Dagblaðið - 13.01.1981, Page 2
2
/■
Þaðþarfaðfjölgafólkií:
HAGNÝTRI
FRAMLEÐSLU
—ekkiáskrifstofumsemframleida
vandræði
Garöar Björgvlnsson, útvegsmaður á ‘
Raufarhöfn, skrlfar:
Margir halda ef til viU að ég og aðr-
ir sem skrifa greinar í blöð séu
óánægðir með lífiö og fái á þennan
hátt útrás fyrir skapvonzkuna. í
mörgum tilfellum er þetta rétt.
Sjálfur hef ég ekki yfir neinu að
kvarta, en sem sannur íslendingur
hef ég meiri áhyggjur af velferð
þjóðar minnar, þvi ég sé hvert stefn-
ir.
Nú er svo komið að við förum létt
með að veiða það magn sem við
megum veiða af öUum fisktegundum
nema kolmunna. Við bætum eflaust
við togurum og Öörum dýrum
skipum, það þarf að stoppa strax.
Ættu stjórnvðld að snúa sér strax að
þvi að gera úttekt á fiskiskipaflota
landsmanna. Þar kæmi örugglega
fram að að skaðlausu mætti selja
hluta fiotans úr landi þvi hann er orð-
inn okkur óhagkvæmur. Peningana
mætti nota til uppbyggingar á fisk-
eidjsstöðvum.
Ég er á móti erlendum lánum með
háum vöxtum og bráðabirgöaaðgerð-
um sem viröast vera orðin einu úr-
ræðin sem stjórnmálamenn geta
komið sér saman um. Forystusauð-
um okkar virðist vera fyrirmunað að
skilja að það er ekki hægt að eyða
meiru en aflað er. Framleiðni er of
lítil miðað við þarfir. Af hverju?
Vegna þess að við höfum tilhneigingu
til að hlaöa utan á kerfið í stað þess
að búa betur að framleiðsluatvinnu-
vegunum. Hvers vegna allt þetta
skrifstofubákn: bankakerfi, trygg-
jngakerfi og þrefalt dreifikerfi olíu.
Hvers vegna.er þetta liðið? Vegna
þess að það eru svo margir sem eiga
hagsmuna að gæta. Sjómenn eru
störfum hlaðnir og sundurleitur
hópur, það er kominn tími til að þeir
láti til sfn taka. Hverjir leggja til 87%
gjaldeyristekna þjóöarinnar? SJó-
menn. Hugleiðum afl okkar, sjó-
menn, gerum athugun á stöðu okkar.
Á undanförnum árum hefur verid fjárfest i mörgum glæsilegum skipum, eins og
þessu. Þau skila miklum hagnaöi i þjóóarbúið, en gætu hæglega skilað miklu
meiru, t.d. ef þau væru látin um að fiska þær sfldar sem má fiska. I stað þess að'
láta stóran flota óhagkvæmra skipa berjast um sfldina á hverju hausti.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
Hér er verið að framleiða sælgæti f fslenzkri verksmiðju. Siggi flug segir að vörugjaidið sem samþykkt var á Alþingi nýlega
sé eins og blaut dula framan f iðnaðinn f landinu.
Mishepprað yfirklón
Hjáseta við afgreiðshi
vörugjaSds
—samt svínbundinn flokknum
Siggi flug skrifar:
Það var býsna athyglisvert að lesa
nokkurs konar „greinargerð” frá
Guömundi G. Þórarinssyni, sem mér
fannst reyndar miklu fremur yfirklór
hans til þess aö réttlæta afstöðu hans
með hjásetu hans á alþingi er hið al-
ræmda vörugjald á sælgæti og gos-
drykki var samþykkt.
Til þess að geta skilið afstöðu GGÞ
verður maður að hafa að einhverju
leyti kynnt sér hvernig framsóknar-
menn hugsa er þeir taka afstöðu til
þjóðmála. Auðvitað hugsaði GGÞ
rétt er hann „þóttist” vera á móti
hinu illræmda gjaldi og hann eyðir
mikilli prentsvertu í það að túlka hár-
rétta afstöðu sína í málinu. Hann veit
nefnilega að þetta vörugjald er eins
og blaut dula framan í iðnaðinn í
landinu, iðnað sem reynt hefur verið
að vernda, síðast með aðlögunar-
gjaldi svonefndu, sem síðan var af-
numið, en í staðinn kemur skattur,
framleiðslugjald, sem sízt var til
verndar islenzkum gosdrykkja- og
sælgætisiðnaði gegn innfiutningi
erlends varnings, sælgætinu.
Guðmundur G. Þórarinsson notar
anzi skemmtilegar millifyrirsagnir og
kjallaragrein hans nefnist Stjórn-
vizka eða aulaháttur, sem mér finnst
einkar rétt fyrirsögn á grein hans og á
þeim málstaö er hann er að reyna að
klóra yfir.
Allar millifyrirsagnirnar eru anzi
skáldlegar og eiga vist að rugla menn
eitthvað í ríminu: „Séð hef ég köttinn
syngja á bók”, ,,Að öllu þessu
samanlögðu”, „Mín afstaða er alveg
klár” (er hún klár),. „Hinn hreini
tónn” og loks „Snemma beygist krók
urinn” og hann biður menn að virða
sér til vorkunnar að hann færi ekki
að fella ríkisstjórnina á gotteríinu.
Já, snemma beygist krókurinn
Guðmundur G. Þórarinsson, það er
nefnilega framsóknarkrókurinn sem
GGÞ hefur hangið á um alllangt
skeið. „Hvað varðar mig um þjóðar-
hag?” sagði eitt sinn einhver öreiga-
leiðtogi fyrir norðan. Kannski GGÞ
ætli að taka þátt í þessum talkór.
Hvað varðar alþingismenn yfirleitt
um þjóðarhag eftir að þeir eru
komnir á þing.
Guðmundur G. Þórarinsson er
orðinn þingmaður og sem slíkur
lætur hann hafa sig tii þess að semja
fjárlög áður en vitað er um tekjurnar.
Lætur síðan hafa sig til þess að semja
álögur tii þess að fjárlög standist.
Þetta er ekki góð latína af verk-
fræðingi.
Ég hefi lesið margt sem GGÞ hefur
borið fram og sumt af því finnst mér
gott. Ég hefi alið þá von í brjósti að
við bæjarbúar hefðum í GGÞ eignazt
fulltrúa sem við mættum treysta og
sem væri sannur fulltrúi okkar.
Þessi von hefur brugðizt, því GGÞ
er fyrst og fremst framsóknarmaður
og okkar reynsla Reykvíkinga af
þeim kynþætti er sú að hann er ekki
velviljaður bæjarbúum.
Getur nokkur maður sýnt okkur
betur en GGÞ hve algerlega hann er
svínbundinn sínum fiokki, þannig að
heilbrigðskynsemi másín einskis.
Mér datt þetta (svona) í hug.
Sagaírumferðinni:
llla haldnir karlbílstjórar
Kvenbilstjóri hringdi:
Það var hér um daginn í slabbi og
leiðindafærð, að ég varð fyrir því
óláni aö bíllinn minn drap á sér á
gatnamótum Hafnarstrætis og
Lækjargötu, þannig að umferð sem
átti leið upp Hverfisgötu komst ekki.
Ég og önnur kona er með mér var í
bilnum fórum út að ýta, en þar sem
það var mikið slabb þá gekk verkið
seint. Síðan fengum við til liðs við
okkur ungan svein, tólf ára gamlan.
En bílstjórarnir sem þurftu að bíða
eftir því að komast yfir gatnamótin
virtust ekki hafa hinn minnsta áhuga
á að fiýta fyrir því að þeir kæmust
leiðar sinnar, heldur sátu þeir sem
fastast í bilum sínum og kölluðu
„ertu bensínlaus” og „það þarf að
taka úr handbremsu áður en ýtt er”.
Ekki sniðugt?
í vatnsgangi getur það komið fvrir
beztu bfla og bilstjóra að bfllinn drepi
ásér.
—hugarórarun
kvenbflstjóra
Að lokum kom bílstjóri og hjálp-
aði okkur að starta bílnum með því
aö tengja á milli. Og hér með vil ég
þakka honum fyrir hjálpina. En við
hina sem bara skemmtu sér yfir óför-
um kvenbílstjóra vil ég aðeins segja
að ég vorkenni ykkur.
</
V