Dagblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981. 9 Erlent Einn liður i Kampútseuhjáipinni var fólginn i að koma matvælum yfir landamærin frá Thaiiandi til Kampútseu. Hér biður fólk eftir matarskammti sinum i flótta- mannabúðunum i Nong Chan. Þennan dag sem myndin var tekin biðu um 16 þúsund manns innan frá Kampútseu eftir hrisgrjónaskammtinum, tuttugu kilóum á hvern. Margt af þessu fólki átti margar dagleiðir innan úr landinu til landamær- anna að baki. sagt: „Hér eru miklir fjármunir til skiptanna. Hví ætti ríkisstjórnin að láta sér nægja þrjú prósent þegar hægt er að þéna 100 dollara á tonn- inu?” Því var ákveðið að öll innkaup ættu að fara i gegn um innkaupaaðila ríkisstjórnarinnar. Útkoman varð sú að FAO keypti hrísgrjónaútsæði fyrir um 370 dollara tonnið. „Hreinn og klár þjófnaður,” sagði háttsettur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna við blaðamann Le Monde. Thailenzka ríkisstjórnin komst upp með að vinna á þennan hátt vegna þeirra skilyrða sem þeir settu alþjóðastofnunum í hjálparstarfinu. Þeir vildu ósköp einfaldlega hafa sinn skerf af kökunni. Hvort það yrðu minni peningar eftir til að kaupa fyrir mat og sáðkorn til þeirra flótta- manna sem ógnarstjórn Pol Potts hafði skilið eftir í Kampútseu og voru í flóttamannabúðum á thailenzku landsvæði virtist angra thailenzk stjórnvöld lítið. Erfiðar aðstæður Eftir að hafa unnið i fjóra mánuði við hjálparstarfið í Thailandi, þá geri ég mér fyllilega grein fyrir þvi að það er gífurlega erfitt fyrir hjálparstofn- anir að vinna við aðstæður sem þama ríkja. Stærð hjálparaðgerðanna ein sér er nægileg til að valda vand- kvæðum, að maður tali ekki um þegar margar hjálparstofnanir og fólk frá mörgum löndum fer að vinna saman í ókunnu landi. Get ég nefnt eitt lítið dæmi. Síðasta mánuðinn sem ég dvaldi við landamærin var það í minum verkahring að sjá um hluta verklegra framkvæmda í flótt'a- mannabúðunum, bæði á landamær- unum sjálfum og inni í landinu. Reisa þurfti mikið af húsum fyrir flótta- fólkið og einnig sjúkrahús og aðra aðstöðu fyrir hjálparstarfið. Helzta byggingarefnið í þessum heimshluta í slíkar byggingar er bambus og á tíma- bili var byggt úr fleiri bilhlössum af bambus ádag. í upphafi þegar alþjóðahjálpar- stofnanirnar hófu störf á landamær- unum þekktu starfsmenn þeirra litt eða ekki til í þessum heimshluta og urðu að reiða sig á innlenda starfs- menn. Efniviður til bygginga var keyptur með milligöngu þeirra. Þegar tímar liðu og menn fóru að komast betur inn í aðstæður var ljóst að reyna yrði að komast að eins hag- stæðum kjörum og hægt væri. Hver bambusstöng var keypt á 8 til 10 bath, eða 160 til 200 gamlar krónur ísl. Hvert bílhlass var 1000 til 1200 stangir svo hér var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við fórum að kanna málið betur og þá kom í ljó; að með því að fara út í skógana og semja beint við þá sem hjuggu bambusinn var hægt að fá bambus- stöngina á 60 til 80 krónur. Síðan voru gerðar áætlanir um innkaup nokkra daga fram í tímann, gerðir hagstæðir samningar um flutning, þannig að bambusinn varð allt að því helmingi ódýrari en í gegnum hina innlendu milliliði. Peningarnir sem spöruðust komu starFi okkar Rauða krossfólksins á landamærunum beint til góða. Hægt var að auka aðrar framkvæmdir og byggja betur i hag- inn fyrir flóttafólkið. Þetta dæmi sýnir að ekki fer allt illa og stundum heppnast að láta hlutina ganga upp. Margir þöguiir Alþjóðlegu hjálparstofnanirnar sem unnið hafa að hjálparstarfinu eru lítt fúsar að opinbera hvað þær vita um spillinguna, þjófnaðina og annað það sem miður hefur farið í hjálpinni til hinna hungruðu í Kampútseu. Svo lengi sem þeir vinna í landinu verða þeir að halda friðinn við yfirvöldin i landinu. Þess vegna þegja þeir. En Warnermálið í Bandaríkjunum sýnir að ýmislegt hefur þarna verið á seyði og það er til fólk innan alþjóða- samtakanna sem segir að þetta sé bara „toppurinn á ísjakanum”. Spurningin er hvort hér hafi átt sér stað misferli á háu stigi, og hvort það komi nokkurn tíma fram í dagsljósið. En það er víst að vandfundin er sú hjálparaðgerð sem orðið hefur fyrir jafnmiklum ásökunum eins og Kampútseuhjálpin. En eitt er vist. Hjálparstarfið sem lauk nú um áramótin og stjórnað var af Alþjóða Rauða krossinum og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna náði því sem menn vonuðu. Flótta- fólkið frá Kampútseu getur í dag litið fram á bjartari tíma. Hungur- vofunni var bægt frá. (Að nokkru byggt á norska Dagbladet) Erlent Erlent Erlent „Þorskur ársins”í Danmörku Ekstrabladet í Kaupmanna- höfn hefur valið danska þing- manninn Erhard Jacobsen „þorsk ársins”. „Þorskur ársins” er sá maður sem að áliti blaðsins hefur hagað sér heimskulegast á árinu. Sá sem hlýtur titilinn fær að launum stærðar þorsk. Ekki vildi þingmaðurinn, sem er formaður danska Mið- flokksins, stilla sér upp til myndatöku fyrir blaðið, sem vonlegt er. Sagðist hann frekar vilja tala við rottur, moldvörp- ur og apa en blaðamenn Ekstrablaðsins. Orkumálaráðherra Dana, Poul Nielson, varð númer tvö í vali blaðsins. „Þorskur ársins”, Erhard Jacobsen. Það hefur líka snjóað rausnarlega á fiá suður í Bœjaralandi að undanförnu. Bílstjörinn á fiessum híl á hara eftir að skafa smávef>is af afturráðunni of> þá er hann ferðaklár. Snjórinn Snjórinn I Bretlandi reyna þeir hins vegar á sama tíma að sjá hros- legu hliðina á hlessuðum salt- austrinum. * 'a *e> „o o°tO o fo o °e> ‘ o © /e < ° Oo^D o o o° o °° o O 1 °no O 0 °o O°ooí O o O ° „O ' O oVn' 0 P o °o%\ 0o°o>0 •- 60 e 5 l°°o' t _ & O rt Roger Moore ákveöinn í aö hœtta sem James Bond — Ener þaö aöeins kœnskubragö? „Hætta ber leik þá hæst stendur,” segir einn af vinsælustu og eftirsótt- ustu kvikmyndaleikurunum, Roger Moore. „Mér finnst ég ekki hafa elzt neitt siðan ég lék í minni fyrstu James Bond-mynd, „Live And Let Die”, árið 1973. En nú finnst mér tími til kominn að hætta.” Þessa dagana vinnur hann að gerð enn einnar James Bond-myndar, , ,For Your Eyes Only’ ’, í London. Eiginkona Rogers Moore, Luisa, er sammála því að hann eigi að segja upp starfi sínu sem hinn kvensami og hættulegi njósnari 007. „Hann er orðinn of gamall til að leika James Bond,” segir hún. En er hægt að treysta ákvörðun Rogers Moore? Hann hefur sagt þetta áður. Það var þegar kvik- myndatöku síðustu James Bond- myndar, „Moonraker” var lokið. Það er þekkt kænskubragð frægra leikara að tilkynna að þeir ætli að faraað hætta. Þegar framleiðandi James Bond- myndanna frétti að „Moonraker” yrði síðasta Bond-myndin með Roger Moore í aðalhlutverki varð hann áhyggjufullur. En það tókst að fá Roger Moore til að leika í enn einni mynd, „For Your Eyes Only”. En launagreiðslurnar voru þá líka veru- lega hækkaðar. Moore fær litlar 10 milljónir nýkróna fyrir að vera njósn- arinn 007 sem leggur stúlkurnar að fótum sér. Roger Moore fær í nýju myndinni franska stúlku, Carole Bouqet, sem mótleikara. Hún er 23 ára og fer með Roger Moore ásamt eiginkonu sinni, Luise. — Þau eru bæði á þvi að hann eigi að hætta að lcika 007. hlutverk grísk-enskrar stúlku sem ætlar að hefna dauða foreldra sinna. Carole Bouqet var að læra í Sor- bonne háskólanum í París þegar leik- stjórinn Luis Bunuel kom auga á hana og bauð henni hlutverk í mynd sem hann vann að. Myndin sló í gegn og Bouqet fékk góða dóma. James Bond-myndin sem nú er verið að vinna að er sú fjórða sem Roger Moore leikur í. Hann er eftir- sóttur og hann nýtur þess. En gagn- rýnin hefur ekki alltaf verið jákvæð. Margir líta t.d. enn á Sean Connery sem hinn eina sanna 007. „Mér er sama, ég get ekki gert að því þó fólk hafi engan smekk,” segir Roger Moore.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.