Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. 12 frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Roykdal. fþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gfsli Svan Einr-sson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurður Porri Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Þeirgeta engera ekki Alþingi hefur enn tækifæri til að lýsa yfir, að það hafi hvorki fallizt á skrefa- talningu simtala, né ályktað neitt, er túlka mætti sem slíkt samþykki. Enn- fremur getur alþingi lýst yfir, að það hafni slíkri talningu. Þetta getur alþingi með því að sam- þykkja strax einfalda þingsályktunartillögu um að fela samgönguráðherra að stöðva umsvifalaust tengingu búnaðarins meðan alþingi fjalli um málið. í framhaldi af þessu getur alþingi hreinlega sett lög um, að simtöl skuli ekki vera skrefatalin. Alþingi hefur raunar harma að hefna. Skrefatalning- in byggist nefnilega á rangtúlkun símamálastjóra á þingsályktun frá 28. marz 1974, þar sem ráðherra var falið að vinna að jöfnun innansvæðissímtala um allt land og að lækkun símatalagjalda úr dreifbýli til Reykjavíkur. í þessari ályktun er hvergi minnzt á skrefatalningu, hvorki fyrir höfuðborgarsvæðið né önnur símasvæði. Hún bendir raunar á allt aðrar aðferðir til jöfnunar á símakostnaði landsmanna, enda hefur símamálastjóra ekki tekizt að verja frumhlaupið. Án formlegs samráðs við ráðherra leitaði símamála- stjóri árið 1978 tilboða í skrefatalningarbúnað. Að fengnum þeim tiiboðum lagði hann 8. febrúar 1979 til við ráðherra, að skrefatalning yrði tekin upp á höfuð- borgarsvæðinu. í bréfínu segir hann þetta vera ,,visst réttlætismál, sem gæti haft verulega stjórnmálalega þýðingu”. Hvorki hann né ráðherra tóku þó tillit til, að alþingi beri að fjalla um mál, sem hafi stjórnmálagildi. Ragnar Arnalds tók á sig ábyrgðina með þvi að sam- þykkja 16. febrúar 1979, að tekin yrði upp þriggja mínútna skrefatalning á höfuðborgarsvæðinu. Með því tók hann pólitíska ákvörðun, sem með réttu á að vera í höndum alþingis. Ráðherra játaði samþykkt sína í svari við fyrirspurn á alþingi 22. maí 1979. Laumuspil hans og símamála- stjóra hélt þó áfram, þvi að í næsta fjárlagafrumvarpi var talað um kostnað við „Karlsontalningu” til þess að hindra þingmenn í að skilja, að þetta væri skrefataln- ing. Þetta tókst. Þingmenn samþykktu Karlsontalningu án þess að hafa hugmynd um, hvers konar fyrirbrigði það væri. Það sýnir, að stundum hefur enginn þeirra minnstu hugmynd um, hvaða útgjöld þeir eru að sam- þykkja. Skrefatalningin er liður í tilraunum símamálastjóra að koma verðhækkunumsínum undan verðlagseftirliti. Hann saéttir sig ekki við hinar þröngu peningaskorður, sem sífelldar verðstöðvanir leggja öðrum á herðar. Hingað til hefur hann einkum beitt þeirri aðferð að fækka skrefunum, sem falin eru i afnotagjaldinu, auk þess sem hann lætur tvíborga og margborga suma sér- þjónustu. Alltaf hafa lygar og laumuspil fylgt þessum gerðum. Nú hyggst hann ná sér til viðbótar í tekjustofn, sem felst í styttingu skrefatímans. í upphafi á hann að vera sex mínútur, en áður en við vitum af, verður hann búinn að koma honum niður í þrjár mínútur. Því miður skammast þingmenn sín svo mikið fyrir að hafa ekki skilið, hvað Karlsontalning væri, að þeir þora ekki að játa það. Þess vegna munu þeir ekki nota tækifærið til að snúa við blaðinu og bæta mistökin. En með ábyrgðarleysinu axla þeir ábyrgðina með Jóni Skúlasyni og Ragnari Arnalds. /■ v, r Kennslustjórinn, Morgunblaðið og áfangakerfið Síðan 2. grein mín um einkunna- samanburð Halldórs Guðjónssonar var prentuð í Dagblaðinu 4. mars hafa þau tíðindi orðið að leiðari Morgunblaðsins 6. mars síðastliðinn tekur til umfjöllunar gagnrýni mína sem beindist að jöfnu að blaðinu og kennslustjóranum. 3. grein mín var að mestu fullsamin er ég las leiðarann, en hann er með þeim hætti að ekki virðist sanngjarnt að setja jafnaðarmerki milli skoðana blaðsins og kennslustjórans. Breyti ég því greininni og birtist hún síðar. í leiðaranum er því haldið fram að Morgunblaðið hafi haft verulegt frumkva;ði að þvi að landsprófið var lagt niður, Fjölbrautaskólinn i Breiðholti stofnsettur og komið var á fót skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins. Síðan segir orðrétt: ,,í kjölfarið fylgdi setning grunnskólalaganna og síðan hafa verið sett margháttuð lög um skóla- mál, sem með einum eða öðrum hætti eiga rætur að rekja til þessara umræðna. í raun má segja, að öll sú mikla þróun, sem orðið hefur í skóla- málum á síðasta áratug eigi upphaf sitt i þeim umræðum, sem hafnar voru á síðum Morgunblaðsins á síðustu árum Viðreisnar- stjórnarinnar.” Þessi skrif komu mér á óvart og glöddu mig í senn. Blaðið gerir að vísu meira úr hlut sinum en efni standa til, en slíkt er háttur flokkspólitískra fyrirbæra hérlendis og verður að skoðast í því ljósi. En rétt er að Morgunblaðið studdi aðgerðir Jónas- ar B. Jónssonar, Kristjáns Gunnars- sonar og fleiri manna sem blaðið kýs ekki að nefna sem að því miðuðu að koma á því sem nú er nefnt hið nýja skólahald. Ritstjórum Morgun- blaðsins gremst að til skuli vera menn sem túlka skólamálaumræðu blaðsins síðustu vikur sem skoðanaskipti, og því segja þeir um Dagblaðsgrein mína frá 4. mars: „Annar skólameistari heldur þvi fram í blaðagrein fyrir nokkrum dögum, að tilgangur Morgunblaðsins með því að birta umrædda frétt (!) sé sá að ráðast á FOLKIÐ SKAL QGA ALLT — ríkið ekki neitt V Nýlega festum við gengið í orði og umbreyttum krónunni á borði. Þegar við íhugum aðstöðu okkar í dag, eftir jafnróttæka röskun og varð við gildisbreytingu krónunnar, hljótum við að leiða Itugann að afstöðu okkar til innanlandsmála yfirleitt. Hver er afstaða okkar? Hún er nánast engin hjá almenningi yfirleitt. Er það ekki nokkuð furðuleg staðreynd? Skyldi ástæðan vera sú að fólkið í landinu sé úr tengslum og utanveltu við lífssvið sitt og að það sé þess vegna ófært um að skapa sér lífsstefnu? Segjum svo að sá möguleiki sé fyrir hendi þvi ein- hver skýring hlýtur að vera á af- skiptaleysi og doða fólks. Hvað veldur þessari utanveltu? Það gæti verið einber skynvilla. Til skýringar á þessari hugmynd er bezt að athuga sögu okkar og stöðu okkar í dag. Hvernig búum við að okkur í dag? Við búum alls ekki að okkur. Við búum við úrelt fyrir- komulag sem leit á ísland eins og stærð innan konungsríkisins Dan- merkur við sambandsslitin. Ef þið viljið aðeins líta inn á anda málsins þá sjáið þið að þetta er rétt stað- reynd. í raun höfum við ekki verið til — ekki hvert og eitt okkar, það er bara ísland sem var til við aðskilnað Danmerkur og íslands, og öll áherzla var lögð á þann sjónarhól á meðan á skilnaði stóð, og svo var það látið gott heita en ekki athugað að sjónar- hóllinn færðist úr stað þegar við skilnað. Hver á skipið? Við skulum nú setja ísland í lík- ingu skips sem Ieysti festar og sigldi út í óvissuna, burt frá flota Dan- merkur, hafði skipstjóra um borð og áhöfn sem fylgdi siglingalögum en með enga stefnumótun aðra en þá að elta hina flotana á leið sinni um út- sjói heimsviðburða — og án þess að gefa gaum að fólkinu innanborðs. Þar eru innanborðs ennþá farþegar með engan rétt en sem gjalda árlega fargjald sem fer síhækkandi. Þeir farþegar hafa ekki atkvæðisrétt til ákvarðanatöku um stefnu þar sem þeir eru ekki hluti áhafnarinnar. Stundum hefir áhöfnin rifizt um hvort hækka skyldi segl eða lækka þau, stýra nokkrum gráðum lengra til austurs eða vesturs, hvar eigi að taka vistir, o.s.frv. Skipstjóri hefir nokkurn veginn haldið sæti sínu á eðlilegan hátt en aðrir hafa hrakizt úr sætum sínum og jafnvel verið settir niður í lest með þriðja farrýmisfólki sem samanstendur mestmegnis af konum, börnum, öldruðum og sjúk- um. Kjallarinn Erla Guðmundsdóttir Hver á þetta skip? Er það skip- stjórinn? Nei. Er það þá áhöfnin? Nei, þá væru ekki sumir hennar á stundum sendir niður á lestarfarrými. Á skipið sig sjálft? Nei, fólkið áskip- ið, allt það fólk sem enn er litið á sem farþega ásamt áhöfninni í hvert sinn og ásamt skjpstjóranum. — Allt þetta fólk á skipið — og þess vegna er þessi andlega deyfð og sljóleiki ger- samlega óskiljanlegur. Hvað er að fólkinu? Er það sjóveikt — eða land- veikt réttara sagt? Hefir það verið vísvitandi blekkt? Eða eru allir óvit- andi um stöðu sína og ábyrgð? Er þá ekki kominn tími til að nema? Mörg ykkar hugsa eflaust: „Þetta er nokk- uð athyglisvert.” Aðrir hugsa: ,,Þvi- lik endemis þvæla. " Og enn aðrir láta sig málið engu skipta. Því held ég áfram fyrir þá sem finnst málið athyglisvert og visa til fyrirsagnarinnar sem nú ætti að standa í öðru Ijósi en við fyrstu sýn: Fólkið skal eiga allí en ríkið ekki neitt. Þessi setnirg ættiað vera 1. grein í 1. kafia stjcrnarskrár lýðveldis íslendinga — því lýðveldið ætti að heita lýðveldi íslendinga en ekki Lýð- veldið ísland. Stjórnarskráin snertir nefnilega okkur, íslendingana, og engan annan. ísland er bara landið sem við búum á en íslendingar eru þjóðin. Hér liggur grundvallarskyn- villan. ísland sem slíkt er ein heild sem taka þarf tillit til á alþjóðavett- vangi, og þangað eru sendir fulltrúar íslendinga, þótt skynvillan viðhaldist í að kalla þá fulltrúa íslands. Þetta hugtak á einungis við út fyrir okkar þjóðarheild en verður að falla dautt á meðal okkar í landinu sjálfu því hér eru það íslendingar sem skipta máli. Orðtakið „Lýðveldi Íslendinga” segir að valdið sé í höndum fólksins, þar sem orðtakið Lýðveldi íslands segir að eitthvert ríki sé til sem allt skuli þjóna — eða er það ekki í hugum okkar ein- hver óþekkt stærð sem taka þarf tillit til, fyrst og fremst. En, það er fólkið sem fyrst og fremst þarf að taka tillit til, og við eigum þetta sérstaka tungu- mál sem við ættum að geta beitt svo allir skilji. Frumorðin í málinu eru ís- land og íslendingar en þetta tvennt er mjög ólíkt í eðli sínu. Fyrst og fremst er landið sem þjóðin dregur nafn sitt af, og er kunn meðal erlendra sem slík, það er fólkið sem byggir landið ísland. En, það sem skiptir máli er fólkið — Islendingarnir — og hvernig þeir ráða ráðum sinum og haga mál- unt sínum. Við sambandsslitin var talað um tvær rikjastærðir, Danntörk og ísland — en það var eitt mál út af fyrir sig, og það mál var unnið á milliríkja- sviði, svo eðlilegt var að tala um ríki þá. En innanlands, þar er ekkert ríki, þar er einungis fólkið og lífssvið þess. Það er allt önnur stærð — allt önnur vídd. Stærðir stærðfræðinnar eiu eitt og víddir víðfræðinnar annað. Hvað er þá viðfræði? Nú, hvað er víðsýni? Það er að sjá til allra átta. Gxti þá ekki víðfræði verið skynjun á sviðum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.