Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 22
/
22 ^- . DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981.
Menning Menning Menning Menning
r" —
AÐ SEUA SJÁLFAN SIG
Leiklist
Þjóðleikhúsifl:
SÖLUMAÐUR DEYR
eftir Arthur Miller
Þýöandi: Jónos Kristjánsson
Tónlist: Askell Másson
Lýsing: Kristinn Danieisson
Búningar: Dóra Einarsdóttir
Leikmynd: Slgurjón Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurflsson
Það er alveg einkennilegt til þess að
hugsa að þegar Sölumaður deyr fyrst
kom fram, fyrir rúmum þrjátíu
árum, og yar þá fljótlega sýndur í
Þjóðleikhúsinu, ógleymanlegri sýn-
ingu, — það er einkennilegt til þess
að hugsá, segi ég, að þá var leiknum
almennt tekið sem raunsæislegri
þjóðfélagslýsingu, beinni og brýnni
þjóðfélagsádeilu. Þannig séð varð
hin sorglega saga um sjálfsblekkingu,
lífslygi sölumannsins, sona hans og
eiginkonu, að afhjúpun falskra lífs-
gilda, ameríska draumsins sem svo
var nefndur. Þar var á ibsenska vísu
sýnt fram á lífsháska þeirrar lífslygi
að borgaraleg velgengni í sam-
keppnis-þjóðfélagi væri sannur
mælikvarði á mannlegan velfarnað.
Og Willy Loman varð i þessum með-
förum að dæmigerðum smá-borgara
samtiðarinnar, leikurinn um hann
,,harmleikur nútíðarmannsins”,
hvorki meira né minna.
Vet slunarmannafélag
og sunnudagaskóli
En af hverju stafar eymdarstand
og ömurleg afdrif Willy Lomans?
Sumpart stafar það af augljósu
félagslegu ranglæti í heimi leiksins, af
því i stystu máli sagt að þar er ekkert
almennilegt verslunarmannafélag.
Hvað yrði úr harmleiknum ef til-
lækur væri skeleggur formaður versl-
unarmanna, Guðmundur Garðarsson
eða hvað hann heitir, til að verja hag
og rétt Willys fyrir rangsleitnum at-
vinnurekanda sem rekur hann
snauðan frá sér eftir meira en 30 ára
starf i fyrirtæki hans? Gæti Sölu-
maður deyr skeð hér í Reykjaýík
núna í vetur? Það er ég hræddur um
ekki.
En sumpart og aðallega stafa
ófarir Loman-fólksins af því hve
hrapallega þau misskilja lífsgildi,
siðamat þess samfélags þar sem þau
búa og leikurinn lýsir sjálfur skil-
merkilega. Álengdar við söguna af
Willy Loman og sonum hans, Biff og
Happy, er sögð til hliðsjónar saga af
nágranna þeirra og vini, Charlie, og
Bernard syni hans. Ef maður passar
vel verkin sín og er ekki alltaf að
reyna að ganga í augun á öðrum, les
lexíur og tekur próf, lætur vera smá-
hnupl og aðra óknytti — ja, þá mun
manni vel farnast. Þá býr maður i
ellinni við öruggan hag í eigin fyrir-
tæki, fer til Washington að flytja mál
fyrir hæstarétti og fær meira að segja
að leika tennis við efnaða vini sina á
þeirra eigin einkavelli. Þar í liggur
sannur vclfarnaður.
Þetta er sá siðalærdómur sem
kenndur er i sunnudagaskólum, og
vel má vera rétt og raunhæf lífspeki
fyrir mér. En það er bágt að sjá neitt
harmsögulegt við að misskilja svona
einfalda hluti. Né að neitt mikið og
óbætanlegt farist um síðir með Willy
Loman eins og siðurinn er í harm-
leikjum. En hann á auðvitað ósköp
bágt. Og það fer ósköp raunalega
fyrir honum. Að endingu stafar öll
hans óhappasaga ef til vill af því að
hann hefur alla sína tíð verið á rangri
hillu í lífinu eins og sagt er. Allt verk-
legt lék i höndunum á honum, Willy
lét best að vinna líkamlega vinnu. En
draumurinn um að komast áfram á
borgaralega vísu hefur villt honum
sýn og spillt fyrir honum ævi hans. Á
bak við samfélags- og samtíðarlýs-
Willy Loman (Gunnar Kyjólfsson) og Linda kona hans (Margrét Guðmundsdóttir). I ritdómi segir Ó.J., að Gunnar hafi
unnið einn sinn stærsta og eftirminnilegasta leiksigur með túlkun sinni á sölumanninum, og Margrét hafi farið hlýlega og
hófsamlcga með hlutverkið sem kona hans. DB-ntynd Bjarnlcifur.
ingu Sölumannsins finnst mér búa
einhver slík draumsýn, um óspillt líf í
sveitinni forðum öndvert lífsfirrtri
tilveru borgarbúa í nútíðinni, um ein-
föld lifsgildi upprunalegra lifshátta i
samhljóðan við eðli manns og náttúr-
una sjálfa. Þetta hefur Biff Loman
um síðir fattað í leikslokin og því er
lika von til að hann bjargist af úr
skipbroti fjölskyldunnar.
í huga manns
Langt mál um lítið efni. Er ekki
mál til komið að víkja að umtalsefn-
inu sjálfu, sýningu Þjóðleikhússins á
laugardagskvöldið? Hvort sem Sölu-
maður deyr er réttnefndur harm-
leikur eða ekki er leikurinn alveg
ótvírætt fjarska velvirkt leiksviðs-
verk. Og það sýndi sigí fyrrakvöld að
hann hefur í þrjátíu ár einskis misst í
tilfinningagildi sínu, dramatísk frá-
sögutækni leiksins enn sem fyrr þess
umkomin að heilla og hugfanga
áhorfandann. Ef nógu vel er leikið í
aðalhlutverkinu. Fyrir minn smekk
vann Gunnar Eyjólfsson einhvern
sinn stærsta og eftirminnilegasta leik-
sigur á frægum ferli i hlutverki Willy
Lomans. Það var umfram allt hans
verðskuldun að öllu ryki var fyrr en
varði i sýningunni blásið burt af frá-
sagnarefni Sölumannsins, og þess
vegna verða líka bollaleggingar um
raunsæisleg efnisatriði leiksins,
harmleiksgildi aðalhlutverksins, sál-
fræði og siðfræði höfundarins í verk-
inu, strangt tekið óþarfar gagnvart
leiknum sjálfum sem staðreynd á
sviðinu.
Kjarni máls í Sölumaður deyr er
hvað sem öðru líður tilfinningasjúkt
samband föður og sonar, — en sam-
bærilegt yrkisefni er vel að merkja
mótorinn í að minnsta kosti tveimur
öðrum merkis-leikritum Arthur
Millers, öllum sonum minum og
Gjaldinu. Við verðum að gera svo vel
að meðtaka það með trúnni sem
sannleika að óhappaatvikið í Boston,
og farsællega á efasemdum eða van-
trausti manns af þessum og þvílíkum
ástæðum, dramatísk stígandi sýn-
ingarinnar kom beinlínis fram í sívax-
andi valdi leikarans á hlutverkinu,
innra efni þess, tærandi hugarkvöl
sölumannsins, allt til loka leiksins.
Að sönnu bar seinni hlutinn af, at-
riðin á skrifstofu Wagners, með
Charlie og Bernard, á veitingahúsinu
og lokaatriðin heima þar sem þeir ná
um síðir saman í ást og tárum feðg-
arnir. Þar sat áhorfandi hugfanginn á
valdi leiksins og leikarans.
Á við sölumanninn, Willy Loman
sjálfan, túlkun Gunnars Eyjólfssonar
á hlutverkinu.virtust aðrar persónur
leiksins nánast auka-hlutverk í sýn-
lega og þar með andlega hrörnun og
niðurlægingu Willy Lomans — sem
kominn er á sjötugsaldur, raunveru-
lega útslitinn maður og andlegt ásig-
komulag hans bein afleiðing hans
líkamlega vanmáttar. Það er ekki
heldur því að neita að upphafsatriði
leiksins urðu eins og dálítið ósennileg
af þessum sökum. Og kynlega kom
það fyrir í sviðsetningu sem annars
virðist mjög nostursamlega unnin,
með mikilli rækt við raunsæislega
áferð leiksögunnar, að Willy byrjar
einræður sínar, eftir atriðið með
bræðrunum í herbergi þeirra, fullum
rómi alveg innst á leiksviðinu, nánast
hrópar setningarnar. í rauninni held
ég að Willy byrji ræðu sína í muldri
eða tauti, meira vert að sjá hann en
heyra, en tali ekki fullum rómi fyrr
en fortíðin birtist honum Ijóslifandi í
gervi bræðranna ungra.
En að vísu sigraðist Gunnar fljótt
þar sem Biff kemur að föður sínum í
fanginu á heldur svo simpilli gleði-
konu, hafi kippt fótunum undan
strák upp á lífstíð, orðið til að hann
flosnaði upp frá námi og gaf eftir
efnilega byrjun upp draum sinn og
þeirra feðga um framaferil í íþrótt-
um, varð ekkert við hendur fast í
seytján ár, Af þessu efni helgast
leiðarstef leiksins um sokkaplöggin
hennar mömmu og bergmálandi
hlátur konunnar á hótelinu. Og at-
vikið i Boston er undirrótin að hugar-
angri Willys, samviskukvölum hans
út af syni sínum.
Dramatísk frásögutækni leiksins,
þar sem fortið og nútið fléttast saman
í eina myndræna og leikræna heild
fyrir sjónum okkar, fortíðin er bein-
línis sýnd sem lifrænn þáttur, virkt
áhrifsafl í nútið leiksins, beinist að
afhjúpun sjálfrar þessarar mein-
semdar. Og um leið er hún-umfram
allt aðferð til að samsama okkur
- hugarheimi sölumannsins, gera
okkur æviböl, hugarkvöl hans ,svo
verulega og átakanlega sem verða
má. Á slíkri tilfinningalegri samsöm-
un leikrits og leiks, leiksýningar og
áhorfanda lifir hver sýning Sölu-
mannsins, hann er fyrst og síðast til-
finningasamt melódrama.
Um ást og tár
Fljótt á litið kann svo að virðast
sem Gunnar Eyjólfsson hafi ,,af nátt-
úrunnar hendí”, ef svo má segja,
'margt og mikið á móti sér í hlutverki
sölumannsins. Umfram allt er leikar-
inn alltof vel á sig kominn maður til
að sýna ,,af sjálfu sér” fram á líkam-
ingu Þjóðleikhússins. Það er auð-
vitað óþarft og að vissu leyti villandi:
mikilsvert að fólk eins og konan
hans, Linda: Margrét Guðmunds-
dóttir, synirnir: Biff og Happy,
Hákon Waage og Andri Clausen,
Charlie: Árni Tryggvason, kom að
sínu leyti fyrir sjónir sem jafn-gildar
og réttháar persónur í frásagnarheimi
leiksins.
Mest er auðvitað vert um Biff og
þar með samband þeirra feðganna.
Hákon Waage finnst mér alltaf
fjarska takmarkaður leikari, naumt
svið geðbrigða og athafna, skammt á
milli kjökurs og bræði. En líkamlega
sómir hann sér ágætlega í hlutverkinu
— þótt langt sé gengið að líkja
honum og þeim bræðrum við „gríska
guði” eins og Willy fullum fetum
gerir á einum stað. Nýliðinn Andri
Clausen fannst mér að sínu leyti svo
sem engum tökum ná á hlutverki
Happys, hins snaggaralega dáðleys-
ingja, sem er alveg tómur innst inni.
Senur eins og fyrrnefnt leikatriði
þeirra bræðra um þeirra eigin sjálfs-
blekkingu, lífslygi, eða atriði með
stelpum á veitingahúsinu í seinni
hlutanum, þar sem lýst er undir yfir-
borð Happys, eðli hans afhjúpað,
urðu einhver þau veikustu í sýning-
unni. Aftur á móti óx Hákoni máttur
og megin með sýningunni, og hann
fór sannlega og fallega með Biff í ein-
hverjum veigamestu atriðunum, á
hótelinu í Boston og heima í lokin,
þar sem birtist umkomulaust barnið
sem pabbi hefur brugðist undir hans
harðneskjulega gervi. En víst má
spyrja hvort ekki hefði verið tilvinn-
andi að láta reyna á fieiri unga og
nýja leikara en Andra Clausen einan í
hlutverkum bræðranna og þá ekki
síður örlitlum hlutverkum stelpnanna
tveggja á veitingahúsinu.
Um lýsingu móðurinnar, Lindu,
leikur tilfinningasamur bjarmi í
leiknum. Mér fannst Margrét Guð-
mundsdóttir fara hlýlega og hófsam-
lega með hlutverkið og lokaræða
Lindu, eftirmæli Willys á gröf hans,
varð reglulega átakanleg á vörum
hennar. Þótt Árni Tryggvason kæmi
í fyrstu ögn skringilega fyrir í gervi
Charlies varð vel Ijóst það sem mestu
skipti, einlægni og vinátta hans. Og
auðvitað sópaði að Róbert Arnfinns-
syni sem Ben frænda — þótt sam-
kvæmt raunsæisviðmiðun leiksins
væri til muna dregið úr hinum
ískyggilega, allt að því yfirnáttúrlega
brag sem hlutverkið líka getur haft.
í pokanum
Nóg um þetta. Aðalhlutverkið,
lýsing sölumannsins sjálfs, ber uppi
sýninguna eins og leikritið, og svið-
setning Þórhalls Sigurðssonar virtist
vel og hirðusamlega unnið verk eftir
þörfum og hagsmunum þess. Allt
handverk við sýninguna, leikmynd og
búningar, lýsing, öll skipan leiksins á
sviðið, virtist mér með þvi móti sem
best gerist í Þjóðleikhúsinu, vel og
farsællega unnið verk. Nú ber ekki á
öðru en leikhúsið eigi góð og gegn
erindi að rækja við áhorfendur —
enda var sýningunni tekið með vax-
andi áhuga, aðdáun um síðir á
laugardagskvöldið.
Jónas Kristjánsson hefur þýtt
Sölumaður deyr ljómandi fallega að
mér heyrðist, málfarið tungutamt og
trúverðugt og hljómfagurt um leið.
Aðeins ein athugasemd þótt litlu
skipti: merkir „farandsali” á
íslensku í rauninni það sama sem
„travelling salesman” á ensku? Far-
andsali held ég að ferðist með vörur
sínar í poka og selji upp úr pokanum.
Sölumaður flytur með sér „sýnis-
horn” og tekur við pöntunum á vöru.
20" 7000 6650
22" 8000 7600
26" 9000 8550
Verö Staðgr. < 2 10
cr. CL