Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 32
#*
•Tfc-
Hluthafaf undur Flugleiða í dag:
Óvístum fylgi við ti#-
lögu um fjölgun í stjóm
Vafamál er talið að tillaga Flug-
leiðastjórnar um fjölgun stjórnar-
manna vegna ríkisaðildarinnar í
hlutafélaginu nái tilskildu atkvæða-
magni til samþykktar. Ekki fékkst
staðfest í morgun hvort fulltrúi ríkis-
sjóðs myndi greiða atkvæði á hlut-
hafafundinum.
Guðmundur G. Þórarinsson al-
þingismaður og Lúðvik Jósepsson,
formaður bankaráðs Landsbanka ís-
lands, voru í frétt DB fyrir skömmu
nefndir sem líklegir stjórnarmenn i
Flugleiðum hf. tilnefndir af ríkinu, sá
fyrrnefndi af samgönguráðherra,
hinn siðarnefndi af fjármálaráð-
herra. Endanlega mun ekki frá þessu
gengið, en vegna bankaráðsstarfa
Lúðvíks má minna á, að varafor-
maður bankaráðs Landsbankans,
Kristinn Finnbogason, er í stjórn Is-
cargo.
Hluthafafundur í Flugleiðum hf. í
dag tekur afstöðu til þess, hvort sam-
þykktum félagsins verður breytt,
þannig að fjölgað verði um tvo menn
í stjórn og að þeir verði tilnefndir af
ríkinu. Það er efni tillögu sem stjórn
félagsins leggur fram á hluthafafund-
inum.
Slík tillaga þarf 80% greiddra at-
kvæða á hluthafafundinum til þess
að samþykktunum verði breytt.
Stærsti einstaki hluthafinn í Flug-
leiðum er nú orðinn islenzka ríkið
með 6,8 milljóna nýkróna hlutafé,
eða 20%. Næst er Eimskipafélag ís-
lands hf. með ca. 6,3 milljónir, eða
ca. 17,5%. Þá er Klak hf. (Valfells &
Helgason) með 2,72 milljónir ný-
króna, eða 8%. Heildarfé er kr. 3,4
milljarðar gamlar eða kr. 34 milljónir
nýkróna.
Næstir að hlutafjáreign munu vera
fyrrum stærstu hluthafar i Loftleið-
um hf. og fjölskyldur þeirra: Alfreð
Elíasson, Kristinn Olsen, Einar Árna-
son, Kristján Guðlaugsson og Dag-
finnur Stefánsson, svo nokkrir
hinna helztu séu nefndir.
Breytingartillaga frá Kristjönu
Millu Thorsteinsson hefur verið boð-
uð. Er hún þess efnis, að ekki verði
fjölgað stjórnarmönnum 111, enda sé
nýbúið að fækka þeim í 9. Þá er lagt
til að stjórnarmenn verði allir kjörnir
árlega en ekki 4 og 5 á vixl til tveggja
ára i senn.
,,Ég tel ekkert óeðlilegt, að ríkið
komi þarna inn miðað við þær
ábyrgðir sem það hefur gengið í enda
þótt við séum ekkert sérlega hlynnt
ríkisrekstri,” sagði Martin Petersen,
talsmaður Fjöleignar hf., sem
stendur eindregið með tillögu Kristj-
önu Millu.
,,En við viljum að um stjórn-
araðild ríkisins sé kosið með
venjulegum hætti, og að árlega sé
kosið,” sagði Martin Petersen.
-BS.
ASÍ lýsir
furðu
—ásamningum
viðBSRB
Miðstjórn Alþýðusambandsins
lýsir sig furðu lostna á afstöðu ríkis-
stjórnarinnar sem birtist í nýgerðum
viðbótarsamningi ríkisins við opin-
bera starfsmenn „ásama tíma og hún
ákveður almenna skerðingu á launum
fólks um 7%”. Miöstjórnin segir að
með samningunum breikki bil milli
ASÍ-fólks og opinberra starfsmanna
að nýju. Þar af leiðandi hljóti að
verða tekið tillit til þessa og það sé
brýnna en áður að samningavið-
ræðum Ijúki fyrir lok samningstim-
ans.
-ARH.
Undirmenn á farskipum:
Verkfall
skellur á
amið-
nætti
—fundirfrákl. 14ígær
Menningarverðlaun DB:
Kolbrún vinnur fyrstu lotuna
Það fer víst ekki á milli mála hver hefur unnið fyrstu lotuna I keppninni um Menningarverðlaun DB. Það er Kolbrún Björg-
ólfsdóttir keramlkhönnuður sem gert hefur risastórar medallur úr postullni eins og þessa sem hér sést. Eftir brennsluna
munu þessir skildir loga I litum og verða letraðir nöfnum þess listafólks sem þá hlýtur. Og á miðvikudag verður lýðum Ijóst
hverjir það verða. DB-mynd: Sig. Þorri.
Undirmenn á farskipum sátu enn á
fundi hjá ríkissáttasemjara er DB fór
í prentun i morgun en fundur þeirra
hófst kl. 14 í gær. Er ætlunin að þeir
sitji áfram en þeir hafa boðað verk-
fall frá miðnætti í kvöld.
Báta- og togarasjómenn hafa
einnig verið á fundum um helgina.
Mættu þeir á samningafund i morgun
en verkfall þeirra á að hefjast á mið-
vikudagskvöld.
Komi til verkfalls hjá undirmönn-
um á farskipum mun það í fyrstu
ekki hafa mjög víðtæk áhrif. í sam-
tali við einn af yfirmönnum Eim-
skipafélagsins kom fram að skip fé-
lagsins hafa verið losuð á mjög
skömmum tima og drifin úr höfn um
helgina. Áhrif verkfalls munu fyrst
koma fram á þeim skipum sem lesta
fiskafurðir i höfnum viðs vegar um
landið.
En sem fyrr sagði sátu undirmenn
enn á samningafundum er DB fór í
prentun og virðist sem ætlunin sé að
sleppa þeim ekki út fyrr en samningar
hafa tekizt. Var á mönnum að heyra
að ekki væri séð hvort samningar
næðust fyrir miðnætti og reyndar
virtust menn vera frekar bjartsýnir.
-KMU.
frjúlst, áháð dagblnð
MÁNUDAGUR 23. FEB. 1981.
Heimaey
enná
strandstað
„Það hefur verið unnið að því und-
anfarna daga að grafa undan Heimaéy.
Þeir hafa gert skurð undir skipið og
náð að snúa því þannig að stefnið snýr
nú til hafs,” sagði Sveinn ísleifsson á
Hvolsvelli í samtali við DB í morgun, er
hann var spurður um hvernig gengi að
ná Heimaey á flot.
„Við bíðum bara núna eftir stór-
streymi, því fyrr verður ekki hægt að
toga í skipið,” sagði Sveinn. „Þetta
lítur mjög vel út eftir að grafið var und-
an og ég á von á að það flýti fyrir þegar
stórstreymiðverður.” -ELA.
Nýtt andóf innan BSRB:
„Efstoliðer
7%affengn-
umafla
— þurfa félagsmenn að
fjalla um það ” segja
andófsmenn
Nýtt andóf er hafið gegn stjórn
BSRB og stendur Pétur Pétursson
þulur fyrir því ásámt fleirum eins og
fyrra andófi. Mótmælt er nýgerðum
samningum stjórnar BSRB við fjár-
málaráðherra og þess krafizt að félags-
menn fái að fjalla um þann samning í
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Áttatíu útvarpsstarfsmenn hafa þeg-
ar skrifað undir kröfuskjal í þá átt og
svipaður fjöldi hjá sjónvarpi. Nú fer
undirskriftasöfnun af stað rheðal fleiri
starfsmannahópa.
í ávarpi undirskriftalistanna er
samningunum mótmælt og allsherjar-
atkvæðagreiðslu krafizt. Síðan segir:
„Röskun kjarasamninga, skerðing
verðlagsbóta, upþstokkun launaflokks,
lenging samningstimabils — allt eru
þetta svo mikilvæg gtriði, að einsýnt
þykir að félagsmenn eigi sjálfir að lýsa
vilja sínum í þessum efnum.”
Pétur Pétursson sagði i morgun að
Kristján Thorlacius form. BSRB hefði
m.a. ritað forystugrein í Ásgarð, blað
samtakanna undir fyrirsögninni „Átta-
vitaskekkju áaðleiðrétta”.
„Auðvitað á sigling skútunnar að
vera rétt og leiðrétta þarf kompás-
skekkjur. En ef samtímis er farið í
lestina og stolið 7% af fengnum afla,
þá þarf líka um slíkt að fjalla,” sagði
Pétur. -A.St.
3000 kr. stol-
ið íMánafossi
Innbrotsþjófar leituðu fyrir sér á
nokkrum stöðum um helgina en höfðu
lítið upp úr krafsinu víðast hvar. Þó
komustþjófarábrott með 3000 kr. frá
Mánafossi sem lá í Sundahöfn og stolið
var skartgripaskríni í frabakka. Farið
var inn i barnaheimili í Kópavogi en
litlu sem engu stolið og lítið skemmt og
100 kr. var stolið úr „kóksjóði” í Vél-
smiðju Hafnarfjarðar.
Loks kom óboðinn gestur í íbúð við
Öldugötu og var þar þegar hús-
ráðendur komu heim. Komst hann
undan og hvarf út I myrkrið óséður.
Einskis er saknað.
-A.St.