Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
GÍSLI SVAN
EINARSSON
Kosningar í Háskóla íslands:
Hagsmunamálum
stúdenta stung-
ið undir stól
— meðan vinstri og hægri menn karpa
Kristín Björnsdóttir, 5730-3328,
skrifar:
Ástæðan fyrir skrifum mínum hér
er kjallaragrein Kristins Andersen er
birtist í Dagblaðinu mánudaginn 2.
marz.
Eins og hann bendir réttilega á er
alltaf margt sem miður fer í starfsemi
Stúdentaráðs og útgáfu Stúdenta-
blaðsins, en það er eins og gleymzt
hafi hjá honum að vinstri menn sitja
ekki einir i Stúdentaráði, heldur
Vökumenn einnig, en því miður
hefur starf þeirra þar ekki borið
árangur sem skyldi, enda er sann-
ieikurinn sá að mikið af dýrmætum
tíma Stúdentaráðs hefur farið í póli-
tískt þras þessara tveggja fylkinga
meðan hagsmunamál stúdenta hafa
legið í láginni. >ví skal engan undra
þó þriðja framboðið, framboð Um-
bótasinnaðra stúdenta, sé komið
fram. En af skrifum Kristins má
giöggiega sjá að hann veit ekkert um
hvers eðlis þetta framboð er og hefði
verið á allan hátt skynsamlegra af
hans hálfu að lesa stefnuskrá þeirra
er dreift var í HÍ þann 26. feb. sl.
áður en hann kvartar undan því að
stefnuna vanti. Nær hefði honum
einnig verið að athuga hverjir standa
að framboðinu áður en hann full-
yrðir að hér sé um klofið framboð
vinstri manna að ræða því þá hefði
honum orðið ljóst að hér er um allra
flokka menn og óháða að ræða, stúd-
enta sem þreyttir eru á að hagsmuna-
mál þeirra liggi undir stói meðan
fylkingarnar tvær karpa um mál eins
og kóka-kóla sem koma hagsmuna-
málum stúdenta alls ekki við.
Ég vona innilega að Kristinn sé
aðeins einn af fáum stúdentum sem
dæma Umbótasinnaða stúdenta að
algerlega óathuguðu máli og reyndar
treysti ég því að hinn almenni stúdent
sé það ábyrgur að hann kynni sér
málin sjálfur og dæmi síðan.
— ^aiiiTrr*
1 dag fara fram kosningar i Háskóla islands.
DB-mynd: Gunnar Örn.
tslendingar hafa tamið sér ákaflega frumstæðar drykkjuvenjur. Bréfritari telur að þær geti ekki versnað með tilkomu bjórs.
BJÓRINN OG
SIDAPOSTULAR
—að halda því fram að bjórinn gæti gert nokkuð annað en að
bæta þessa skálmöld er að misbjóða skynsemi f ólks
Einar Sigurðsson, Neskaupstað,
skrifar:
Skelfing er það fólk þreytandi sem
stöðugt finnur hjá sér hvöt til að hafa
vit fyrir öðrum. Til allrar óhamingju
fyrir fólkið í landinu er eins og þessir
siðapostular hafi lag á að pota sér í
stöður þar sem þeir geta gert almenn-
ingi lífið leitt.
Tökum t.d. útvarp Reykjavík. í
marga áratugi hefur lítill hópur
manna, sem umgengst þessa stofnun
eins og þeir eigi hana, reynt að troða
ákveðnum tónlistarsmekk niður
kverkarnar á öllum landslýð. Sin-
fóníuplötur hafa verið gatspilaðar í
4—6 klukkustundir á dag, en ekki
með betri árangri en svo að fjöldinn
allur þolir ekki þessa ágætu hljómlist
og gamall maður heyrðist kvarta að
nú væru þeir enn að spila „spýtu eftir
strák” (átti að vera svíta eftir
Strauss).
Sama er uppi á teningnum þegar
hugsanleg sala á þeim milda og holla
drykk (alla vega í samanburði við lút-
sterkt brennivín sem börn og gamal-
menni þjóra sér til óbóta) bjór kemst
í sviðsljósið. Þá hleypur upp til
handa og fóta alls konar lýður sem
telur sig þess umkominn að stjórna
lífsvenjum annarra. Venjulega eru
þetta templarar eða gamlar kerlingar
af báðum kynjum sem ekkert vita eða
innsýn hafa í drykkju.
Varnaðarorð alkóhólista
Það kemur stundum fyrir.og hefur
jafnan mikil áhrif, að gamlir alkóhól-
istar (óvirkir) þeysa út á ritvöllinn og
vara við bjórnum hræðilega. Það er í
sjálfu sér rökvilla þegar venjulegt
fólk lætur slíkt hjal vega þungt hvað
varðar það sjálft. Sjálfsagt gæti bjór-
inn reynzt áfengissjúku fólki skeinu-
hættur og það á við um alla áfenga
drykki. En að alkóhólistar séu ein-
hvers konar sérfræðingar á þessu
sviði er auðvitað fjarstæða. Er skíða-
maður, sem fótbrýtur sig í fyrstu eða
annarri skíðaferðinni, sjálfkrafa sér-
fræðingur í þeirri íþróttagrein?
Að lokum þetta: íslendingar hafa
tamið sér ákaflega frumstæðar
drykkjuvenjur þar sem fólk á öllum
aldri þambar í sífellu 40—50% eld-
vatn. Að halda því fram að bjórinn
gæti gert nokkuð annað en að bæta
þessa skálmöld er að misbjóða skyn-
semi fólks.
Bjórinn strax!
Söngvakeppni sjónvarpsins:
Eitt mesta tæknilega afrek
sem sjónvarpið hefur unniö
— menn geta verið þokkalega ánægðir
með árangurinn
Guflmundur hringdi:
Ég vil lýsa ánægju minni með
söngvakeppni sjónvarpsins. Ég er
ánægður með að lag með Pálma
skyldi vinna þó að ég hefði frekar
viljað að lagið ,,Á áfangastað” með
honum hefði unnið.
Svo gerðist það sem var ef til vill
mest gaman við þessa keppni að al-
gjörlega óþekktur lagahöfundur
kemur fram í sviðsljósið. Sigurveg-
arinn, Guðmundur Ingólfsson, á
ábyggilega eftir að láta frá sér heyra i
framtíðinni.
Þrátt fyrir állt og allt þá held ég að
framkvæmd keppninnar hafi verið
eitt mesta tæknilega afrek sem sjón
varpið hefur unnið, þarna þurfti ekki
mikið að klikka til þess að allt færi i
vaskinn.
Ég held að menn geti verið þokka-
lega ánægðir með þessa söngva-
keppni þegar á allt er litið.
4C
Pálmi Gunnarsson kemur sterkur út
úr söngvakeppni sjónvarpsins.
Raddir
lesenda
V