvitað kemur
leikurinn gegn Tyrkjum fyrst upp í hug-
ann þegar spurt er um minnisstæða leiki
og markið mitt á að sjálfsögðu sinn þátt
í því. Leikirnir hérna í 2. deildinni eru í
raun allir mjög svipaðir þannig að það
þarf eitthvað stórbrotið að gerast til þess
að þeir verði minnisstæðir. Hver leikur
hér er í raun eins og landsleikur hjá
okkur heima. Það fer hálf vikan i að
undirbúa hvern leik.”
Er ekki á heimleið
Nokkuð háværar raddir hafa heyrzt
heima á íslandi þess efnis að Janus muni
snúa heim í vor. Ég spurði hann hvort
það væri raunin. ,,Nei, það held ég ekki.
Það má þá eitthvað ákaflega óvænt
koma upp á ef svo verður. Þó svo ég
komist ekki í Bundesliguna i fyrstu til-
raun tel ég mig hafa það svo gott hér hjá
Fortuna að ég gæti allt eins dvalið hér
áfram. Mér finnst bæði gott og gaman að
vera hérna og ég hef það fyrir lífsmottó
að fá eitthvað út úr lífinu. Gerirðu það
ertu ánægður. Hafirðu ekki gaman af
lífinu — til hvers ertu þá hér?” -SSv.
CIBONA LEK A ANNARRIHÆÐ
—Júgóslavamir sigruðu Val 110-79 ífýrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarmeistara
„Ég er ánægður með mína menn, við
unnum leikinn á hæðinni og góðum
skyndisóknum, en hins vegar held ég að
við getum lofað betri leik annað kvöld.
Beztu menn Vals í leiknum, fannst mér
vera leikmenn númer 5 (Rikharður
Hrafnkelsson) og 15 (Þórir Magnús-
son, þeir hittu vel úr langskotunum”
sagði þjálfari júgóslavneska liðsins
Cibona Zagreb.Mirko Novosel, eftir að
liðið hafði unnið Val 110—79 i fyrri
leik liðanna i Evrópukeppni bikar-
meistara i körfuknattleik f Laugardals-
höll i gærkvöldi. í hálfleik var staðan
59—32.
Alls ekki slæmur árangur hjá Val,
þegar haft er I huga að Júgóslavar eru
beztir allra þjóða Évrópu I körfuknatt-
leik og hafa verið það undanfarin átta
ár. Til samanburðar má geta þess að
danska liðið Stevnsgade tapaði fyrir
Bosna Sarajevo, sem einnig er frá
Júgóslaviu, 69—121, í fyrri leik Uðanna
i sömu keppni, en sá var leikinn i Kaup-
mannahöfn.
Án efa hefðu Valsmenn getað
saumað enn betur að Júgóslövunum, ef
Bandaríkjamenn þeirra, Ken Burrell og
John Johnson, hefðu verið í stuði í
leiknum. En því miður var því ekki
fyrir að fara, Burrell hitti ákaflega illa
og John Johnson virtist vera í frekar
lélegri æfingu, skaut litið, en hitti hins
vegar allvel. Islendingarnir stóðu hins
vegar fyrir sínu.
Taugaóstyrkur setti mjög mark sitt á
leikinn í upphafi, og virtust Júgóslav-
arnir ekki síður vera undir þá sök
seldir. Þeir skoruðu fyrstu tvö stig
leiksins og var þar að verki leikmaður
númer 5, Aleksander Petrovic, en hann
var mjög atkvæðamikill í leiknum.
Torfi svaraði fyrir Val og siðan var
aftur jafnt 4—4, áður en Júgóslavarnir
settu í annan gír og skoruðu næstu sjö
stig. Þar með var tónninn gefinn, þeir
heldu áfram að raða inn stigum og
Valsmenn læddu inn einu og einu stigi
inn á milli. Eftir fjórar mínútur
munaði fjórum stigum, 13—6 og átta
mínútum síðar var munurinn orðinn
37—18. Áfram héldu „Júkkarnir” að
breikka bilið og í hálfleik munaði 27
stigum, staðan 59—32 fyrir Cibona.
I upphafi siðari hálfleiks náðu Vals-
menn síðan sínum bezta kafla, hittnin
var góð hjá þeim, en Júgóslövunum
voru eitthvað mislagðar hendur í sókn-
inni. Er þrjár mínútur voru liðnar af
hálfleiknum var staðan 65—44 og hinir
rúmlega þúsund áhorfendúr tóku nú
við sér og áttu jafnvel von á að Vals-
menn myndu láta kné fylgja kviði. En
Valur náði ekki að minnka muninn
frekar, þetta 21 stigs bil hélzt næstu
mínúturnar og eftir átta mínútna leik
var staðan 78—57. Upp úr því smájuku
Júgóslavarnir forskot sitt og á 17.
mínútu rufu þeir 100 stiga múrinn,
staðan 100—72. Lokakaflinn var síðan
eign þeirra.
Þrátt fyrir að við ofurefli væri að
etja sýndi Valsliðið góðan leik. Það er
ekkert grín að hitta í körfuna með
tveggja metra risa fyrir framan sig, en í
liði Cibona voru sjö menn tveir metrar
eða hærri. Það segir sína sögu að
„dvergurinn’Mliðinuer 1,86!
Ríkharður Hrafnkelsson og Þórir
Magnússon áttu báðir góðan leik, skor-
uðu fallegar körfur með skotum utan
af vellinum, en það er e.t.v. táknrænt
fyrir leikinn, að þegar Þórir reyndi
körfuskot úr vinstra horni sínu í fyrri
hálfleik, eftir að hafa skorað tvívegis í
röð af sama stað, voru komnir tveir
tveggja metra „Júkkar” á hann og
vörðu skot hans. Þá áttu Torfi
Magnússon og Kristján Ágústsson
einnig góðan dag.
Lið Cibona er gífurlega sterkt, á þvi
er enginn vafi. En einhvern veginn
fannst manni þeir aldrei taka á öllu
sínu. Petrovic (nr. 5) sýndi afbragðs-
leik, skoraði úr nánast öllum færum,
en einnig voru þeir Nakic (nr. 4), Danik
(nr. 8) og Usic (nr. 13) iðnir við kolann.
Stig Vals: John Johnson 16, Ken
Burrell 14, Torfi Magnússon 13,
Kristján Ágústsson 12, Ríkharður
Hrafnkelsson og Þórir Magnússon 10
hvor, og Jóhann Magnússon og Gylfi
Þorkelsson 2 hvor.
Stig Cibona: Petrovic 29, Nakic 18,
Usic og Danik 16 hvor, Knego 11,
Cosic 10, Gospodnetic 8 og Bevanda 2.
-SA.
Jóhann Magnússon skorar sin einu stig i
fylgjast spenntir með
leiknum meðan
aðrir leikmenn
DB-mynd: S.
„Vinningurinn kemur sér
vel í f ramhaldsnáminu”
— sagði Kristinn Jónsson nemandi í Kennaraháskólanum
Vióar Halldórsson æfði um tima hjá Fortuna Köln. Myndin var tekin á æfingu. Viðar til vinstri, Daninn Flemming f miðið og
Janus til hægri. DB-mynd: Sigurður Sverrisson.
„Vinningurinn kemur sér ákaflega
vel núna, þvf ég og eiginkona mín
erum i námi I framhaldsdeild Kennara-
háskóla íslands. Hófum þar nám i
haust eftir að hafa kennt þrjá vetur á
Reykjaskóla. Það var mjög óvænt að
fá þennan hæsta vinning i Getraunun-
um”, sagði Krístinn Jónsson, kennari,
þegar honum var afhent vinningsupp-
hæðin i fimmtu leikviku Getrauna í
haust — tvær milljónir sjö hundruð
þrjátiu og átta þúsund fimm hundruð
og fimm krónur á sl. miðvikudag.
Hæsti vinningur, sem Getraunir hafa
greitt út frá upphafi. Kristinn var með
12 rétta á átta raða seðli. Hann er
kvæntur Sigurlaugu Bjarnadóttur og
eiga þau tvær dætur. Kristinn er 27 ára.
Um síðustu helgi fékk Selfyssingur enn
hærri upphæð i Getraunum og aukning
hjá Getraunum hefur verið um 130% i
krónutölu — 50% f getraunaseðlum —
frá því á siðasta starfsári.
Kristinn var með alla leikina 12 rétta
á átta raða seðli leikdaginn 20. septem-
ber sl. Það var í þriðju röð seðilsins og
Kristinn notaði ekkert kerfi. Fyllti út
allar raðirnar eftir því, sem honum datt
í hug. Notaði ekki teninga ogárangur-
| inn varð þessi 5-7-12-6-6-5-5 og 4, það
er fimm rétttir leikir í fyrstu röðinni.
Fjórir réttir í þeirri síðari.
„Ég fylgist talsvert með ensku knatt-
spyrnunni í blöðum og sjónvarpi en
hafði ekki tippað i þrjú ár, þegar ég
byrjaði aftur í haust. Þetta var þriðji
jseðillinn, sem ég hef verið með í haust.
Ég vissi í hádeginu sunnudaginn 21.
september eftir að tilkynning hafði
verið lesin frá Getraunum í útvarpinu
að ég var með 12 rétta. Það var talsverð
spenna á mánudag, þegar ég beið eftir
því hvort fleiri yrðu með 12 rétta. Svo
varð ekki og vinningsupphæðin skiptir
því verulegu máli. Hátt í þrjár milljón-
ir”, sagði Kristinn.
„Það hefur verið geysimikil aukning
hjá Getraunum i haust — og um
síðustu helgi voru raðir 156 þúsund.
Hæst á síðasta starfsári voru 144
þúsund raðir. Það má því segja að það
stefni í eina röð á hvern íbúa landsins.
Þátttaka er mjög misjöfn eftir stöðum.
í Reykjavík er þátttakan komin talsvert
upp fyriræina röð á íbúa — voru yfir
120 þúsund síðast. Sama er að segja um
Keflavík — þar voru sjö þúsund raðir.
Hafnarfjörður er nálægt þvi að vera
með eina röð á íbúa”, sagði Ólafur
Jónsson, starfsmaður Getrauna, þegar
Kfistni var afhent vinningsupphæðin á
miðvikudag. Hann er eini fasti starfs-
maðurinn hjá Getraunum en fimm
stúlkur starfa við að fara yfir raðirnar á
mánudögum. Sigurgeir Guðmannsson
er framkvæmdastjóri Getrauna en i
stjórn eru Gunnlaugur J. Briem for-
maður, Sigurður Geirdal, Friðjón
Friðjónsson, Gunnar Sigurðsson og
Þorsteinn Einarsson.
Um síðustu helgi var potturinn tæpar
sex milljónir króna hjá Getraunum —
aukning er mikil og almenn um allt
landið. Ef svo stefnir sem horfir má
fara að búast við mjög stórum
vinningsupphæðum ef einhver verður
svo heppinn að vera með 12 rétta einn
eins og Kristinn Jónsson var 20.
september sl. Kannski er von í sjö, átta,
jafnvel níu milljón króna vinning,
þegar nálgast jól.. Vinningar skatt-
frjálsir. .hsjm.
Kristni Jónssyni afhentur tékki að upphæð 2.738.505 kr. — hæsti vinningur, sem greiddur hefur verið út hjá Getraunum. Frá
vinstri Kristinn, Sigurgeir Guðmannsson, Gunnlaugur Briem, Ólafur Jónsson og Sigurður Geirdal, fulltrúi UMFl, sem
afhenti Kristni vinninginn. DB-mynd EÓ