Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRUAR 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
I
íran:
Bretamir þrír
lausir
Þrír Bretar sem verið hafa í haldi í
íran siðan i ágústmánuði síðastliðnum
hafa fengið frelsi og eru tilbúnir að
snúa heim. Sérstakur sendimaður ang-
lisku kirkjunnar í Teheran, Terry
White, sagði að Bretarnir hefðu verið
fluttir í móttökuhús ríkisstjórnar írans
og kæmu líklega heim i næstu viku.
Hann sagði að Bretarnir, sem eru trú-
boðar, hefðu hlotið góða meðferð og
væru ekki bitrir yfir hlutskipti sínu.
Hann sagði að þeir hefðu verið fangels-
aðir vegna rangra upplýsinga og rann-
sókn málsins hefði leitt 1 ljós að svo
væri.
Páfinn íJapan
Jóhannes Páll páfi annar kemur 1
dag til Japan þar sem hann mun heim-
sækja borgirnar Hírosima og Nagasakí
og ræða þar við fórnarlömb kjarnorku-
sprengja B^andaríkjanna frá þvi i síðari
heimsstyrjóldinni.
BarfztíS-
Líbanon
ísraelskar hersveitir, sem réðust á
búðir Palestínuskæruliða i fyrrinótt,
urðu fyrir umtalsverðum skakkaföllum
vegna harðrar mótspyrnu skæruliða. í
Tel Aviv sagði talsmaður ísraelshers
hins vegar, að ekkert mannfall hefði
orðið í liði ísraels en tíu skæruliðar
hefðu verið felldir.
Krafa Bandaríkjastjómar
vetdur ósætti Nató-ríkja
Krafa Bandaríkjastjómar um að
bandamenn hennar í Atlantshafs-
bandalaginu auki framlag sitt til
varnarmála virðist á góðri leið með
að valda nýju ósætti innan banda-
lagsins.
Aðildarlönd Nató i V-Evrópu, sem
mörg hver eru þegar ósátt við þá hug-
mynd stjórnarinnar í Washington að
hefja smíði nifteindasprengju, kunna
að reynast mjög treg til að auka
framlag sitt til varnarmála en Banda-
ríkjamenn fóru fram á það á ráð-
stefnu Nató-ríkja, sem lauk í Múncjn-
en i gær.
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, Frank Carlucci sagði
að Bandarikjamenn gætu ekki einir
verndað hagsmuni bandalagsins og
útgjöld annarra aðildarríkja yrðu að
aukast.
NYKOMNAR 3 GERÐIR
AF MOKKASÍNLM.
I.ITIR: GRÁTT, HVÍTT OG
BI.ÁTT.
VF.RÐ: 290 (29.000)
PÓSTSF.NDUM
LAUGAVEGI 74, SÍMi: 17345
■Mum* 41.—iffli uup'
ElSalvadon
50 skærulið-
arfelldir
Hersveitir stjórnar EI Salvador,
studdar þyrlum og brynvögnum, réðust
á búðir skæruliða suðvestur af San
Salvadcfr í gær og felldu um fimmtíu
þeirr’a í hörðum skotbardaga, að þvi er
talsmaður stjórnarinnar sagði.
Að sögn talsmanns stjórnarinnar
urðu bardagarnir við borgirnar San
Marcos Lempa og Santa Cruz Porillo.
Að sögn hans féllu fimm stjórnar-
hermenn.
Öllum vegum að bardagasvæðinu
var lokað í meira en fjórar
klukkustundir til að koma í veg fyrir
flótta skæruliða.
Stjórn E1 Salvador hefur enn ekki á-
kveðið hvað gert skuli við Adolfo
Amaldo Majano hershöfðingja sem
handtekinn var síðastliðinn föstudag.
Majano hershöfðingi átti áður sæti í
stjórn landsins en hvarf eftir að hann
var rekinn úr stjórninni í desember
síðastliðnum. Taiið er að stjórnin muni
hrædd við að beita hann hörðu þar
sem hann eigi umtalsverðan stuðning
meðal yngri hershöfðingja hersins.
Noregur:
Umboðsmaður
fyrirböm
í Noregi verður stofnað nýtt emb-
ætti umboðsmanns I málum er varða
börn. Norska stórþingið samþykkti
frumvarp þess efnis í siðustu viku þrátt
fyrir að stjórnarandstaðan væri því
mótfallin. Nýja umboðsmanninum er
ætlað að afla upplýsinga, bæði frá
opinberum stofnunum og stofnunum
einkaaðila i málefnum barna og ung-
menna.
Erlendar
Grannvara allt árið
í stað skammtíma
1 Lækkað verð á mörgum
Lll U(/Ud helstu neysluvörum
-wra,
-vm
$ Kaupfélagið
Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag
með afsláttar- og tilboðsvörur,
sem leiða mun til varanlegrar
lækkunar vöruverðs í matvöru-
búðunum. I þeim stóra hópi,
sem mynda Grunnvöruna, en
þannig eru þær einkenndar í
búðunum, eru margar helstu
neysluvörur, sem hvert heimili
barfnast svo sem hveiti, sykur,
jrænmeti, ávextir og þvottaefni.
Þessi nýbreytni mun fela í sér
umtalsverða lækkun á matar-
reikningum þeirra, sem við kaup-
félagsbúðimar skipta, félags-
menn sem og annarra jafnt.
Það býður engin önnur verslun
Gmnnvöm á gmnnverði.
fréttir
ú
SÝIMISHORIM ÚR
SÖLUSKRÁ
ÍLA-
MARKAÐ-
URINN
GRETTISGÖTU
sími 25252
Ford LTD Brougham II árg. 1979.
blásanseraður, m/vinyltoppi, 8 cvl.
m/öllu (rafmsæti o.fl.). Ekinn aðeins
14 þús. km. Lúxusbifreið. Verð kr.
125 þús. Greiðslukjör, skipti.
Range Rover árg. 1975, gulur, ekinn
120 þús. km. Gott ástand (ný.vfirfar-
inn). Verð kr. 90 þús. Góðir greiðslu-
skilmálar.
Daihatsu Charmant árg. 1979, blá-
sanseraður, ekinn aðeins 12 þús. km,
útvarp. ný snjódekk og sumardekk.
Verð 162 þús.
m
Honda Civic árg. 1977, brúnsans-
eraður, ekinn 52 þús. km. Fallegur
bill. Verð 48 þús.
Toyota sendibill m/hliðargluggum,
árg. 1975, hvitur, vél nýupptekin.
Snyrtilegur bill. Verð kr. 52 þús.
AMC Concorde station árg. 1979,
rauður m/viðarklæðningu, 6 cvl.,
sjálfsk. m/öllu. F.kinn 14 þús. km.
Verð98þús.
Mazda 929 L station árg. 1980, Ijós-
grænsanseraður, ekinn 3 þús. km
(sem nýr). Verð 100 þús.
Daihatsu Charade árg. 1979,5 d.vra,
Ijósbrúnn. Ýmsir aukahlutir. Verð
49 þús.
Subaru 1600 station árg. 1978,
rauður, ekinn ca 50 þús. km. Verð
kr. 58 þús. Skipti athugandi.
BMW 316 árg. 1978, rauður, ekinn
aðeins 35 þús. km. Snjód. + sumar-
dekk. Mjög snvrtilegur bill. Verð kr.
80 þús.