Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. /* Veðrið Gert er ráð fyrír heldur batnandi veðri alls staðar á landinu. Hœg aust- anátt vorður vfðast hvar, þó verður enn nokkuð hvasst nyrzt á landinu. Dálftil rigning vorður um sunnan- og austanvert landið en úrkomulaust að mestu fyrir vestan og norðan. Klukkan 6 í morgun var hœgviöri í Roykjavik og tveggja stiga hiti, slydda og tveggja stiga hiti á Gufu- skálum, snjókoma var á Galtarvita og hiti við frostmark, á Akureyri slydda og tveggja stiga hiti, austan 6 vind- stig voru á Raufarhöfn og hiti við frostmark, á Dalatanga austan 3 vind- stig og eins stigs hiti, hœgviðri og skýjað var á Höfn en fimm stiga hiti og á Stórhöföa mœldust 8 vindstig, rigning og 4 stiga hiti. í ÞórshÖfn ( Fœreyjum var rigning og 7 stiga hiti, f Kaupmannahöfn slydda og 0 stig, —4 stig í Osló og skýjað, —4 stig og lóttskýjað f Stokk- hólmi, 11 stiga hhi f London, skýjað, f Hamborg var 11 stiga hiti en rigning, 15 stiga hiti f Parfs en skýjað, heið- skfrt og 7 stig f Madríd og f New York var heiöskfrt og 6 stiga hiti. Björn Þorkelsson, sem lézt 9. febrúar sl., fæddist 9. maí 1914 að Sveina- görðum í Grímsey. Foreldrar hans voru Þorkell Árnason og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Mestan hluta ævi sinnar stundaði Björn sjó og sjóstörf, t.d. var hann formaður á mb. Pétri Jónssyni í átta vertíðir í Sandgerði. Árið 1948 kvæntist Björn Kristjönu Þórhallsdóttur og áttu þau 3 syni. Sigríður Guðmundsdóttir, sem lézt 22. febrúar sl., fæddist 18. september 1897 i Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson og Vigdis Vig- fúsdóttir. Sigríður vann í Kexverk- smiðjunni Frón lengst af. Björn Eiriksson flugmaöur lézt i gær, 10. marz, tæplega áttræður að aldri. Björn lét flugmál snemma til sín taka og var annar íslendingurinn til að öðl- ast réttindi til farþegaflugs. Björn var einn af þeim sem stóð að Flugfélagi íslands númer tvö sem starfaði á ár- unum 1928—31 Björn stofnaði málm- húðunarfyrirtæki í Reykjavík sem hann rak fram á síðustu ár. Eftirlifandi eiginkona Björns er Laufey Gísladóttir. Rósa Daviðsdóttir lézt 1. marz sl. Hún var fædd 11. marz 1902, dóttir Davíðs Jónssonar hreppstjóra á Kroppi. Rósa var gift Gísla Árnasyni, en hann lézt 1971, og fluttist hún þá til Sviþjóðar til einkadóttur þeirra hjóna sem þar er búsett. Útför Rósu fer frant í dag i Svíþjóð. Brynjólfur Önfjörð Steinsson járn- smiður lézt 1. marz sl. Hann var fædd- ur á ísafirði 20. janúar 1921, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Steins Sigurðssonar. Brynjólfur fluttist til Reykjavíkur um 1940 og lauk námi sem járnsmiður 1953, hjá Stálsmiðjunni. Hann vann hjá Stálsmiðjunni fram til 1961, en stofnsetti ásamt öðrum eigið járn- iðnaðarfyrirtæki. Þeir félagar ráku þelta fyrirtæki saman i nokkur ár en fluttust síðan yfir til Stálvíkur hf. árið 1966. Brynjólfur var trúnaðarmaður Félags járniðnaðarntanna hjá Stálvík í 14 ár. Brynjólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Huldu Steinþórsdóttur , árið 1946 en þeim varð ekki barna auðið Brynjólfur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag klukkan 13.30. Þóra D. Stephensen lézt á Minni- Grund 9. marz. Böðvar Árnason frá Hrauni i Grinda- vík, Hvassaleiti 20, Reykjavík lézt 7. marz. Guðrún Einarsdóttir lézt að Hátúni 10B 10. marz. Guðrún Lárusdóttir, Lynghaga 8, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 12. marz kl. 13.30. Marta Haraldsdóttir, Kleppsvegi 120, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 13. marz kl. 15. Þorsteinn Brandsson fv. vélstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 12. marz kl. 15. Afmæll Pétur Pétursson Mosgerði 21 Reykja- vík er 60ára í dag, 11. marz. Bæjarmálafundur verður i Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði miðvikudaginn ll.marznk.frákl. 20.30-22.00. Fundarefni: Skipulagsmál í Hafnarfirði. Framsögu maður FriðþjófurSigurðsson. Norðan jökla og sunnan Þriðjudagsvaktir yfir sjónvarpi hafa hingað til verið fremur vinsælar hér á stassjóninni, þá standa menn í biðröðum og biðja um að fá að fjalla um útvarp og sjónvarp. Ástæðan er líkast til sú að á það kvöld veljast jafnan nokkuð góðir þættir af engil- saxneskum toga. Gærkvöldið var í áttina en endaði þó illa fyrir áhorf- andann. Gamlar ljósmyndir eru alveg rakið sjónvarpsefni. í kringum þærerhægt að fílósófera um þjóðlíf fyrr á tím- um, myndefnið og sjálfa ljósmynda- tæknina. Og veitir ekki af hér úti í Dumbshafi. Breskur þáttur um sögu ljósmyndunar brást ekki vonum mín- um. Þar ræddi snarborulegur Skoti um stríðsljósmyndir og þar kom fram hve einkennilegur ættbálkur stríðs- ljósmyndarar eru. Allir telja þeir sig vera að sýna alheiminum hve voða- legt stríðið sé, en rómantísera það endalaust og kompónera með dauða hermennina til að fá út „góða” stríðsmynd. Þessi þáttur hefði einnig átt að minna okkur á hið mikla og lítt not- aða magn gamalla ljósmynda sem til er hér á landi. Jafnvel á verstu niður- skurðartímum ætti sjónvarpið að geta notað það efni án óhóflegs kostnaðar. Ég hef orðið var við að margir hafa saknað sakamáiaþátta — lögreglu- mála og uppljóstrunar af einhverju tagi, enda er þetta alveg sérlega ró- andi efni. Francis Durbridge er góð- vinur sjónvarpssjúkra um allan heim og vel þekktur hér. Úr læðingi er alveg sérhannaður Durbridge og lúmskur þáttur að því leyti, að í hvert sinn sem eitthvað mikilsvert skeður, er klippt á. Við verðum t.d. að bíða fram í næstu viku til að fá á hreint hvort frú Margaret Randall er flagð undir fögru skinni eður ei. Ég veit ekki hvort ég afber þessa spennu í 10 vikur. Síðast á dagskrá átti þátturinn Byggðin undir björgum að vera, en henni var hnikað fyrir Byggðinni norðan jökla og virkjunarmálum hennar. Þetta var leiðinlegur þáttur og allur leikur var þar viðvanings- legur. Lifi Basilio frændi . . . - Al IOGT St. Verðandi nr. 9 Fundur i kvöld, miðvikudag. kl. 20.30. Sig|x>rs minning. i/si Frá Sálarrannsóknar- félaginu Hafnarfirði Fundur verður í kvöld. miðvikudaginn II. marz. i Cióðtcmplarahúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Erindi dr. phil. Erlcndur Haraldsson. Einsöngur Ing veldur Hjaltestcd. Upplestur Ester Kláusdóltir. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur fund miðvikudaginn 11. marz kl. 20.30. Spiluð vcrður félagsvist. Takið með ykkur gesti. AA-samtökin í dag. miðvikudag. verða fundir á vcgum AA samtakanna sem hér segir: Tjarnargata 5b kl. 12 (opinn). 14. 18 og 21. Grensáskirkja kl. 21. Hallgrims kirkja kl. 21. Akranes. Suðurgata 102 (93-2540) kl. 21. Borgarnes Læknamiðstöðin kl. 21. Keflavík Klappar stigur 7 (92-1800) kl. 21, Neskaupstaður Kaffistofa Netagerðarinnar kl. 21 og Fáskrúðsfjörður. Félags heimili kl. 20.30. í hádeginu á morgun. fimmtudag. verða fundir seni hér segir: Tjarnargata 5 b kl. 14. Hörgshlíð Samkoma í kvöld kl. 8. KFUK Hafnarfirði Kvöldvaka í kvöld. miðvikudaginn 11. marz. kl. 8.30 i húsi félaganna að Hverfisgötu 15. Kristin Múllcr. formaður KFUK i Reykjavík. og Hclga Magnúsdóttir kennari tala. Kristniboðsvikan Samkoma i kvöld kl. 20.30 i húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2B. Nokkur orð: ingveldur Einars- dóttir. Upphaf kristniboðs á Islandi: Jónas Gislason. Söngur: Æskulýðskór KFUM og K. Ræða: Jónas Þórisson. Tekið verður á móti gjöfum til kristni- boðsins. Allir velkomnir. Farfuglar: Félagsvist verður haldin föstudaginn 13. mar/ kl. 20:30 i Far fuglahcimilinu Laufásvegi 41. Ráðstefna um ferðaþjónustu 12. marz 1981 Fimmtudaginn 12. niarz mun Félag isl. fcrðaskrifstofa og Vcrzlunarráð íslands gangasl fyrir ráðstcfnu um ferðaþjónustu á íslandi. Vcrður ráðstcfnan haldin i Kristalsal Hólcls Loftlciða. Hefsl hún kl. 12.15 með léttum hjádcgisvcrði i Vikingasal. þarscm Slcingrimur Hcrmannsson samgönguráðherra mun flylja ávarp. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða skilyrði lil fcrðaþjónustu á Islandi og mögulcika landsins. scm ferðamannalands. Einnig cr ætlunin að varpa Ijósi á vaxandi þýðingu ferðaþjónuslu scm alyinnugrcinar og ræöa hvcrnig mcgi skapa þcssari grcin cðlilcg vaxtarskilyrði. þannig að mögulcikar landsins á |iessu sviði fái noliðsin. ALFA-nefnd á Sauðárkróki I tilefni af alþjóðlegu ári fatlaðra. ALFA 81. var i janúar sl. skipuð ALFA nefnd á Sauðárkróki eins og i fjölmörgum öðrum kaupstöðum. Verkefni nefndarinnar er m.a. að vinna að upplýsingamiðlun í héraðinu í saniráði við ALFA nefnd félagsmálaráðuneytis. Þar aðauki mun ncfndin vinna ýmis smærri verkefni i sambandi við aðbúnaðarmál fatlaðra í Sauðárkróksbæ. I ALFA nefnd Sauðárkróks eiga eftirtalin sæti: Sigurlina Árnadóttir og Helga Hannesdóttir frá félags- málaráði. Lára Angantýsdóttir frá Sjálfsbjörgu. Aðalheiður Arnórsdóttir frá félagsstarfi aldraðra. og cr hún jafnframt ritari nefndarinnar Formaður ALFA nefndar Sauðárkróks er Friðrik Á. Brekkan. félags- málastjóri. Hf. Skallagrimur ÁÆTLUN AKRABORGAR í janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,30 — 11,30 — 14,30 — 17,30 Kl. 10,00 — 13,00 — 16,00 — 19,00 I apríl og október verða kvoldferöir a sunnudogum. — í mai, júní og september veröa kvökíferöir á föstudogum og sunnudögum. — I júli og ógúst veröa kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru fró Akranesi kl. 20,30 og frá Reykjavík kl. 22,00. Afgreiösla Akranesi simi2275 Skrifstofan Akranesi sími 1095 Afgreiðsla Rviksimi 16050 Símsvari í Rvík simi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja- vik FR -bylgja, rás 2. Kallnúmer: Akranes 1192. Akraborg 1193, Reykjavik 1194. 1. hefti Samvinnunar 1981 er komið út í þessu fyrsta hefti ársins 1981 er ýmislegt efni. t.d. svarar Erlendur Einarsson forstjóri spurningum um helztu atburði siðasta árs. Sigriður Haraldsdóttir skrifar um neytendamál. Grunnvara á grunnverði. Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri segir frá. Grein i tilefni af alþjóðaári fatlaðra sem nefnist Tiundi hver niaður er fatlaður. Minnzt er áttræðisafmælis Tómasar Guðmundssonar skálds. Einnig eru fastir þættir i blaðinu, svosem krossgáta. vísnaspjall og sniá saga. Ritstjóri Samvinnunnar er Gylfi Gröndal. Upplýsingar vantar um: Innbrot á Nesbala42 Brotizt var inn I vinnuskúra við Nes- bala 42 á Seltjarnarnesi í fyrri viku og stolið þremur veiðistöngum, flugu- stöng og tveimur spinnstöngum. Enn- fremur veiðitösku með alls kyns veiði- tólum. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem slíkur verknaður er framinn þarna, því um áramótin var líka brotizt inn í skúr- ana og stolið kaffivél og verkfæratösku með smíðaverkfærum. Tjón eigandans er tilfinnanlegt og hann biður þá sem hugsanlega vita um afdrif þýfisins að láta vita. Upplýsingar veitir Guðni Sigfússon, Bollagörðum 19, sími 23770. -ARH. Kvennadeild Slysavarna- félagsins í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. mar/ kl. 20 i húsi SVFÍ Grandagarði. Kosið verður i stjörn og nefndir, ársreikningar verða lagðir fram og lögin rædd. Skemmtiatriði. kaffi. Konur fjölmennið. Borgfirðingafélagið heldurárshátíðsina í Domus Medica laugardaginn 14. marz kl. 19.30. Miðasala á sama stað fimmtudag og föstudag kl. 17— 19. Uppl. í sima 86663. Útivistarferðir BorgarOörður um næstu hclgi. góð gisting i Brautar- tungu. sundlaug. gönguferðir, einnig á skiðum. Fararstjóri Jón 1. Bjarnason. Farseðlar á skrifst. Útivistar, s. 14606. Páskaferðir: Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli. Norður-Svlþjóð, ódýr skiða og skoðunarferð. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna NR. 47 - 9. MARZ 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,582 6,600 7,260 1 Storlingspund 14,378 14,418 15,860 1 Kanadodollar 5,490 5,505 6,058 1 Dönsk króna 0,9818 0,9845 1,0830 1 Norsk króna 1,2103 1,2136 1,3350 1 Sœnsk króna 1,4112 1,4151 1,5566 1 Finnskt mark 1,6073 1,6117 1,7729 1 Franskur franki 1,3082 1,3118 1,4430 1 Belg.fronki 0,1881 0,1886 0,2075 1 Svissn. franki 3,3668 3,3760 3,7136 1 Hollenzk florina 2,7890 2,7966 3,4763 1 V.-þýzkt mark 3,0835 3,0919 3,4011 1 itölsk Ifra 0,00638 0,00640 0,00704 1 Austurr. Sch. 0,4359 0,4371 0,4808 1 Portug. Escudo 0,1155 0,1158 0,1274 1 Spánskur pesotj 0,0756 0,0758 0,0834 1 Japanskt yen 0,03174 0,03183 0,03501 1 IrsktDund 11,300 11,331 12,641 SDR (sórstök dróttarróttindi) 8/1 8,0388 8,0615 * Breyting fró sfðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190. |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.