Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Baðstrandargestir á Miami Bcach fengu vægt taugaáfall nýverið er einkaflugvé! lenti
á sjónum alveg við baðströndina. Lendingin tókst vcl. Engan baðstrandargestanna
sakaði og þeir þrir menn sem voru um borð i vélinni sluppu ómeiddir. Vélarbilun var
orsök nauðlendingarinnar.
Grikkland:
Ofsahræösla í
jarðskjálfta
— tveir fórust og tugur slasaðist
Snarpur jarðskjálftakippur skók
norð-vesturhluta Grikklands í gær-
kvöldi með þeim afleiðingum að tveir
menn fórust og a.m.k. tíu slösuðust.
Lögreglan sagði að yfir tvö hundruð
byggingar hefðu skemmzt í skjálftan-
um í þorpum i héraðinu Epirus.
Vísindamenn í Aþenu sögðu að
skjálftinn hefði verið 5,6 stig á Richter
og hefðu upptökin verið 340 km norður
af Aþenu.
Lögreglan sagði að leigubílstjóri
hefði farizt þegar bíll hans grófst undir
grjót og aurskriðu i nágrenni þorpsins
Preveza. Kona lézt í nágrannabænum,
Skiada.
Ofsahræðsla greip um sig meðal
eyjarskeggja á Lefkas og í bæjunum
Ioannina, Preveza og Agrinio.
Kanada:
Hroðalegt kópa-
dráp stöðvaö
— kóparnir f legnir lifandi
Selveiðimenn á Prins Edwardeyju í
Kanada kröfðust þess í gær að fá
að halda áfram kópadrápi sínu, sem
stöðvað var í síðustu viku. Þá bárust
fréttir af hroðalegu kópadrápi þar sem
fjöldi kópa var fleginn lifandi á ísnum
við eyjuná. Mikið þótti bera á veiði-
mönnum sem litla eða enga reynslu
höfðu í selveiðunum.
Viðræður hafa átt sér stað milli
veiðimannanna og kanadískra stjórn-
valda. Á fund þeirra í gær komu mót-
mælendur sem lagzt hafa hart gegn
seladrápinu. Stjórnvöld hafa greint frá
því að ein meginástæða þess að
veiðarnar voru bannaðar hafi verið sú,
að kóparnir voru flegnir áður en þeir
misstu meðvitund.
Talsmenn Greenpeace-samtakanna á
þessum slóðum sögðuSt óttast aukinn
kvóta og væru m.a. tvö stór selveiði-
skip á þesum slóðum þar sem væru um
50 þúsund selir.
EBE:
LÍTIL SAMSTAÐA
UMFISKVEIÐAR
Ráðherrar fiskveiða Efnahagsbanda- hefur að marka þessa stefnu um kvóta
lagsrikjanna hafa setið á fundum um landanna. í gær slitnaði upp úr viðræð-
fiskveiðistefnu bandalagsins. Dregizt unum vegna deilna Breta og Frakka.
Reagan deilir
út hergögnum
Reagan Bandaríkjaforseti ætlar sér sérstaklega til varnar oliuauðugum
að stórauka hernaðarútgjöld í fjár- svæðum á Gulf-svæðinu.
lögum Bandaríkjanna fyrir árið 1982. Fjárlög næsta árs munu nema
Bandaríkjaforsetinn mun auka hern- 695,3 milljörðum Bandarikjadollara,
aðaraðstoð mjög við vinveitt riki en þar af verðureytt í slíka hernaðar-
Bandaríkjamanna í þriðja heiminum, aðstoð 4,2 milljörðum dollara.
Mörg deilumál óleyst íPóllandi:
Verkföll af-
boðuðíLodz
— samningaviðræður fara nú fram milli Lech Walesa og
Wojciech Jaruzelski
Verkamenn í Lodz, næststærstu
borg Póllands, afboðuðu snemma í
morgun frekari verkföll í borginni og
sögðust hafa komizt að samkomulagi
við yfirvöld.
Lodz-deild Einingar boðaði til
einnar klukkustundar verkfalls í gær
og tóku um 300 þúsund verkamenn
þátt í því. Orsök verkfallsins var sú,
að lögreglan hafði neitað að undirrita
samkomulag, sem tryggja átti fimm
starfsmönnum á sjúkrahúsi í borg-
inni sama rétt og aðrir félagar í Ein-
ingu töldu sig hafa náð samningum
um.
Samkomulagið sem tókst í nótt
heimilar starfsmönnum sjúkrahúss-
ins að sinna verkalýðsmálum á
sjúkrahúsinu.
Leiðtogi Einingar, Lech Walesa,
átti í gær fjögurra klukkustunda
langan fund með Wojciech Jaruzel-
ski forsætisráðherra og virtist þreytt-
ur en ánægður að loknum fundinum.
Walesa sagði að ekki hefði náðst
samkomulag milli hans og forsætis-
ráðherrans um ýmis atriði en hann
kvaðst þó sannfærður um að sam-
komulag tækist smám saman á milli
þeirra.
Ríkisstjórn landsins mun hafa
heitið því að setja nefnd skipaða full-
trúum stjórnarinnar og Einingar og
væri nefndinni ætlað að rannsaka
ásakanir verkamanna um að þeir
væru beittir harðræði.
„Við höfum trú á að barnamorðinginn kunni að hafa verið viðstaddur jarðarfarir hinna nitján myrtu barna og að hann hafi
tekið þátt í leitinni að börnunum og í mótmælagöngunni, sem farin var sfðastliöin sunnudag. Þess vegna höfum við nú
skoðað mörg hundruð sjónvarpsmyndir til þess að reyna að ftnna einn og sama manninn við öll þessi tækifæri,” sagði Chuck
Johnson, rannsóknarlögreglumaður hjá Atlantalögreglunni i samtali viö norska Dagblaðið f siðustu viku. Eftir að það samtal
var tekið hefur enn eitt likið fundizt þannig að fórnarlömb Atlanta-morðingjans (eða morðingjanna) eru þá orðin tuttugu tals-
ins, allt svört börn á aldrinum sjö til fimmtán ára. Morðin hafa öll verið framin á siðustu nitján mánuðum.
Myndin hér að ofan er frá mótmælagöngu sem ibúar í Atlanta fóru vegna morðanna. Upplýsingar sem sálfræðingar hafa
undir höndum um þetta mál hafa leitt til þess, að þeir ráðleggja lögreglunni nú að rannsaka fyrrgreindar sjónvarpsmyndir.
Þeir telja að morðinginn léitist við að beina frá sér grun með þvi að taka þátt 1 leitinni að Ifkum barnanna, jarðarförum, mót-
mælagöngum o.s.frv.