Dagblaðið - 13.01.1981, Síða 10

Dagblaðið - 13.01.1981, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981. a ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttir Hvor er betrí grár eða hvrtur? Mistök í hreinsun eða meðfædd óánægja Þórey Björgvinsdóttir sem búsett er 1 Garðabæ kom við á ritstjórn DB meö ullarjakka. Jakkann hafði hún nýverið látiö hreinsa og var afar óánægð, bæði með vinnuna og það dónalega viðmót sem hún sagðist hafa fengið i hreinsuninni. Jakkinn er brezkur úr ullarefni. Að sögn Þóreyjar hafði hann verið hvít- ur i upphafi. Búið var að hreinsa hann tvisvar áður og alltaf var hann jafnhvítur. En ur úr síðustu hreinsun segir hún hann hafa komið eins og við sáum hann, gráan. í sömu hreins- i un hafði farið útsaumaður klukku- strengur sem kom út með nákvæm- lega sama gráa litnum. Síðustu hreinsunina hafði Efna- laugin í Nóatúni framkvæmt. Maður ! Þóreyjar hafði farið með jakkann þangaö ásamt klukkustrengnum og dökkbláum útsaumuðum dúk. Hann: kom síðan við á heimleið úr vinnu og tók við hlutunum. Búið var að pakka þeim inn þegar hann kom þannig að hann skoðaði ekki vinnuna. Þegar BLÓMAHORNIÐ ABUTILON HYBRIDUM Kiukkutrá Klukkutréð er ættað af hitabeltis-| svæðum Ameríku. Klukkutréð er ár-' angur af kynblöndun nokkurra af- brigða, sem ekki hentuðu eins vel sem stofublóm. Blöðin eru oftast ljós- græn, en liturinn getur verið breyti- legur og gulflekkótt afbrigði eru ekki óalgeng. Blöðin geta jafnvel verið ólik að lögun. Greinarnar leita upp á við, blaðstilkurinn er mjór og blöðin eru þunn. Blómin eru klukkulaga, oftast i rauðum eða gulum lit, en einnig eru til hvit, bleik og appelsínu- gul afbrigði. Klukkutréð blómstrar á vorin og nær blómgunin hámarki yfir sumarmánuðina. Klukkutréð er auðvelt í ræktun, er1 sólelskt og þrífst bezt í venjulegum jarðvegi. Á vaxtartímanum er því gefin áburðarupplausn og vökvað ríf-' lega. Yfir veturinn er aðeins vökvað þannig að moldin sé rök. Umpottun fer fram á vorin og um leið er plantan klippt niður. Klukkutrénu er venju- lega fjölgað með græðlingum, sem mynda fijótt rætur. Til þess að fá þéttan vöxt er nauðsynlegt að topp- klippa ungar plöntur oft. - JSB / VG Jón Sævar RalHvinsson Afar sólelsk (þolir ekld afl standa I steikj- andi sólarhita). Vökvist riflega yfir sumarmánuflina, minna ó veturna. Áburðarupplausn gefin reglulega yfir vaxtarskeiflifl. Venjulegur stofuhiti hæfir vel. heim var komið og böggullinn opn- aður kom hins vegar gráminn i ljós. Þórey fór þá aftur með jakkann í hreinsunina og fékk því framgengt að hann var hreinsaður aftur. Hún segir gráa .litinn hafa lýstst lítið eitt við i þessa seinni hreinsun en þó varð jakk i inn ekki jafnljós og hann hafði verið. Þegar hún kom að taka hann í seinna sinnið og sá hvernig hann var neitaði hún að taka við honum. Hún segir eiganda hreinsunarinnar þá hafa sagt að hún svo sem réöi því en jakkinn yrði ekki þar til frambúðar. Tók hún það sem hótun um að ef hún ekki tæki fiíkina yrði henni komið fyrir kattarnef. Hún tók því við jakkanum og sagði eiganda hreinsunarinnar hafa stungið í vasa hans þeim fimm þúsund g.kr. sem hreinsunin kostaði. Kvað hún manninn hafa verið hinn mesta dóna og hefði hann ekki viljað neitt gera til þess að bæta fyrir skaðann. Við hreinsum föt, óhreinkum þau ekki Sigurjón Þórðarson eigandi Efna- laugarinnar í Nóatúni sagði að jakki Þóreyjar hefði verið grár þegar hann kom í hreinsun. „Við hreinsum föt en óhreinkum þau ekki,” sagði hann. Hann sagði að jakkinn hefði greini- lega verið orðinn gamall og byrjaður að slitna og útiiokað væri aö hann yrði nýr við það eitt að hreinsa hann. Hann sagði Þóreyju hafa komið með hvítan ullarlagð þegar hún sótti jakk- ann og krafizt þess að sami litur væri á jakkanum og honum. Sér væri hins vegar lífsins ómögulegt að verða við þeirri kröfu. Um klukkustrenginn væri það að segja að þegar slíkir strengir væru búnir að hanga uppi í e.t.v. 20 ár í reyk yrðu þeir gráir. Það' vissi hann eftir að hafa unnið við hreinsun siðan 1950. Greinilegt væri að Þórey væri fædd óánægð og ef fólk vildi vera óánægt þá mætti það vera það. Búið væri að hreinsa jakk- ann tvisvar eða þrisvarog meira væri ekki hægt aðgera. •DS. Jakkinn og klukkustrengurinn sem i hreinsunina fóru. Það fer eftirj duttlungum prentvélarinnar sem þettal prentar hvort litarmunur á lopanum sem lagður er á jakkann og honum séstj eða ekki En greinilegt var beru auga| að lopinn var mun Ijósari. Sama lit sagði Þórey hafa verið á jakkanum í upphafi. DB-mynd Sigurður Þorri.; 1i——«—■ Ofnbökuðýsa íkarrýsósu Blessuð ýsan er alltaf góð soðin eða steikt. En fleira má gera við hana , til tilbreytingar. Uppskrift dagsins er einmitt að einni slíkri breytingartil- lögu, ýsu í karrýsósu. 3/4 kg ýsa i flökum 50 gr smjör 2 laukar, fint saxaðir 1 rif hvítlaukur, marinn . 1 epli skrælt og skorið f bita 1—1 1/2 tsk. karrý 1 tsk. hveiti 300 ml kjúklingakraftur 225 gr tómatar skrældir og niður- skornir 2 tsk. tómatkraftur 1 tsk. sítrónusafi 1 tsk. engifer Skreytt með sítrónusneiflum og ein- hverjum grænum kvisti. settur í eldfast mót. Smjörið er brætt í skaftpotti og laukurinn og hvítlauk- urinn kraumaður í því í 3 mínútur. Eplinu bætt í og soðið í 2 mínútur. Karrýi og hveiti er hrært saman og stráð yfir maukið í skaftpottinum. Hrært vel og soðið í 2 mín. Tekið af hitanum og saman við hrært kjúkl- ingakraftinum, tómötunum, tómat- kraftinum, sítrónusafanum, engi- fernum og ef vill fleira kryddi. Látið sjóða og hrært vel í á meðan. Hellt yfir fiskinn. Honum er blandað vel saman við, lok sett yfir og allt saman inn í ofn. Bakað í hálftíma við 160 gráður. Borið fram með soðnum hrísgrjónum. Þetta er ódýr réttur. Kostar líklega svona í kringum 18 krónur. Hann dugar fyrir fjóra, þannig að kostn- aðurinn á mann er 4 krónur og 50 aurar. Fiskurinn er skorinn í litla bita og - DS iUpplýsingaseðiíí ' til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks__ Kostnaður í desembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr.______ Annað kr._______ Alls kr..______ m VfKiY .

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.