Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRUAR 1981. fyrsta leik eftir meiðslin —mark hans á 11. mínútu dugði þó Dortmund ekki til sá&ms gegn Schalke 04 Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DB i Miinchen: Atli Eðvaldsson kom svo sannarlega, sá og sigraði er Borussia Dortmund og Schalke 04 skildu jöfn, 2—2 á heima- velli Dortmund. Þetta var fyrsti leikur Atla eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og hann lét sig ekki muna um að skora fyrsta mark leiksins strax á 11. minútu. Kom það af stuttu færi eftir skallafyrirgjöf Manny Burgs- muller. Stórstjarna Schalke 04, Klaus Fischer, jafnaði síðan metin fyrir lið sitt á 52. minútu eftir skalla Kurt Jara. Það var svo Burgsmúiler sjálfur sem kom Dortmund yfir á 80. minútu, en dýrðin varð ekki langvinn því Siewert jafnaði fyrir Schalke fjórum mínútum siðar og þar við sat. 2—2. Atli fær góða dóma fyrir leik sinn í blöðum og varla gat hann fengið betri byrjun eftir meiðslin. Úrslitin í Bundesligunni: Bayern — Bielefeld 5—1 Uerdingen — Leverkusen 3-0 Dússeldorf — Karlsruhe 1—2 Dortmund — Schalke 04 2—2 Köln — 1860 Múnchen 4—1 Ásgeir í leik- bann hjá UEFA Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, var einn sex leikmanna, sem fengu eins leiks bann i UEFA-keppninni, þegar aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) kom saman til fundar i Zurich i Sviss á föstudag. Ásgeir hafði tvívcgis fengið að sjá gula spjaldið hjá dómurum í UEFA-leikjum Standard. Hinir lcikmennirnir voru Daninn Preben Larsen (Lokeren), Yannick Stopyra (Sochaux, Frakklandi), Roland Hattenberger, Stuttgart, og Diego Alvarez og Robert Lopez- Uefart, báðir Real Sociedad. Ásgeir missir þvi fyrri leik Standard gegn Köln í 8-liða úrslitum. Aganefndin daemdi Nottingham Forest í 16.000 dollara sekt fyrir að vera með auglýsingar á búningum leik- manna í úrslitum „stórbikars” Evrópu gegn Valencia í leiknum á Spáni 17. desember. Þýzki leikmaðurinn Frank Mill fékk sekt fyrir að hrækja á linu- vörð í leik við Búlgariu, leikmenn 21 árs og yngri. Einnig þjálfari Water- schei, M. Brom, fyrir að stökkva af bekknum og skipta sér af dómgæzlu í leik Dússeldorf og Waterschei. Þá fengu Torino á ftalíu og Sochaux smá- sektir.vegna láta í áhorfendum. Ásgeir Sigurvinsson i leikbanni. NUrnberg—Duisburg 1—0 Frankfurt — Hamborg 1—1 Gladbach — Stuttgart frestað Kaiserslautern — Bochum frestað Hamborg lendi í meiri háttar vand- ræðum gegn Frankfurt. Troðfull stæði áhorfenda, 40.000 manns voru á leikn- um, og það var gamla kempan Bernd Hölzenbein sem kom heimaliðinu yfir á 47. mínútu. Frankfurt var mun sterk- ari aðilinn allan tímann en 7 mínút- um fyrir leikslok fékk Hamborg ákaf- lega umdeilda vítaspyrnu. í sjónvarpi var ekki að sjá að þar væri um víta- spyrnu að ræða, en Manfred Kaltz skoraði örugglega úr henni og bjargaði stigi fyrir sína menn. Bayern fór létt með Bielefeld á heimavelli sínum að viðstöddum 20.000 áhorfendum. Rummenigge skoraði strax á 7. mínútu úr víti og mínútu síðar bætti Janson öðru marki við. Niedermayer skoraði síðan tvö mörk á 40. og 43. mínútu áður en Sackewitz Titillirai blasir við FH eftir sigur á Fram 'Björg Gilsdóttir átti mjög góðan leik gegn Fram og skorar hér annað tveggja marka sinna. DB-mynd S. Stelpurnar úr Haukum unnu afar þýðingarmikinn sigur gegn KR i 1. deild kvenna um helgina og með hon- um eiga þær þar með möguleika á að bjarga sér frá falli i deildinni. Hauk- arnir hafa nú 6 stig eins og Akranes, en eiga mun erfiðari leiki eftir. Haukar eiga eftir að mæta Fram, Val og FH en Akranes á Viking, KR, Þór og Fram eftir. Möguleikar Akranesstúlknanna þvi öllu meiri á að bjarga sér. En snúum okkur aftur að leiknum á laugardag. Það er skemmst frá því að segja að eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukar öll völd 1 jieim sfðari og sigruðu 13—7 Staðan í 1. deild kvenna Eftir leiki helgarinnar er staðan i 1. deild kvenna þannig: Haukar—KR 13- -7 FH — Fram 12- 10 FH 11 9 1 1 208- -140 19 Valur 11 7 2 2 171- -131 16 Fram 10 7 0 3 177- -131 14 Víkingur 10 4 3 3 134- -131 11 KR 10 4 1 5 123- -138 9 Haukar 11 2 2 7 128- -147 6 Akranes 10 2 2 6 107- -171 6 Þór, Ak. 11 1 1 9 148- -207 3 lagaði stöðuna aðeins fyrir Bielefeld á 52. mínútu. Rummenigge var svo aftur á ferðinni 20 míh. fyrir leikslok og tryggði sigurinn. Breitner lék ekki með Bayern. Köln fór á kostum gegn 1860 Miinchen í upphafi ieiksins. Dieter Muller skoraði strax á 3. mínútu og á 5. mín. skoraði Bonhof. Muller bætti siðan þriðja markinu við mínútu síðar og Bonhof sínu öðru marki við á 19. mínútu. Nastase lagaði stöðuna fyrir Munchenarliðið á 36. mínútu og þar við sat. Aðeins 9.000 áhorfendur sáu leikinn, sem þótti slakur. Staðan í Bundesligunni: Hamborg 22 15 4 3 51—24 34 Bayern 22 14 6 2 55—29 34 Stuttgart 21 10 6 5 41—29 26 Frankfurt 22 10 6 6 41—35 26 Kaiserslautern 20 10 5 5 38—34 25 Köln 22 9 6 7 40—34 24 Dortmund 22 8 7 7 46—39 23 Bochum 21 6 10 5 35—28 22 Atli Eðvaldsson. Karlsruhe 22 Gladbach 21 Duisburg 22 NUrnberg 21 Leverkusen 21 DUsseldorf 22 Uerdingen 22 Schalke04 22 1860 Milnchen21 Bielefeld 22 6 10 6 32—39 22 8 5 8 37—41 21 6 7 9 28—35 19 7 4 10 32—36 18 4 9 8 28—34 17 5 7 10 38—47 17 6 5 11 34—43 17 5 6 11 33—59 16 5 5 11 30—44 15 3 6 13 30—49 12 eftir að hafa leitt 5—4 í hálfleik. Það. var fyrst og fremst sterkur varnarleikur svo og góð markvarzla hjá Sóleyju Ind- riðadóttur sem gerðu útslagið. Hún varði hvað eftir annað meistaralega og KR-stúlkurnar áttu erfitt með að ftnna leið framhjá henni í markinu — nema þá í vítaköstum. Þar sýndi Kristbjörg Magnúsdóttir óvenjulegt öryggi. Haukar komust í 3—1 og síðan var 5—4 í hálfleik. KR tókst svo að jafna, 5—5, en í kjölfarið fylgdu' fimm Haukamörk í röð og sigurinn var í höfn. Guðrún Gunnarsdóttir skoraði laglega úr hornunum og tvívegis sendi Ragnheiður Júlíusdóttir knöttinn í netið með miklum tilþrifum. KR-liðið virkaði áhugalaust með öllu og Krist- björg bar af i liði þeirra. Hinum megin var frammistaðan mun jafnari. Sóley, Kolbrún, Guðrún, Ragnheiður og Svanhildur áttu allar góðan leik. Mörkin. Haukar: Svanhildur Guð- laugsdóttir 5/4, Guðrún Gunnarsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Hólm- fríður Garðarsdóttir, Sesselja Frið- þjófsdóttir og Elva Guðmundsdóttir eitt hver. KR: Kristbjörg Magnúsdóttir 5/4, Hjördís Sigurjónsdóttir og Birna Benediktsdóttir eitt hvor. Dómarar voru Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson og komust i heild- inavel frá leiknum. -SSv. FH varai Fram 12-10 í slagsmálaleik ítoppuppgjöri 1. deildar FH-stúlkurnar tryggðu sér næsta örugglega íslandsmeistaratitilinn í handknattleik er þær sigruöu aðal- keppinautinn, Fram, öðru sinni á keppnistímabilinu i slagsmálaleik þar, sem ekkert var gefið eftir, i Hafnarfirði á laugardag. Sigur FH var sanngjarn þó svo lánið hafi ekki leikið við Fram- dömurnar lengst af. Þær áttu nokkur skot í þverslá og fengu t.d. aðeins 1 vitakast á móti 6 hjá FH. Lokatölur urðu 12—10 FH I vil eftir að staðan hafði verið 7—6 i hálfleik fyrir Fram. Það var einkum og sér i lagi einkafram- tak Margrétar Theodórsdóttur i siðari hálfleiknum sem gerði útslagið, þvi hún gerði 5 af 6 mörkum FH i hálfleiknum. FH hóf leikinn betur og það var ekki fyrr en siðari hluta fyrri hálfleiksins, sem Fram komst upp að hlið þeirra og seig síðan fram úr. FH hóf síðari hálf- leikinn með miklum látum og eftir 7 minútna leik var staðan orðin 9—7 þeim í vil og rétt á eftir varði Kolbrún vitakast Margrétar. Þetta varð Frömur- um hvatning. Guðríður skoraði loks utan af velli, 9—8, og Margrét Blöndal jafnaði síðan, 9—9. Kristjana skoraði sitt eina mark úr vítakasti, 10—9, og á eftir tóku Framarar hana og Margréti úr umferð. Það bar tilætlaðan árangur því sóknin riðlaöist illa hjá FH. Á móti kom hins vegar að sóknarleikur Fram var fumkenndur og vörn FH gaf sig hvergi. Margrét skoraði 11—9 úr hraðaupphlaupi, en Sigrún minnkaði muninn, 10—11, fyrir Fram rétt áeftir. Lokaorðið átti svo Margrét úr vítakasti og sigur FH var í höfn og íslands- meistaratitillinn nokkuð örugglega líka. Fimm ára sigurganga Fram er því á enda og FH á nú alla möguleika á titlin- um í fyrsta skipti í 30 ár. FH hefur einu sinni orðið íslandsmeistari, 1961, en síðan 1964 hafa aðeins Valur og Fram unnið titilinn. Ekkert nema kraftaverk getur nú komið í veg fyrir sigur FH- stúlknanna og ekki leikur vafi á að þær hafa bezta liðinu á að skipa. Eins og oftast áður í vetur var Margrét Theodórsdóttir i aðalhlutverki hjá FH. Hún stjórnar öllu spili iiðsins og skorar langflest mörkin þótt ekki sé nýtingin alltaf e.t.v. upp á það ailra bezta. Á iaugardag áttu þær Björg Gilsdóttir og Sólveig Birgisdóttir góðan leik svo og Gyða i markinu. Hildur, Katrín og Kristjana sáust lítið og Krist- jana var tekin úr umferð stóran hluta leiksins. Hjá Fram voru þær Guðríður, Margrét, Oddný og Sigrún ásamt Kol- brúnu í markinu mest áberandi. Af þeim kom Sigrún bezt út. Oddný byrjaði vel, en dalaði er á leikinn leið, Guðriður var utan við sig lengst af og Margrét var allt of bráð og eigingjörn. Hending ef hún gaf boltann til baka úr hægra horninu. Uppskar samt aðeins eitt mark úr ótai tilraunum. Mörkin. FH: Margrét Theodórsdótt- ir 7/3, Björg Gilsdóttir 2, Kristjana Aradóttir, Katrín Danivalsdóttir og Sólveig Birgisdóttir eitt mark hver. Mark Kristjönu úr víti. Fram: Guðrið- ur Guðjónsdöttir 4/1, Oddný Sigsteins- dóttir 3, Sigrún Blómsterberg 2, Margrét Blöndal 1. Dómarar voru Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson og sluppu vel frá þessum annars óvenju harða kvenna- leik þar sem hvergi var gefinn þuml- ungureftir. - SSv. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Atli skoraði strax í STORSIGUR HAUKA KVEIKIR NEISTA —en erfiðir leikir ílokin gætu orðið Hafnarfjarðarliðinu um megn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.