Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
hið nýja skólakerfi og hefja til vegs
gömlu skólana. Sem sagt: Morgun-
blaðið, sem hóf umræðurnar, sem
leiddu til gjörbreytts skólakerfis er nú
að birta frétt til þess að vega að
þessu sama kerfi og upphefja það
sem var og blaðið barðist á móti fyrir
rúmum áratug! Hvílík speki eða hitt
þó heldur.”
Leiðarahöfundi Morgunblaðsins
virðist mjög í mun að hvítþvo
málgagn sitt af allri niðurrifsstarf-
semi og telur réttmætt að hirta mig
og væntanlega alla aðra, sem talið
hafa að Morgunblaðið hliti nú um
stundir annarri og íhaldssamari
leiðsögn í skólamálum en fyrir ára-
tug. Ég skal fús undir vöndinn ganga,
ef blaðið lætur hér saman fara orð og
efndir.
Morgunblaðið hefur vakið vonir
um að það taki nú á raunhæfan og
sanngjarnan hátt, „að meta árangur
þess, sem gert hefur verið síðustu 10
árin, þannig að menn geti gert sér
grein fyrir því, hvort nauðsynlegt sé
að gera einhverjar verulegar breyting-
ar á því kerfi, sem nú hefur verið
byggt upp.”
Kjallarinn
Jón Böðvarsson
Og blaðið getur veitt góðum
málum liðsinni á fleiri vegu.
Kristján Gunnarsson,
fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, erí
enn í fremstu röð skólamanna. Frá
„Mikill munur virðist því á skoðunum
kennsiustjórans og Morgunbiaðs-
ms....
honum má sem fyrr vænta góðra
tillagna. Morgunblaðinu væri sómi
að því að styðja hann í starfi jafn
heils hugar og fyrir áratug.
Ég lýk orðum mínum um leiðara
Morgunblaðsins 6. mars 1981 með
því að lýsa yfir að reynisf afstaða
blaðsins söm og þar segir munu aðrir
en ég beina að því spjótum í skóla-
málaumræðum.
Afstaða
kennslustjórans
15. febrúar sl. birtist í
Morgunblaðinu viðtal við Halldór
Guðjónsson, kennslustjóra Háskóla
íslands, ásamt „leiðréttri töflu sem
hann hafði gert um árangur fyrsta árs
nema i Háskóla íslands 1979—1980.
Viðtalið einkennist af furðulegum
sveiflum: staðhæfingum og fyrir-
vörum á víxl. Virðist gæta togstreitu
milli fræðilegra vinnubragða og per-
sónulegra skoðana sem
Morgunblaðið mun eiga að útbreiða,
en Halldór sýnist vilja skjóta sér
undan að bera ábyrgöa.Semdæmi um
skynsamlegan fyrirvara hafðan eftir
Halldóri kýs ég að tilgreina þennan:
„Vitaskuld ber að álykta varlega af
upplýsingum sem þessum. Þær eru
ekki það tæmandi. En það er jafn-
framt alger fásinna að taka ekki tillit
til þeirra. Við getum sagt, að
upplýsingarnar úr þessari könnun séu
ekki mikið efni til umræðna, en
afturámóti ágætt tilefni. Og því
tilefni eiga menn ekki að sóa í stór-
yrði og stríðsyfirlýsingar.”
Ég tel sjálfsagt að taka tillit til
upplýsinga Halldórs Guðjónssonar,
og það hefur þegar verið gert að
nokkru hér sunnan Straums. Ég
kynnti niðurstöður hans við skólaslit
19. desember 1980, nokkru áður en
blaðaskrif hófust um málið. Einnig
hef ég tekið þær til umræðu á skóla-
nefndarfundi, kennarafundi og
almennum fundi með nemendum
skólans. Greinargerð um helstu máls-
atriði mun ég senda öllum sveitar-
stjórnarmönnum á skólasvæðinu
vegna þess að áfangakerfi er sú
skólaskipan sem best hentar í dreif-
býli. Vanhugsaðar árásir á hið nýja
skólahald skoðast því sem alvarlegt
mál utan höfuðborgarsvæðisins.
Upplýsingar Halldórs hafa þegar
orðið tilefni umræðna og þeim er
hvergi nærri lokið.í g lek undir þau
ummæli Halldórs að stóryrði og
stríðsyfirlýsingar hæfi ekki málefna-
legum umræðum um einkunna-
samanburð, en hvers eðlis eru þær
staðhæfingar hans sjálfs, sem fram
komu í Morgunblaðsviðtalinu? Þar
fullyrti hann að „leiðrétta taflan”
væri marktæk könnun og sagði
síðan: „Upplýsingar sem þessar
skipta svo miklu máli fyrir skólana,
nemendur og kennara þeirra, svo og
foreldra og forráðamenn nemenda.”
(Orðrétt „málsgrein” úr Morgun-
blaðinu).
Meginstoðum hefur verið kippt
undan fullyrðingu hans um að
könnunin sé marktæk, og ályktanir
sem hann dregur af henni eru
naumast lengur til umræðu, — en
ofangreind tilvitnun sýnir glöggt að
fyrir honum vakir að brýna fyrir
nemendum og aðstandendum þeirra
að velja fremur gömlu skólana en
hið nýmótaða skólahald i áfanga-
skólum. Vanþóknun sinni til á-
réttingar segir hann síðan: „Það er
mikill Ijóður á íslensku skólakerfi,
þetta að gera ekki skipulagðar
tilraunir áður en ráðist er i róttækar
breytingar.” Síðastgreindu ummælin
lýsa að vísu minni þekkingu um
þróun mála á framhaldsskólastigi en
ætla mætti kennslustjóra Háskóla
íslands, en meginatriði er að í um-
mælum þessum felst sú staðhæfing
að breytingar á skólaskipan síðasta
áratug hafi verið frumhlaup.
Mikill munur virðist því á
skoðunum kennslustjórans og
Morgunblaðsins — þótt blaða-
manninum J.F.Á. hafi orðið það á
að láta líta svo út sem þær séu
samstiga.
í síðustu grein minni um þetta
efni mun ég haga orðum mínum í
samræmi við það.
Jón Böðvarsson,
skólameistari
í Keflavík.
allífsins eins og við náúm að skynja
það?
Þvi skulum við sveilla okkur úr
vídd skipsins sem um var rætt að
framan og inn í vídd landsins og
fólksins. Þá erum við stödd á eyju í
Atlantshafi — sem okkur er sagt að
Norðmenn nokkrir sem voru á flótta
undan nýrri vidd í heimalandi sinu
hafi flúið til endur fyrir löngu og yfir-
tekið það, segja sumir, af írum
nokkrum sem höfðu yfirgefið gamla
vídd í írlandi — og nú byggja þetta
land afkomendur þessara tveggja
kynflokka eftir að þeir hafa þolað
súrt og sætt saman í þúsund ár og
einu hundraði betur.
Nú er bezt að athuga þessar um-
ræddu víddir og þennan súr og
þennan sæti.
Það var Írum súrl að þola
yfirtöku Norðmanna á landi
sem þeir höl'ðu bvggt um nokkurn
tíma að nýkristnum sið (þeirra nýja
vídd), og þá var það Norðmönnum
að sama skapi sætt að ná tökum á
landi og fénaði landsmanna — það
gerði stóran mismun að því leyti að
það var takmarkað hvað þeir gátu
flutt með sér sjálfir af kvikfénaði frá
Noregi — og þeir gátu næstum því
tekið upp fyrri háttu hvað snerti lífs-
venjur og viðurværi (þeirra gamla
vídd — kóngar í ríki sínu og hirð-
menn þeirra). En svo kom babb í bát-
inn, einnig hjá Norðmönnum, og þá
þótti þeim súrt í broti. Þeir höfðu að
vísu stigið djarft skref til að halda
með sér lögum og reglu og það var að
setja öllum þessum kóngum og hirð-
fólki þeirra lög til að fara eftir. Þá
varð bara eftir mergð af fólki, þ.e. ír-
arnir, sem ekki gátu aðhyllzt þau lög.
Það fólk hafði ekki reynt það að lifa
innan slíkrar víddar sem rúmaði hug-
takið goði og blót — og það kerfi
innan slíkrar víddar hentaði ekki og
samrýmdist ekki þeirra lífsmáta. Nú
voru þessir tveir kynflokkar staddir á
eyju langt norður í hafi og ekki
margra kosta völ annað en finna leið
til að halda friðinn — og greinilega
voru írarnir máttarmeiri eða
samningsaðstaða þeirra sterkari að
veigamiklu leyti því lausnin í bili var
sú að hluti landsmanna ákvað að
ganga inn í nýja vídd sem snerti — að
því að þeir héldu — aðeins hluta af
tileinkaðri vídd — og létu kristnast í
orði (rétt eins og við urðum 1944 lýð-
veldi — í orði) en héldu goðorðsvöld-
um sínum um stund — því jarðnesk
umsvif voru í frumkristni aðskilin
andlegum umsvifum forráðamanna
kristni.
Þetta varð undarleg blanda mis-
stórra vidda og misvirtra eftir því
hver í hlut átti — og vegna þessarar
misvirðingar fór sem fór, þ.e. for-
feður okkar, sem þá byggðu ísland,
misstu landsráðin — þ.e. þau jarð-
nesku — úr höndum sér en aftur á
móti hljóp ofvöxtur í andlegu um-
svifin svo að úr varð andlegt krabba-
mein í þjóðarlífi og eru mörg dæmi
um það hversu blekkingavefur for-
ráðamanna kristni firrti fólk skyn-
semi svo það blindaðist í skilningi
sínum á þeirri vídd sem það hreyfðist
í. Mýmörg dæmi eru um þetta og
hvernig meðvitund fólks varð undir-
lögð eins konar geðveilu. Það er
engin furða þótt hinn kommúnistiski
áróður nútímans hafi í sókn sinni gert
orðið trú að þess konar tjáningu á
tungu fólks sem fyrrum helg trúar-
athöfn breyttist í á meðal íslendinga
áður fyrr, eða orðið blót. Trú — það
er viðhorf fólks til guðdómsins —
hins æðsta máttar alheimsins — þetta
orð varð að tákni um mestu skynvillu
— og er þá djúpt sokkið i vídd —
nánast niður í þrengsli sem er and-
staða víddar. Nú, þetta vaxandi
krabbamein sem minnzt var á að
ofan var skorið burt með hálshöggi
Jóns Arasonar og landsmenn gátu
andað léttara en á annan máta á
eftir, og þeir gengu nú inn í nýja
vídd, lúterskuna, en einungis á and-
lega sviðinu því kóngur vor náði
auðvitað eignum katólskunnar sem
nú var köllúð.
Þegar hér er komið erum við orðin
að íslendingum öll sömul, og svo
hélzt um aldaraðir unz kom að síðari
heimsstyrjöld og við leystumst úr
þeirri ánauð að lifa við vídd föður-
legrar náðar Danakóngs, og enginn
lét sér detta í hug fyrr en seint og
síðar meir að hægt væri að hlaupa úr
þeirri vídd. Enda kom það i ljós við
þjóðaratkvæðagreiðslu — merkilegt
fyrirbæri sem þyrfti að fjalla um —
að sumir vildu ekki styggja blessaðan
kónginn og var nokkuð hent gaman
að slikri fastheldni, og þó með
vorkunnsemi. Við erum búin að sofa
ofurdofa í stofukofa síðan, við
íslendingar, síðan við urðum að lýð-
frjálsu landi — nei, þjóð, fyrirgefið.
Engan hugtakarugling úr þessu.
Nú ætla ég sem sé að sýna ykkur
inn í nýja vídd og vænti ég þess að
margir vilji ekki styggja blessaðan
kónginn og er þeim nokkur vorkunn
nú sem fyrr.
Farþegar niðri í lest?
Svo er mál með vexti að á döfinni
hefir verið um nokkur ár að endur-
skoða og jafnvel breyta — hugsið
ykkur bara — Stjórnarskrá
Lýðveldisins íslands (skynvilla nr.
1) og er undarlegt hve lítið hefir
heyrzt um það mál frá fólkinu,
íslendingum sjálfum, á hvern hátt
þeir vilja láta breyta henni. Skyldi
þeim finnast þeir vera farþegar niðri í
lest? En staðreyndin er sú að þetta
plagg, sem þarf þjóðaratkvæða-
greiðslu um — eða svo ætti að vera ef
við erum ekki bara farþegar — er
okkar farseðill til farsældar í þessu
landi og getum við þá kallazt far-
þegar ef við viljum en við fáum þá
væntanlega eitthvað fyrir snúðinn,
þ.e. fargjaldið.
Ef litið er á þá nútímavídd sem við
búum við er hún margföld, það er
vídd heimilisins, vídd byggðarlagsins,
vídd héraðsins, vídd landsins. Lands-
víddin er okkur öllum sameiginleg,
héraðsvíddin er svo að miklum hluta
minni, eftir því hvort um fjórðungs-
eða sýsluskiptingu væri að ræða;
byggðarlagsvíddin er svo aftur að
miklum mun minni og nær yfirleitt
ekki yfir nema einn hrepp, kaupstað
eða borgarhverfi, og skiptingin aftur
inn í heimilisvíddina er margbreytileg
í hlutföllum. Það er í þessari heimilis-
vídd sem við getum hegðað okkur
eins og hinir fornu kóngar og drottn-
ingar sem við vorum í eina tíð, þar er
okkar alríkisvídd. Aftur á móti er
umsvifavídd okkar i liyggðarlaginu
háð vilja þeirra sem með okkur
byggja. Og þetta er sviðið sem máli
skiptir í daglegri önn okkar allra. Það
er þetta svið sem þarf fyrst og fremst
að fjalla um i nýrri stjórnarskrá lýð-
veldis íslendinga. Til skýringar á
þessari nýju vídd skulum við virða
fyrir okkur þær víddir sem við vitum
að berjast um yfirráð á meðal þjóðar
okkar. Sjálfstæðismenn segja: allir
þeir sem geta eiga að eignast eins
mikið og þeir geta náð sér i. Alþýðu-
fiokkurinn æmtir: — ja, það verður
að reyna að jafna þeta einhvern veg-
inn. Hin kommúnistiska skakklína
segir; ríkið á að eiga allt og fólkið
ekkert — og framsóknarflokkur —
bændur — er drjúgur með sig og
segir; ja, við eigum þetta allt og þið
getið bara dregið ykkur fisk úr sjó ef
þið viljið ekki kaupa mjólk og aðrar
afurðir á því verði sem við setjum
upp. Nýja uppúrstefnan segir:
Fólkið á allt og ríkið á ekki neitt.
Hér legg ég svo fyrir sjónir ykkar
kjarnauppkast að nýrri stjórnarskrá
Lýðveldis fslendinga þar sem valdið
er i höndum lslendinga, hvers eins og
einasta þeirra sem kominn er til vits
og ára: — og eru þetta þó einvörð-
ungu bollaleggingar á þessu stigi:
Stjórnarskrá Lýðveldis
íslendinga
1. Fólkið skal eiga allt — ríkið ekki
neitt.
2. Til að tryggja lýðræði skulu
settir upp almennir þingdagar og
málþing haldin reglulega í hverj-
um hreppi, kaupstað og hverfum
borga.
3. Hver þingeining skal saman-
standaaf minnst lOOmanns.
4. Allir íbúar byggðarlaga, 16 ára
og eldri, eru kjörgengir í
trúnaðarstöður samfélags sins og
hafa atkvæðisrétt á málþingum
og rétt til hlutakaupa.
5. Trúnaðarmenn, kjörnir árlegri
leynilegri kosningu, skulu í upp-
hafi starfsárs síns gera úttekt á
stöðu samfélagsins á þeirri
stundu og skýra fyrir þingfólki
og stýra síðan umfjöllun mál-
efna samkvæmt dagskrá sem
málþing samþykkir.
6. í fjölmennari byggðarlögum, þar
sem þingsalir rúma ekki mál-
þingið, skal málþing haldið með
sjónvarpsflutningi og atkvæða-
greiðslu hagað frá heimatæki
viðtakandi þingmanna á viðeig-
andi tæknilegan hátt.
7. í upphafi þingfundar skal ganga
úr skugga um að þing sé lög-
mætt.
8. Kostnaðaráætlanir við uppbygg-
ingarframkvæmdir skulu sam-
þykktar af þar til gerðu
trúnaðarmannaráði og sá kostn-
aður greiddur með frjálsu fram-
lagi atkvæðisbærra manna sem
til þess gefast bæði á málþingi og
síðar, og skal kvittun slíkrar
greiðslu taka fram hundraðs-
hlutaeign og atkvæðismagn sem
hlutaeigninni fylgir.
9. Hvað snértir eldri starfandi
framkvæmda-mannvirki byggð-
arlagsins skal dómur settur
á stofn fyrir hvert einstakt til-
felli, kjörinn leynilegri kosningu
á málþingi, er geri úttekt á virði
þess, eignarhluta hins fyrrver-
andi úrelta ríkis og eignarhluta
byggðarlagsins, og kveði á um
fyrirkomulag á lýðkaupum
hluta.
10. Hlutakaupsskyld fyrirtæki eru
meðal annarra: hita- og rafveit-
ur, sjúkrahús, skólar, götur,
hafnir og annað það er málþing
ákveður.
11. Málþing ákveður hvort leyfa
skuli að þjónustufyrirtæki séu í
einstaklingseigu. Setja má slik
mál til umfjöllunar inn ádagskrá
málþings hvort heldur sem er
þegar þau koma fram eða að sér-
stakir þingdagar séu fastsettir
fyrir slíkar ákvarðanir.
12. Málþing kýs árlega fulltrúa, og
einn til vara, á héraðsþing
(fjórðungsþing?)
13. Héraðsþing (fjórðungsþing) fer
með sameiginleg málefni sam-
félaga innan sinna viðja og setur
upp dóma er dæma í héraðamái-
um.
14. Héraðsþing (fjórðungsþing)
kjósa til þjóðþings, 1 fulltrúa í
þann málaflokk er þjóðþing
fjallar um, eftir að forkosningar
hafa farið fram í byggðarlögum.
15. Þjóðþing skal haldið að Þing-
völlum ár hvert í júní og skal
Ijúka með þjóðhátíð.
16. Þjóðþing setur reglur varðandi
utanríkisstörf, kýs fulltrúa
þjóðar á erlendri grund eftir for-
kosningar í byggðarlögum er
fara með umboð þjóðarinnar og
standa skil á störfum sínum og
erindum á reglubundinn hátt.
Þjóðþing tekur ákvarðanir um
hver mál skuli fá þjóðarat-
kvæðagreiðslu af þeim málum
sem héraðsþing senda inn til
umfjöllunar. Þjóðþing setur upp
hæstarétt og setur honum starfs-
reglur.
17. Þjóðþingi er stýrt af forseta
íslendinga.
18. Forseti íslendinga skal kjörinn
þjóðkjöri og skal starfa þann
árafjölda sem þjóðþing ákveður.
19. Hæstiréttur dæmir um brott-
vikningu forseta úr embætti.
Hérna var þá innsýn i nýja vídd.
Gætu fleiri gamnað sér við að gera
uppdrátt að nýrri stjórnarskrá.
Hvaða mögulegar breytingar á lifs-
háttum fólks gæti framkvæmd og út-
færsla slíkrar uppúrstefnu haft i för
með sér? Það myndi gjörbreyta
aldarandanum því viðhorf fólks til
gildis síns sem samfélagsþcpns rg til
ástands byggðarlags síns nivndi
vakna af dvala og taka að vaxa og
þróast.
Ef við teyndum að selja upp hug-
læga mynd af slíkri vídd gæti hun
orðiðeitlhvað þessu lík:
„Maðurinn: Ég kem ekki heim fyrr
en seint því eftir að ég hef setið hlut-
hafafund í gatnagerðinni þarf ég að
fara á nefndarfund vegna könnunar á
stöðu hitaveitunnar, hvort hún
verður byggðarfélag, héraðsfélag eða
Iandsfélag, því sú ákvörðun er á dag-
skrá næsta málþings og við verðum
að skilaáliti.
Konan: Já, en ég á eftir að veita
þér atkvæðisumboð fyrir gatna-
gerðarfundinn, því ég ákvað að
greiða inn hiut ■ þeim fr inkvæmdum.
Ég er á móti malbikun Hafnargöt-
unnar að sinni. Það eru önnur meira
aðkallandi verkefni fyrirliggjandi. En
ég verð líka sein i kvöld því ég þarf
að mæta sem ráðgjafi á fyrsta fund
hjákaupfélagskönnunarnefndinni.
Maðurinn: Já, kaupfélagið, það
verður spennandi að sjá hvað kemur
út úr því.
Konan: Það getur nú tekið tímann
sinn, þó liggur nú á að afgreiða það
svo fljótt sem unnt er.”
Það er fyrirsjáanlegt að slik stefna
sem þessi myndi ryðja burt algerlega
því kerfi sem ríkjandi er, ef hægt er
að kalla það ríkjandi í merkingunni
stjórnarvald, því auðvitað búum við
öll við óstjórn þegar „kerfið” er
orðið í hugum fólks sem tröll, jafnvel
óvættur eða draugur sem ríður
húsum manna.
Hvað með það, öll erum við sam-
ntála um að breytinga sé þörf og að
þær þurfi að vera róttækar í eigin-
legri merkingu þess orðs. Ýmsar fleiri
bollaleggingar mætti prjóna við þetla
en læt mál að linni að sinni.
Erla Guðmundsdóttir
Keflavik.
Q „Auðvitaö búum við öll við óstjórn þegar
„kerfið” er orðið í hugum fólks sem tröll,
jafnvel óvættur eða draugur sem ríður húsum
manna....”