Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. 4 . Cíccus Antarctica Rússavínviður Rússavínviður er sígrænn klifur- runni frá Ástralíu sem er vinsæl stofuklifurjurt. Hann er mjög blað- fallegur en blómstrar afar sjaldan innanhúss. Það skiptir ekki miklu máli hvort hann er hafður á björtum eða dimmum stað. Aftur á móti er hann viðkvæmur fyrir þurru lofti sem jafnframt skapar betri skilyrði fyrir spunamaurinn. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með því að úða plöntuna með vatni daglega. Vöxturinn fer fram að mestu leyti vor og sumar. Ef rússavinviðurinn verður of stór þolir hann vel að vera klipptur niður. Rússavínviðurinn verður að vera i stórum potti og þrífst bezt i léttri vikurblandaðri mold (lauf- mold). Fjölgun fer fram á vorin með græðlingum sem róta sig mjög hægt í vatni eða potti með plastpoka yfir. -JSB/VG 2. Leggiðfingurnasamanogspenn- ið hendurnar saman. Minnkið þrýstinginn og endurtakið nokkrum sinnum. 3. Spennið greipar aftan við hnakka og vindið bolinn aftur í báðar áttir. Lítið aftur um leið. 4. Haldið höndunum áfram aftan við hnakkann en beygið bolinn nú beint til hliðanna. 5. Ýtið stólnum út á gólf og liðkið fæturna. Beygið ökklana eins og þið getið bæði fram og aftur. 6. Teygið fram handleggina. Fingur annarrar handar eru fettir eins og hægt er á meðan hnefi hinnar handarinnar er krepptur eftir mætti. Skiptið yfir. 7. Takið með annarri hendi um úln- lið hinnar. Hristið síðarnefndu höndina kröftuglega. Skiptið siðan um hönd. 8. Leikið með fingrunum á lærin eins og þið séuð að leika á píanó. Fingurnireru hreyfðir til skiptist og reynt að slaka jafnframt á handleggjunum. 9. Leggið fingurgóma annarrar handar á borðplötuna eða í lófa hinnar handarinnar. Þrýstið þeim síðan aftur. Skiptið um hönd. 10. Hallið ykkur aftur í stólnum og spyrnið í gólfið með fótunum. Spennið hrygginn en látið arm- ana hanga slaka. 11. Teygið handleggina upp og spennið hrygginn aftur um leið. Bezt er að gera þessa æfingu við opinn glugga og fylla lungun lofti um leið. 12. Hallið ykkur aftur og haldið með höndunum um stólsetuna. Teygið fæturna fram á gólfið til skiptis. 13. Setjizt upp en haldið áfram um stólsetuna. Beygið að ykkut hnén til skiptis eins og þið getið. 14. Slakið nú á. Hallið ykkur aftur með slaka handleggi, fæturna létt á gólfinu. Ef þreyta er í hryggnum spennið hann þá andartak og hvíliðsíðan. 15. Lyftið annarri öxlinni og látið hina síga eftir mætti. Haldið hryggnum beinum á meðan. Skiptið yfir: 16. í lokin ýtið þið handleggjunum snöggt fram til skiptis. Lófinn er opinn því ekki segir í þýzku leiðbeiningunum að kreppta hnefa þurfi á skrifstofunni. Ef þessar æfingar nægja ekki má endurtaka þær eftir þörfum og fara í morgunleikfimi hjá Valdi- mar og Magnúsi. -DS. Vökvið ríkulega yfir sumarið. Yfir vetrar- timann er vökvað minna og moldin látin þorna á milli. Úðið vatni yfir blöðin dag- lega. Áburðarupplausn gef- in reglulega. Þrífst bezt í röku stofulofti. Þolir illa þurrt lofl. Má hafa bæði á björt- um og hálfdimmum stað en ekki I brenn- andi sól. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON Skrifstofufólk og aðrir sem vinna sitjandi kvarta oft yfir bakverkjum, vöðvabólgu í öxlum og þreytu í hönd- um og handleggjum. Okkur var ný- lega sendur þýzkur bæklingur með upplýsingum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir þennan krank- leika eða minnsta kosti að draga verulega úr honum. Bæklingurinn er reyndar auglýsing fyrir Drabert-skrif- stofustóla og því er réttilega haldið fram að góður stóll sé ekki sízta atriðið. En það skiptir einnig máli að sitja rétt í stólnum og að hreyfa sig rétt. Þannig skiptir til dæmis miklu1 máli að sitja þannig að hryggurinn sé beinn, axlirnar slakar, handleggirnir einnig, að fingurnir dansi lipurlega t.d. eftir ritvélarborðinu án mikilla átaka í líkamanum. Stóllinn verður að vera í réttri hæð við borðið. Sé hann of hár er of mikill þrýstingur neðanvert á lærin, sem orsakað getur æðaþrengsli, og sé hann of lágur er ' álagið á axlavöðvana| of mikið.Með því að gera 16 léttar likamsæfingar í stólnum má siðan auka liðleikann og koma i veg fyrir spennu í vöðvum. 1. Lyftið handleggjunum til skiptist upp fyrir höfuð og eins langt aftur og þið getið, beint upp af öxlinni en ekki til hliðar, tvisvar hvorn handlegg. Fyrir bakveikt skrifstof ufólk: Léttar leikf imiæf ingar sem hægt er að iðka í vinnunni BLÓMAHORNIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.