Dagblaðið - 13.01.1981, Side 16

Dagblaðið - 13.01.1981, Side 16
Tuttugu ogfjögurra ára í aðalhlutverkið: „BALLETTINN ER ERFIÐUR ANDLEGA OGLÍKAMLEGA 99 — segir Ingibjörg Pálsdóttir, sem tekur við hlutverki Sveinbjargar Alexanders í Blindisleik „Sýningar hjá mér hefjast á föstu- daginn. Þetta er afar spennandi hlut- verk og skemmtilegt en jafnframt erf- itt. Ballett er mjög erfiður bæði lík- amiega og andlega en það er spennan sem heldur manni i þessu,” sagði Ingibjörg Pálsdóttir dansari í íslenzka dansflokknum í samtali við Fólk-síðuna. Ingibjörg tekur við einu aðalhlutverkinu í ballettsýningu Þjóðleikhússins, Blindisleik, á föstu- dagskvöld, hlutverki Freyju. Sveinbjörg Alexanders ballett- meistari kom hingað til lands til að aðstoða við undirbúning sýningar- innar og jafnframt til að taka að sér hlutverk Freyju. Sveinbjörg er nú á förum og tekur þvi Ingibjörg við. Byrjaði 9 ára í ballett „Jón Ásgeirsson valdi fólk i hlut- verkin og hann bað mig að taka þetta að mér. Það kom mér mjög á óvart, það verð ég að segja,” sagði Ingi- björg. Hún byrjaði að æfa ballett 9 ára gömul hjá Listdansskóla Þjóð- leikhússins ásamt tvíburasystur sinni Guðrúnu. Síðan hafa þær systur verið saman í öllum sýningum sem haldnarhafaverið. „Nei, ég hef ekki æft mikið. Ég fylgdist að vísu vel með æfingum Sveinbjargar en það er aðeins vika síðan ég fór að æfa af krafti,” segir Ingibjörg. „Ég hef verið með í sýn- ingunni í öðru hlutverki og við þvi taka núna tvær stúlkur. Það er sjálf- sagt að skipta hlutverkunum svona þá fáfleiri tækifæri. Þetta hlutverk er langstærsta hlut- verk mitt til þessa. Leikurinn stendur yfir í tvo tíma og ég er nær stanzlaust á sviðinu. Þá eru einnig mjög góðir karldansarar sem dansa með mér.” Aðeins einn karlmaður í flokknum í íslenzka dansflokknum eru 10 dansarar, þar af aðeins einn karl- maður. Ingibjörg var spurð hverju þetta sætti. „Ja, það hefur komið til tals að fá í flokkinn erlendan dansara en fjár- málin hafa komið í veg fyrir að það gæti orðið að veruleika. Það eru nokkrir íslenzkir karlmenn núna í skólanum: Tveir þeirra gætu komið til greina i fiokkinn eftir nokkur ár.” Ingibjörg fór ásamt systur sinni til Bandarikjanna fyrir nokkrum árum og dvöldu þær þar um eins árs skeið Þó að það sé vissulega nægilegt starf þá munar hana ekki um að dansa fyrir gesti Þórskaffis á sunnudags- kvöldum i svokölluðum Þórskabar- ett. „Kabarettinn er allt annað. Hann er léttur og maður slappar vel af. Skemmtir sér jafn vel og áhorfand- inn. Þar er maður laus við tauga- veiklunina,” sagði Ingibjörg Páls- dóttir, 24 ára ballettdansari. -ELA við nám. Þá dönsuðu þær einnig með dansflokki þar. „Það var mjög skemmtileg reynsla að fara út, bæði sáum við annað en hér heima og höfðum gott af því. Hvort ég fari aftur, það veit ég ekki.” í Þórskabarett einnig Fyrir utan að æfa með dansflokkn- um og sýna með honum kennir Ingi- björg í ballettskóla Þjóðleikhússins. Hlutleysi sagnfrœð- innar Bók Þórs Whitehead, Ófriður í aðsigi, hefur vakið verðskuldaða athygli, enda varpar hún nýju ljósi á margt í stjórnmálasögu okkar fyrir seinna stríð. Þeir sem lesið hafa bókina hafa einnig tekið eftir því að í formála þakkar dr. Þór Hannesi H. Gissurarsyni margháttaðan greiða í tengslum við bókina, m.a. hafi Hannes fylgzt með verki hans frá handriti til endanlegrar prentunar. Þeir hinir sömu ráku hins vegar upp stór augu þegar Hannes skrifaði einnig ritdóm um bók dr. Þórs i Mbl. (7. jan. sl.) og kallaði hana beztu bókina á jólavertíðinni og stórvið- burð. Það er nú svona þegar greiða- semin verður sagnfræðilegu hlutleysi yfirsterkari. Samagamla síðasta lag fyrir fréttir Útvarpshlustendur hafa stundum furðað sig á því hvers vegna það eru stöðugt sömu mennirnir, sem syngja sama síðasta lag fyrir fréttir. Rannsóknardeild fleira fólks hefur nú komizt að hinu sanna í málinu — eða hinni opinberu skýringu, sem gefin er á útvarpinu. Hún er sú, að siðasta lag fyrir fréttir skuli einungis sungið af félögum í Einsöngvara- félaginu, sem ekki hafi aðra tekjulind en þessa. Má kannski eiga von á að heyra fljótlega einu simii á dag lauf- létta dónasögu til að tryggja Félagi dónasagnahöfunda fastar tekjur? húsfreyja að SkarOI vlð stjökun- umúr hendl Reynts. ynd: S. Færöi Skaröskirkju tvo koparstjaka aögjöf Velunnerl SkarOsklrkJu i SkarOs- strönd / Dölum, Reynlr Ludvlgs- son, fmrOI hennl eO gjöfi annan I Jóhim tvo koparstjaka. Reynlr hefur iOur sýnt kkkjunnl margs konar vlnittiryott. Fyrk tveknur irum gefhann hennl rnjög vand- eða bók, som nefnlst söngur fom og nýr. — Á • • - - « »«" - ■■iliífiy. ' ffiw (MTv Horunn Mmrtantoovar HtWHH burt rte1 Úr myndlnnl Punktur, punktur, komma, strlk. Hir þrammar mótmæla- ganga fram hji Austurbœjarbíói. DB-mynd: Kristjin Ingi. Vinnsla við Punktínn er á lokastígi — Myndin verður frumsýnd í marz „Viö reiknuðum meö að frumsýna í byrjun marz og mér sýnist sú áætlun ætla að standast,” sagði Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, er blaðamaður DB spurðist fyrir um myndina Punktur, punktur, komma, strik. — Þorsteinn er leikstjóri mynd- arinnar. „Þessa dagana erum við að vinna við lokaklippingarnar,” sagði Þor- isteinn. Hann kvaðst búast við því að myndin yrði frumsýnd í Háskólabíói og öðru til viðbótar, sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um. Upphafleg fjárhagsáætlun kvik- myndarinnar hljóðaði upp á um eitt hundrað milljónir gkróna. Þorsteinn var að því spuröur hvernig það hefði gengið að halda henni. „Við vorum einmitt að reikna út kostnaðinn núna nýveriö. Okkur sýnist við hafa farið um tiu prósent fram yfir, sem hlýtur að teljast mjög vel sloppið,” svaraði hann. -ÁT Lögreglustöðin heilleg eftir áramótin Sauðárkrókur og Selfoss hafa fengið á sig slæma stimpla vegna árlegra skrílsláta. Hafa forráðamenn bæjarfélaganna haft miklar áhyggjur vegna þessa. Gamlárskvöld hefur verið árlegur skrilslátadagur Sauökræklinga. Hafa ólætin þar aðallega beinzt að lögreglustöðinni og ýmist reynt að sprengja hana í loft upp eða brenna til ösku. Hafa lögreglumenn bæjarins séð sér þann kost vænstan að forða sér í felur. En í ár fékk lögreglan á Króknum liðsauka bæði frá Akureyri og Reykjavík og árangurinn varð sá að lögreglustöðin var svo til óskemmd eftir áramótin. Að vísu var ein rúða brotin en hvað er það? Veiztu? Veiztu, hvað það heitir í Bandarikj- unum, þegar górilla ekur sendiferða- bíl? ' ? Vanilla Veiztu hvað bananasplitt heitir á íslenzku? ? Bjúgaldinsklofningur. Veiztu hvernig maður kemur hundrað Víetnömum inn í Volkswag- en? i ? Maður stráir bara hrígrjónum undir sætin.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.