Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981.
Iþróttir
„Strákamir
beittusérekki”
Páll Eiríksson læknir var að huga að
skrámum á hné Ólafs H., sem hann
hlaut í einni byltunni á máluðu salar-
gólfinu. Hvað fannst Páli um
frammistöðuna hjá islenzka liðinu?
„Engan veginn nógu góð til að geta
vænzt sigurs i riðlinum, en hins vegar
verður að gæta þess að bæði liðin sem
islenzka liðið er búið að leika við eru lé-
leg og drógu okkar menn niður á sama
stig. Ástæðan fyrir þvi að leikmenn
sýndu ekki hvað i þeim bjó er e.t.v. sú
að gólfið var hættulegt og máluð
steypan var sleip. Gólfið var þvi harð-
ara viðkomu en þeir áttu að venjast og
því þorðu strákarnir ekki að beita sér af
fullum krafti af ótta við meiðsli.
„Svona i gamni spurðum við Pál hvort
hann væri þá ekki til með að hressa
strákana upp með einhverjum læknis-
ráðum gegn Svíum?
„Ekki þá nema að miðia þeim af
reynslu minni sem handknattleiks-
maður,” sagði Páll, hinn margfaldi
íslandsmeistari og fyrrum landsliðs-
maður.
-emm.
„Fórum langt
niðurídag”
Hilmar Björnsson, landsliðsþjálf-
ari, var fremur íbygginn á svip er við
hittum hann að máli eftir leikinn. „Við
erum búnir að vinna tvo fyrstu leikina
og stundum hefur nú byrjunin verið
verri. Fyrri leikurinn var að sumu leyti
nokkuð góður lengstum, en í dag voru
allt of margir þumalfingur á leik-
mönnum. Sigurinn var samt aldrei í
hættu og við munum nota tímann fram
að Svialeiknum til að berja i brestina.
Liðið hefur að undanförnu verið mjög
sveiflukennt að styrkleika. Í dag fórum
við langt niður, en við erum staðráðnir
i að lyfta okkur upp i næsta leik. Við
höfum nú ekki sýnt allt sem við ætlum
að reyna i þessari keppni gegn þessum
léttu liðum, þvi ein leiðin til að sigra
sterka andstæðinga er að koma þeim á
óvart”. Og við skulum um leið og við
kveðjum Hilmar vonast til að okkar
mönnum takist að vinna Sviana.
Sigurður
Sverrisson
Tap hjá
Fortuna
Janus Guðlaugsson og félagar máttu
þola 0—1 tap gegn Liidenscheid á úti-
velli i þýzku 2. deildinni um helgina.
Fortuna er nú i 9. sæti norðurdeildar-
innar. í suðurdeildinni sigraði Hom-
burg Epplngen 1—0 og skauzt úr 13. í
. sætið þar.
Iþróttir
iþróttir
Iþróttir
Sþrótii
Vorbergur Aðalsteinsson fór á kostum gegn Hollendingunum i gær og skoraði 10
mörk.
HreiniogÓskarígeh
Fjögur hein
sett eða jc
Þeim Hreini Halldórssyni og Óskari | Reijo Stahlberg varð Evrópumeistari.
Jakobssyni gekk ekki of vel á Varpaði 19.88 m.
Evrópumeistaramótinu í frjálsum í- Góður árangur náðist í mörgum
þróttum i Grenoble í Frakklandi í gær. greinum. Shamil Abbyasov, Sovét-
Voru langt frá sinu bezta en náðu þó ríkjunum, setti nýtt heimsmet
sjötta og sjöunda sæti. Hreinn varpaði innanhúss í fyrstu greininni, þrístökki.
19.15 m en Óskar 19.13 m. Finninn | Stökk 17.30 m og bætti met Gennadiy
Staðan í riðlunum
Úrslit i leikjunum i A-riðli í heims-
meistarakeppninni í handknattleik, B-
keppnin, urðu þessi:
Laugardagur
Svíþjóð-Frakkland
Ísland-Austurríki
Pólland-Holland
Sunnudagur
Pólland-Frakkland
Ísland-Holland
Sviþjóð-Austurríki
22—18
27—13
29—20
27—23
23—17
21—17
Staðan er nú þannig:
ísland 2 2 0 0 50—30 4
Pólland 2 2 0 0 56—43 4
Svíþjóð 2 2 0 0 43—35 4
Frakkland 2 0 0 2 41—48 0
Holland 2 0 0 2 37—52 0
Austurríki 2 0 0 2 30—48 0
Í B-riðlinum urðu úrslit þessi:
Laugardagur
Danmörk-israel 22—15
Sviss-Búlgaría 18—17
Tékkóslóvakía-Noregur 21—15
Sunnudagur
Tékkóslóvakía-israel
28—15
18—17
21—20
Sviss-Noregur
Búlgaría-Danmörk
Staðan er þannig:
Tékkóslóvakía 2 2 0 0 49—30 4
Sviss 2 2 0 0 36—34 4
Danmörk 2 1 0 1 42—36 2
Búlgaría 2 1 0 1 38—38 2
Noregur 2 0 0 2 32—39 0
Ísrael 2 0 0 2 30—50 0
Á þriðjudag leika í A-riðli Pólland-
Austurríki, Ísland-Svíþjóð, og
Holland-Frakkland. í B-riðli leika
Sviss-ísrael, Danmörk-Tékkóslóvakia,
og Búlgaria-Noregur.
/S
HALLUR
SÍMONARSON.
Oruggur sigur en ekki
neinir snilldartaktar
ísland efst f sínum ríðli eftir 23-17 sigjur á slökum Hollendingum
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni
DB-á keppninni i Lyon:
Leikur íslands og Hollands var ekki
neitt til að státa sig af þótt sex marka
sigur ynnist 23—17 eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 12—8 okkar mönn-
um í hag. Einhver drungi hvíldi yfir lið-
inu og piltarnir náðu sér aldrei al-
mennilega á strik þótt þeim tækist
stöku sinnum að láta dæmið ganga upp
i skemmtilegum leikfléttum. Hvort
Hollendingum hefur farið fram sfðan
ísland sigraði þá með 14 mörkum á
Spáni er ekki gott að segja, en hitt er
alveg Ijóst að íslenzka liðið sýndi ekki
sínar beztu hliðar, en þær verða aftur á
móti að sjást þegar kemur að leiknum
gegn Svíum á þriðjudag. Kannski hefur
Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari,
geymt eitthvað af púðrinu til næstu
orrustu og sóað þvi ekki meira en nauð-
syn krafði gegn Hollendingum fyrst
sigurinn var aldrei í hættu.
Þótt Hollendingarnir væru með
nokkuð hreyfanlegt lið er ofmæli að
kalla þá Hollendingana fljúgandi —
heldurgangandi.
Þeir léku tilbreytingarlítinn hand-
knattleik sem ísl. liðið tók því miður
ekki nógu alvarlega, nema rétt á meðan
það var að ná 5 marka forystu í fyrri
hálfleiknum. Eftir það sáust mörg
varnar- og sóknarmistök, misheppnað-
ar sendingar, misheppnuð vitaskot og
klaufaleg brot ásamt dæmalausri
óheppni. Eitt sinn var dæmt mark á ís-
land þar sem greinilegt var að knöttur-
inn fór aldrei yfir línu, en heldur slakir
rúmenskir dómarar, þeir Sebran og
Marin, voru á öðru máli. En það er
ekki þar með sagt að engir ljósir punkt-
ar hafi verið í leiknum. Markvarzlan
hjá Kristjáni Sigmundssyni var með af-
brigðum góð — hann varði fjölda
skota, en Jens var hins vegar ekki jafn-
'Jerzy Klempel.
„ Við eram
sterkastir’
1
Á leið okkar i búningsherbergi
islands rákumst við á Jerzy Klempel,
stórskyttu Pólverja og spurðum hann
hverja hann teldi liklega sigurvegara i
riðlinum. „Pólverjar að sjálfsögðu,”
sagði hann. „Þeir eru sterkastir, en
Austurrikismenn greinilega lélegastir.
íslendingar gætu með þvi að sýna sinn
bezta leik unnið Svia og náð i annað
sætið.” Hvað hann sjálfan áhrærði þá
væri hann i lægð núna — ekki kominn í
réttan ham og svo sagði hann að Alfred
Kauzusinski væri þeirra öflugasti leik-
maður um þessar mundir. Og lengur
mátti Klempel ekki vera að því að ræða
við okkur, svo ekki var um annað að
ræða en þakka fyrir sig og kveðja.
öruggur þann stutta tíma sem hann var
með í leiknum.
Þorbergur Aðalsteinsson fór ham-
förum í leiknum — skoraði 10 mörk
hvert öðru fallegra, ýmist úr langskot-
um eða þá að hann prjónaði sig inn á
línuna er kerfin brugðust. Þrjú mörk
skoraði hann úr vítum, sem voru dæmd
eftir að brotið hafði verið á Páli Björg-
vinssyni í tvígang og einu sinni á Stein-
dóri Gunnarssyni.
Fallbyssa íslenzka liðsins, Sigurður
Sveinsson, var óvenju markalágur —
skoraði aðeins eitt mark svo að ætla má
að sigtið hafi verið rangstillt, en svo var
ekki. Hann mat meira að senda knött-
inn á samherja í góðu færi eins og t.d.
Pál Björgvinsson, Bjarna Guðmunds-
son og síðast en ekki sízt Ólaf H. Jóns-
son, sem þeytti knettinum fjórum sinn-
um í netið af línunni, auk þéss sem
hann stjórnaði vörninni af ódrepandi
elju eins og hans er vandi. Einhver
skemmtilegasti Ieikmaður liðsins var þó
Bjarni Guðmundsson. Hann var oftast
með á nótunum. Komst inn í sendingar
mótherjanna hvað eftir annað, náði
knettinum eftir misheppnuð skot sam-
herjanna og skoraði þannig tvö 'af sín-
um þremur mörkum í leiknum.
Hollendingar kölluðu ekki allt
ömmu sína i vörninni og tóku stundum
þjösnalega á móti landanum. Páll
Björgvinsson lét það nú ekki á sig fá og
skoraði annað tveggja marka með
tvo Hollendinga, sem tóku sér far á
baki hans inn í teiginn, en duttu af þeg-
ar hann skoraði. Axel Axelsson og Páll
Ólafsson skoruðu sitt markið hvor, en
þeir voru fremur lítið inn á svo og
Steinar Birgisson, hvernig sem á því
stóð.
Versti kafli íslenzka liðsins var um
miðjan síðari hálfleik þegar staðan var
16—13, en þá urðu flestum á það sem
vel mætti kalla byrjendamistök. Gripu
ekki, hittu ekki, spiluðu ekki. En þá
reif Þorbergur sig í gegn og skoraði og
Páll Ólafsson bætti við öðru marki litlu
siðar. íslendingar sluppu svo með
skrekkinn þegar Jan Hamers hitti ekki
úr vítakasti. Þá var staðan 18—14.
Lið Hollendinganna var öllu skárra
en Austurríkismannanna. Meðal leik-
manna eru nokkrir sterkir einstaklingar
eins og Kooij Kees, sem skoraði 6 mörk
og Jan Hamers, sem skoraði 5 mörk.
Sterkbyggðir og fljótir og skotfastir,
sem ekki mátti gefa lausan tauminn.
Einnig vörðu markverðirnir Josten og
Ron de Jong allvel. á stundum.
Mörk íslands í leiknum: Þorbergur
Aðalsteinsson 10, Ólafur H. Jónsson4,
Bjarni Guðmundsson 3, Páll Björg-
vinsson 2, Axel Axelsson. Sigurður
Sveinsson, Steinar Birgisson og Páll
Ólafsson eitt hver.
„Getum ui
tapaðfyi
—sagði JúlíusHafs
„Ef dæma skal eftir
frammistöðunni í þessum tveim
leikjum, þó sérstaklega I leiknum í dag,
þá töpum við bæði fyrir Pólverjum og
Svium. Frammistaða Frakkanna gegn
þeim liðum er svo góð að við ernm
engan veginn vissir um sigur gegn þeim
héma á heimavelli með 3000 áhorf-
endur sem hvetja þá óspart, eins og
heyra mátti i leiknum í dag. Lið
Pólverja og Svia eru mjög jöfn að minu
áiiti,” sagði Júlíus Hafstefn, formaður
HSÍ. „Pólverjarnir sýnast mér þó eitt-
hvað slappari en verið hefur, hvað sem
veldur, en þeir hafa samt mjög sterka
menn eins og Jerzy Klempel og Alfred
Kaluzinski. Svíarair leika mjög agaðan
handknattleik og þá yfirvegaðan um
mmmm